Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
KA
2
3
Breiðablik
0-1 Daniel Obbekjær '20
Viðar Örn Kjartansson '36 1-1
1-2 Ísak Snær Þorvaldsson '51
Viðar Örn Kjartansson '62 2-2
2-3 Kristófer Ingi Kristinsson '82
01.09.2024  -  16:15
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Hlýtt en hvasst
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Viðar Örn Kjartansson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo ('86)
5. Ívar Örn Árnason
6. Darko Bulatovic
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('71)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('79)
23. Viðar Örn Kjartansson ('86)
28. Hans Viktor Guðmundsson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason ('79)
8. Harley Willard ('86)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
14. Andri Fannar Stefánsson
29. Jakob Snær Árnason ('86)
30. Dagur Ingi Valsson ('71)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Emil Guðberg Jóhannsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Hrannar Björn Steingrímsson ('37)
Viðar Örn Kjartansson ('82)
Ívar Örn Árnason ('85)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan: Blikar tóku öll stigin eftir risastórt atvik
Hvað réði úrslitum?
Klafs í teignum hjá KA og boltinn féll fullkomlega fyrir Kristófer Inga sem skoraði sigurmarkið. Það í bland við mögulegt víti og góð færi hjá KA sem fóru forgörðum. Skemmtilegur leikur sem KA átti skilið að fá meira úr.
Bestu leikmenn
1. Viðar Örn Kjartansson
Skoraði tvö mörk og er alltaf líklegur þessa dagana. Þetta er sá Viðar sem menn bjuggust við að sjá í Bestu deildinni. Fimm mörk í síðustu fjórum leikjum og fékk eitt færi í dag til að setja þrennuna. Þá gerði hann einnig mjög sterkt tilkall til vítaspyrnu.
2. Anton Ari Einarsson
Virkilega góður í dag fannst mér, öruggur í sínu og gerði akkúrat það sem hann átti að gera, var fyrir, þegar KA reyndi að jafna leikinn í lokin.
Atvikið
Víti eða ekki víti, ég held þetta hafi átt að vera víti, en ég þurfti að horfa á þetta oft til að negla þá skoðun mína. Atvikið átti sér stað á 81. mínútu og í jafnri stöðu. Patrik Johannesen sveiflar fætinum og Viðar er að pikka í boltann á sama tíma. Boltinn skýst í burtu og Patrik heldur leik áfram eins og ekkert hafi gerst. Risastórt augnablik og mikið undir hjá báðum liðum.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik vinnur aftur á erfiðum útivelli og er nú búið að vinna sex leiki af síðustu sjö. Með sigrinum í stoppar liðið taplausa hrinu KA sem náði aftur til júní. Liðið er á toppi deildarinnar, þremur stigum á undan Víkingi sem á leik til góða. KA getur eftir leikinn í dag í besta falli endað í 7. sæti, en bikarúrslitaleikurinn er gulrótin fyrir KA menn.
Vondur dagur
Mér fannst Hallgrímur Mar, Grímsi, töluvert frá sínu besta í dag. Það var ekki bara klúðrað færi í lokin. það var meira í leiknum sem var ólíkt Grímsa. Þá var Ívar Örn í talsvert miklu brasi í leiknum, Ívar sem yfirleitt er mjög traustur í vörn KA. Þrátt fyrir að þeir tveir hafi ekki verið upp á sitt besta, þá hefði KA hæglega getað unnið þennan leik, sem er hrós á KA liðið. Þá verð ég að setja vondan dag á leiktímann. 16:15 þegar Man Utd mætir Liverpool klukkan 15:00. Það er bara ekki góð hugmynd.
Dómarinn - 5
Jóhann var ekkert frábær í leiknum, en alls engin hörmung. Eins og ég segi í boxinu hér til hliðar þá finnst mér að KA hafi átt að fá víti á 81. mínútu, en ég þurfti að marghorfa á atvikið til að negla hvar ég stæði með það. Best að hver dæmi fyrir sig, en ég set fimmu á Jóhann.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Daniel Obbekjær
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('66)
11. Aron Bjarnason ('87)
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson ('66)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
24. Arnór Gauti Jónsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('87)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
9. Patrik Johannesen ('66)
20. Benjamin Stokke
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('66)
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson

Gul spjöld:
Kristinn Steindórsson ('56)
Davíð Ingvarsson ('57)
Ísak Snær Þorvaldsson ('69)
Arnór Gauti Jónsson ('92)

Rauð spjöld: