Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Þróttur R.
2
3
Leiknir R.
0-1 Omar Sowe '22
0-2 Omar Sowe '26
0-3 Róbert Hauksson '28
Birkir Björnsson '80 1-3
Kári Kristjánsson '85 2-3
08.09.2024  -  14:00
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Allt í lagi-Ekki gott. Allavega þurrt
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Omar Sowe (Leiknir R.)
Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson
5. Jorgen Pettersen
6. Emil Skúli Einarsson ('46)
20. Viktor Steinarsson ('46)
22. Kári Kristjánsson
25. Hlynur Þórhallsson
32. Aron Snær Ingason
33. Unnar Steinn Ingvarsson
99. Kostiantyn Iaroshenko ('46)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
7. Sigurður Steinar Björnsson ('46)
9. Viktor Andri Hafþórsson ('46)
14. Birkir Björnsson ('46)
24. Björn Darri Oddgeirsson
30. Kolbeinn Nói Guðbergsson

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Baldur Hannes Stefánsson
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Hans Sævar Sævarsson
Alexander Máni Curtis

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@Hilmarjokull Hilmar Jökull Stefánsson
Skýrslan: Omar S(h)owe í Laugardalnum
Hvað réði úrslitum?
Þessi 6 mínútna kafli um miðjan fyrri hálfleik þegar Leiknir kemst í 0-3 forystu. Þróttarar virtust brotna all svakalega þegar Leiknir komst 0-1 yfir og eftir að þeir lentu 0-3 undir þá sáu þeir ekki til sólar fyrr en leikurinn var að verða búinn.
Bestu leikmenn
1. Omar Sowe (Leiknir R.)
Hvað er hægt að segja um þennan gaur? Hann sagði það nú við undirritaðan eftir leik að hann hefði í raun átt að gera þriðja markið sitt og það fjórða fyrir Leikni stuttu eftir að Róbert Hauks kom þeim í þriggja marka forystu. Hann tók bæði mörkin sín vel og var atkvæðamestur í liði Leiknis.
2. Róbert Hauksson (Leiknir R.)
Tekinn út af í seinni en átti stóran þátt í því að Leiknir komst í 0-3 á 6 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Var mjög góður í liði Leiknis, með mark og stoðsendingu. Honorable mention á Róbert Quental (Leikni R.) og Unnar Stein (Þrótti R.).
Atvikið
0-1 Omar Sowe 22. mínúta. Mörk breyta leikjum sagði einhver. Þegar Omar skorar þetta mark þá hafði í raun ekkert bent til þess að Leiknir væri að fara að gera neitt í þessum leik. Við þetta mark breyttist öll dýnamík leiksins og Þróttarar féllu aftar á völlinn, gerðu fleiri mistök á meðan að Leiknismenn gengu á lagið.
Hvað þýða úrslitin?
Núna eru möguleikar Þróttar á umspili alveg horfnir, en á meðan að þeir töpuðu fyrir Leikni þá vann ÍR sinn leik 2-1 gegn Gróttu. Leiknismenn jafna Þrótt að stigum í 27 stigum en hvorugt liðið hefur að einhverju að keppa í lokaumferðinni. Omar Sowe er þá kominn með 13 mörk í Lengjudeildinni í ár.
Vondur dagur
Andi Þróttar Mér fannst í raun enginn einn leikmaður vera sökudólgurinn á þessum 6 mínútna kafla sem gerði út um leikinn. Öll vörnin hjá Þrótti var bara shaky og þess vegna fá þeir vondur dagur frá undirrituðum.
Dómarinn - 8
Mjög vel dæmdur leikur hjá Ívari og ef við tökum AD1 á orðinu og þessar rangstöður voru réttar þá gerðu dómararnir engin sjáanleg mistök í leiknum.
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason ('87)
8. Sindri Björnsson ('77)
9. Róbert Hauksson ('70)
10. Shkelzen Veseli
16. Arnór Daði Aðalsteinsson ('77)
23. Arnór Ingi Kristinsson
25. Dusan Brkovic
67. Omar Sowe

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
4. Patryk Hryniewicki
14. Davíð Júlían Jónsson ('87)
18. Marko Zivkovic
30. Egill Helgi Guðjónsson ('77)
43. Kári Steinn Hlífarsson ('70)
44. Aron Einarsson ('77)

Liðsstjórn:
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Gísli Friðrik Hauksson
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson
Nemanja Pjevic
Arnar Darri Pétursson

Gul spjöld:
Daði Bærings Halldórsson ('31)

Rauð spjöld: