Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Besta-deild karla
Fylkir
19:15 0
0
Víkingur R.
Besta-deild karla
Valur
19:15 0
0
KR
Keflavík
4
4
Stjarnan
Melanie Claire Rendeiro '10 1-0
Melanie Claire Rendeiro '21 2-0
Melanie Claire Rendeiro '32 3-0
3-1 Fanney Lísa Jóhannesdóttir '45
3-2 Hulda Hrund Arnarsdóttir '60
3-3 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir '66
Marín Rún Guðmundsdóttir '72 4-3
4-4 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir '82
07.09.2024  -  14:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Aðstæður: Suðurnesjagola en sólin skín. Hiti um 12 gráður
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Melanie Claire
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
7. Ariela Lewis ('74)
9. Marín Rún Guðmundsdóttir
10. Saorla Lorraine Miller
17. Simona Rebekka Meijer
18. Hilda Rún Hafsteinsdóttir ('86)
21. Melanie Claire Rendeiro
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir ('86)
24. Anita Lind Daníelsdóttir
99. Regina Solhaug Fiabema

Varamenn:
12. Anna Arnarsdóttir (m)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir ('86)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('74)
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('86)
19. Máney Dögg Másdóttir
20. Brynja Arnarsdóttir
26. María Rán Ágústsdóttir

Liðsstjórn:
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Ljiridona Osmani
Þorgerður Jóhannsdóttir
Eva Lind Daníelsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Luka Jagacic
Sólrún Sigvaldadóttir

Gul spjöld:
Salóme Kristín Róbertsdóttir ('42)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflavík er fallið úr Bestu deild kvenna eftir mikin markaleik.

Viðtöl og umfjöllun munu koma inn eftir því sem líður á daginn.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki þrjár mínútur.
89. mín
Stjarnan í leit að sigurmarki. Vinna hér horn.
86. mín
Inn:Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (Keflavík) Út:Salóme Kristín Róbertsdóttir (Keflavík)
86. mín
Inn:Júlía Björk Jóhannesdóttir (Keflavík) Út:Hilda Rún Hafsteinsdóttir (Keflavík)
82. mín MARK!
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
Stórglæsilegt mark
Úlfa fær boltann við vinstra vítateigshorn og leikur ögn inn á völlinn áður en hún lætur vaða. Snýr boltann glæsilega upp í hornið fjær algjörlega óverjandi fyrir Veru.

Átta mörk komin í þennan leik!
80. mín
Algjört kraðak í teig Stjörnunnar eftir aukaspyrnu. Erin kemur út en missir boltanum. Ábyggilega einir 10 leikmenn á því sem næst sama fermetranum að reyna að sparka í boltann sem á endanum berst í fang Erin.
75. mín
Inn:Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan) Út:Henríetta Ágústsdóttir (Stjarnan)
75. mín
Inn:Karlotta Björk Andradóttir (Stjarnan) Út:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan)
74. mín
Inn:Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík) Út:Ariela Lewis (Keflavík)
72. mín MARK!
Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)
Keflavík tekur forystu á ný. Ariela Lewis með boltann inn á teig Stjörnunar og nær skoti sem er varið. Frákastið berst á Marín sem á skot sem Erin heldur ekki og missir líklega innfyrir línuna. Marín tekur samt enga sénsa og fær boltann aftur og setur af öryggi í netið af stuttu færi.

Hér skortir allavega ekki mörk.
66. mín MARK!
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
Allur vindur úr Keflavík?
Úlfa Dís fær boltann vinstra megin í teignum eftir góða sóknarlotu Stjörnunar. Hún nær skotinu sem fer í stöngina fjær og rennur á markilínunni í stöngina hinum megin og yfir línuna áður en að Vera slær boltann út. Bríet og Ronnarong með arnaraugu og dæma boltann inni.

Keflavík enn og aftur að missa niður forystu.
60. mín MARK!
Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan)
Laglega klárað!
Stjarnan að þrýsta liði sínu hátt á völlinn. Boltinn kemur fyrir markið frá hægri yfir á fjærstöng þar sem Hulda Hrund er mætt og hamrar boltann á lofti af markteigshorni í netið.

Virklega vel klárað færi.
59. mín
Hrefna að komast í álitlega stöðu fyrir Stjörnuna eftir snögga sókn en nær ekki að koma skoti á markið.
56. mín
Atvik leiksins til þessa
Boltinn fer út af í innkast við varamannabekkina. Jóhannes Karl þjálfari Stjörnunar ætlar að handsama boltann og koma honum aftur til leikmanna en gáir ekki að sér og fellur með miklum tilþrifum um vatnsbrúsa sem situr á grasinu. Spaugilegt í meira lagi. Vona að hann hafi ekki meitt sig.
53. mín
Melanie vill meira
Keyrir inn völlinn frá vinstri og á hörkuskot en boltinn rétt framhjá.
51. mín
Meiri kraftur í Stjörnunni
Talsverður munur á leik Stjörnunar hér í upphafi síðari hálfleiks frá því sem var í þeim fyrri.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Heimakonur sparka okkur af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Keflavík. Nokkuð fjörugt og nóg af mörkum. Meira af því sama í síðari hálfleik.
45. mín MARK!
Fanney Lísa Jóhannesdóttir (Stjarnan)
Gestirnir minnka munin.
Aukaspyrna tekin inn á teig Keflavíkur frá hægri væng yfir á fjærstöng. Boltinn skallaður aftur fyrir markið þar sem Fanney mætir og stangar hann í netið.
42. mín Gult spjald: Salóme Kristín Róbertsdóttir (Keflavík)
Gengur full hart fram í varnarleik sínum að mati Bríetar og fær fyrir það gult spjald.
41. mín
Hrefna Jónsdóttir fer niður við teig Keflavíkur og vill eitthvað fyrir sinn snúð. Bríet ekki á sama máli og veifar leik áfram.
38. mín
Leikurinn verið eign Keflavíkur til þessa. Stjörnuliðið lítið sýnt sóknarlega og verið afar andlaust.
32. mín MARK!
Melanie Claire Rendeiro (Keflavík)
Þrenna í hús
Keflavík sækir hratt upp vinstra megin. Melanie keyrir inn á teiginn. Virðist vera að þrengja færið um of en svo var alls ekki og klárar hún í hornið fjær framhjá Erin.
25. mín
Saorla með laglegan snúning og ágætis skot að marki en Erin með allt á hreinu og handsamar boltann.
23. mín
Keflavík samt sem áður að falla í dag eins og staðan er.
Tindastóll er komið í 2-0 gegn Fylki á Sauðárkróki. Fari leikirnir eins og þeir standa núna eru því bæði Keflavík og Fylkir að falla úr Bestu deildinni þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir.
21. mín MARK!
Melanie Claire Rendeiro (Keflavík)
Hrikaleg mistök
Arna Dís með hræðilega sendingu til baka á Erin sem Keflvíkingar komast inn í. Melanie þakkar fyrir sig með því að setja boltann í netið af stuttu færi.
17. mín
Aníta Lind reynir að nýta vindinn og lætur bara vaða á markið. Ekkert galin tilraun en boltinn yfir markið.
16. mín
Sóley Edda of sein í tæklingu á Melanie og sparkar hana niður. Aukaspyrna dæmd og tiltal frá Bríeti að auki.
10. mín MARK!
Melanie Claire Rendeiro (Keflavík)
Stoðsending: Anita Lind Daníelsdóttir
Keflavík tekur forystu Búnar að vera betri hér í upphafi. Boltinn berst á Melanie í teignum sem að klárar með góðu skoti framhjá Erin.
8. mín
Erin í tómu tjóni í marki Stjörnunar. Fær sendingu til baka og setur hann beint á Saorlu sem mætir í pressuna. Hún nær að koma boltanum í átt að marki en var of lengi að athafna sig og varnarmenn koma boltanum i horn.
7. mín
Simona Meijer með hörkuskot úr D-boganum sem fer hárfínt framhjá.
5. mín
Saorla keyrir upp hægri vænginn og setur fyrirgjöf á nærstöng.

Erin slær boltann frá í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í Keflavík. Það eru gestirnir sem hefja hér leik og leika gegn vindi í átt að Blue höllinni.
Fyrir leik
Dómari
Bríet Bragadóttir er með flautuna í Keflavík í dag. Henni til aðstoðar eru Guðmundur Ingi Bjarnason og Ronnarong Wongmahadthai. Kristján Már Ólafs er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Bergur Þór Steingrímsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Útlitið svart fyrir Keflavík Ekkert nema sigur dugar Keflavík í dag ætli liðið sér að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Eins og það eitt væri ekki nóg þarf liðið jafnframt að treysta á að Fylkir vinni sigur á Tindastól.

Staðan

Mynd: Skjáskot ksi.is


Það má alveg segja að líkurnar séu ekki með liði Keflavíkur í dag. En snúist lukkudísirnar á sveif með þeim í dag þurfa þær að treysta á slíkt hið sama í lokaumferð deildarinnar.

Mynd: Sigurður Ingi Pálsson

Fyrir leik
Stjarnan í öruggri höfn
Átta stig skilja lið Stjörnunar frá fallsætum og þar sem aðeins tvær umferðir eru eftir að leiknum í dag meðtöldum getur Stjarnan ekki fallið.

Það má því alveg segja að lið Stjörnunar hafi að litlu að keppa fyrir þessar lokaumferðir. Þær líta þó mögulega svo á að það sé ákveðin gulrót að enda í efsta sæti neðri hluta deildarinnar sem þær gætu tryggt sér með sigri í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Skýrast línur í fallbaráttunni? Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Stjörnunar í neðri hluta Bestu deildar kvenna.

Flautað verður til leiks á HS Orkuvellinum klukkan 14:00
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
2. Sóley Edda Ingadóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
7. Henríetta Ágústsdóttir ('75)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('75)
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir
19. Hrefna Jónsdóttir
20. Jessica Ayers
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir

Varamenn:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
10. Anna María Baldursdóttir
14. Karlotta Björk Andradóttir ('75)
24. Ingibjörg Erla Sigurðardóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir ('75)
28. Mist Smáradóttir
39. Katrín Erla Clausen

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Vignir Snær Stefánsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: