Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Tyrkland
3
1
Ísland
Kerem Akturkoglu '2 1-0
1-1 Guðlaugur Victor Pálsson '36
Kerem Akturkoglu '52 2-1
Kerem Akturkoglu '88 3-1
09.09.2024  -  18:45
Gürsel Aksel Stadium
Þjóðadeildin
Aðstæður: 30 stiga hiti og mikill raki
Dómari: Enea Jorgji (Albanía)
Byrjunarlið:
1. Mert Gunok (m)
3. Merih Demiral
7. Kerem Akturkoglu
8. Arda Guler
9. Umut Nayir ('81)
10. Hakan Calhanoglu ('46)
13. Eren Elmali
14. Abdulkerim Bardakci
16. Ismail Yuksek ('87)
17. Irfan Can Kahveci ('74)
18. Mert Muldur ('74)

Varamenn:
12. Altay Bayindir (m)
23. Ugurcan Cakir (m)
2. Zeki Celik ('74)
4. Samet Akaydin
5. Okay Yokuslu ('81)
6. Orkun Kökcu ('46)
11. Kenan Yildiz ('74)
15. Salih Özcan
19. Emirhan Topcu
20. Can Uzun
21. Eren Dinkci
22. Kaan Ayhan ('87)

Liðsstjórn:
Vincenzo Montella (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Tyrkir vinna þennan leik Við munum hinsvegar leggja þá á Laugardalsvelli í október. Það koma viðtöl og ýmislegt fleira inn á síðuna.
Elvar Geir Magnússon
93. mín
Maður leiksins
Mynd: Getty Images

Elvar Geir Magnússon
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti fimm mínútur Fimm mínútur
Elvar Geir Magnússon
90. mín
Arda Guler kemst í skotstöðu Lætur vaða en framhjá fer boltinn.
Elvar Geir Magnússon
88. mín MARK!
Kerem Akturkoglu (Tyrkland)
Stoðsending: Arda Guler
Stjarna sýningarinnar innsiglar þrennu sína! Fékk frábæra stungusendingu frá Ara Guler. Hjörtur Hermannsson orðinn þreyttur og á ekki möguleika að elta Akturkoglu.

Hann klárar síðan algjörlega upp á tíu. Gef honum það!

Akturkoglu 25 ára gamall, yfirgaf Galatasaray í sumar og gekk í raðir Benfica í Portúgal.
Elvar Geir Magnússon
87. mín
Inn:Kaan Ayhan (Tyrkland) Út:Ismail Yuksek (Tyrkland)
Tyrkir hafa framkvæmt sína síðustu skiptingu.
Elvar Geir Magnússon
87. mín
"Þurfum að vera beinskeyttari" "Hætta þessum þversendingum og sendingum til baka. Við verðum að koma boltanum inn í teiginn," segir Kjartan Henry.
Elvar Geir Magnússon
85. mín
Öllum brögðum beitt Tyrkirnir halda áfram að reyna að éta upp af klukkunni. Ismail Yuksek liggur eftir á grasinu. Hljótum að fá dágóðan uppbótartíma á eftir ef albönsku dómararnir eru með á nótunum.
Elvar Geir Magnússon
84. mín
Orkun Kökcu sem kom inn í hálfleik fyrir Calhanoglu með skot hægra megin úr teignum. Hákon nær að verja.
Elvar Geir Magnússon
81. mín
Inn:Okay Yokuslu (Tyrkland) Út:Umut Nayir (Tyrkland)
Tyrkir halda áfram að reyna að kæfa leikinn með því að taka sér góðan tíma í allar aðgerðir.
Elvar Geir Magnússon
80. mín
Hættuleg sending frá Valgeiri!!! Góð sókn og Valgeir Lunddal með flotta fyrirgjöf en enginn Íslendingur nær að komast í boltann. "Þarna vantar bara hlaup!" segir Kjartan Henry sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport.
Elvar Geir Magnússon
79. mín
Eren Elmali að sýna fyrirmyndar baráttuhug við mikla hrifningu áhorfenda. Hendir sér í tæklingar og berst eins og óður maður.
Elvar Geir Magnússon
78. mín
Wales er að vinna 2-1 gegn Svartfjallalandi á útivelli í hinum leik riðilsins.
Elvar Geir Magnússon
76. mín
Mynd: Getty Images

Elvar Geir Magnússon
74. mín
Inn:Zeki Celik (Tyrkland) Út:Mert Muldur (Tyrkland)
Elvar Geir Magnússon
74. mín
Inn:Kenan Yildiz (Tyrkland) Út:Irfan Can Kahveci (Tyrkland)
Elvar Geir Magnússon
73. mín Gult spjald: Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
Elvar Geir Magnússon
73. mín
Tyrkir með skot yfir eftir glæsilegt samspil Umut Nayir í dauðafæri en hittir boltann afleitlega og boltinn hátt yfir. Skaut með leggnum.
Elvar Geir Magnússon
72. mín
Tyrkirnir eru að reyna að éta sem mest af klukkunni. Taka sér góðan tíma í öll föst leikatriði.
Elvar Geir Magnússon
71. mín
Náðum ekki marktilraun eftir hornið en áttum hinsvegar að fá aðra hornspyrnu. Albönsku dómararnir að bregðast þarna. Töldu ranglega að Andri hefði átt síðustu snertinguna.
Elvar Geir Magnússon
69. mín
Ísland fær hornspyrnu! Fyrirgjöf sem Tyrkirnir koma afturfyrir.

Rétt á undan áttu Tyrkir sókn en Hákon vandanum vaxinn og varði í markinu.
Elvar Geir Magnússon
68. mín
Íslenska liðið kemst í frábæra stöðu eftir frábært uppspil en síðasta sendingin brást. Andri Lucas náði ekki að skila boltanum á samherja.
Elvar Geir Magnússon
67. mín
Þurfum að koma boltanum á rammann Íslenska liðið hefur aðeins átt eina tilraun á markið í leiknum, og inn fór boltinn.
Elvar Geir Magnússon
66. mín
Fáum aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika Boltinn inn í teiginn en Tyrkir þruma boltanum í burtu. Það er alvöru sóknarhugur í íslenska liðinu núna.

Það eru möguleikar í þessu! Væri hressandi að fá eins og eina hornspyrnu bráðlega.
Elvar Geir Magnússon
65. mín
Arnór Ingvi með þéttingsfast skot Framhjá markinu. Vel spilað í aðdragandanum. Rétt á undan þessu tækifæri átti Kolbeinn fyrirgjöf sem fór yfir Orra.

Góðar sóknarlotur hjá íslenska liðinu.
Elvar Geir Magnússon
64. mín
Mynd: Getty Images

Elvar Geir Magnússon
63. mín
Orkun Kökcu með skringilgt skot framhjá.
Elvar Geir Magnússon
62. mín
Kostuleg uppákoma Það var VAR skoðun áðan á þessu marki áðan sem var dæmt af Tyrkjunum. Allt í einu kom á skjái vallarins að markið ætti að standa og Tyrkir byrjuðu að fagna, bæði í stúkunni og á vellinum.

En svo flautaði dómarinn og benti til merkis um rangstöðu! Þetta var mjög tæpt.

Sá sem sér um að setja upplýsingarnar á skjáinn hefur ýtt á rangan takka.
Elvar Geir Magnússon
59. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Elvar Geir Magnússon
59. mín
Inn:Valgeir Lunddal Friðriksson (Ísland) Út:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
Elvar Geir Magnússon
59. mín
Inn:Orri Steinn Óskarsson (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Elvar Geir Magnússon
58. mín
Tyrkir koma boltanum í netið En flaggið komið á loft. Rangstaða í aðdragandanum.
Elvar Geir Magnússon
57. mín
Orri Steinn Óskarsson er að búa sig undir að koma inn sem varamaður. Skoraði með geggjuðum skalla gegn Svartfjallalandi.
Elvar Geir Magnússon
56. mín
Jón Dagur reynir skot úr þröngri stöðu en það fer beint í varnarmann.
55. mín
Var að sjá endursýningu af markinu. Gulli Victor missir aðeins af honum en það er lítið hægt að gera í þessu held ég annars. Algjört töframark.
52. mín MARK!
Kerem Akturkoglu (Tyrkland)
Kerem Akturkoglu hlýtur að vera að eiga leik lífs síns.

Tekur boltann fyrir utan teig, ein snerting og mark. Frábært skot hjá honum.
50. mín
Hérna keðjureykir fólk í stúkunni. Aðeins öðruvísi menning en á Íslandi.
49. mín
Gylfi með tækifæri til að þræða Willum í gegn en nær ekki sendingunni.
48. mín
Kahveci með fast skot að marki en Hákon Rafn gerir vel í að halda boltanum. Þurfum aðeins að róa þetta niður, Tyrkir eru að mæta vel gíraðir út í seinni hálfleikinn.
47. mín
Akturkoglu, enn og aftur, að koma sér í færi en Hjörtur og Gulli Victor verjast honum vel.
46. mín
Inn:Orkun Kökcu (Tyrkland) Út:Hakan Calhanoglu (Tyrkland)
Elvar Geir Magnússon
46. mín
Inn:Willum Þór Willumsson (Ísland) Út:Mikael Neville Anderson (Ísland)
Mikael skilaði virkilega flottu dagsverki.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn Enn og aftur baula Tyrkir á Íslendinga er þeir mæta í seinni hálfleikinn. Orðið vel þreytt. Einhver ungur aðdáandi hljóp inn á til að fá mynd með Abdulkerim Bardakci af öllum mönnum. Svo getum við hafist handa að nýju.

ÁFRAM ÍSLAND!
Brot af umræðunni af X í hálfleik



45. mín
Hálfleikur
Vel gert hjá strákunum að komast inn í hálfleikinn. Tyrkir voru farnir að pressa gríðarlega mikið undir lokin. Að mörgu leyti flottur hálfleikur hjá íslenska liðinu eftir erfiða byrjun. Gerðum vel að komast inn í leikinn og skoruðum enn og aftur eftir hornspyrnu.

Mynd: Getty Images
45. mín
VÁ! Nayir með hjólhestaspyrnu yfir markið á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. Þetta var stórhættulegt.
45. mín
Sterkur veggur! Calhanoglu með skotið beint í vegginn! Þarna!
45. mín
Tveimur mínútum bætt við
45. mín
Aukaspyrnan virðist ætla að standa... Þetta er aukaspyrna á alveg stórhættulegum stað, þá sérstaklega fyrir leikmenn eins og Calhanoglu og Guler. Þeir standa báðir yfir boltanum.
44. mín Gult spjald: Daníel Leó Grétarsson (Ísland)
Fær fyrsta gula spjald leiksins.
44. mín
Víti? Albaninn er að dæma aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Mér sýndist þetta nú vera innan teigs ef hann ætlar að dæma á þetta. Tyrkirnir eru brjálaðir!
43. mín
Við komum svo boltanum í burtu eftir smá darraðadans.
43. mín
Akturkoglu, sem hefur verið langhættulegasti maður Tyrkja, fær að snúa fyrir utan teig og á skot sem fer af varnarmanni og fram hjá. Hákon virtist óviss en sem betur fer fór þetta ekki á markið.
40. mín
Íslenska liðið tapar boltanum á hættulegum stað og tyrkneskir áhorfendur rísa á fætur. En Jói Berg er mættur til baka og verst þessu. Vel gert!
38. mín
Það mátti heyra saumnál detta þegar Ísland jafnaði. Nú fær Tyrkland hornspyrnu en við verjumst þessu vel!
37. mín
Kraftaverkamaðurinn Sölvi Geir Ottesen Sá kann að smíða hornspyrnur!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
36. mín MARK!
Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
EN EKKI HVAÐ!!!!! VIÐ SKORUM BARA ÚR HORNUM!

Jói Berg með hornspyrnuna og Guðlaugur Victor kemur á fleygiferð og stangar boltann inn.

Takk!
35. mín
Ísland fær hornspyrnu! Skoruðum tvisvar úr horni í síðasta leik.
33. mín
Tyrkir reyna að þræða sig í gegnum íslensku vörnina en Hjörtur gerir vel í að lesa sendinguna.
30. mín
Íslandi hefur ekki enn tekist að ógna marki Tyrkja almennilega en mér finnst okkar menn vera að vaxa betur inn í leikinn.
26. mín
Stefán Teitur með langt innkast sem Mert Gunok grípur frekar þægilega.
24. mín
Akturkoglu með geggjaða hreyfingu og á skot sem fer fram fram hjá markinu. Leið í smástund eins og þessi væri á leiðinni inn.
21. mín
Lætin sem tyrkneskir stuðningsmenn búa til þegar Ísland er með boltann, þau eru nístandi.
20. mín
Hættulegur bolti inn á teig Íslands sem Akturkoglu rétt missir af.
19. mín
Irfan Kahveci og Kolbeinn Finnsson í baráttu um boltann
Mynd: Getty Images

Elvar Geir Magnússon
17. mín
Calhanoglu tekur aukaspyrnuna og setur boltann beint í vegginn. Hjörtur Hermanns kemur sér svo fyrir næsta skot. Tyrkland endar á því að fá dauðafæri en flaggið fer á loft, rangstaða.
15. mín
Jóhann Berg brýtur á Akturkoglu. Tyrkland fær aukaspyrnu á mjög góðum stað. Munu örugglega reyna að lúðra þessu á markið.
13. mín
Age Hareide er gríðarlega líflegur á hliðarlínunni. Gamli karlinn lifir sig vel inn í leikinn.
12. mín
Frábær spyrna! Gylfi með mjög góðan bolta fyrir og Daníel Leó er í baráttunni inn á teignum en hann nær ekki að skalla á markið. Þarna var færi til að gera eitthvað!
12. mín
Ísland fær aukaspyrnu við vítateigslínuna vinstra megin. Gylfa ætlar að setja þetta inn á teiginn.
11. mín
Álitleg sókn hjá Íslandi og Jóhann Berg reynir skot af löngu færi. Það fer í varnarmann. Gylfi kemur sér svo í góða stöðu og reynir skot en sama niðurstaða.
10. mín
Guler með hættulega hornspyrnu og Kahveci nær að skalla á markið, en hann nær engum krafti í skallann. Er ósáttur við sjálfan sig.
9. mín
Arda Guler með skot sem fer af varnarmanni. Hann fær hornspyrnu og fær við það mikið lófatak.
9. mín
Stórhættulegur bolti inn á teig Íslands en Akturkoglu nær ekki að taka nægilega vel á móti honum.
8. mín
Stúkurnar skiptast á að syngja sín á milli. Það er þjóðhátíðarstemning eftir þetta mark. Strákarnir okkar þurfa að vakna.
5. mín
Íslenska liðið virkar stressað og orkulítið. Þetta mark Tyrkja kom eftir aðeins 78 sekúndur.
2. mín MARK!
Kerem Akturkoglu (Tyrkland)
HRÆÐILEG BYRJUN Tyrkirnir hafa tekið forystuna hérna og leikvangurinn ætlr að springa úr hávaða.

Kerem Akturkoglu fær boltann á teignum, nær að snúa og á laust skot sem endar í netinu. Jóhann Berg tapaði boltanum.

Alveg hrikaleg byrjun.

Mynd: Getty Images
1. mín
Tyrkirnir baula hátt þegar Ísland er með boltann. Mjög vont í eyrun. Maður hefur aldrei upplifað neitt þessu líkt.
1. mín
Leikur hafinn
Þjóðsöngvarnir að baki. Það eru gríðarleg læti hérna. Gylfi á fyrstu spyrnu leiksins.

Áfram Ísland!
Fyrir leik
Liðin hafa núna bæði lokið upphitun og það styttist í það að þau gangi inn á völlinn.
Fyrir leik
Núna snýst þetta um að slökkva í þessum áhorfendum. Við höfum áður gert það hér í Tyrklandi.
Fyrir leik
Svona var staðan þegar okkar menn komu út í upphitun Liðin eru bæði á fullu að hita upp. Stuðningsmenn Tyrklands bauluðu bara enn meira og enn hærra þegar okkar menn komu út í upphitun.

Fyrir leik
Vonarstjarnan vinsæl Arda Guler fær rosalega móttökur frá öllum hliðum vallarins. Nafn hans er sungið hástöfum. Hann fer og heilsar. Ótrúlega vinsæll hérna.

Mynd: EPA
Fyrir leik
Stærstu stjörnurnar byrja hjá Tyrkjum Byrjunarlið Tyrklands fyrir leikinn gegn Íslandi hefur verið opinberað. Tyrkir voru með einhvern leikþátt í gangi í upphafi æfingarinnar í gær þar sem Arda Güler labbaði um með sjúkraþjálfara.

Hann hefur náð ótrúlega skjótum bata og er klár í að byrja leikinn. Fyrirliðinn Hakan Calhanoglu, fyrirliði liðsins, kemur þá inn í byrjunarliðið eftir að hafa byrjað á bekknum gegn Wales á föstudag.

1. Mert Gunok (m)
3. Merih Demiral
7. Kerem Akturkoglu
8. Arda Guler
9. Umut Nayir
10. Hakan Calhanoglu
13. Eren Elmali
14. Abdulkerim Bardakci
16. Ismail Yuksek
17. Irfan Can Kahveci
18. Mert Muldur

Fyrir leik
Engin smá læti Núna er búið að bæta í áhorfendaskarann og það eru engin smá læti þegar markverðir Íslands mæta út í upphitun. Tyrkirnir baula og baula. Hér er ekkert til sem heitir virðing, gleymum því.
Fyrir leik
Þrjár breytingar frá sigrinum gegn Svartfjallalandi Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Svartfjallalandi síðasta föstudag.

Guðlaugur Victor Pálsson og Kolbeinn Birgir Finnsson byrja í bakvörðunum og Andri Lucas Guðjohnsen byrjar á toppnum. Orri Steinn fer á bekkinn rétt eins og Alfons Sampsted og Logi Tómasson.

Reynsluboltarnir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson halda sæti sínu þrátt fyrir að mjög stutt sé á milli leikja.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Hvernig verður þetta eiginlega á eftir? Það voru svo auðvitað mikil fagnaðarlæti þegar leikmenn Tyrklands komu út á völlinn. Ótrúlegur hávaði sem þessir áhorfendur geta búið til. Ég myndi segja að leikvangurinn sé bara um 20-30 prósent fullur núna. Hvernig verður þetta eiginlega á eftir?

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Tyrknesku áhorfendurnir hafa engan húmor fyrir því að íslenska liðið sé mætt út á völl. Eru farnir að baula heldur kröftulega.
Fyrir leik
Íslensku strákarnir mættir út að skoða aðstæður og það má heyra smá baul. Þessir tyrknesku áhorfendur eru ekkert að leika sér.
Fyrir leik
Fyrirfram er þetta líklega erfiðasti leikurinn í riðlinum. Það verður gaman að sjá hvernig íslenska liðið kemur út úr þessu, alvöru próf!

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjar mjög seint Þá er maður mættur á völlinn og áhorfendur eru líka farnir að tínast inn. Það eru rúmir tveir tímar í leik en flautað verður til leiks klukkan 21:45 að staðartíma og verður þetta búið um miðnætti. Hitinn er búinn að vera allsvakalegur í dag.
Fyrir leik
Reynsla sem maður strikar af 'bucket-listanum' Ég er mjög spenntur að fara á völlinn í kvöld. Að fara á fótboltaleik í Tyrklandi er eitthvað sem maður strikar af 'bucket-listanum' sem fótboltaáhugamaður. Fótboltaðadáendur hér í landi eru ótrúlega háværir og lifa sig inn í hlutina. Völlurinn sem spilað er á í kvöld er ekki sá stærsti og komast færri að en vilja.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Stutt á milli leikja - Verða margar breytingar?
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Age Hareide, landsliðsþjálfari, sagði á fréttamannafundi í gær að það væru allir klárir. Við spáum því að það verði samt sem áður fjórar breytingar á byrjunarliðinu þar sem það er svo stutt á milli leikja.

Við spáum því að það verði bakvarðabreytingar; Guðlaugur Victor Pálsson komi í hægri bakvörðinn fyrir Alfons Sampsted og Kolbeinn Birgir Finnsson í vinstri bakvörðinn fyrir Loga Tómasson.

Þá komi Willum Þór Willumsson á hægri kantinn fyrir Mikael Anderson og Andri Lucas Guðjohnsen upp á topp fyrir Orra Stein Óskarsson. Orri gerði fyrra markið í síðasta leik en það hefur heyrst að planið hafi verið að þeir myndu skipta leikjunum á milli sín og mögulega hentar leikurinn betur fyrir Andra á morgun.

Svo er spurning hvort Arnór Ingvi Traustason komi inn en hann var tæpur fyrir síðasta leik. Stefán Teitur Þórðarson og Jóhann Berg Guðmundsson léku frábærlega saman á miðsvæðinu gegn Svartfjallalandi. Það verður fróðlegt að sjá hvort reynsluboltarnir Jóhann Berg og Gylfi Þór Sigurðsson geti byrjað annan leikinn í röð.
Fyrir leik
Líka hægt að mæla með hlustun á útvarpsþættinum!
Fyrir leik
Nóg að lesa fyrir leikinn



























Fyrir leik
Að sjálfsögðu er uppselt á leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Það er að sjálfsögðu uppselt á leikinn í kvöld.

Leikurinn í kvöld fer fram í Izmir, sem er þriðja fjölmennasta borg Tyrklands. Hér er mikill hiti, um 30 gráður, en það er stutt í sjóinn og golan er nokkur.

Það verður spilað á Gürsel Aksel Stadium, heimavelli Göztepe. Völlurinn tekur tæplega 20 þúsund manns í sæti og er auðvitað uppselt. Fólk stóð í röðum í gær að kaupa miða á leikinn.

Þá verða 44 blaðamenn á leiknum - þar á meðal frá Fótbolta.net - og 22 ljósmyndarar.
Fyrir leik
Myndir frá æfingu í gær Undirritaður er staddur í Izmir í Tyrklandi og tók þessar myndir á æfingu Íslands á leikvellinum í Göztepe í gær.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Ísland verið kryptónít Tyrklands „Við vitum af sögunni," sagði Vincenzo Montella, þjálfari Tyrklands, á fréttamannafundi í gær. Saga Ísland og Tyrklands í landsliðsfótbolta er mjög áhugaverð svo ekki sé meira sagt.

Og eins og Montella segir, þá er hann meðvitaður um söguna.

„Við höfum spilað 13 sinnum gegn þeim og aðeins unnið tvisvar. Við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur en við unnum síðast gegn þeim fyrir níu árum."

Tyrkland er 18. fjölmennasta þjóð í heimi með meira en 87 milljónir íbúa. Ísland á sama tíma er 179. fjölmennasta þjóð heims með tæplega 400 þúsund íbúa. Samt sem áður hefur Ísland verið með gott tak á Tyrklandi í fótbolta í gegnum árin.

Svo virðist sem Ísland sé ákveðið kryptónít fyrir Tyrkland í fótbolta, ólukkulið þeirra.

Eins og Montella bendir á, þá hafa þessar þjóðir mæst 13 sinnum og Tyrkland hefur aðeins unnið tvisvar. Liðin mættust fyrst 1980 í einmitt Izmir - þar sem leikurinn á morgun fer fram. Janus Guðlaugsson kom Íslandi yfir og bættu Albert Guðmundsson og Teitur Þórðarson við mörkum í seinni hálfleik. Fatih Terim skoraði mark Tyrklands úr vítaspyrnu en leikurinn endaði með 1-3 sigri Íslands.

Lárus Guðmundsson og Atli Eðvaldsson gerðu svo mörkin í 2-0 sigri Íslands ári seinna. Sá leikur var á Laugardalsvelli.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Istanbúl 1988 og Ísland vann 2-1 sigur árið eftir þar sem Pétur Pétursson gerði bæði mörkin. Arnór Guðjohnsen gerði þá fernu í 5-1 sigri Íslands á Tyrkjum árið 1991.

Fyrsti sigur Tyrkja á Íslandi var stór en hann kom 1994 í Istanbúl, 5-0 var lokastaðan þar.

Ísland hefur alls unnið átta sigra á Tyrklandi og er því með tæplega 62 prósent sigurhlutfall í leikjum gegn þeim. Frægustu sigrarnir eru líklega þeir sem hafa komið á síðustu árum; líklega er sá frægasti 0-3 sigur í Eskisehir sem kom Íslandi langleiðina á HM 2018.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Annar leikurinn í Þjóðadeildinni Ný útgáfa af Þjóðadeildinni hófst síðasta föstudag þegar Ísland mætti Svartfjallalandi á Laugardalsvelli. Sá leikur endaði með 2-0 sigri Íslands.

Núna er komið að næsta prófi og verður það líklega talsvert erfiðara. Tyrkland gerði markalaust jafntefli við Wales í fyrsta leik sínum og Ísland er því á toppi riðilsins.

Staðan í riðlinum:
1. Ísland - 3 stig
2. Tyrkland - 1 stig
3. Wales - 1 stig
4. Svartfjallaland - 0 stig

Við þurfum að bera virðingu fyrir þessari keppni en hún hefur tvisvar hjálpað okkur að komast í umspil fyrir stórmót.

Fyrir leik
Kveðjur frá Izmir Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Tyrklands og Íslands í Þjóðadeildinni!

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
4. Guðlaugur Victor Pálsson ('59)
6. Hjörtur Hermannsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson ('59)
11. Jón Dagur Þorsteinsson ('59)
14. Kolbeinn Finnsson
16. Stefán Teitur Þórðarson
18. Mikael Neville Anderson ('46)
20. Daníel Leó Grétarsson
22. Andri Lucas Guðjohnsen

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
13. Patrik Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
3. Valgeir Lunddal Friðriksson ('59)
5. Júlíus Magnússon
8. Arnór Sigurðsson
9. Orri Steinn Óskarsson ('59)
15. Willum Þór Willumsson ('46)
17. Logi Tómasson
19. Ísak Bergmann Jóhannesson
21. Arnór Ingvi Traustason ('59)
23. Mikael Egill Ellertsson

Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)

Gul spjöld:
Daníel Leó Grétarsson ('44)
Stefán Teitur Þórðarson ('73)

Rauð spjöld: