Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 16. september 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala
Powerade
Jamal Musiala.
Jamal Musiala.
Mynd: Getty Images
Newcastle vill Sane.
Newcastle vill Sane.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það var sannkallað fótboltaflóð um helgina enda landsleikjaglugginn að baki. Hér má sjá helsta slúðrið úr mánudagsblöðunum. BBC tók saman.

Bayern München er að leggja meiri kraft í viðræður við Jamal Musiala (21), sem hefur verið orðaður við Manchester City, um framlengingu á samningi hans. Núverandi samningur þýska landsliðsmannsins rennur út sumarið 2026. (Sport1)

Newcastle United er að fylgjast með Leroy Sane (28), kantmanni Bayern München, sem verður samningslaus í lok tímabilsins. (Football Insider)

AC Milan, Inter og Napoli hafa öll áhuga á að fá Samuele Ricci (23), ítalskan miðjumann Torino. (Calciomercato)

Max Eberl, íþróttastjóri Bayern München, hefur varið sölu á hollenska varnarmanninum Matthijs de Ligt (25) til Manchester United. Hann segir núverandi miðverði félagsins færari um að verjast ofar á vellinum. (Mirror)

Bandaríski kaupsýslumaðurinn John Textor vill að tónlistarmaðurinn Jay-Z taki þátt í tilboði hans um kaup á Everton. (Sun)

Þýski miðjumaðurinn Joshua Kimmich (29) er opinn fyrir því að endurnýja samning sinn við Bayern München. (Sky Sports Þýskalandi)

Barcelona vill fá Kimmich sem nálgast lok núverandi samnings síns við Bæjara. (Mundo Deportivo)

Samningur Dani Carvajal (32), hægri bakvarðar Real Madrid, rennur út sumarið 2025 og spænski landsliðsmaðurinn er meðvitaður um að hann fái bara tilboð um eitt ár í viðbót. (Marca)

Inter í Mílanó vill reyna að fá kanadíska framherja Jonathan David (24) á frjálsri sölu en samningur hans við Lille rennur út næsta sumar. Inter vill ná samkomulagi sem fyrst til að sigra önnur ítölsk félög í samkeppninni. (Calciomercato)

Það er ólíklegt að Liverpool geri tilboð í Loic Bade (24) miðvörð Sevilla. Frakkinn hefur verið orðaður við félagið. (Matteo Moretto)

Sóknarmennirnir Michail Antonio (34) og Danny Ings (32) gætu báðir yfirgefið West Ham áður en samningar þeirra renna út næsta sumar. (Football Insider)

Barcelona segist vilja halda spænska framherjanum Ansu Fati (21) þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað deildarleik fyrir félagið síðan í ágúst 2023, áður en hann var lánaður til Brighton á síðustu leiktíð. (Fabrizio Romano)

Manchester United fékk neitun þegar félagið reyndi að kaupa senegalska varnarmann Mikayil Faye (20) frá Barcelona. Hann gekk svo í raðir Rennes. (Inkubator podcast)
Athugasemdir
banner
banner
banner