Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Ísland U21
1
2
Wales U21
0-1 Joel Cotterill '48
0-2 Joel Cotterill '72
Óskar Borgþórsson '93 1-2
10.09.2024  -  16:30
Víkingsvöllur
Undankeppni EM U21
Aðstæður: 8 gráður og smá vindur.
Dómari: Miguel Nogueira (Portúgal)
Maður leiksins: Lúkas Petterson
Byrjunarlið:
1. Lúkas Petersson (m)
3. Róbert Orri Þorkelsson ('65)
4. Logi Hrafn Róbertsson ('76)
8. Andri Fannar Baldursson
10. Kristall Máni Ingason
11. Ísak Andri Sigurgeirsson ('65)
14. Hlynur Freyr Karlsson
15. Ari Sigurpálsson ('86)
18. Hilmir Rafn Mikaelsson
21. Eggert Aron Guðmundsson ('86)
22. Daníel Freyr Kristjánsson

Varamenn:
12. Adam Ingi Benediktsson (m)
2. Valgeir Valgeirsson ('76)
5. Ólafur Guðmundsson ('65)
6. Anton Logi Lúðvíksson
9. Benoný Breki Andrésson ('65)
16. Gísli Gottskálk Þórðarson ('86)
17. Óskar Borgþórsson ('86)
20. Jón Gísli Eyland Gíslason
23. Davíð Snær Jóhannsson

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Skúlason (Þ)

Gul spjöld:
Kristall Máni Ingason ('35)
Ísak Andri Sigurgeirsson ('37)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Wales Það myndast klafs inni á teignum en ekkert kemur úr því og Wales vinnur.

Frammistaða íslenska liðsins því miður mikil vonbrigði í dag. Vorum varnarlega óöruggir og sóknarmennirnir skutu púðurskotum.
Elvar Geir Magnússon
94. mín
Aukaspyrna á miðjum velli, Lúkas tekur hana, ALLIR INN Í!
Elvar Geir Magnússon
93. mín MARK!
Óskar Borgþórsson (Ísland U21)
Varamaðurinn nær að minnka muninn Nær skoti úr teignum sem fer milli fóta varnarmanns og endar í netinu. Frábærlega klárað. Það er smá tími til stefnu til að ná að bjarga stigi úr þessu!
Elvar Geir Magnússon
91. mín
Andri Fannar með skot við vítateigslínuna sem er slakt og fer framhjá.
Elvar Geir Magnússon
90. mín
+5 mínútur í uppbót Nægur tími til stefnu!
Elvar Geir Magnússon
89. mín
Inn:Oliver Hammond (Wales U21) Út:Zachary Ashworth (Wales U21)
Elvar Geir Magnússon
86. mín
Inn:Christopher Popov (Wales U21) Út:Joel Colwill (Wales U21)
Elvar Geir Magnússon
86. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Ísland U21) Út:Ari Sigurpálsson (Ísland U21)
Elvar Geir Magnússon
86. mín
Inn:Óskar Borgþórsson (Ísland U21) Út:Eggert Aron Guðmundsson (Ísland U21)
Elvar Geir Magnússon
81. mín
Í þetta sinn grípur Beach boltann.
81. mín
Annað horn! Daníel Freyr tekur spyrnuna inn á teiginn sem Edward Beach kýlir yfir markið.
80. mín
Ísland að fá hornspyrnu! Komasvo! Inn með boltann!
77. mín
Lélegar ákvarðanatökur Við erum alveg að komast í álitlegar stöður öðru hvoru en erum að taka lélegar ákvarðanir. Því fylgir léleg skot eða slakar sendingar trekk í trekk þegar við komumst á seinasta þriðjung vallarins.
76. mín
Inn:Valgeir Valgeirsson (Ísland U21) Út:Logi Hrafn Róbertsson (Ísland U21)
Hlynur fer þá í hafsentinn og Valgeir í hægri bakvörðinn.
76. mín
Ekki leikurinn hans Hlyns
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

72. mín MARK!
Joel Cotterill (Wales U21)
Aftur er Cotterill að fara illa með Hlyn Frey Barnalegur varnarleikur enn eina ferðina hjá Hlyn Frey gegn Cotterill. Hann bara labbar framhjá honum inni á teignum og skorar. Skelfilegt fyrir Ísland en þetta lá í loftinu og Íslenska liðið hefur lítið getað í þeim seinni. Varnarlega sem sóknarlega.

En Hlynur Freyr hefur átt mjög dapran seinni hálfleik.
70. mín
Róbert Orri fór meiddur af velli áðan
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

69. mín
Eli King tekur spyrnuna inn á teiginn. Það er hins vegar brotið á Andra Fannari og Ísland á boltann.
69. mín
Wales að fá hornspyrnu!
67. mín
Aftur er Wales í færi Finley Stevens kemur með fyrirgjöf inn á teiginn sem fer beint á Joel Colwill. Hann nær skoti sem er ekki fast og ekkert spes sem fer beint á Lúkas.
65. mín
Inn:Benoný Breki Andrésson (Ísland U21) Út:Róbert Orri Þorkelsson (Ísland U21)
65. mín
Inn:Ólafur Guðmundsson (Ísland U21) Út:Ísak Andri Sigurgeirsson (Ísland U21)
63. mín
Aftur ver hann! - Hræðilegar fréttir fyrir Ísland Róbert Orri er að elta Joshua Thomas þegar hann fær kipp í lærið og heldur utan um það. Hann missir Joshua frá sér og Lúkas ver aftur einn á einn.

En Róbert liggur eftir og þarf að fara af velli. Líklega tognaður aftan í læri, ekki góðar fréttir.
62. mín
Þvílík varsla - Barnalegur varnarleikur Cotterill keyrir einn á einn á Hlyn Frey eftir slæman vanrarleik hjá Íslandi. Hlynur verst skelfilega í þessari stöðu og missir hann strax framhjá sér. Cotterill er þá kominn einn á einn gegn Lúkasi sem fer glæsilega með löppinni áður en Róbert Orri hreinsar boltanum frá í innkast.

Skömmu síðar vilja Veilsverjar víti en fá ekki.
58. mín
Hættum þessu! Þriðja skotið í seinni hálfleik fyrir utan teig sem fer lengst yfir markið og út í skóg. Hættum þessu takk fyrir!
54. mín
Úfff Kristall Máni tekur spyrnuna sem fer út í skóg. Settu þetta á markið eða allavegana í versta falli í vegginn.
53. mín Gult spjald: Joseph Low (Wales U21)
Hvernig er þetta ekki rautt? Edward Beach, markvörður Wales, er með boltann og Hilmir er að pressa hann. Þegar hann er að hlaupa framhjá Low virðis Velski landsliðsmaðurinn gefa honum olnbogaskot. Ísland að fá aukaspyrnu inni í D-boganum en hvernig er þetta ekki rautt spjald?
53. mín
Við lentum undir líka gegn Danmörku - Þá skoraði þessi þrennu, skorar hann í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
51. mín
Mikilvægar mínútur framundan
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
48. mín MARK!
Joel Cotterill (Wales U21)
Mikið var þetta lélegt Róbert Orri í allskonar veseni.

Hann tapar boltanum inni á vítateignum. Joel Colwill vinnur boltann og kemur honum á Joshua Thomas. Thomas tekur skotið á markið sem Lúkas ver mjög vel. Frákastið dettur fyrir Joel Cotterill sem skorar. Lúkas var í skotinu en ver hann í stöngina og inn.

Óþarfi að fá á sig mark eftir líflega byrjun á seinni hálfleiknum.
47. mín
Góð sókn Það kemur langur bolti upp á Ara Sigurpáls. Hann gerir vel og rennir boltanum til hliðar á Hilmi Rafn sem tekur skotið við D-bogann í fyrsta framhjá.

Líf og fjör í þessu til að byrja með á báða boga.
46. mín
Kristall Máni kemur okkur aftur í gang!
45. mín
Víti? Íslendingar vildu víti í fyrri hálfleiknum en fengu ekkert. Haukur náði þessum myndum af atvikinu þegar Hilmir féll inni á teig Wales.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Klár snerting hér
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

45. mín
Haukur Gunnarsson er vopnaður myndavél í Víkinni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
45. mín
Hálfleikur
Loksins kominn hálfleikur! Já alls ekki merkilegur fyrri hálfleikur að baki en það er markalaust þegar liðin halda til búningsklefa.

Tökum okkur korter og mætum síðan aftur að vörmu spori.
45. mín
+1 mínúta í uppbótartíma
43. mín
Andri Fannar tekur spyrnuna á nærsvæðið þar sem Luca Hoole er mættur og skallar frá.
42. mín
Ísland að fá horn! Hilmir gerir glæsilega á teignum, sendir boltann fyrir markið og Velsku leikmennirnir koma boltanum aftur fyrir í horn.
37. mín Gult spjald: Ísak Andri Sigurgeirsson (Ísland U21)
Dómarinn með enga tök á þessu Velsku leikmennirnir komnir í gegn þegar hann flautar. Hann neyðist þá til að gefa Ísaki gult spjald en þetta brot verðskuldar náttúrulega aldrei gult spjald.

Ísland átti líka að fá aukaspyrnu á nákvæmlega sama stað fyrir skömmu síðan þegar brotið var einmitt á Ísaki.
35. mín Gult spjald: Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
Kristall fær einnig spjald fyrir einhverjar stimpingar.
35. mín Gult spjald: Luca Hoole (Wales U21)
Einhverjar hrindingar eftir vítaköllinn.
33. mín
Ísland vill víti! Kristall og Hilmir leika skemmtilega á milli sín áður en Hilmir kemst einn í gegn. Hann er í baráttunni Luca Hoole og Hilmir fellur í teignum. Íslendingar vilja víti en fá ekkert!

Ég veit ekki hvort þetta hafi verið víti en þetta var allavegana fyrsta jákvæða sókn okkar í leiknum.
26. mín
zzzzzzzzz Það er ekki mikið að frétta héðan úr Víkinni til þessa. Ég hef alveg séð skemmtilegri leiki ef ég á að vera alveg hreinskilinn.
19. mín
Stöngin! Íslendingarnir standa vörðinn inn á teignum en Wales heldur í boltann.

Boltinn berst inn á teiginn þar sem Finley Stevens er mættur. Hann setur boltann í stöngina og út úr frekar þröngu færi.
18. mín
Wales að fá aukaspyrnu út við hliðarlínu ofarlega á vellinum. Fín staða fyrir fyrirgjöf.
16. mín
Byrjunarlið Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

15. mín
Íslensku leikmennirnir verjast mjög vel og keyra upp í sókn. Við fáum innkast ofarlega á vellinum og erum að spila mjög vel í kringum vítateig Wales.
14. mín
Velsku leikmennirnir herja að marki Íslands og fá aðra hornspyrnu.
13. mín
Wales að fá hornspyrnu!
7. mín
Dauðafæri! Joshua Thomas fær boltann inni á teig Íslands og kemur honum fyrir markið. Þar er Joel Cotterill mættur og tekur skotið sem fer rétt framhjá. Skelfileg afgreiðsla sem betur fer!
5. mín
Ekki mikið að frétta Frekar rólegar þessar upphafsmínútur. Bæði lið halda aðeins í boltann og reyna að finna opnanir sem gengur ekki vel til að byrja með.

Íslenska liðið meira með boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Áfram Ísland! Það er Charlie Savage sem á upphafssparkið fyrir Wales.

Ísland leikur í bláum treyjum, bláum stuttbuxum og bláum sokkum.

Wales leikur í gulum treyjum, gulum stuttbuxum og grænum sokkum.
Fyrir leik
Ísland þúsund ár! Alltaf sama gæsahúðin sem maður fær þegar maður heyrir Lofsönginn góða.

Fyrir leik
Byrjum á þeim Velska! Hen Wlad Fy Nhadau, þjóðsöngur Wales, ómar hér í tækjunum.

Fyrir leik
Styttist! Þá ganga liðin til vallar ásamt dómurunum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, er búinn að opinbera byrjunarliðið og er það óbreytt frá sigrinum gegn Dönum.

Lúkas Petersson er í markinu; Hlynur Freyr, Logi Hrafn, Róbert Orri og Daníel eru í vörninni; Andri Fannar og Eggert Aron eru á miðjunni og fremstu fjórir eru svo Kristall Máni, Ísak Andri, Ari Sigurpáls og Hilmir Rafn.

Ísland verður í bláum treyjum og gestirnir frá Wales verða í gulum treyjum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Sonur Dan Ashworth og sonur Robbie Savage spila fyrir Wales Það eru nokkur nöfn í Velska hópnum sem maður kannast við.

Zachary Ashworth
Zachary Ashworth er vinstri bakvörður League One liðsins Blackpool sem er sonur Dan Ashworth. Dan Ashworth er tæknilegur ráðgjafi Manchester United en hefur starfað bakvið tjöldin hjá liðum eins og Brighton og Newcastle einnig.

Mynd: Getty Images
Dan Ashworth

Charlie Savage
Charlie Savage er miðjumaður Reading og fyrrum leikmaður Manchester United og Forrest Green. Nafnið Savage vekur athygli en hann er sonur Robbie Savage sem er fyrrum leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og þekkt nafn á Englandi.

Charlie náði að spila leik með aðalliði Manchester United þegar hann kom inn á gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu. Hann á þá einnig tvo A landsleiki fyrir Wales.

Mynd: EPA
Charlie Savage kom inn á gegn Young Boys fyrir Juan Mata

Lewis Koumas
Þennan mann þekkja mögulega einhverjir stuðningsmenn Liverpool. Þessi 18 ára gamli sóknarmaður á 1 leik og eitt mark fyrir aðallið Liverpool. Sá leikur og það mark kom í febrúar á þessu ári gegn Southampton í 3-0 sigri í FA bikarnum.

Koumas tók þátt í báðum leikjum Wales í Þjóðadeildinni núna á dögunum. En hann kom inn á gegn Tyrklandi á föstudaginn og spilaði fyrri hálfleikinn í gær gegn Svartfjallalandi. Áhugavert að hann sé í hóp hjá Wales í dag. Hann á alls 4 A landsleiki fyrir Wales.

Hann á einnig þekktan pabba en faðir Lewis heitir Jason Koumas og lék með liðum á Englandi eins og Tranmere Rovers, West Bromwich Albion og Wigan Athletic. Hér er Jason í leik á Laugardalsvelli árið 2007 í baráttunni við Aron Einar Gunnarsson, leikmann Þórs, og Eggert Gunnþór Jónsson, þjálfara KFA í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
Jason Koumas, faðir Lewis, á Laugardalsvelli
Fyrir leik
Róbert og Andri fara yfir Wales Í gær var opinn æfing hjá U21 landsliðinu. Róber Orri og Andri Fannar, fyrirliði U21 landsliðsins, komu í viðtal til Fótbolti.net og fóru yfir leikinn sem framundan er. Þeir voru báðir sammála um það að sigurinn á Danmörku myndi ekki þýða neitt skyldu þeir ekki vinna Wales í dag.

Fyrir leik
Frábær frumraun Ólafur Ingi Skúlason, U21 landsliðsþjálfari, stýrði sínum fyrsta U21 landsleik í seinustu viku en frumraunin hans gat varla verið betri. 4-2 sigur og það á móti dönum. Mjög gott leikplan og in game ákvarðanatökur hjá Ólafi og þjálfarateyminu.

Ólafur segist eiga von á allt öðrum leik gegn Wales en gegn Dönum. Wales leikurinn verður mun físískari þar sem Íslenska liðið verður að vera tilbúið í baráttuna frá fyrstu mínútu. Hann var í viðtali hjá Fótbolti.net í gær á opinni æfingu þar sem hann fór yfir Danaleikinn og leikinn gegn Wales.

Fyrir leik
Ísland vann Danmörk Strákarnir mættu Dönum á fimmtudaginn í seinustu viku og unnu frábæran 4-2 sigur þar sem Kristall Máni skoraði þrjú mörk. Leikurinn var í járnum framan af en eftir rauða spjaldið sem Danmörk fékk á sig fyrir brot inni á vítateig sáu Danir ekki til sólar.

Fyrir leik
Heil og sæl! Veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Víkingsvelli þar sem U21 landsleikur Íslands og Wales í undankeppni EM U21 verður spilaður.

Um er að ræða gífurlega mikilvægan leik fyrir bæði lið sérstaklega eftir að Ísland vann Danmörk í seinustu viku.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Edward Beach (m)
2. Finley Stevens
4. Matthew Baker
5. Luca Hoole
6. Joseph Low
7. Eli King
9. Joshua Thomas
14. Joel Cotterill
16. Charlie Savage
20. Zachary Ashworth ('89)
23. Joel Colwill ('86)

Varamenn:
12. Evan Watts (m)
8. Oliver Hammond ('89)
11. Alexander David Williams
13. Cameron Congreve
15. Cian Ashford
17. Christopher Popov ('86)
18. Charlie Crew
19. Thomas Davies
22. Luey Giles

Liðsstjórn:
Matthew Jones (Þ)

Gul spjöld:
Luca Hoole ('35)
Joseph Low ('53)

Rauð spjöld: