Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Grindavík
2
2
Njarðvík
0-1 Oumar Diouck '27
Kristófer Konráðsson '56 1-1
Kristófer Konráðsson '57 2-1
2-2 Marcello Deverlan Vicente '94
14.09.2024  -  14:00
Stakkavíkurvöllur-Safamýri
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Kristófer Konráðsson
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
7. Kristófer Konráðsson ('90)
8. Josip Krznaric
9. Adam Árni Róbertsson ('95)
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
11. Ármann Ingi Finnbogason ('72)
16. Dennis Nieblas
18. Christian Bjarmi Alexandersson ('90)
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Ion Perelló ('95)
95. Sölvi Snær Ásgeirsson

Varamenn:
13. Nuno Malheiro
21. Marinó Axel Helgason ('90)
22. Lárus Orri Ólafsson ('95)
24. Ingólfur Hávarðarson
33. Daniel Arnaud Ndi ('72)
38. Andri Karl Júlíusson Hammer ('95)
80. Eysteinn Rúnarsson ('90)

Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Jón Aðalgeir Ólafsson

Gul spjöld:
Ion Perelló ('72)
Aron Dagur Birnuson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Grindavík nálægt því að stela þessu undir restina en renna boltanum framhjá einir á móti Aroni Snær.

Gunnar Oddur flautar svo til leiksloka og Njarðvíkingar sitja eftir með sárt ennið!
95. mín
Inn:Andri Karl Júlíusson Hammer (Grindavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Grindavík)
95. mín
Inn:Lárus Orri Ólafsson (Grindavík) Út:Ion Perelló (Grindavík)
95. mín
Aron Snær í baráttu við Adam Árna og hefur betur.
94. mín MARK!
Marcello Deverlan Vicente (Njarðvík)
Stoðsending: Freysteinn Ingi Guðnason
ÞETTA ER SÉNS!! ÞETTA ER SÉNS!!!!

Freysteinn Ingi kemur með boltann fyrir og hann skoppar eitthvað en endar hjá Marcello sem skorar!!
93. mín
Njarðvíkingar flýta sér! Þeir trúa.
92. mín
Njarðvíkingar herja á Grindvíkinga en ná ekki að koma boltanum á markið.
91. mín
Veit ekki hverju er bætt við en við erum kominn inn í uppbótartíma.
90. mín
Inn:Eysteinn Rúnarsson (Grindavík) Út:Christian Bjarmi Alexandersson (Grindavík)
90. mín
Inn:Marinó Axel Helgason (Grindavík) Út:Kristófer Konráðsson (Grindavík)
88. mín
Þetta er hægt og rólega að fjara frá Njarðvíkingum.
87. mín
Njarðvíkingar búnir að ýta sínu liði upp og leita að marki.
86. mín Gult spjald: Marcello Deverlan Vicente (Njarðvík)
85. mín Gult spjald: Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
Tafir.
84. mín
Njarðvíkigar taka hornspyrnu á nærsvæðið þar sem Joao Ananias mætir en lyftir boltanum yfir markið.
83. mín
Inn:Sigurjón Már Markússon (Njarðvík) Út:Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík)
82. mín
Það er ekki mikið sem bendir til þess að Njarðvíkingarnir séu að fara koma sér aftur inn í þetta.
80. mín
Símon Logi með skalla framhjá markinu.
79. mín
Björn Aron aftur á ferðinni með gott skot en aftur er það Aron Dagur sem sér við honum.
77. mín
Oumar Diouck vinnur vel tilbaka og skallar fyrirgjöf í innkast.
75. mín
Varsla! Björn Aron gerir vel og kemur inn á teig og á hörku skot sem Aron Dagur ver í slánna!
74. mín
Grindavík að komast í flotta stöðu en Sölvi Snær lyftir boltanum yfir markið.
72. mín
Inn:Daniel Arnaud Ndi (Grindavík) Út:Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
72. mín Gult spjald: Ion Perelló (Grindavík)
70. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Njarðvík) Út:Kaj Leo Í Bartalstovu (Njarðvík)
70. mín
Inn:Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík) Út:Indriði Áki Þorláksson (Njarðvík)
69. mín Gult spjald: Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Njarðvík)
Fær gult fyrir fundinn.
68. mín
Aron Snær fer niður í grasið og leikurinn stöðvaður.

Gunnar Heiðar kallar á sína menn og tekur léttan fund með sínum mönnum.
66. mín
Varsla! Aron Snær með frábæra markvörslu eftir að Sölvi Snær kemst einn á hann.
64. mín
Grindavík tekið yfir leikinn eftir að hafa komist yfir.
61. mín
Inn:Björn Aron Björnsson (Njarðvík) Út:Svavar Örn Þórðarson (Njarðvík)
60. mín Gult spjald: Joao Ananias (Njarðvík)
Pirringur í Njarðvíkingum.
57. mín MARK!
Kristófer Konráðsson (Grindavík)
Grindavík búið að snúa þessu! Vinna boltann koma honum í svæðið sem Kristófer Konráðs er aleinn úti vistra og lyftir boltanum yfir Aron Snær og kemur Grindavík yfir!!!
56. mín MARK!
Kristófer Konráðsson (Grindavík)
Grindavík jafna! Njarðvíkignar koma boltanum ekki frá eftir hornspyrnu og hann skoppar milli manna áður en Kristófer Konráðs nær þessari líka þrumu á markið sem sigraði Aron Snær í marki Njarðvíkinga.
55. mín
Adam Árni vinnur horn fyrir Grindavík.
54. mín
Grindavík reyna að spila sig í gegnum vörn Njarðvíkinga en þéttur múr Njarðvíkinga stöðvar það.
51. mín
Kristofer Konráðs með misheppnaða fyrirgjöf sem fer beint til Arons Snærs.
49. mín
Kraftur í Njarðvíkingum þessa stundina.
48. mín
Varsla! Aron Dagur með hörku vörslu af stuttu færi frá Arnari Helga.
47. mín
Fyrirgjöf fyrir markið hjá Grindavík og Kenneth Hogg skallar boltann í varnarmann líklega og útaf þar sem Njarðvíkingar á hornspyrnuna.
46. mín
Seinni farinn af stað Sé ekki fljótu bragði neinar skiptingar hjá liðinum í hálfleik þegar Grindvíkingar koma þessu af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Það eru gestirnir úr Njarðvík sem leiða hérna í hálfleik.

Grindavík átt betri færi og eru sennilega yfir í xG bardaganum en það kemur ekki að sök.

Tökum stutta pásu og snúum svo aftur í síðari.
45. mín
Það er bara ekki rétt. Gunnar Oddur neitar að flauta til hálfleiks. Komnar örugglega +4
45. mín
Njarðvíkignar fá hornspyrnu sem verður líklega það síðasta sem við sjáum í fyrri.
43. mín
Grindvíkingar hafa svo sannarlega fengið færin í þessum leik.
42. mín
Sölvi Snær kemst upp að endamörkum og kemur með góðan bolta fyrir markið en Adam Árni hittir ekki boltann í hörku færi!
39. mín
Mörk í öðrum leikjum Afturelding að komast í 2-0 í Mosfellsbæ gegn ÍR.

Sem stendur þýðir það að ÍR missa af umspilsætinu eins og staðan er núna.
38. mín
Grindavík verst vel en skot frá Kaj Leo fer af varnarmanni og aftur fyrir svo Njarðvíkingar fá annað horn.

Njarðvíkingar taka það horn stutt á Kaj Leo sem lyftir boltanum alltof hátt og hann fer yfir allan pakkann.
37. mín
Njarðvíkignar að sækja sér hornspyrnu.
31. mín
Oumar Diouck með flotta pressu og kemst fram fyrir Dennis Nieblas og er einn á moti Aron Degi en færið orðið þröngt og hann pikkar boltanum framhjá.
27. mín MARK!
Oumar Diouck (Njarðvík)
NJARÐVÍKINGAR TAKA FORYSTU!! Grindvíkingar nýbúnir að fá frábært færi á hinum endanum þar sem Aron Snær ver skalla Adams Árna og Njarðvíkingar rjúka fram og Oumar Diouck kemst í skotfæri og smellir honum óverjandi top bins!

NJARÐVÍKINGAR LEIÐA!!
23. mín
Mörk í öðrum leikjum! Afturelding eru komnir yfir gegn ÍR og Keflavík er búið að taka forystu gegn Fjölni.

Þetta þýðir að eins og staðan er núna verður Njarðvík að vinna til að komast í umspilssæti.
22. mín
VARSLA! Josip Krznaric tekur spyrnuna og hann fer í vegginn en fær boltann aftur og þrumar boltanum aftur að marki og aftur er Aron Snær að bjarga Njarðvíkingum!
21. mín
Grindvíkingar fá aukaspyrnu á flottum stað rétt fyrir utan teig. Gott skotfæri.
20. mín
Bíðum enn eftir fyrsta markinu í þessari umferð svo eins og staðan er akkurat núna eru Njarðvíkingar utan umspils.
19. mín
Njarðvíkignar að spila sig í góða stöðu en missa boltann aftur fyrir.
17. mín
Skemmtilega útfærð hornspyrna og Njarðvíkingar að komast í skotfæri en Tómas Bjarki og Sigurjón Rúnarsson skella saman og leikurinn stöðvaður meðan hugað er að þeim.
16. mín
Kaj Leo gerir vel og vinnur horn fyrir Njarðvíkinga.
15. mín
Það er smá stress í Njarðvíkingum sem þeir þurfa að hrista af sér. Nokkrir tæknifeilar hérna í upphafi leiks.
13. mín
Josip Krznaric með skot sem Aron Snær ver og Grindavík halda boltnum en Njarðvík vinna hann og keyra hratt upp en Kenneth Hogg er svo stövðaður þegar hann er að komast inn á teig.
12. mín
Njarðvíkingar taka hana stutt og reyna að spila sig í markið en endar svo með skoti fyrir utan teig frá Svavari Erni hátt yfir.
11. mín
Njarðvíkingar vinna hornspyrnu.
8. mín
Ármann Ingi verið líflegur á hægri kannti hjá Grindavík þessar upphafsmínútur.
7. mín
Grindavík að ógna marki Njarðvíkur og vinna horn.
4. mín
VARSLA! Grindavík sækja hratt fram og Ármann Ingi finnur Ion Perelló sem lætur vaða en Aron Snær ver þetta virkilega vel!
1. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir úr Njarðvík sem sparka þessu af stað!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl Liðin ganga út á völl við intro-ið af Game of Thrones. Viðeigandi þar sem það verður hart barist í dag.
Fyrir leik
Styttist í að þetta fari af stað Rúta með Njarðvíkinga er runnin í hlað og þeir eru að koma sér fyrir í stúkunni. Fyrst um sinn virðist þetta ætla að vera græn stúka hérna í dag.
Fyrir leik
Spámaðurinn Viktor Jónsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra og í dag markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, spáir í spilin.

Grindavík 1 - 2 Njarðvík
Eins mikla trú og ég hef á mínum manni Halla Hróðmars þá held ég að Njarðvíkingar séu aldrei að fara tapa þessum leik, sama hverju er kastað í þá. Þeir vinna leikinn og tryggja sér sæti í umspilinu. Ármann Ingi þakkar Grindvíkingum fyrir sig og kemur þeim yfir.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Innbyrðis viðreignir Samkv. vef KSÍ hafa þessi lið 12 sinnum mæst í mótsleik á vegum KSÍ.

Njarðvík hefur unnið fjórum sinnum (33%).
Grindavík hefur unnið átta sinnum (67%).
Liðin hafa aldrei skilið jöfn.

Njarðvíkingar hafa skorað 23 mörk í þessum einvígjum og Grindavík hafa skorað 24.

Fyrir leik
Allt undir fyrir gestina Sömu sögu er hinsvegar ekki hægt að segja um gestina frá Njarðvík. Þeir standa frammi fyrir því að eiga möguleika á sögulegum árangri í sinni sögu. Þeir eru þegar búnir að jafna sinn besta árangur í sögunni sem er 6.sætið í næst efstu deild. Sigri Njarðvíkingar í dag er ljóst að þeir bæta sinn besta árangur í sögunni og um leið tryggja sig í umspilið um sæti í efstu deild.

Njarðvíkingar hafa eytt öllu tímabilinu í baráttu við toppinn eða í umspilsæti svo það yrði vafalaust svekkelsi í Njarðvík ef þeir myndu enda tímabilið fyrir utan umspilsæti.

Eftir frábæra byrjun á tímabilinu og lengst af verið það lið sem hafi skorað mest í sumar hefur gengið aðeins erfiðlegra að skora mörkin seinni part móts. Njarðvíkingar hafa skorað 32 mörk í sumar.

Mörk Njarðvíkinga hafa raðast á:

Dominik Radic - 11 mörk
Oumar Diouck - 8 mörk
Kaj Leo Í Bartalstovu - 5 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Lítið undir fyrir heimamenn Grindvíkingar hafa að litlu að keppa í dag. Þeir geta mest lyft sér upp í 7.sætið í deildinni. Grindavík hafa þó verið að malla inn stigum í síðustu umferðum ef frá er talið skellurinn gegn ÍBV í síðustu umferð þar sem þeir töpuðu með sex mörkum gegn engu.

Grindavík hafa verið öflugir fyrir framan markið og skorað næst mest allra liða í deildinni í sumar eða 38 mörk. Aðeins Eyjamenn hafa skorað meira eða 49 mörk.

Markahæstu menn Grindavíkur:

Dagur Ingi Hammer Gunnarsson - 10 mörk
Kwame Quee - 5 mörk
Josip Krznaric - 4 mörk
Einar Karl Ingvarsson - 3 mörk
Adam Árni Róbertsson - 3 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Lokaumferðin Baráttan um efsta sætið er milli ÍBV og Fjölnis fyrir lokaumferðina í deildinni. Fjölnir eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir fara suður með sjó og etja kappi við Keflavík í lokaumferðinni á meðan ÍBV fara í Breiðholtið og heimsækja Leikni R. sem hafa að litlu að keppa.

Baráttan um tvö síðustu umspilsætin er svo milli ÍR (35 stig), Aftureldingar (33 stig) og Njarðvíkur (32 stig).
ÍR og Afturelndig eigast við í Mosfellsbæ innbyrðis svo það gæti orðið hreinn úrslitaleikur ef Njarðvíkingar hafa betur í Safamýrinni gegn Grindavík. Það er því mikil spenna á efri hluta töflunnar.

Það er þegar ljóst að Grótta og Dalvík/Reynir falla í 2.deild.

Lokaumferðin

Dalvík/Reynir - Þróttur R.
Leiknir R. - ÍBV
Afturelding - ÍR
Keflavík - Fjölnir
Grindavík - Njarðvík
Grótta - Þór Ak.



Fyrir leik
Dómarateymið Gunnar Oddur Hafliðason dæmir þennan leik og honum til aðstoðar verða Daníel Ingi Þórisson og Magnús Garðarsson.
Eftirlitsmaður KSÍ er Ingvar Örn Gíslason.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá síðustu umferð Lengjudeildarinnar 2024.
Grindavík taka á móti nágrönnum sínum frá Njarðvík á Stakkavíkurvellinum í Safamýri þar sem allt er undir fyrir gestina.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson
4. Marcello Deverlan Vicente
5. Arnar Helgi Magnússon ('83)
7. Joao Ananias
8. Kenneth Hogg
9. Oumar Diouck
10. Kaj Leo Í Bartalstovu ('70)
13. Dominik Radic
16. Svavar Örn Þórðarson ('61)
19. Tómas Bjarki Jónsson
25. Indriði Áki Þorláksson ('70)

Varamenn:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
3. Sigurjón Már Markússon ('83)
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('70)
15. Ibra Camara
18. Björn Aron Björnsson ('61)
28. Símon Logi Thasaphong ('70)
29. Kári Vilberg Atlason

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Jaizkibel Roa Argote
Reginn Fannar Unason

Gul spjöld:
Joao Ananias ('60)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('69)
Marcello Deverlan Vicente ('86)

Rauð spjöld: