Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Leiknir R.
1
1
ÍBV
Róbert Hauksson '36 1-0
Davíð Júlían Jónsson '93
1-1 Vicente Valor '94 , víti
14.09.2024  -  14:00
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Bjarki Arnaldarson
Byrjunarlið:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti
8. Sindri Björnsson
9. Róbert Hauksson
10. Shkelzen Veseli
16. Arnór Daði Aðalsteinsson ('48)
23. Arnór Ingi Kristinsson ('87)
25. Dusan Brkovic
43. Kári Steinn Hlífarsson
67. Omar Sowe

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Patryk Hryniewicki ('87)
14. Davíð Júlían Jónsson
18. Marko Zivkovic
22. Þorsteinn Emil Jónsson ('48)
44. Aron Einarsson
80. Karan Gurung

Liðsstjórn:
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson
Nemanja Pjevic
Kacper Marek Wawruszczak
Arnar Darri Pétursson

Gul spjöld:
Andi Hoti ('24)
Arnór Ingi Kristinsson ('24)
Shkelzen Veseli ('54)
Omar Sowe ('93)
Nemanja Pjevic ('93)

Rauð spjöld:
Davíð Júlían Jónsson ('93)
Leik lokið!
ÍBV eru komnir upp í Bestu deild (Staðfest)! ÍBV eru Lengjudeildameistarar eftir 1-1 jafntefli gegn Leiknir. Til hamingju ÍBV!

Keflavík, Fjölnir, Afturelding og ÍR mætast svo í umspil til þess að fara upp í BEstu deildinna.

Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í dag. Takk fyrir mig og góða helgi framundan.
94. mín Mark úr víti!
Vicente Valor (ÍBV)
Jöfnunarmark i lokamínútu! Bjarki hoppar í vitlaust horn og Vicente skorar með öryggi!
93. mín Gult spjald: Nemanja Pjevic (Leiknir R.)
93. mín Gult spjald: Omar Sowe (Leiknir R.)
93. mín Rautt spjald: Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.)
Er að hita upp og röflar líklegast eitthvað við dómarann
93. mín
ÍBV AÐ VINNA VÍTI! Eyjamenn geta jafnað hér í loka mínútu.
92. mín
Eyjamenn eru eiginlega einungis í sókn og vilja ná allavega stigi ú rþessum leik. Þeir vinna hér tvær hornspyrnur í röð.
90. mín
+4 til uppbótar
87. mín
Inn:Patryk Hryniewicki (Leiknir R.) Út:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
81. mín
Bjarki Björn með skot fyrir utan teig sem fer langt yfir markið.
79. mín
Inn:Viggó Valgeirsson (ÍBV) Út:Jón Ingason (ÍBV)
79. mín
Inn:Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Út:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV)
78. mín
Guðjón Ernir með skot sem endar langt yfir markið. ÍBV alls ekki að nýta sín mörg færi sem þau eru að fá.
75. mín
Leiknir vinnur auakspyrnu á hægri kanti.
74. mín
Flott spil hjá ÍBV þar sem boltinn er kominn til vinstri kanti á Hermann Þór sem lætur hann á OLiver sem reynir skot frá þröngu færi. BOltinn endar í hliðarnetið.
67. mín
ÍBV lang líklegast komnir upp! Held það sé tryggt að segja að ÍBV sé komið upp í Bestu deild fyrir næsta tímabil. Keflavík eru komnir þrem mörkum yfir gegn Fjölnir, í leik sem fJölnir þarf að sigra.
63. mín
Bjarki markvörður ætlaði að sparka boltanum út, en en Tómas Bent komst fyrir skotið og boltinn endaði í hliðarnetinu. Það leit fyrdt út eins og boltinn hafi lent inn í mark.
62. mín
Inn:Eiður Atli Rúnarsson (ÍBV) Út:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
60. mín
Grindavík komnir yfir! Grindavík komnir yfir eftir 2 mörk á tvem mínútum gegn Njarðvík. Það verður erfitt fyrir Njarðvík að koma tilbaka eftir þetta, þeir þurfa sigur til að komast í umspil.
58. mín
Tíðindi í baráttu um umspilarsæti Grindavík er að jafna gegn Njarðvík, sem þýðir að ÍR eru þá í umspilssæti í staðin fyrir Njarðvík.
55. mín
HVERNIG?!? Hermann Þór kemur með lága fyrirgjöf þvert í gegnum markteginn á Guðjón Ernir sem er kominn í opið markfæri. Hann skýtur boltanum þo langt yfir markið. Alls ekki vel nýtt færi þarna
54. mín Gult spjald: Shkelzen Veseli (Leiknir R.)
Togar í Vicente eftir að hann tapar boltanum
53. mín
Eyjamenn öskureiðir eftir að Bjarki í marki Leiknis lætur boltann frá sér og tekur hann aftur upp. Þeir vilja fá dæmt á þetta sem tvígrip.
49. mín
Komnir alvöru gíraðir inn í seinni hálfleikinn ÍBV vinnur hornspyrnu.

Sókn ÍBV endar með þrumu skoti frá Vicente sem Bjarki nær að handsama
48. mín
Inn:Þorsteinn Emil Jónsson (Leiknir R.) Út:Arnór Daði Aðalsteinsson (Leiknir R.)
Arnór Daði fer meiddur útaf.
47. mín
ÍBV eiga hornspyrnu og Bjarki í marki Leiknis reynir að grípa boltann í loftinu en nær ekki til boltans. Leikmaður ÍBV kemur boltanum á markið, en Daði Bærings skallar boltanum af marklínunni og Sindri sparkar boltanum svo útaf.
46. mín
Seinni hálfelikur hafinn! Veseli sparkar seinna í gang.
45. mín
Verulega erfið staða hjá Fjölni Keflavík skoraði annað mark sitt gegn Fjölnir þegar aðeins ein mínúta var búin af seinni hálfleik. Fjölnir þurfa að eiga ótrúlegan seinni hálfleik til þess að taka fyrsta sæti af ÍBV.
45. mín
Taflan eftir fyrsta hálleik 1. ÍBV 38 stig
2. Keflavík 38 stig
3. Fjölnir 37 stig
4. Afturelding 36 stig
5. Njarðvík 35 stig
6. ÍR 35 stig
7. Þróttur 30 stig
8. Leiknir 30 stig
9. Þór 26 stig
10. Grindavík 14 stig
11. Grótta 16 stig
12. Dalvík/Reynir 13 stig
45. mín
Hálfleikur
Þarna er þessi svakalega lengi uppbótartími lokinn, veit ekki alveg hvernig hann varð svona lengi.

Leiknir fara allavega einu marki yfir gegn ÍBV eftir frekar óspennandi fyrrum hálfleik. ÍBV liggur ennþá í efsta sæti þar sem Fjölnir liggur undir gegn Keflavík.
45. mín
Jón nálægt því að jafna Jón Ingason með skot frá aukaspyrnu beint á markið. Bjarki gerir vel þarna í markinu.
45. mín
Hermann Þór liggur eftir rétt fyrir utan teiginn og Gunnar dæmir aukaspyrnu
45. mín
ÍBV aftur að ógna og vinna hornspyrnu.
43. mín
ÍBV að vinna hornspyrnu. Eyjamenn hafa verið sterkir eftir að þeir lentu einu marki undir.
41. mín
Jón Ingason með langa fyrirgjöf inn í teiginn sem lendir á Oliver sem skýtur boltanum framhjá markinu.
39. mín
ÍBV á hornspyrnu.

Tekinn lág og leikmaður lieknis sparkar boltanum í burtu.
36. mín MARK!
Róbert Hauksson (Leiknir R.)
Stoðsending: Sindri Björnsson
ÓVÆNT TÍÐINDI! Leiknir komnir í flotta sókn þar sem Sindri sendir á Róbert Hauksson, Róbert leitar eftir opnu tækifæri og lætur vaða.

Var einmitt að tala við blaðamanninn við hliðin á mér þegar þessi sókn fór í gang að ég gæti séð fyrir mér Leikni skora bráðum miða við hvernig leikurinn væri að spilast.
33. mín
Leiknir eiga hornspyrnu sem fer langt framhjá teignum og á Sindra. Sindri er með skrítna fyrirgjöf inn í teig sem lendir á Omar sem nær einhvervegin góðu skoti frá skrýtnari aðstæðu og Hjörvar ver svo boltann yfir markið.
32. mín Gult spjald: Oliver Heiðarsson (ÍBV)
30. mín
Allt að gerast í Lengjunni! Njarðvík eru komnir yfir gegn Grindavík, sem þýðir að þeir stela umspil sætinu af ÍR ef leikir enda svona.
29. mín
Oliver kominn inn í teiginn á hægri kanti og finnur Vicente sem er laus inn í teignum. Vicente hugsar sér aðeins of lengi og tekur svo skotið sem endar yfir markinu.
28. mín
ÞAð er komin minna pressa á ÍBV þar sem að Keflavík er komið yfir Fjölnir í baráttu um efsta sæti. ÍBV má þa tapa eða jafna þessum leik ef Fjölnir tapa gegn Keflavík.

Í örðum fréttum er Afturelding komnir yfir ÍR til að tryggja sitt sæti í umspilinu.
25. mín
Keflavík er að vinna Fjölni 1-0 Góðar fréttir fyrir ÍBV. Bein textalýsing frá Keflavík hérna.
Elvar Geir Magnússon
24. mín Gult spjald: Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
24. mín
Bjarki markvörður er kominn út fyrir teiginn og reynir að koma boltanum á Leiknis leikmann, en Bjarki Björn vinnur boltann og reynir að komast í skotfæri á opið marki. Andi Hoti tæklar í boltann og tekur Bjarka Björn með sér niður og fær gult fyrir vikið.
24. mín Gult spjald: Andi Hoti (Leiknir R.)
22. mín
Arnór Ingi liggur hér eftir og þarf aðhlyðninngu
19. mín
Tómas Bent er kominn að teignum og sér að Bjarki stendur aðeins of framarlega. Tómas reynir að nýta sér það og tekur skotið, en boltinn endar rétt yfir markið
14. mín
Arnór Ingvi brýtur á Hermann Þór við vinstri hornstöng og ÍBV vinna aukaspyrnu.

Boltinn fer inn í teiginn, en Tómas Bent nær ekki góðri snertingu á boltann í skoti og Bjarki grípur hann léttilega.
11. mín
Leiknir komnir upp og með flotta sókn. Omar Sowe ákveður þó að skjóta boltanum langt framhjá markinu, þrátt fyrir að vera með liðsmenn við hlið sér
8. mín
ÍBV fær hér aukaspyrnu á hættulegum stað.

Vincent Valor tekur spyrnunna og kemur boltanum yfir vegginn og á markið. Bjarki nær að kýla boltanum framhjá markinu og ÍBV fá hornspynru.
1. mín
Leikur hafinn
Sverrir Páll sparkar leiknum í gang!
Fyrir leik
Leikmenn labba inn á völlinn! Það er mikið klappað frá stuðningsmönnum Eyjamanna þegar leikmenn labba hér inn á völlinn. Það er vel magt frá Eyjum þar sem var boðið upp á frítt á Herjólf og rútu til leikinn vegna mikilvægi leiknsins í dag.
Fyrir leik
Styttist í þetta! Leikmenn æfa hér á vellinum og áhorfendur koma flokkandi inn. Það er mikil spenna í þessari deild og hefst allt núna klukkan 14:00. Ég mun eftir minni bestu getu reyna að uppfær töfluna þegar mörkin koma inn í öðrum leikjum svo þið getið fylgst með hvernig staðan í töflunni er í rauntíma.

Það er líka mikil spenna í 2. deild í dag þar sem þrjú lið eru að keppa fyrir 2. sæti deildarinnar sem þýðir beinstu leið upp í Lengjudeildinna. Einungis eru þrjú lið að keppast um að falla ekki niður í 3. deild
Fyrir leik
Byrjunarliðið fyrir þessa seinustu umferð komin inn! Ólafur Hrannar gerir tvær breytingar eftir 2-3 sigur gegn Þrótt í seinustu umferð.
Bjarki Arnaldarson og Kári Steinn kom inn í byrjunarliðið
Viktor Freyr og Róberti Quental.
Róbert Quental er í leikbanni fyrir þennan leik.

Hermann Hreiðars gerir aðeins eina breytingu í byrjunarliði sínu eftir 6-0 sigur gegn Grindavík í seinustu umferð.
Jón Ingason kemur inn í byrjunarliðið fyrir Eið Atla.
Fyrir leik
Viktor spámaður lokaumferðarinnar Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, er spámaður þessa umferð í Lengjudeildinni. Þetta var spáin hans fyrir Leiknir R gegn ÍBV.

Leiknir R 2 - 2 ÍBV
Leiknismenn eru gríðarlega erfiðir heim að sækja, staðráðnir í að skemma partýið sem og þeir gera. Leikurinn endar 2-2 en Sverrir Hjaltested og Oliver Heiðars gera sitt.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Dómarateymið Aðaldómari leiksins er Gunnar Freyr Róbertsson. Með honum til aðstoðar eru Ronnarong Wongmahadthai og Rögnvaldur Þ Höskuldsson. Eftirlitsmaður frá KSÍ er Gylfi Þór Orrason.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
1. ÍBV (+23 í markatölu): 38 stig Í lokaumferð: Leiknir - ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV er með toppsætið í sínum höndum og Eyjamenn eru öruggir upp með sigri í Breiðholti. Ef Fjölnir vinnur ekki sinn leik þá vinnur ÍBV deildina. Yfirburðar markatala gerir það einnig að verkum að ÍBV fer einnig upp með tapi ef Fjölnir vinnur ekki og þó Keflavík og ÍR vinni.

Lykilmaður í lokabaráttunni: Oliver Heiðarsson
Líklega besti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar. Með fjórtán mörk skoruð en leggur sitt á vogarskálarnar að auki með gríðarlegri vinnusemi fyrir liðið og liðsfélagana. Óárennilegur.

Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki upp: 10/10
Það eru flestir sammála um að ÍBV hafi klárlega verið besta lið deildarinnar í sumar. 49 mörk skoruð undirstrika það. Það er í raun rannsóknarefni hvernig liðið sé ekki búið að tryggja sér sigur í deildinni nú þegar. Þeir hafa verið sínir helstu óvinir í nokkrum mikilvægum leikjum þar sem þeir náðu ekki að nýta mikla yfirburði til að tryggja sér öll stigin.

Markahæstir hjá ÍBV:
Oliver Heiðarsson - 14 mörk (markahæstur deildarinnar)
Vincent Rafael - 7 mörk
Sverrir Páll - 6 mörk
*Aðrir með fleiri mörk
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lítið í boði eftir vonbrigðartímabil Þetta hefur verið mikið upp og niður tímabil hjá Leikni og getur liðið ekki náð markmiði sínu í ár, sem var að ná umspilsssæti. Leiknir hóf tímabilið með að tapa nokkrum leikjum í röð og vinna aðeins einn eða tvo leiki á milli, vegna þess lét Vigfús Arnar af starfi. Ólafur Hrannar tók þá við starfinu og hefur liðið staðið sig aðeins betur undir hans stjórn.

Leiknir liggur fyrir seinustu umferðina í 8. sæti deildarinnar. Í besta falli getur Leiknir farið upp í 7. sæti, en það er einnig möguleiki að Leiknir endi í 9. sæti.

Markahæstir hjá Leikni:
Omar Sowe - 13 mörk (næst markahæstur í deildinni)
Shkelzen Veseli - 5 mörk
Róbert Quental - 4 mörk
Róbert Hauksson - 4 mörk
*Aðrir með færri mörk

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Full stúka af Eyjamönnum! ÍBV getur tryggt sér sæti í Bestu deild fyrir næsta tímabil með sigri hér í dag. Ísfélagið og Herjólfur bjóða upp á fría rútuferð og Herjólfsferð á leikinn fyrir stuðningsmenn.

Fyrir leik
Síðasta umferð sumarsins! Góða daginn gott fólk og verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Domusnovavellinum þar sem ÍBV kemur til höfuðborgarinnar til að mæta Leiknir R. í seinustu umferð Lengjudeildarinnar fyrir umspil.

Lokaumferðin í Lengjudeild karla
14:00 Leiknir R.-ÍBV (Domusnova)
14:00 Keflavík-Fjölnir (HS Orku)
14:00 Afturelding-ÍR (Malbikstöðin)
14:00 Grindavík-Njarðvík (Stakkavík)
14:00 Dalvík/Reynir-Þróttur R. (Dalvík)
14:00 Grótta-Þór (Vivaldi)



Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Byrjunarlið:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason ('79)
5. Jón Ingason ('79)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor
10. Sverrir Páll Hjaltested ('62)
16. Tómas Bent Magnússon
18. Bjarki Björn Gunnarsson
22. Oliver Heiðarsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('79)
6. Henrik Máni B. Hilmarsson
11. Víðir Þorvarðarson
17. Jón Arnar Barðdal
31. Viggó Valgeirsson ('79)
45. Eiður Atli Rúnarsson ('62)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Arnór Sölvi Harðarson
Lewis Oliver William Mitchell

Gul spjöld:
Oliver Heiðarsson ('32)

Rauð spjöld: