Fylkir
1
4
Keflavík
0-1
Kristrún Ýr Holm
'20
0-2
Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir
'48
0-3
Saorla Lorraine Miller
'74
Tinna Harðardóttir
'80
1-3
1-4
Saorla Lorraine Miller
'82
14.09.2024 - 14:00
Würth völlurinn
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Dómari: Guðni Páll Kristjánsson
Maður leiksins: Saorla Lorraine Miller (Keflavík)
Würth völlurinn
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Dómari: Guðni Páll Kristjánsson
Maður leiksins: Saorla Lorraine Miller (Keflavík)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
4. Íris Una Þórðardóttir
5. Abigail Patricia Boyan
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
('73)
10. Klara Mist Karlsdóttir
13. Kolfinna Baldursdóttir
('53)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
('53)
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir
('73)
Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
7. Tinna Harðardóttir
('53)
17. Elfa Karen Magnúsdóttir
('73)
22. Sunna Kristín Gísladóttir
24. Katrín Sara Harðardóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted
('53)
77. Bergdís Fanney Einarsdóttir
('73)
Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Michael John Kingdon
Halldór Steinsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Arnór Gauti Brynjólfsson
Gul spjöld:
Íris Una Þórðardóttir ('17)
Rauð spjöld:
Skýrslan: Keflavík endar tímabilið með stæl eftir sigur á Fylki
Hvað réði úrslitum?
Keflavík var einfaldlega sterkari aðilinn á öllum vígstöðum í dag. Fylkiskonur byrjuðu leikinn illa og áttu erfitt með að koma sér inn í leikinn, þegar staðan var orðin 0-1 fyrir Keflavík. Eftir hálfleiksræður þjálfaranna mættu Keflavíkurkonur ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og settu mark beint í andlitið á Fylki. Brekkan var því orðin ansi brött strax á 48. mínútu.
Bestu leikmenn
1. Saorla Lorraine Miller (Keflavík)
Eitt & hálft mark og ein stoðsending í dag. Saorla var frábær á öllum vígstöðum. Horfandi á leikinn virtist hún alltaf vera í boltanum og skapa stöðuga ógn við mark Fylkisstúlkna.
Frábær frammistaða hjá Saorla í dag, og það verður spennandi að fylgjast með henni í Lengjudeildinni á næsta ári. Klárlega leikmaður sem fótboltaunnendur ættu að halda auga með.
2. Melanie Claire Rendeiro (Keflavík)
Melanie átti einnig frábæran leik í dag. Hún tók allar hornspyrnur Keflavíkur, sem mér fannst alltaf skapa hættu, enda komu tvö mörk eftir hornspyrnur frá Melanie.
Hún var líka mjög lífleg á kantinum og átti nokkra góða spretti sem ollu miklum vandræðum fyrir varnarmenn Fylkis.
Atvikið
Ég ætla að nefna atvikið þegar Ariela Lewis fór útaf, líklega vegna meiðsla, og inn á í hennar stað kom Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, aðeins 16 ára gömul, fædd árið 2008.
Þremur mínútum inn í seinni hálfleik átti hún þetta glæsilega skot sem söng í nærhorninu og kom Keflavík í 2-0. Það reyndist vera höggið sem Fylkisliðið átti erfitt með að jafna sig á, enda sáu þær lítið til sólar eftir þetta mark. Til að bæta enn meira kryddi í söguna, þá er Sigurbjörg dóttir Gunnars Magnúsar, þjálfara Fylkis.
Frábært að sjá 16 ára stúlku koma inn á í leik í Bestu deildinni og hafa úrslitaáhrif!
|
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin breyta kannski litlu á blaði, þar sem bæði lið höfðu þegar fallið fyrir þessa lokaumferð. En eins og ég nefndi fyrir leik, þá er stoltið alltaf undir, og það skiptir miklu máli að enda tímabilið vel.
Fyrir leikinn var Fylkir í 3. sæti neðri hluta Bestu deildar kvenna með 13 stig, á meðan Keflavík var í 4. og neðsta sæti með 11 stig. Með sigrinum tókst Keflavík að lyfta sér upp í 3. sætið og tryggja að þær endi ekki neðstar í Bestu deild kvenna árið 2024. Á meðan sitja Fylkisstúlkur eftir með sárt ennið og enda í neðsta sæti tímabilsins. Því miður þarf alltaf einhver að enda neðstur, og Fylkir fékk þetta hlutskipti þetta árið.
Vondur dagur
Það er alltaf leiðinlegt að skrifa um hver átti slæman dag, en því miður verður Fylkisliðið í heild að taka þann titil í dag. Sóknarleikur þeirra var lítið áberandi, og langt virtist vera á milli varnar-, miðju- og sóknarlínu Fylkisstúlkna, sem gerði þeim erfitt fyrir að tengja saman spil og skapa hættu fyrir Keflavík. Á sama tíma var varnarlína Keflavíkur mjög öguð og skipulögð, sem gerði Fylkiskonum enn erfiðara fyrir. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Fylkisliðið á sig fjögur mörk í dag.
Þó verð ég að hrósa báðum liðum fyrir sumarið. Þrátt fyrir fall úr deildinni sýndu bæði lið góða takta, og vonandi ná bæði Fylkir og Keflavík að vinna sig hratt aftur upp í Bestu deildina.
Dómarinn - 8
Frammistaða dómaranna í dag var til fyrirmyndar. Að mínu mati tóku þeir flestar, ef ekki allar, réttar ákvarðanir, þó svo að leikurinn hafi ekki verið mjög vafasamur. Ég gef þeim solid 8 stig fyrir þeirra verk í dag.
|
Byrjunarlið:
12. Anna Arnarsdóttir (m)
7. Ariela Lewis
('35)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
('64)
9. Marín Rún Guðmundsdóttir
('87)
10. Saorla Lorraine Miller
('87)
11. Kristrún Ýr Holm (f)
17. Simona Rebekka Meijer
21. Melanie Claire Rendeiro
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir
('45)
24. Anita Lind Daníelsdóttir
99. Regina Solhaug Fiabema
Varamenn:
1. Vera Varis (m)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir
('64)
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir
('35)
18. Hilda Rún Hafsteinsdóttir
('45)
19. Máney Dögg Másdóttir
('87)
20. Brynja Arnarsdóttir
26. María Rán Ágústsdóttir
('87)
Liðsstjórn:
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Ljiridona Osmani
Eva Lind Daníelsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
Sólrún Sigvaldadóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld: