Enski sóknarmaðurinn Marcus Rashford er eftirsóttur biti í janúarglugganum, kanadíski bakvörðurinn Alphonso Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool og Chelsea er í leit að markverði. Allt þetta og meira í slúðurpakka dagsins.
Manchester United er að íhuga að leyfa Marcus Rashford (27) að fara á lán í janúar. (Sun)
Þrjú félög í Sádi-Arabíu: Al Ahli, Al Ittihad og Al Qadsiah hafa öll lýst yfir áhuga á að fá Rashford. (Talksport)
Enski miðjumaðurinn Dele Alli (28) vonast til að koma ferlinum aftur af stað með ítalska A-deildarliðinu Como eftir að hann tilkynnti brottför sína frá Everton. (Telegraph)
Chelsea hefur áhuga á svissneska markverðinum Gregor Kobel (27), sem er á mála hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi. (Florian Plettenberg)
Bruno Guimaraes (27), leikmaður Newcastle United og brasilíska landsliðsins og Martin Zubimendi (25), leikmaður Real Sociedad og spænska landsliðsins, eru efstir á blaði hjá Manchester City í janúar. (Team Talk)
Juventus er reiðubúið að selja hinn 19 ára gamla Kenan Yildiz til þess að fjármagna kaup á ítalska miðjumanninum Sandro Tonali (24). Tonali er á mála hjá Newcastle. (Corriere dello Sport)
Manchester United er að fylgjast náið með Franco Mastantuono (17), leikmanni River Plate í Argentínu, en hann er með 38 milljóna punda kaupákvæði í samningnum. (Give Me Sport)
Hollenski miðjumaðurinn Tijjani Reijnders (26) er að ganga frá nýjum samningi við ítalska félagið AC Milan. Hann hefur verið orðaður við Manchester City síðustu vikur. (Football Insider)
Virgil van Dijk (33), fyrirliði Liverpool og hollenska landsliðsins, er kominn á blað hjá spænska félaginu Real Madrid, en hann á að leysa af austurríska leikmannsins David Alaba (32) og Eder Militao (26), sem eru báðir frá vegna meiðsla. (Football Transfers)
Alphonso Davies (24), bakvörður Bayern München og kanadíska landsliðsins er opinn fyrir því að ganga í raðir Liverpool á Englandi. Hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United og Real Madrid. (CaughtOffside)
Paris Saint-Germain hefur áhuga á úkraínska varnarmanninum Illia Zabarnyi (22), sem er á mála hjá Bournemouth á Englandi. (L'Equipe)
Enski framherjinn Dominic Calvert-Lewin (27) rennur út á samningi hjá Everton eftir þetta tímabil, en hann er sagður í sigtinu hjá ítalska félaginu Fiorentina fyrir janúargluggann. (Gianluca Di Marzio)
Brasilíska félagið Palmeiras hefur sent Fulham formlegt tilboð í Andreas Pereira (28). (Fabrizio Romano)
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, vill halda spænska framherjanum Marc Guiu (18) áfram hjá félaginu út tímabilið, en mun hlusta ef framherjinn biður um að fara á láni. (Standard)
Maresca hefur einnig útilokað að enski miðjumaðurinn Kiernan Dewsbury-Hall (26) snúi aftur til Leicester í næsta mánuði. (90min)
Ítalski miðjumaðurinn Cesare Casadei (21) ætlar sér að yfirgefa Chelsea í janúar en ítalska A-deildin er líklegasti áfangastaður kappans. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir