Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Keflavík
4
0
Fjölnir
Kári Sigfússon '25 1-0
Mihael Mladen '46 2-0
Ari Steinn Guðmundsson '72 3-0
Rúnar Ingi Eysteinsson '81 4-0
14.09.2024  -  14:00
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 310
Maður leiksins: Kári Sigfússon
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
6. Sindri Snær Magnússon ('75)
8. Ari Steinn Guðmundsson
20. Mihael Mladen ('75)
22. Ásgeir Páll Magnússon ('84)
23. Sami Kamel ('46)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Kári Sigfússon
50. Oleksii Kovtun ('84)

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
5. Stefán Jón Friðriksson ('75)
10. Valur Þór Hákonarson ('46)
11. Rúnar Ingi Eysteinsson ('75)
19. Edon Osmani ('84)
21. Aron Örn Hákonarson ('84)
77. Sigurður Orri Ingimarsson

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflavík tryggir sér annað sæti deildarinnar og sendir með því ÍBV upp um deild.

Fjölnismenn geta nagað sig í handarbökin því eins og staðan er nú þegar þessum leik er lokið hefðu þeir farið beint upp á kostnað ÍBV með sigri.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma
86. mín
Edon Osmani í færi eftir snarpa sókn en skot hans yfir markið.
84. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Oleksii Kovtun (Keflavík)
84. mín
Inn:Aron Örn Hákonarson (Keflavík) Út:Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík)
82. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
81. mín MARK!
Rúnar Ingi Eysteinsson (Keflavík)
Stoðsending: Kári Sigfússon
Fjölnismenn eru bara hættir
Hröð sókn upp hægri vænginn. Kári Sigfússon sem hefur verið frábær í dag með boltann fyrir markið þar sem að Rúnar Ingi er aleinn á fjærstöng og rúllar boltanum yfir línuna af stuttu færi.
80. mín
Máni með gott skot beint úr aukaspyrnu frá vinstri. Stefnir niður í hornið nær en Ásgeir Orri ver.
75. mín
Inn:Rúnar Ingi Eysteinsson (Keflavík) Út:Mihael Mladen (Keflavík)
75. mín
Inn:Stefán Jón Friðriksson (Keflavík) Út:Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
74. mín
Rautt á bekk Fjölnis Það fór rautt spjald á loft á bekkinn hjá Fjölni eftir markið. ÞAð var í það minnsta ekki Úlfur sem fékk að líta það.
74. mín
Inn:Axel Freyr Harðarson (Fjölnir) Út:Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir)
72. mín MARK!
Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
Til hamingju með sætið í Bestu deildinni ÍBV
Kári Sigfússon með boltann úti til hægri og setur hann fyrir markið. Vörn Fjölnis algjörlega steinsofandi, Halldór hikandi á línunni og lætur Ari ekki bjóða sér það tvisvar og setur boltann í netið af mjög stuttu færi.
68. mín
Halldór bjargar Fjölni
Frábær bolti innfyrir sem Ari Steinn er á undan markverðinum í. Reynir skotið en Halldór slæmir hendi í boltann og bjargar.
67. mín
Grindavík skorar aftur 1. ÍBV 38 stig +22
2. Keflavík 38 stig +11
3. Fjölnir 37 stig +8
4. Afturelding 36 stig +2
5. ÍR 35 stig +3
6. Njarðvík 32 stig +4
65. mín
Grindavík jafnar gegn Njarðvík og eru ekki í umspili 1. ÍBV 38 stig +22
2. Keflavík 38 stig +11
3. Fjölnir 37 stig +8
4. Afturelding 36 stig +2
5. ÍR 35 stig +3
6. Njarðvík 33 stig +5
64. mín
Ásgeir Orri vill hleypa spennu í þetta
Mættur langt út úr marki sínu í alvöru skógarhlaup. Fjölnismenn á undan í boltann og komast framhjá honum en Ásgeir nær á einhvern undraverðan hátt að vinna sig til baka og handsama boltann.
63. mín
Inn:Rafael Máni Þrastarson (Fjölnir) Út:Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir)
59. mín
Fjölnismenn vinna horn.
58. mín
Dagur Ingi í dauðafæri eftir góða skyndisókn Fjölnis en Ásgeir Orri snöggur niður og ver með tilþrifum.
56. mín
Vörn Fjölnis eins og gatasigti
Keflvíkingar eiga furðulega auðvelt með að finna góð svæði á vængjunum og vinna sig inn völlinn í skotfæri,

Ari Steinn í einu slíku en Halldór með góða vörslu.
54. mín
Jónatan Guðni í fínu færi eftir snögga sókn en lyftir boltanum yfir markið.
52. mín
Heimamenn í brasi í eigin teig eftir fína sókn Fjölnis en bjarga sér og gefa horn.
51. mín
Aftur er Mladen að ógna. Nær skoti úr mjög þröngu færi í teignum en boltinn ekki á rammann.

Fjölnimenn í stúkunni með mikinn fókus á Pétri Guðmundssyni dómara þessa stundina. Eða í það minnsta einn af þeim.
46. mín MARK!
Mihael Mladen (Keflavík)
Ha? Hvað gerðist eiginlega?
Uppúr engu. Ég var að færa inn skiptingu Keflavíkur og upp úr engu liggur boltinn í netinu.

Menn fagna Mladen og ég held hreinlega að hann hafi átti fyrirgjöf sem fór í netið.
46. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Sami Kamel (Keflavík)
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Svona lítur taflan út þegar flautað hefur verið til hálfleiks á öllum völlum. 1. ÍBV 38 stig +22
2. Keflavík 38 stig +11
3. Fjölnir 37 stig +8
4. Afturelding 36 stig +2
5. Njarðvík 36 stig +6
6. ÍR 35 stig +3
45. mín
Hálfleikur
Keflavík leiðir hér eftir fyrri hálfleikinn.

Komum aftur að vörmu spori með síðari hálfleikinn.
45. mín
Tvær mínútur í uppbótartíma
45. mín
Ásgeir Helgi sólar hvern Fjölnismanninn á fætur öðrum við teig Fjölnis. Finnur svo Mladen úti til vinstri sem á máttlaust skot beint á Halldór.
44. mín
Hætta í teig Fjölnis
Kári sleppur upp vænginn og á fína fyrirgjöf. Mladen mætir þar og skallar í átt að marki en boltinn í varnarmann og til baka í andlit Mladen sem steinliggur.
36. mín
Sindri Snær með fyrirgjöf frá hægri. Ari Steinn mættur á fjær en rétt missir af boltanum sem fer afturfyrir.
34. mín
Njarðvík er komið yfir gegn Grindavík og Leiknir komið yfir gegn ÍBV 1. ÍBV 38 stig +22
2. Keflavík 38 stig +10
3. Fjölnir 37 stig +9
4. Afturelding 36 stig +2
5. Njarðvík 36 stig +6
6. ÍR 35 stig +3
32. mín
Máni í þröngri stöðu í teig Keflavíkur eftir skyndisókn en skot hans talvert fjarri markinu.
29. mín
Staðan eins og hún er núna 1. ÍBV 39 stig +23
2. Keflavík 38 stig +10
3. Fjölnir 37 stig +9
4. Afturelding 36 stig +1
5. ÍR 35 stig +4
6. Njarðvík 33 stig +5
25. mín MARK!
Kári Sigfússon (Keflavík)
Keflavík skorar!
Kári Sigfússon með langan sprett upp völlinn. Með mann í sér alla leiðina en gerir fáránlega vel er inn á teigin var komið og setur boltann í netið fram hjá Halldóri.

Keflavík í 2.sætinu eins og er.
24. mín
Jónatan Guðni með tilraun fyrir Fjölni. Kemur inn völlinn frá vinstri eftir skyndisókn og reynir skotið en boltinn hátt yfir
18. mín
Stórhætta eftir hornið.
Gunnlaugur Fannar í fínu skalla færi en nær ekki að stýra boltanum á markið.

Keflavík fengið færin hér í upphafi.
17. mín
Keflavík vinnur horn
Axel með fyrirgjöf frá hægri. Mladen mættur á fjær en Júlíus skallar boltann frá í horn.
15. mín
Jafnvægi náð?
Leikurinn róast mjög eftir þessa kraftmiklu byrjun Keflavíkur.
8. mín
Enn Keflavík
Kári Sigfússon leikur inn völlinn frá hægri eftir sendingu frá Sindra Snæ. Kemst inn að teig Fjölnis þar sem hann lætur vaða. Boltinn fastur í nærhornið en Halldór ver. Missir boltann reyndar yfir sig en nær að stöðva hann áður en hann fer yfir línuna.
5. mín
Allt Keflavík þessar fyrstu mínútur.
Sami Kamel með skot en boltinn hárfínt framhjá.
3. mín
Keflavík ógnar og ógnar
Ari Steinn með hörkuskot, tiltölulega beint á Halldór sem þó velur að slá í horn.
2. mín
Ágeir Helgi í hörkufæri í teig Fjölnis eftir snögga sókn. Hittir boltann ömurlega og setur hann hátt og þá meina ég hátt yfir markið.
1. mín
Tók Keflavík sléttar sjö sekúndur að vinna horn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru heimamenn sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Taflan og aðrir leikir umferðarinnar Eins og venja er í lokaumferð fara allir leikirnir fram á sama tíma. Fótbolti.net er með menn á öllum völlum Lengjudeildarinnar í dag og í borðanum hér efst á síðunni getur þú lesendi góður flett á milli leikjanna og séð stöðuna í leikjum eins og hún er. Ég og eflaust fleiri fréttaritarar munu svo birta uppfærða stöðutöflu eftir því hvernig leikjum dagsins vindur fram en mun ég þó einblína á þessi topp sex sæti.

Mynd: Fótbolti.net


Lokaumferðin í Lengjudeild karla
14:00 Leiknir R.-ÍBV (Domusnova)
14:00 Keflavík-Fjölnir (HS Orku)
14:00 Afturelding-ÍR (Malbikstöðin)
14:00 Grindavík-Njarðvík (Stakkavík)
14:00 Dalvík/Reynir-Þróttur R. (Dalvík)
14:00 Grótta-Þór (Vivaldi)
Fyrir leik
Spámaður Viktor Jónsson leikmaður ÍA og markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar er spámaður Fótbolta.net fyrir þessa lokaumferð Lengjudeildarinnar.


Keflavík 1 - 2 Fjölnir
Risa leikur fyrir Fjölnismenn, þeir hafa farið í gegnum dimma öldudali, svartnætti og sorg. En sólin væri ekki góð ef það væri ekkert regn eins og Reynir Haralds vinur minn söng. Það birtir til yfir 112 og fjölnismenn vinna Keflavík á meðan ÍBV gerir jafntefli og tryggja sig beint upp í efstu deild.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Tríóið KSÍ hefur gefið út hverjir dæma leikina í þessari lokaumferð Lengjudeildarinnar.

   13.09.2024 07:40
Þessir dæma í mikilvægum lokaumferðum laugardagsins


Pétur Guðmundsson heldur um flautuna hér í Keflavík. Honum til aðstoðar eru Guðni Freyr Ingvason (AD 1) og Óliver Thanh Tung Vú (AD 2) Einn allra nákvæmasti eftirlitsmaður KSÍ Skúli Freyr Brynjólfsson sinnir svo eftirliti fyrir Knattspyrnusambandið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
3. Keflavík (+9 í markatölu): 35 stig Í lokaumferð: Keflavík - Fjölnir
Markatalan og innbyrðisleikurinn í Mosfellsbæ gerir það að verkum að það eru nánast allar líkur á því að Keflavík fari í umspilið, þó enn séu stærfræðilegar líkur á því að liðið geti misst af umspilssætinu. Jafntefli gegn Fjölni og umspilið er gulltryggt. Keflavík á ekki raunhæfa möguleika á toppsætinu vegna öflugrar markatölu ÍBV. Verða án Frans Elvarssonar og Mamadou Diaw sem báðir taka út leikbann.

Lykilmaður í lokabaráttunni: Sami Kamel
Einn hæfileikaríkasti leikmaður deildarinnar, eins og hann hefur sýnt gegn liðum í Bestu deildinni. Kamel nær ekki að sýna sínar bestu hliðar nægilega oft við gremju stuðningsmanna. Hann þarf að vera í sparifötunum nú þegar komið er að úrslitastund.

Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki upp: 7/10
Í síðustu spá fyrir tímabil var Keflavík spáð efsta sætinu. Liðið er vel mannað og ungir leikmenn fengið stór hlutverk. Það yrðu klárlega vonbrigði að komast ekki upp en liðið virðist þó í góðum höndum Haraldar Freys Guðmundssonar og líklegt til að gera aðra öfluga atlögu að efstu deild að ári ef markmiðið næst ekki núna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
2. Fjölnir (+10 í markatölu): 37 stig Elvar Geir Magnússon tók saman efni um liðin sem eru að berjast í efri hluta Lengjudeildarinnar í Vikunni. Um Fjölni sagði hann.

   11.09.2024 11:30
Rafmögnuð spenna fyrir lokaumferð Lengjudeildarinnar - Gleði og vonbrigði


Í lokaumferð: Keflavík - Fjölnir
Fjölnir þarf sigur í lokaumferð og treysta á að ÍBV misstígi sig í Breiðholti til að tryggja sér efsta sætið og þar með beint upp í Bestu deildina. Liðið er öruggt með að minnsta kosti umspil.

Lykilmaður í lokabaráttunni: Máni Austmann
Grafarvogsliðið þarf á því að halda að þeirra markahæsti maður verði á skotskónum á lokasprettinum. Máni er kominn með tólf mörk í deildinni og skoraði gegn Aftureldingu um síðustu helgi en hafði ekki skorað í mánuð þar á undan.

Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki upp: 9/10
Fjölnir hefur verið í toppsætinu stærsta hluta tímabilsins en lenti skyndilega í djúpum dal og fór í gegnum margar vikur án þess að vinna leik. Mikið hefur verið rætt um slæma fjárhagsstöðu félagsins og ljóst að það myndi hjálpa liðinu að halda lykilmönnum og halda sjó

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Lengjudeildarveisla í lokaumferð Það er sannkölluð veisla framundan hér á Fótbolti.net þennan laugardaginn þegar lokaumferð Lengjudeildar karla fer fram.

Toppbaráttan er í algleymingi og spennan er gríðarleg. Tryggir ÍBV sig upp í Bestu deildina eða misstíga þeir sig gegn pressulausum Leiknismönnum og hleypa Fjölni í toppsætið? Hvaða lið fá heimavallarétt í umspilinu? Hvaða lið missir af umspilinu? Verður það Njarðvík sem lengi vel sat á toppnum? Verður það Afturelding sem kom eins og stormsveipur inn í mótið á seinni helmingi þess? Eða verður það jafnvel Keflavík eða ÍR?

Öllum þessum spurningum verður svarað hér í dag og það í beinni textalýsingu. Spennið beltin og góða skemmtun!
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
6. Sigurvin Reynisson
7. Dagur Ingi Axelsson
9. Máni Austmann Hilmarsson
11. Jónatan Guðni Arnarsson
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('63)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('74)
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f) ('82)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
5. Dagur Austmann
8. Óliver Dagur Thorlacius ('82)
10. Axel Freyr Harðarson ('74)
20. Bjarni Þór Hafstein
21. Rafael Máni Þrastarson ('63)
27. Sölvi Sigmarsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: