mið 11.sep 2024 11:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Rafmögnuð spenna fyrir lokaumferð Lengjudeildarinnar - Gleði og vonbrigði
Lokaumferð Lengjudeildarinnar verður spiluð á laugardag og þá ræðst hvort ÍBV eða Fjölnir vinni deildina, og komist þar með beint upp, og hvaða fjögur lið enda í sætum 2-5 og fara í umspilið áhugaverða.
Ljóst er að Grótta og Dalvík/Reynir falla og Þróttur, Leiknir, Grindavík og Þór verða áfram í deildinni og hafa að engu að keppa nema heiðrinum í lokaumferðinni.
Hér er samantekt á spennunni sem er í toppbaráttunni.
Lokaumferðin í Lengjudeild karla á laugardag
14:00 Leiknir R.-ÍBV (Domusnova)
14:00 Keflavík-Fjölnir (HS Orku)
14:00 Afturelding-ÍR (Malbikstöðin)
14:00 Grindavík-Njarðvík (Stakkavík)
14:00 Dalvík/Reynir-Þróttur R. (Dalvík)
14:00 Grótta-Þór (Vivaldi)
1. ÍBV (+23 í markatölu): 38 stig
Í lokaumferð: Leiknir - ÍBV
ÍBV er með toppsætið í sínum höndum og Eyjamenn eru öruggir upp með sigri í Breiðholti. Ef Fjölnir vinnur ekki sinn leik þá vinnur ÍBV deildina. Yfirburðar markatala gerir það einnig að verkum að ÍBV fer einnig upp með tapi ef Fjölnir vinnur ekki og þó Keflavík og ÍR vinni.
Lykilmaður í lokabaráttunni: Oliver Heiðarsson
Líklega besti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar. Með fjórtán mörk skoruð en leggur sitt á vogarskálarnar að auki með gríðarlegri vinnusemi fyrir liðið og liðsfélagana. Óárennilegur.
Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki upp: 10/10
Það eru flestir sammála um að ÍBV hafi klárlega verið besta lið deildarinnar í sumar. 49 mörk skoruð undirstrika það. Það er í raun rannsóknarefni hvernig liðið sé ekki búið að tryggja sér sigur í deildinni nú þegar. Þeir hafa verið sínir helstu óvinir í nokkrum mikilvægum leikjum þar sem þeir náðu ekki að nýta mikla yfirburði til að tryggja sér öll stigin.
2. Fjölnir (+10 í markatölu): 37 stig
Í lokaumferð: Keflavík - Fjölnir
Fjölnir þarf sigur í lokaumferð og treysta á að ÍBV misstígi sig í Breiðholti til að tryggja sér efsta sætið og þar með beint upp í Bestu deildina. Liðið er öruggt með að minnsta kosti umspil.
Lykilmaður í lokabaráttunni: Máni Austmann
Grafarvogsliðið þarf á því að halda að þeirra markahæsti maður verði á skotskónum á lokasprettinum. Máni er kominn með tólf mörk í deildinni og skoraði gegn Aftureldingu um síðustu helgi en hafði ekki skorað í mánuð þar á undan.
Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki upp: 9/10
Fjölnir hefur verið í toppsætinu stærsta hluta tímabilsins en lenti skyndilega í djúpum dal og fór í gegnum margar vikur án þess að vinna leik. Mikið hefur verið rætt um slæma fjárhagsstöðu félagsins og ljóst að það myndi hjálpa liðinu að halda lykilmönnum og halda sjó að komast upp í efstu deild.
3. Keflavík (+9 í markatölu): 35 stig
Í lokaumferð: Keflavík - Fjölnir
Markatalan og innbyrðisleikurinn í Mosfellsbæ gerir það að verkum að það eru nánast allar líkur á því að Keflavík fari í umspilið, þó enn séu stærfræðilegar líkur á því að liðið geti misst af umspilssætinu. Jafntefli gegn Fjölni og umspilið er gulltryggt. Keflavík á ekki raunhæfa möguleika á toppsætinu vegna öflugrar markatölu ÍBV.
Lykilmaður í lokabaráttunni: Sami Kamel
Einn hæfileikaríkasti leikmaður deildarinnar, eins og hann hefur sýnt gegn liðum í Bestu deildinni. Kamel nær ekki að sýna sínar bestu hliðar nægilega oft við gremju stuðningsmanna. Hann þarf að vera í sparifötunum nú þegar komið er að úrslitastund.
Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki upp: 7/10
Í síðustu spá fyrir tímabil var Keflavík spáð efsta sætinu. Liðið er vel mannað og ungir leikmenn fengið stór hlutverk. Það yrðu klárlega vonbrigði að komast ekki upp en liðið virðist þó í góðum höndum Haraldar Freys Guðmundssonar og líklegt til að gera aðra öfluga atlögu að efstu deild að ári ef markmiðið næst ekki núna.
4. ÍR (+5 í markatölu): 35 stig
Í lokaumferð: Afturelding - ÍR
ÍR tryggir sér umspilssæti með því að forðast tap í Mosfellsbæ. Ef ÍR tapar þá kemst liðið í umspil ef Njarðvík vinnur ekki Grindavík.
Lykilmaður í lokabaráttunni: Marc McAusland
Skotinn reyndi hefur svo sannarlega reynst gríðarlegur happafengur fyrir ÍR. Stýrir varnarleik liðsins og hefur góð áhrif á alla í kringum sig. Klettur.
Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki í umspilið: 8/10
ÍR var spáð falli fyrir mót en hefur verið spútniklið, sýnt gríðarlega liðsheild og stemningu. Liðið hefur verið í umspilssæti samfleytt síðustu tíu umferðir og það yrðu mikil vonbrigði að geta ekki haldið partíinu gangandi og setja berið ofan á tertuna með því að leika í umspilinu.
5. Afturelding (0 í markatölu): 33 stig
Í lokaumferð: Afturelding - ÍR
Afturelding tryggir sér umspilssæti með sigri, jafntefli dugar ef Njarðvík vinnur ekki Grindavík og tap ef Njarðvík tapar líka.
Lykilmaður í lokabaráttunni: Jökull Andrésson
Markvörður sem ætti að vera í spila í efstu deild en hjartað slær með Aftureldingu. Kom á mikilvægum tímapunkti inn í liðið þar sem markvarslan var búin að vera akkilesarhæll liðsins. Var fjarverandi í tapleiknum gegn Fjölni þar sem hann var á fæðingadeildinni. Má segja að hann sé markvörður af gamla skólanum þar sem hæfileikar hans liggja fyrst og fremst í að verja markið en ekki í spili.
Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki í umspilið: 10/10
Mikið hefur verið rætt og ritað um vonbrigðin í Mosfellsbæ með að fara ekki upp í fyrra. Þau vonbrigði virtust sitja áfram í liðinu stærstan hluta tímabilsins núna en þrátt fyrir tap í síðustu umferð hefur liðið verið á flottu skriði og spurning hvort það sé að toppa á réttum tíma þetta árið? Aftureldingu var spáð sigri í deildinni og það yrðu gríðarleg vonbrigði ef liðið kæmist ekki einu sinni í umspilið núna.
6. Njarðvík (+5 í markatölu): 32 stig
Í lokaumferð: Grindavík - Njarðvík
Viðureignin í Mosfellsbæ gerir það að verkum að Njarðvík er öruggt í umspilið með sigri gegn Grindavík, sem hefur að engu að keppa. Jafntefli dugar ef ÍR vinnur Aftureldingu.
Lykilmaður í lokabaráttunni: Dominik Radic
Var heitasti framherji deildarinnar lengi vel. Hefur skorað ellefu mörk í deildinni í sumar en hefur hinsvegar ekki skorað í mánuð núna. Hann þarf að finna leiðina úr eyðimörkinni og ná að ræsa sig í gang aftur ef Njarðvík ætlar að klára þetta með stæl.
Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki í umspilið: 9/10
Þetta hefur klárlega verið gott tímabil hjá Njarðvík sem hefur komið á óvart og var í toppsætinu í fyrri hluta mótsins. 20. umferð var fyrsta umferðin þar sem liðið fór fyrir utan topp fimm. Það yrðu mikil vonbrigði að komast ekki í umspilið eftir að hafa verið í efstu sætum nánast allt mótið. Því jú þegar öllu er á botninn hvolft er nánast enginn munur á því að enda í sjötta sætinu og því tíunda.
14:00 Leiknir R.-ÍBV (Domusnova)
14:00 Keflavík-Fjölnir (HS Orku)
14:00 Afturelding-ÍR (Malbikstöðin)
14:00 Grindavík-Njarðvík (Stakkavík)
14:00 Dalvík/Reynir-Þróttur R. (Dalvík)
14:00 Grótta-Þór (Vivaldi)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1. ÍBV (+23 í markatölu): 38 stig
Í lokaumferð: Leiknir - ÍBV
ÍBV er með toppsætið í sínum höndum og Eyjamenn eru öruggir upp með sigri í Breiðholti. Ef Fjölnir vinnur ekki sinn leik þá vinnur ÍBV deildina. Yfirburðar markatala gerir það einnig að verkum að ÍBV fer einnig upp með tapi ef Fjölnir vinnur ekki og þó Keflavík og ÍR vinni.
Lykilmaður í lokabaráttunni: Oliver Heiðarsson
Líklega besti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar. Með fjórtán mörk skoruð en leggur sitt á vogarskálarnar að auki með gríðarlegri vinnusemi fyrir liðið og liðsfélagana. Óárennilegur.
Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki upp: 10/10
Það eru flestir sammála um að ÍBV hafi klárlega verið besta lið deildarinnar í sumar. 49 mörk skoruð undirstrika það. Það er í raun rannsóknarefni hvernig liðið sé ekki búið að tryggja sér sigur í deildinni nú þegar. Þeir hafa verið sínir helstu óvinir í nokkrum mikilvægum leikjum þar sem þeir náðu ekki að nýta mikla yfirburði til að tryggja sér öll stigin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
2. Fjölnir (+10 í markatölu): 37 stig
Í lokaumferð: Keflavík - Fjölnir
Fjölnir þarf sigur í lokaumferð og treysta á að ÍBV misstígi sig í Breiðholti til að tryggja sér efsta sætið og þar með beint upp í Bestu deildina. Liðið er öruggt með að minnsta kosti umspil.
Lykilmaður í lokabaráttunni: Máni Austmann
Grafarvogsliðið þarf á því að halda að þeirra markahæsti maður verði á skotskónum á lokasprettinum. Máni er kominn með tólf mörk í deildinni og skoraði gegn Aftureldingu um síðustu helgi en hafði ekki skorað í mánuð þar á undan.
Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki upp: 9/10
Fjölnir hefur verið í toppsætinu stærsta hluta tímabilsins en lenti skyndilega í djúpum dal og fór í gegnum margar vikur án þess að vinna leik. Mikið hefur verið rætt um slæma fjárhagsstöðu félagsins og ljóst að það myndi hjálpa liðinu að halda lykilmönnum og halda sjó að komast upp í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
3. Keflavík (+9 í markatölu): 35 stig
Í lokaumferð: Keflavík - Fjölnir
Markatalan og innbyrðisleikurinn í Mosfellsbæ gerir það að verkum að það eru nánast allar líkur á því að Keflavík fari í umspilið, þó enn séu stærfræðilegar líkur á því að liðið geti misst af umspilssætinu. Jafntefli gegn Fjölni og umspilið er gulltryggt. Keflavík á ekki raunhæfa möguleika á toppsætinu vegna öflugrar markatölu ÍBV.
Lykilmaður í lokabaráttunni: Sami Kamel
Einn hæfileikaríkasti leikmaður deildarinnar, eins og hann hefur sýnt gegn liðum í Bestu deildinni. Kamel nær ekki að sýna sínar bestu hliðar nægilega oft við gremju stuðningsmanna. Hann þarf að vera í sparifötunum nú þegar komið er að úrslitastund.
Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki upp: 7/10
Í síðustu spá fyrir tímabil var Keflavík spáð efsta sætinu. Liðið er vel mannað og ungir leikmenn fengið stór hlutverk. Það yrðu klárlega vonbrigði að komast ekki upp en liðið virðist þó í góðum höndum Haraldar Freys Guðmundssonar og líklegt til að gera aðra öfluga atlögu að efstu deild að ári ef markmiðið næst ekki núna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
4. ÍR (+5 í markatölu): 35 stig
Í lokaumferð: Afturelding - ÍR
ÍR tryggir sér umspilssæti með því að forðast tap í Mosfellsbæ. Ef ÍR tapar þá kemst liðið í umspil ef Njarðvík vinnur ekki Grindavík.
Lykilmaður í lokabaráttunni: Marc McAusland
Skotinn reyndi hefur svo sannarlega reynst gríðarlegur happafengur fyrir ÍR. Stýrir varnarleik liðsins og hefur góð áhrif á alla í kringum sig. Klettur.
Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki í umspilið: 8/10
ÍR var spáð falli fyrir mót en hefur verið spútniklið, sýnt gríðarlega liðsheild og stemningu. Liðið hefur verið í umspilssæti samfleytt síðustu tíu umferðir og það yrðu mikil vonbrigði að geta ekki haldið partíinu gangandi og setja berið ofan á tertuna með því að leika í umspilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
5. Afturelding (0 í markatölu): 33 stig
Í lokaumferð: Afturelding - ÍR
Afturelding tryggir sér umspilssæti með sigri, jafntefli dugar ef Njarðvík vinnur ekki Grindavík og tap ef Njarðvík tapar líka.
Lykilmaður í lokabaráttunni: Jökull Andrésson
Markvörður sem ætti að vera í spila í efstu deild en hjartað slær með Aftureldingu. Kom á mikilvægum tímapunkti inn í liðið þar sem markvarslan var búin að vera akkilesarhæll liðsins. Var fjarverandi í tapleiknum gegn Fjölni þar sem hann var á fæðingadeildinni. Má segja að hann sé markvörður af gamla skólanum þar sem hæfileikar hans liggja fyrst og fremst í að verja markið en ekki í spili.
Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki í umspilið: 10/10
Mikið hefur verið rætt og ritað um vonbrigðin í Mosfellsbæ með að fara ekki upp í fyrra. Þau vonbrigði virtust sitja áfram í liðinu stærstan hluta tímabilsins núna en þrátt fyrir tap í síðustu umferð hefur liðið verið á flottu skriði og spurning hvort það sé að toppa á réttum tíma þetta árið? Aftureldingu var spáð sigri í deildinni og það yrðu gríðarleg vonbrigði ef liðið kæmist ekki einu sinni í umspilið núna.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
6. Njarðvík (+5 í markatölu): 32 stig
Í lokaumferð: Grindavík - Njarðvík
Viðureignin í Mosfellsbæ gerir það að verkum að Njarðvík er öruggt í umspilið með sigri gegn Grindavík, sem hefur að engu að keppa. Jafntefli dugar ef ÍR vinnur Aftureldingu.
Lykilmaður í lokabaráttunni: Dominik Radic
Var heitasti framherji deildarinnar lengi vel. Hefur skorað ellefu mörk í deildinni í sumar en hefur hinsvegar ekki skorað í mánuð núna. Hann þarf að finna leiðina úr eyðimörkinni og ná að ræsa sig í gang aftur ef Njarðvík ætlar að klára þetta með stæl.
Hversu mikil vonbrigði ef liðið fer ekki í umspilið: 9/10
Þetta hefur klárlega verið gott tímabil hjá Njarðvík sem hefur komið á óvart og var í toppsætinu í fyrri hluta mótsins. 20. umferð var fyrsta umferðin þar sem liðið fór fyrir utan topp fimm. Það yrðu mikil vonbrigði að komast ekki í umspilið eftir að hafa verið í efstu sætum nánast allt mótið. Því jú þegar öllu er á botninn hvolft er nánast enginn munur á því að enda í sjötta sætinu og því tíunda.
10.09.2024 13:01
Innkastið - Landsliðið og Lengjudeildin
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Athugasemdir