Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Afturelding
3
0
ÍR
Aron Jóhannsson '21 1-0
Elmar Kári Enesson Cogic '37 , víti 2-0
Patrekur Orri Guðjónsson '94 3-0
14.09.2024  -  14:00
Malbikstöðin að Varmá
Lengjudeild karla
Aðstæður: Örlítil gola, léttskýjað. Ljómandi aðstæður
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Byrjunarlið:
24. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('71)
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic ('91)
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('83)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
22. Oliver Bjerrum Jensen
23. Sigurpáll Melberg Pálsson
77. Hrannar Snær Magnússon

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
8. Aron Jónsson ('71)
9. Andri Freyr Jónasson
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson ('91)
20. Precious Kapunda
26. Enes Þór Enesson Cogic
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('83)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Þorgeir Leó Gunnarsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Bjartur Bjarmi Barkarson ('33)
Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('38)
Aron Elí Sævarsson ('40)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Afturelding með öruggan sigur hér og þeir eru komnir í umspil. Núna bíðum við bara eftir hvernig fer hjá Njarðvík til að sjá hvort ÍR fari líka.
95. mín
Njarðvík var að skora!! Þeir þurfa þó eitt í viðbót til að komast í umspil.
94. mín MARK!
Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding)
Stoðsending: Hrannar Snær Magnússon
3-0 öruggt! Hrannar gerir virkilega vel á vinstri kantinum, fer framhjá einum og leggur boltan á Patrek sem er aleinn inn í teig og hann klárar örugglega.
91. mín
Inn:Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
91. mín
Það verða 5 mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Aftur í stöngina! Hrannar fær boltan úti vinstra megin og hann tekur bara af stað. Hann fer framhjá einum og tekur skotið úr þröngu færi. Boltinn skellur af innanverðri fjærstönginni og út.

ÍR brunar svo upp í sókn hinumegin og Jökull er þar í smá brasi. Þeir ná samt ekki að beina skotinu að marki og það fer framhjá.
87. mín
Skot í stöng! Patrekur Orri er með boltan á vinstri kantinum og ætlar að reyna að gefa boltan fyrir, boltinn fer í varnarmann og Patrekur fær boltan aftur. Patrekur fær þá smá pláss og tekur skotið í stöngina.
83. mín
Inn:Marteinn Theodórsson (ÍR) Út:Hákon Dagur Matthíasson (ÍR)
83. mín
Inn:Alexander Kostic (ÍR) Út:Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
83. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
80. mín Gult spjald: Óliver Elís Hlynsson (ÍR)
77. mín
Rétt framhjá! Gils gerir vel á vinstri kantinum, fer framhjá einum og kemur með góða fyrirgjöf. Stefán Þór nær skallanum en boltinn rétt framhjá.
71. mín
Inn:Sæþór Ívan Viðarsson (ÍR) Út:Róbert Elís Hlynsson (ÍR)
71. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (ÍR) Út:Ágúst Unnar Kristinsson (ÍR)
71. mín
Inn:Aron Jónsson (Afturelding) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding)
70. mín
ÞVÍLÍKT KLÚÐUR!! Afturelding í frábærri sókn, Bjartur leggur boltan fyrir Aron sem er í algjöru dauðafæri en hann skýtur framhjá!
70. mín
Flottur sprettur hjá Gils, fer framhjá nokkrum og tekur svo skotið í varnarmann og framhjá.
67. mín
Róbert er staðinn á lappir og virðist ætla halda áfram leik.
66. mín
Róbert Elís fær fastan bolta í hausinn og liggur í grasinu. Þarf aðhlynningu.
64. mín
Frábær varsla!! Afturelding í virkilega flottri sókn. Spila vel saman á hægri kantinum og Bjartur kemur með fastan bolta inn í teig. Þar er Arnór dauðafrír hann tekur fast skot í átt að marki en Vilhelm bregst frábærlega við og nær að verja þetta.
61. mín
Afturelding í fínni sókn. Aron Jó reynir erfitt skot inn í teig sem fer af varnarmanni og heimamenn fá horn.
60. mín
Inn:Gils Gíslason (ÍR) Út:Renato Punyed Dubon (ÍR)
59. mín
GRINDAVÍK SKORAR AFTUR! Njarðvík þarf þá að skora tvö til að fara upp fyrir ÍR. Orðið ansi líklegt að bæði þessi lið fari í umspil.
58. mín
GRINDAVÍK SKORAR! Grindavík var að jafna leikinn á móti Njarðvík sem þýðir að ÍR og Afturelding eru örugg í umspilinu eins og staðan er núna.
57. mín
Í hliðarnetið! Elmar Kári með langan bolta fram og Marc reynir að skalla boltan frá. Boltinn dettur fyrir Aron Jó sem kemur inn í teiginn og tekur skotið í hliðarnetið.
55. mín
DAUÐAFÆRI FYRIR AFTURELDINGU Elmar Kári gerir frábærlega í að fara framhjá sinum manni á hægri kantinum og fer inn á teiginn. Hann leggur boltan fyrir Aron Jó sem er í dauðafæri en hann tekur skotið framhjá.
49. mín
Þeir lyfta boltanum inn í teig þar sem Arnór Gauti skallar frá. Sigurpáll lúrir þá fyrir utan teiginn og tekur skotið í fyrsta en yfir markið.
48. mín
ÍR sækir fyrstu hornspyrnu þessa hálfleiks.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Umspils leikirnir eins og staðan er núna:

Keflavík - Njarðvík
Fjölnir - Afturelding

Nágrannaslagir af bestu gerð.
45. mín
Hálfleikur
Afturelding leiðir 2-0 nokkuð verðskuldað í þessum fyrri hálfleik. ÍR hefur samt fengið sénsa og þeir eru hættulegir á breikinu. Nóg eftir af þessum leik og það getur enn allt gerst.
45. mín
+2
Góður bolti inn í teig hjá ÍR og Bergvin nær skallanum en hann fer yfir.
45. mín
Við erum komnir í uppbótartíma, mér heyrist fólk vera tala um 2 mínútur.
40. mín Gult spjald: Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
Stöðvar skyndisókn.
38. mín Gult spjald: Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding)
ÍR fær aukaspyrnu á góðum stað.
37. mín Mark úr víti!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
ÖRUGGT Elmar neglir boltanum bara hátt upp í mitt markið. Vilhelm skutlar sér til vinstri og missir af þessu.
36. mín
VÍTI FYRIR AFTURELDINGU! Elmar Kári tekinn niður inn í teig, rétt ákvörðun sýndist mér.
34. mín
Marc tekur spyrnuna og tekur skotið, rétt yfir markið.
33. mín Gult spjald: Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
ÍR fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
28. mín
Njarðvík er komið yfir! Eins og staðan er núna þá er ÍR að missa af umspils sætinu.
27. mín
Alvöru harðfylgi hjá Hrannari. Er með mann í sér en hann ýtir sér bara áfram inn í teig og tekur skotið. Það er varið og heimamenn eiga horn.

Hornspyrnunni er lyft inn í teig þar sem Aron Elí stekkur hæst og nær skallanum en framhjá.
24. mín
Flottir taktar hjá Elmari sem snýr af sér einn og tekur svo skotið. Það er varið og heimamenn eiga horn.

Ekkert kemur úr því horni.
23. mín
Staðan eins og hún er núna Þar sem það er jafntefli í leik Njarðvíkur og Grindavíkur eins og er þá eru bæði þessi lið á leiðinni í umspil og Njarðvík myndi sitja eftir. Nóg eftir hinsvegar af báðum leikjum og allt getur gerst.
21. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Afturelding)
Stoðsending: Arnór Gauti Ragnarsson
AFTURELDING LEIÐIR!!! Virkilega flott sókn hjá Eldingunni. Þeir setja langan bolta upp á vinstri kantinn þar sem Arnór Gauti er. Arnór snýr og setur boltan út á Aron sem tekur fast og hnitmiðað skot niður í hornið.
19. mín
Flott skyndisókn hjá heimamönnum. Langur bolti fram sem Arnór skallar áfram og Aron Jóh er sloppinn í gegn. Aron leggur svo boltan fyrir Elmar en hann er í engu plássi. ÍR-ingar gerðu vel í að koma til baka og loka á skotið hjá Elmari.
16. mín
Bragi tekur skotið langt fyrir utan teig beint á Jökul. Skotið er hinsvegar ágætlega fast þannig Jökull er í smá veseni með að handsama botlan en það tekst á endanum.
15. mín
Elmar setur boltan inn í teiginn og Aron fær boltan inn í teig. Hann hittir ekki boltan en boltinn skoppar af honum og til Sigurpáls. Sigurpáll tekur þá skotið úr góðri stöðu en boltið framhjá.
14. mín
Afturelding fær horn eftir góða vinnu frá Elmari á hægri kantinum.
11. mín
Leikurinn stöðvaður þar sem Elmar Kári liggur í grasinu. Hann var sparkaður niður eftir að hann var búinn að losa boltan frá sér en Sveinn dæmdi ekki neitt. Aftureldingar menn ósáttir með það en Elmar stendur upp og heldur áfram leik.
10. mín
Hákon Dagur fer illa með Bjarna Pál á vinstri kantinum. Hákon færir sig inn á völlinn áður en hann tekur skotið sem er ágætt en Jökull ver frá honum.
9. mín
Flott spilað hjá Aftureldingu, ná að byggja upp fína sókn. Endar með að Hrannar tekur skotið fyrir utan teig en það er laust og framhjá.
8. mín
Svakaleg móttaka hjá Hákoni Degi á vinstri kantinum. Hann heldur svo boltanum á lofti á meðan hann færist inn á teiginn. Varnarmenn ná svo á endanum að komast í hann og hreinsa frá.
7. mín
Óliver reynir að lyfta boltanum inn í teig nálægt markmanninum. En þessi bolti fer bara beint aftur fyrir.
6. mín
Þá fær ÍR hornspyrnu.
5. mín
Oliver tekur þetta stutt á Aron Jóh sem leggur boltan fyrir. ÍR-ingar skalla frá.
5. mín
Afturelding vinnur fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Sveinn flautar leikinn af stað! Veislan er hafin.
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarliðin Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar gerir 3 breytingar á sínu liði sem tapaði 2-0 fyrir Fjölni í síðustu umferð. Það eru Jökull Andrésson, Bjarni Páll Linnet Runólfsson og Arnór Gauti Ragnarsson sem koma inn í liðið. Arnar Daði Jóhannesson sest á bekkinn en Sævar Atli Hugason og Georg Bjarnason eru í leikbanni.

ÍR-ingar halda sama liði og í síðustu umferð en þeir unnu 2-1 gegn Gróttu þá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarinn Sveinn Arnarsson verður með flautuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Sveinn Arnarsson og Nour Natan Ninir.

Eftirlitsmaður KSÍ er Hjalti Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spámaðurinn Viktor Jónsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra og í dag markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, spáir í spilin.

Afturelding 2 - 1 ÍR
Afturelding er að taka öfuga nálgun miðað við í fyrra, byrja tímabilið illa en enda sterkt. Sækja brösóttan sigur á moti ÍR og fara á endanum Vestra-leiðina og tryggja sér sæti í efstu deild að lokum. Hitti Elmar Cogic í Krónunni um daginn, sá var brattur. Við töluðum nákvæmlega um þetta og ég held það gangi eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spennan á toppnum er svakaleg Elvar Geir tók saman allt sem um er að vera í Lengjudeildinni í dag og hvað menn eru að spila fyrir.
Fyrir leik
Þjálfararnir svara spurningum Báðir þjálfarar liðsins þeir Magnús Már Einarsson og Árni Freyr Guðnason sátu fyrir spurningum í gær um leikinn. Hægt er að lessa þessi viðtöl hér.
Fyrir leik
Fyrri leikurinn Síðasti leikur þessara liða fór fram 4. júlí síðastliðinn í Breiðholtinu. ÍR vann þann leik 3-0 þar sem öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Markaskorarar í þessum leik voru Renato Punyed, Bragi Karl Bjarkason og Kristján Atli Marteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Hver fær umspils sæti Í dag er öll loka umferðin í Lengjudeildinni spiluð á sama tíma og það er nóg að spila fyrir. Afturelding og ÍR eru bæði í harðri baráttu um að ná umspils sæti sem eru sæti 2-5. Sviðsmyndirnar eru allskonar og hér ætla ég að fara yfir þær.

Afturelding vinnur
Ef Afturelding vinnur eru þeir öruggir í umspils sæti. ÍR þyrfti þá að treysta á að Njarðvík vinnur ekki Grindavík, þar sem Njarðvíkingar eru í 6. sæti 3 stigum frá ÍR.

Jafntefli
Með Jafntefli er Afturelding í hættu þar sem Njarðvík gæti náð þeim með sigri á móti Grindavík. Fyrir ÍR er jafntefli hinsvegar nóg til að vera öruggir.

ÍR vinnur
ÍR sigur tryggir Breiðhyltingum umspils sæti og þeir geta jafnvel jafnað topp liðið af stigum en þeir eru með svo mun verri markatölu þannig titillinn er ekki möguleiki. Afturelding myndi þurfa treysta á að Grindavík vinnur Njarðvík, þar sem Njarðvík myndi nægja jafntefli í þessari sviðsmynd.
Fyrir leik
Lengjudeildin heilsar Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og ÍR í 22. umferð Lengjudeild karla.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður spilaður á Malbikstöðinni að Varmá.
Mynd: Raggi Óla
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
6. Kristján Atli Marteinsson
9. Bergvin Fannar Helgason
11. Bragi Karl Bjarkason ('83)
13. Marc Mcausland
17. Óliver Elís Hlynsson
18. Róbert Elís Hlynsson ('71)
19. Hákon Dagur Matthíasson ('83)
23. Ágúst Unnar Kristinsson ('71)
25. Arnór Gauti Úlfarsson
30. Renato Punyed Dubon ('60)

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
4. Jordian G S Farahani
8. Alexander Kostic ('83)
10. Stefán Þór Pálsson ('71)
16. Emil Nói Sigurhjartarson
22. Sæþór Ívan Viðarsson ('71)
26. Gils Gíslason ('60)
77. Marteinn Theodórsson ('83)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sigmann Þórðarson

Gul spjöld:
Óliver Elís Hlynsson ('80)

Rauð spjöld: