Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Í BEINNI
Lengjudeildin - Umspil
ÍR
LL 1
4
Keflavík
ÍA
1
0
KA
Rúnar Már S Sigurjónsson '34 1-0
15.09.2024  -  14:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Erik Tobias Sandberg (ÍA)
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('91)
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson
17. Ingi Þór Sigurðsson ('79)
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson ('74)

Varamenn:
25. Marvin Darri Steinarsson (m)
5. Arnleifur Hjörleifsson
14. Breki Þór Hermannsson
15. Gabríel Snær Gunnarsson
18. Guðfinnur Þór Leósson ('74)
22. Árni Salvar Heimisson ('79)
88. Arnór Smárason ('91)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Albert Hafsteinsson
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Steinar Þorsteinsson ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skagamenn vinna hér í dag. Þeir enda þá í 4. sæti deildarinnar fyrir skiptingu.

Skýrsla og viðtöl framundan.
93. mín
Góður bolti inn í teig hjá Kára sem Ásgeir nær til. Skallinn hans hinsvegar slakur og framhjá.
91. mín
Inn:Arnór Smárason (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
91. mín
4 mínútur í uppbót.
86. mín
Jón Gísli tekur skotið fyrir utan teig. Laust og yfir markið.
83. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Viðar Örn Kjartansson (KA)
83. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
83. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
79. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA)
74. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA) Út:Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
Haukur virðist fara meiddur af velli.
74. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (KA) Út:Rodrigo Gomes Mateo (KA)
73. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu við hægra horn vítateigsins. Johannes Vall tekur spyrnuna og tekur bara skotið. Það fer bara rétt framhjá markinu, og hefði 100% farið inn ef þetta hefði verið á markið þar sem Stubbur var ekki að búast við þessu í markinu.
67. mín
Flott spil hjá KA og Jakob fær boltan út á vinstri kantinum. Hann keyrir inn á teiginn og tekur gott skot sem skýst af varnarmanni og flýgur rétt yfir markið.
67. mín
Inn:Kári Gautason (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
64. mín
Daníel með skotið fyrir utan teig. Mjög fínt skot sem fer rétt framhjá markinu.
62. mín
Hallgrímur tekur skotið úr spyrnunni en boltinn fer vel yfir markið.
61. mín Gult spjald: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Brýtur á Hallgrími og KA menn fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
59. mín
KA menn taka stutt horn á Hallgrím. Hann leggur boltan fyrir sem er skallað í burtu beint á Viðar. Viðar tekur skotið fyrir utan teig, ætti að vera frekar auðvelt fyrir Árna en hann missir boltan úr höndum sér, en er fljótur að bregðast við og handsama síðan boltan.
50. mín
Hornspyrna hjá KA sem Daníel tekur. Boltinn svífur inn í teiginn og skellur af fjærstönginni. Netið hreyfðist svakalega eftir að einhver leikmaður kom við það og ég hélt í smá stund að Daníel hefði skorað beint úr hornspyrnunni.
48. mín
Jakob fer niður inn í teig eftir baráttu við Erik Tobias. Hann biður um víti en fær ekkert. Þetta er rétt hjá Vilhjálmi held ég, hefði verið mjög soft.
46. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (KA)
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Skagamenn leiða í hálfleik. KA var betra liðið í þessum fyrri hálfleik fram að markinu án þess að hafa skapað sér neitt rosalega mikið. Eftir markið hinsvegar fékk ÍA einhverja innspýtingu þar sem þeir fengu nokkur mjög góð færi og hefðu hæglega getað bætt við. En staðan er 1-0 og ég er nokkuð viss um að við fáum fleiri mörk í seinni.
45. mín
Þvílík spyrna! +3
Rúnar tekur þrumuskot sem smellur af slánni
45. mín
+3
Skagamenn fá aukaspyrnu á mjög hættulegum stað.
45. mín
3 mínútur í uppbótartíma.
39. mín
Litla skógarhlaupið KA menn geysast fram í skyndisókn, Ívar setur langan bolta fram og Árni ætlar að koma út og taka þennan bolta. Hann misreiknar þetta eitthvað og missir gjörsamlega af boltanum, þá er bæði Hallgrímur og Viðar að elta boltan uppi. Varnarmenn ÍA gera hinsvegar vel í að fara fyrir þá og koma boltanum í burtu.
38. mín
Frábær varsla! Jón Gísli tekur fyrigjöfina frá hægri sem fer full langt en Ingi nær til hans. Hann leggur þá boltan fyrir Viktor sem er í erfiðu færi. Viktor tekur alveg frábært skot en Steinþór ver stórkostlega frá honum.
36. mín
Dauðafæri fyrir ÍA Langur bolti fram og Steinar er allt í einu bara sloppinn í gegn. Steinþór kemur vel úti á móti honum og Steinar tekur skotið einn gegn markmanni beint í hann. Illa farið með gott færi, en rosalega var þetta einfalt fyrir Skagamenn að búa til þetta færi.
34. mín MARK!
Rúnar Már S Sigurjónsson (ÍA)
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
Skagamenn leiða! ÍA á hornspyrnu sem KA menn skalla frá beint í annað horn. Skagamenn fá þá annan séns á þessu og lyfta boltanum inn í teig, þar sem þeir ná að búa til góðar blokkeringar. Rúnar verður þá alveg galopinn og fær frekar frían skalla sem hann stangar í netið.
31. mín
Gott færi fyrir KA Langur bolti fram á Viðar, hann gerir mjög vel í að taka boltan niður og búa sér til pláss áður en hann tekur skotið. Það er hinsvegar ekki alveg nógu gott, frekar beint á Árna.
28. mín
Rúnar Már tekur fast skot fyrir utan teig en það fer vel framhjá.
25. mín
KA menn taka stutt horn og vinna boltan yfir til Hrannars rétt fyrir utan teig. Hann hlaðar í skotið en það flýgur yfir markið.
19. mín
Ívar skokkar aftur inn á völlinn, virðist ætla að halda áfram leik.
17. mín
Ívar liggur í grasinu, sá ekki alveg hvað gerðist en hann þarfnast aðhlynningar.
16. mín
Jakob tekur skotið fyrir utan teig. Það er frekar laust og nokkuð auðvelt fyrir Árna að taka þennan bolta.
10. mín
Jón Gísli kominn í mjög góða stöðu á hægri kantinum, kominn framhjá sínum varnarmanni en tekur svo alveg skelfilega fyrirgjöf sem fer hátt yfir markið.
6. mín
Daníel tekur spyrnuna, alltof föst og fer aftur fyrir í markspyrnu við hinn hornfánann.
5. mín
KA vinnur fyrstu hornspyrnu leiksins.
2. mín
Uppstilling liðanna ÍA 5-2-3
Árni
Jón - Erik - Oliver - Hilmar - Vall
Rúnar - Haukur
Steinar - Viktor - Ingi

KA 4-4-1-1
Steinþór
Hrannar - Hans - Ívar - Darko
Bjarni - Rodri - Daníel - Jakob
Hallgrímur
Viðar
1. mín
Leikur hafinn
Vilhjálmur flautar leikinn af stað!
Fyrir leik
Það er bongó!! Þvílíka sólskinið sem við erum að fá hér á Akranesi, það er svo bara létt gola. Ég hvet alla sem hafa tök á því að fjölmenna á þennan leik, hægt að setjast í grasbrekkuna með sólina framan í sig, láta sér líða vel og horfa á hágæða fótboltaleik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA gerir eina breytingu á sínu liði sem tapaði fyrir KR 4-2 í síðustu umferð. Rúnar Már Sigurjónsson kemur inn í liðið en Marko Vardic fór meiddur af velli í síðasta leik og er því ekki með í dag.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir eina breytingu á sínu liði sem tapaði 3-2 fyrir Breiðablik í síðustu umferð. Jakob Snær Árnason kemur inn í byrjunarliðið á meðan Ásgeir Sigurgeirsson sest á bekkinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gary kíkir í kristalkúluna Til þess að spá í 22. umferðina er vel við hæfi að fá Gary Martin sem lék í dag sinn síðasta leik á Íslandi. Hann er að flytja af landinu eftir 13 ár þar sem hann hefur meira og minna verið á Íslandi.

Gary skrifar á ensku og til að leyfa hans stíl að skína í gegn er textinn ekki þýddur.

ÍA 3-2 KA
Viktor Jóns and Erik Tobias score as ÍA race in to 2-0 lead, VÖK then scores 2 making it 2-2. Rúnar Már scores the winnner and Dean Martin gets a red card in the celebration for taking his top off and been the most shredded 65 year old man in Iceland.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Fyrir leik
Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður með flautuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.

Varadómari er Elías Ingi Árnason og eftirlitsmaður KSÍ er Jón Magnús Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Slær Viktor markametið? Viktor Jónsson leikmaður ÍA er markahæsti leikmaður deildarinnar. Hann er kominn með 16 mörk hingað til en metið er 19. Mikið hefur verið rætt um hvort menn geta slegið markametið þegar búið er að fjölga svona mikið í leikjum en fyrsti maðurinn sem skoraði 19 mörk í efstu deild var það gert í aðeins 18 leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
KA menn sigla lygnan sjó KA er í 7. sæti deildarinnar með 27 stig og þeir hafa lítið að spila fyrir í deildinni. Það er 9 stig niður í fallsæti með 6 leiki eftir og því þyrfti gríðarlega mikið að gerast til þess að þeir myndu blanda sér í þá baráttu. KA vann 'Forsetabikarinn' í fyrra, þ.e.a.s. náðu efsta sætinu í neðri hlutanum. Það er líkast til það eina sem þeir eiga eftir að spila fyrir í þessari deild.

Bikar úrslitin eru næstkomandi laugardag og hugur flestra KA manna líkast til komið þangað. Það væri þó sterkt að ná í góð úrslit í dag, ef ekki væri nema bara til að fara með sigurtilfinningu inn í þann leik. Það hefur heldur betur kviknað á Viðari Erni Kjartanssyni en hann er búinn að skora 5 mörk í síðustu 4 leikjum sem hann hefur spilað í þannig vert er að fylgjast með honum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Skagamenn í Evrópu baráttu ÍA er í 5. sæti deildarinnar eins og stendur jafnir Stjörnunni af stigum sem er í 6. sæti. Það er aðeins 1 stig upp í FH sem er sætinu fyrir ofan þá og 4 stig upp í Val sem er í 3. sæti. Evrópubaráttan er því hörð í ár. Það mun svo skýrast um næstu helgi hvort 4. sætið gefur Evrópu en ef KA vinnur bikarúrslitaleikinn þá er það aðeins 3. sætið og ofar.

Leikurinn í dag getur skipt sköpum fyrir ÍA þar sem ef þeir ná 4. sætinu gætu þeir fengið hagstæðari heimaleiki þegar kemur að skiptingunni. Skagamenn hafa átt virkilega gott tímabil miðað við að þeir eru nýliðar í deildinni. Tækist þeim að ná í Evrópuboltan væri það gríðarlegt afrek fyrir Jón Þór og lærisveina hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Besta deildin heilsar! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍA og KA í 22. umferð Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður spilaður á ELKEM vellinum á Akranesi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo ('74)
5. Ívar Örn Árnason (f)
6. Darko Bulatovic
7. Daníel Hafsteinsson ('83)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('83)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('67)
23. Viðar Örn Kjartansson ('83)
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Jakob Snær Árnason
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason ('67)
8. Harley Willard ('83)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('83)
14. Andri Fannar Stefánsson ('83)
30. Dagur Ingi Valsson ('74)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Árni Kristinn Skaftason

Gul spjöld:
Jakob Snær Árnason ('46)

Rauð spjöld: