Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
ÍR
1
4
Keflavík
0-1 Kári Sigfússon '11
0-2 Ásgeir Helgi Orrason '24
0-3 Mihael Mladen '27
Hákon Dagur Matthíasson '44 1-3
1-4 Kári Sigfússon '74
Axel Ingi Jóhannesson '82
Hákon Dagur Matthíasson '83 , misnotað víti 1-4
18.09.2024  -  16:45
ÍR-völlur
Lengjudeildin - Umspil
Aðstæður: Mjög góðar
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Frans Elvarsson
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
6. Kristján Atli Marteinsson ('66)
9. Bergvin Fannar Helgason
11. Bragi Karl Bjarkason ('80)
13. Marc Mcausland
17. Óliver Elís Hlynsson ('80)
18. Róbert Elís Hlynsson
19. Hákon Dagur Matthíasson
23. Ágúst Unnar Kristinsson
25. Arnór Gauti Úlfarsson ('80)
30. Renato Punyed Dubon ('73)

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
4. Jordian G S Farahani ('80)
8. Alexander Kostic ('80)
10. Stefán Þór Pálsson
16. Emil Nói Sigurhjartarson ('80)
26. Gils Gíslason ('66)
77. Marteinn Theodórsson ('73)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Hrafn Hallgrímsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sigmann Þórðarson

Gul spjöld:
Marc Mcausland ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mjög sterkur sigur Keflavíkur hér á ÍR og veganestið gott fyrir síðari leikinn sem fram fer í Keflavík á sunnudag.

Ég þakka fyrir mig.

Viðtöl og skýrsla væntanleg með kvöldinu.
93. mín Gult spjald: Marc Mcausland (ÍR)
Skosk tækling. Fóturinn hátt á lofti.

Ekkert meira en gult samt.

Verður ekki í banni í seinni leiknum því aganefnd hittist á þriðjudag.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma. ÍR á horn.
90. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Mihael Mladen (Keflavík)
85. mín
Inn:Stefán Jón Friðriksson (Keflavík) Út:Kári Sigfússon (Keflavík)
83. mín Misnotað víti!
Hákon Dagur Matthíasson (ÍR)
Hann klúðrar! Ásgeir Orri löngu farinn í hitt hornið en Hákon setur boltann yfir markið:

Voru ÍRi-ngar að klippa á eigin líflínu?
82. mín Rautt spjald: Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík)
Víti og rautt! Einfaldlega hárrétt hjá teyminu! Galin ákvörðun hjá Axel í unnum leik.
81. mín
Sá einhver í teyminu þetta? Axel Ingi reiðir hér hreinlega til höggs og slær til Bergvins!

Ótrúlega heimskulegt!
80. mín
Inn:Emil Nói Sigurhjartarson (ÍR) Út:Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
80. mín
Inn:Alexander Kostic (ÍR) Út:Óliver Elís Hlynsson (ÍR)
80. mín
Inn:Jordian G S Farahani (ÍR) Út:Arnór Gauti Úlfarsson (ÍR)
78. mín
Gils með skot að marki Keflavíkur. Máttlítið enda hittir hann boltann afar illa sem fer hættulaust framhjá markinu.
77. mín
Inn:Sami Kamel (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
77. mín
Inn:Mamadou Diaw (Keflavík) Út:Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
74. mín MARK!
Kári Sigfússon (Keflavík)
Stoðsending: Mihael Mladen
Rothöggið?
Frans vinnur einvígi á miðjunni af harðfylgi og setur Mladen því sem næst í gegn. Hann vinstra megin í teignum kemur boltanum framhjá Vilhelm yfir á stöngina fjær þar sem Kári er einn og óvaldaður og setur boltann í tómt markið af stuttu færi.
73. mín
Inn:Marteinn Theodórsson (ÍR) Út:Renato Punyed Dubon (ÍR)
73. mín
Mikil orka farið í að elta leikinn hjá ÍR og reyna að koma sér inn í hann á ný. Eiga þeir nóg eftir í áhlaup?
70. mín
Mladen í ágætu færi í teig ÍR en McAusland lokar algjörlega á skot hans.

Keflavík á innkast til móts við teig ÍR.
66. mín
Inn:Gils Gíslason (ÍR) Út:Kristján Atli Marteinsson (ÍR)
Fyrsta breyting leiksins.
65. mín
ÍRingar að banka fast á dyrnar
Þrýsta liði Keflavíkur neðar og neðar á völlinn.
Renato í færi í teignum en Keflvíkingar bjarga.
63. mín
Ari Steinn með skot að marki eftir hornspyrnu en hittir ekki rammann.
62. mín
Heimamenn verið mun ákveðnari í upphafi síðari hálfleiks. Færin þó ekki komið á færibandi.
55. mín
Snögg sókn Keflavíkur.
Ágúst Unnar missir af boltanum og Keflvík brunar upp. Mladen finnur Kára við D-bogann sem lætur vaða en skot hans beint á Vilhelm.
51. mín
Sláin!
Tréverkið bjargar Keflavík!

Renato vinnur boltann við endalínu og setur hann út á Hákon sem á hörkuskot sem smellur í slánni!
50. mín
Keflavík vinnur horn.
47. mín
Það er byrjað að rigna nokkuð duglega.
46. mín
Frans Elvarsson með hörkuskalla eftir snögga sókn Keflavíkur en Vilhelm vel staðsettur og handsamar boltann.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Heimamenn rúlla þessu af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við hér í Breiðjholti. Fjögurra marka hálfleikur að baki. Getum ekki kvartað yfir því og værum alveg til í meira af því sama.
44. mín MARK!
Hákon Dagur Matthíasson (ÍR)
Stoðsending: Bragi Karl Bjarkason
Ekki dauðir enn! Gott spil upp völlinn og Hákon Dagur sleppur innfyrir vörn Keflavíkur vinstra megin og klárar glæsilega í slá og inn.

Það er líf í þessu.
43. mín
McAusland flikkar boltanum inn á teiginn eftir langt innkast. ÍRingar reyna að ráðast á boltann en Ásgeir Orri öruggur og grípur inní.
41. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Sindri Snær fyrstur í svörtu bókina. Fyrir brot á miðjum vellinum. Ég hef örugglega skrifað þessu línu áður.
40. mín
Kristján Atli mættur á nær eftir horn en sneiðir boltann yfir markið.
39. mín
Sigurður Hjörtur stöðvar framkæmd aukaspyrnu þegar ÍRingar eru komnir í dauðafæri. Heimamenn langt í frá sáttir og skil ég þá vel.
35. mín
Hafliði fangar gleði Keflvíkinga með linsu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

32. mín
ÍRingar í færi
Róbert Elís í fínni stöðu en Ásgeir Orri sér við honum.
30. mín
Kristján Atli tekur Mladen niður á ansi áhugaverðan hátt. Grípur um höfuð hans og togar hann niður.

Sleppur með spjaldið og má vera þakklátur fyrir það held ég.
27. mín MARK!
Mihael Mladen (Keflavík)
Stoðsending: Frans Elvarsson
Ætlar Keflavík að klára einvígið hér í Breiðholti?
Hræðileg mistök í öftustu línu ÍR. Dútla með boltann undir pressu frá Frans sem vinnur boltann og setur Mladen í gegn. Mladen einn gegn Vilhelm og klárar snyrtilega í netið.
25. mín
Heimamenn ógna úr hornum Fá hér tvö í röð

Ekkert kemur upp úr seinna horninu.
24. mín MARK!
Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík)
Stoðsending: Kári Sigfússon
Þeir tvöfalda forystu sína!
Kári finnur Ásgeir Helga í teignum. Ásgeir gerir vel í að leika framhjá varnarmanni og ná skotinu á markið. Vilhelm í boltanum en í netið fer hann og Keflavík í góðum málum hér.
23. mín
Hafliði Breiðfjörð að sjálfsögðu að mynda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

22. mín
Hætta
Frans setur boltann á Mladen sem á hörkuskot en rétt yfir markið.
22. mín
Víti?
Kári Sigfússon kominn inn á teiginn hægra megin og er tekinn niður.

ÍR stálheppnir þetta var púra víti frá mér séð.
20. mín
Í þeim töluðu Hættulegur bolti fyrir markið f?á hægri sem Gunnlaugur Fannar skallar í horn.

20. mín
Keflvíkingar verið sterkari aðilinn eftir markið. ÍRingar lítt komist áleiðis sóknarlega.
14. mín
Heimamenn vinna horn

McAusland rekur kollinn í boltann eftir hornið en finnur ekki markið.

Markspyrna.
11. mín MARK!
Kári Sigfússon (Keflavík)
Stoðsending: Ásgeir Helgi Orrason
Keflavík skorar Kári fær boltann úti hægra megin frá Ásgeiri Helga, leikur aðeins inn á völlinn áður en hann lætur vaða með vinstri. Boltinn rúllar eftir grasinu í hornið nær alveg út við stöng óverjandi fyrir Vilhelm í marki ÍR.
9. mín
Fyrsta tilraun Keflavíkur Mladen með skotið eftir ágæta sóknarlotu Keflavíkur en boltinn fjarri markinu.
6. mín
Heimamenn miklu grimmari liðið á vellinum í upphafi.
3. mín
Ágætt skot frá Punyed úr spyrnunni en Ásgeir Orri ver.
2. mín
ÍR vinnur aukaspyrnu á álitlegum stað eftir að Sindri Snær gerist brotlegur. Tapar boltanum klaufalega á eigin vallarhelmingi og brýtur af sér í kjölfarið.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Breiðholti. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Óbreytt hjá ÍR - Frans inn fyrir Kamel hjá Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR gerir enga breytingu frá síðasta deildarleiknum, 3-0 tapinu gegn Aftureldingu.

Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur gerir eina breytngu frá 4-0 sigri gegn Fjölni í lokaumferðinni. Sami Kamel, sem fór af velli í hálfleik í þeim leik, byrjar á bekknum. Frans Elvarsson fyrirliði kemur úr leikbanni og er í byrjunarliðinu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leikurinn er í beinni á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þriðja liðið
Sigurður Hjörtur Þrastarson fær það verðuga verkefni að dæma þennan leik í dag. Guðni Freyr Ingvason og Arnþór Helgi Gíslason eru honum til aðstoðar. Gunnar Oddur Hafliðason er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Kristinn Jakobsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Smá kýtingur á X Stuðningsmenn beggja liða eru að sjálfsögðu spenntir fyrir leiknum. Það skal þá engan undra að menn hnýti aðeins í hvorn annan á X.

Fyrir leik
Lesendur Fótbolti.net hafa meiri trú á Keflavík Lesendur Fótbolta.net telja líklegast að Keflavík verði það lið sem fylgi ÍBV upp í Bestu deildina. Keflavík er eitt fjögurra liða sem keppir í umspili um að komast upp.

Í dag í Mjóddinni verður fyrri leikurinn gegn ÍR í undanúrslitum en sá seinni verður í Keflavík á sunnudag. Sigurliðið mun mæta Fjölni eða Aftureldingu í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvelli, 50 milljóna króna leiknum.

Fyrir leik
Lengjudeildin til umræðu í Innkastinu
Elvar Geir, Valur Gunnars og Guðmundur Aðalsteinn fóru vel yfir málin í Innkastinu hér á síðunni í gær. Þeir fóru aðeins yfir tímabilið í Lengjudeildinni og spáðu í spilin fyrir umspilið.

Skylduhlustun fyrir alla áhugamenn.

Fyrir leik
Heimavöllurinn gefur eða hvað? Bæði liðin sem mætast hér í dag státa af frábærum árangri á heimavelli þetta sumarið. ÍR sótti líkt og áður segir 22 af 35 stigum sínum í Breiðholti og tapaði aðeins einum leik þar. Keflavík gerði enn betur og sótti 26 af 38 stigum sínum í Keflavík og tapaði aðeins einu sinni á heimavelli.

Hlutirnir verða þó fyrst áhugaverðir þegar skoðað er hvaða lið eru þau einu sem unnu útisigur á ÍR og Keflavík þetta sumarið. Jú eina tap Keflavíkur á heimavelli kom strax í fyrstu umferð þar sem liðið mætti einmitt ÍR og laut í gras 1-2. Keflvíkingar náðu þó fram hefndum í 12.umferð þegar liðið fór í heimsókn og hirti öll þrjú stigin með 1-0 sigri.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
ÍR án efa spútniklið deildarinnar Fyrir mót reiknuðu flestir með að nýliðar ÍR væru á leið aftur í 2.deild þetta haustið. ÍRingar gáfu lítið fyrir þær spár og blésu Árni Freyr Guðnason og hans menn á þær spár bæði í orði og á borði.

Breiðhyltingar byrjuðu strax að troða stigum í pokann góða og studdir áfram að dyggri stuðningsmannasveit fleyttu þeir sér alla leið í umspilið.

Stóra atriðið þetta sumarið var þó sannarlega heimavöllurinn í Breiðholtinu. En ÍR sótti 22 stig af 35 stigum sínum í deildinni heima.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Gestirnir á flugi seinni hluta deildarinnar Lið Keflavíkur var besta lið Lengjudeildarinnar í seinni ellefu umferðunum ef horft er til stigasöfnunar. 26 stig af 33 mögulegum komu í pokann í síðari umferðinni en næsta lið þar á eftir var Afturelding sem náðí í 22 stig í seinni umferðinni.

Óhætt er að segja að koma Mihael Mladen hafi reynst Keflvíkingum afar vel. Auðsjáanlegt var á liðinu að það skorti alvöru "níu" í liðið og má með sanni segja að Mladen hafi komið með það að borðinu sem vantaði.

Króatíski framherjinn gerði alls 6 mörk í leikjunum 10 sem hann lék með liðinu í deildinni þetta sumarið og efldi með því sóknarleik Keflavíkur svo um munaði. Nokkuð sem kom Keflvíkingum afar vel þar sem Sami Kamel hefur alls ekki fundið fjölina sína þetta sumarið þó hann hafi vissulega átt einstaka góða leiki inn á milli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Umspilið fræga hefst
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá fyrri leik ÍR og Keflavíkur í undanúrslitum umspils um sæti í Bestu deild karla að ár. Flautað verður til leiks á ÍR-vellinum á þeim kristilega tíma 16:45 svo það er kjörin ástæða til þess að hætta aðeins fyrr í vinnu í dag og skella sér á völlinn.
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
6. Sindri Snær Magnússon ('77)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('77)
20. Mihael Mladen ('90)
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Kári Sigfússon ('85)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
5. Stefán Jón Friðriksson ('85)
7. Mamadou Diaw ('77)
10. Valur Þór Hákonarson
11. Rúnar Ingi Eysteinsson
19. Edon Osmani ('90)
23. Sami Kamel ('77)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('41)

Rauð spjöld:
Axel Ingi Jóhannesson ('82)