Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
ÍR
1
4
Keflavík
0-1 Kári Sigfússon '11
0-2 Ásgeir Helgi Orrason '24
0-3 Mihael Mladen '27
Hákon Dagur Matthíasson '44 1-3
1-4 Kári Sigfússon '74
Axel Ingi Jóhannesson '82
Hákon Dagur Matthíasson '83 , misnotað víti 1-4
18.09.2024  -  16:45
ÍR-völlur
Lengjudeildin - Umspil
Aðstæður: Mjög góðar
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Frans Elvarsson
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
6. Kristján Atli Marteinsson ('66)
9. Bergvin Fannar Helgason
11. Bragi Karl Bjarkason ('80)
13. Marc Mcausland (f)
17. Óliver Elís Hlynsson ('80)
18. Róbert Elís Hlynsson
19. Hákon Dagur Matthíasson
23. Ágúst Unnar Kristinsson
25. Arnór Gauti Úlfarsson ('80)
30. Renato Punyed Dubon ('73)

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
4. Jordian G S Farahani ('80)
8. Alexander Kostic ('80)
10. Stefán Þór Pálsson
16. Emil Nói Sigurhjartarson ('80)
26. Gils Gíslason ('66)
77. Marteinn Theodórsson ('73)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Hrafn Hallgrímsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sigmann Þórðarson

Gul spjöld:
Marc Mcausland ('93)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Keflvíkingar sendu ÍR-inga á bænastund
Hvað réði úrslitum?
Skilvirkur sóknarleikur og hæfileikinn að nýta mistök andstæðingsins. Lið ÍR kom af gríðarlegum krafti inn í leikinn og tilfinninginn var að þeir ætluðu sér að hafa þetta þó á hnefanum yrði. Keflvíkingar lentu undir í baráttunni og leið ekki vel á vellinum. Eftir um kortersleik fór þó heldur að draga saman með liðunum og gestirnir úr Keflavík fundu taktinn. Nýttu sér ákefð ÍR til hins ítrasta og refsuðum þeim fyrir þeirra mistök. Heilt yfir mjög sanngjarn sigur Keflvíkinga sem geta farið sáttir heim með gott veganesti fyrir síðari leikinn.
Bestu leikmenn
1. Frans Elvarsson
Yfirburðarmaður á vellinum. Það skipti engu hvort það var að vera fremsti maður í pressu eða falla djúpt og verjast áhlaupum ÍR. Alltaf var Frans á staðnum. Yfirferð og vinnsla upp á 10 og fordæmi sem sönnum fyrirliða sæmir. Hans besti leikur í sumar hvað mig varðar og það á hárréttu augnabliki.
2. Kári Sigfússon
Sá heldur áfram að vera drjúgur. Tvö mörk og virkilega skeinuhættur fram á við í liði Keflavíkur. Strákur sem fær stórt tækifæri með því að koma til Keflavíkur og er svo sannarlega að grípa það.
Atvikið
Rautt og víti á Axel Inga. Atvik sem hefði getað breytt öllu um útlit þessa einvígis. Komum betur að því hér ögn síðar.
Hvað þýða úrslitin?
Keflavík er með tögl og haldir í einvíginu og í frábærri stöðu fyrir seinni leik liðanna á sunnudag. ÍRingar liggja á bæn og biðja um kraftaverk því ekkert minna dugar þeim.
Vondur dagur
Axel Ingi Jóhannesson.... Í stöðunni 4-1 lætur hann reka sig út af og fær dæmt á sig víti þó boltinn sé víðsfjarri fyrir að slá til sóknarmanns ÍR. Gjörsamlega glórulaus ákvörðun hjá þessu unga leikmanni með unninn leik í höndunum að kasta slíkri líflínu til ÍRinga. Prísar sig sælann að vítið fór forgörðum en svona kjánaskapur á hreinlega ekki að sjást og vonandi að hann læri af því.
Dómarinn - 7
Frábær dómgæsla og hárrétt ákvörðun að vísa Axel af velli og dæma vítaspyrnu. Slepptu reyndar nokkuð augljósri vítaspyrnu á ÍR í fyrri hálfleik er brotið var á Kára Sigfússyni innan teigs. Að öðru leyti vel dæmdur leikur sem fékk að fljóta nokkuð vel.
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
6. Sindri Snær Magnússon ('77)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('77)
20. Mihael Mladen ('90)
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Kári Sigfússon ('85)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
5. Stefán Jón Friðriksson ('85)
7. Mamadou Diaw ('77)
10. Valur Þór Hákonarson
11. Rúnar Ingi Eysteinsson
19. Edon Osmani ('90)
23. Sami Kamel ('77)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('41)

Rauð spjöld:
Axel Ingi Jóhannesson ('82)