Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Afturelding
3
1
Fjölnir
Aron Jóhannsson '2 1-0
1-1 Daníel Ingvar Ingvarsson '64
Elmar Kári Enesson Cogic '68 2-1
Sigurpáll Melberg Pálsson '90 3-1
Elmar Kári Enesson Cogic '95 , misnotað víti 3-1
Elmar Kári Enesson Cogic '95
19.09.2024  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Lengjudeild karla - Umspil
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 830
Maður leiksins: Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Byrjunarlið:
24. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('77)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('77)
22. Oliver Bjerrum Jensen
23. Sigurpáll Melberg Pálsson
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson
19. Sævar Atli Hugason ('77)
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('77)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Þorgeir Leó Gunnarsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Elmar Kári Enesson Cogic ('33)
Arnór Gauti Ragnarsson ('45)
Sævar Atli Hugason ('81)

Rauð spjöld:
Elmar Kári Enesson Cogic ('95)
Leik lokið!
Afturelding fer með sterka tveggja marka forystu í seinni leikinn. Hefði getað verið þriggja marka en vítið klúðrað.

Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.

Það kom rautt spjald á loft eftir að búið var að flauta, veit ekki á hvern en það eru margir í hóp að kítast þarna. Það verður spurt að þessu í viðtölunum í kvöld.
95. mín Rautt spjald: Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Elvar Geir Magnússon
95. mín Misnotað víti!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Hann klúðrar!! Skýtur til vinstri í góðri hæð fyrir Halldór. En tek ekkert af honum, góð markvarsla!
94. mín
Elmar Kári sólar einn, leggur boltan á Sævar inn á teig sem er svo rifinn niður aftan frá.
93. mín
VÍTI FYRIR AFTURELDINGU!!
93. mín
Jöfnunarmark Fjölnis og 2-1 markið hjá Aftueldingu fagnað hér í myndum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

92. mín
Inn:Rafael Máni Þrastarson (Fjölnir) Út:Jónatan Guðni Arnarsson (Fjölnir)
90. mín MARK!
Sigurpáll Melberg Pálsson (Afturelding)
ÞVÍLÍKT MARK!!!! Afturelding var aðeins búnir að vera liggja á Fjölnismönnum. Boltinn berst þá til Sigurpáls alveg vel fyrir utan teig, hann lætur bara vaða og djöfull hittir hann boltann. Boltinn beygist upp í fjærhornið, geggjað slútt.
89. mín
Allt galopið Heimamenn setja bara einfaldan bolta fram og Aron Jóh er allt í einu bara sloppinn í gegn. Hann er einn gegn markmanni en skotið er ekki nógu gott og Halldór ver.
88. mín
Fjölnismenn fá aukaspyrnu. Þeir lyfta boltanum inn í teiginn og úr verður smá klafs. Guðmundur nær þá boltanum til sín inn í teignum í virkilega góðu færi. Hann tekur skotið en rétt framhjá.
85. mín Gult spjald: Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
84. mín
Axel Freyr kemur inn á teiginn frá hægri kantinum og tekur bara skotið. Það er full laust og frekar beint á Jökul.
81. mín Gult spjald: Sævar Atli Hugason (Afturelding)
Full groddaraleg tækling.
77. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
77. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
75. mín
Inn:Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir) Út:Dagur Austmann (Fjölnir)
72. mín Gult spjald: Sigurvin Reynisson (Fjölnir)
68. mín MARK!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Elmar Kári takk fyrir!! Elmar fær boltan fyrir utan teig, tekur eina snögga hreyfingu til að búa sér til pláss og neglir boltanum í nærhornið. Virkilega gott skot!
66. mín
Inn:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir) Út:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
66. mín
Inn:Axel Freyr Harðarson (Fjölnir) Út:Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir)
64. mín MARK!
Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Júlíus Mar Júlíusson
Það er allt orðið jafnt!! Júlíus með langan bolta á hægri kantinn þar sem Daníel er. Daníel tekur af stað og keyrir inn á teig, hann er með varnarmann í sér allan tíman en hann nær skotinu úr þröngu færi og klárar virkilega vel!
62. mín
Georg aftur að koma upp hægri kantinn, hann leggur boltan fyrir Elmar sem er í góðu færi en hann tekur skotið í varnarmann.
60. mín
Georg með fína fyrirgjöf frá hægri kantinum. Hrannar stekkur upp í skallaboltan en nær ekki alveg nógu góðri snertingu, Arnór Gauti nær þá til boltans, tekur skotið í varnarmann og framhjá.

Afturelding á þá horn sem þeir lyfta inn í teig. Sigurpáll nær skallanum í góðu færi en rétt yfir markið.
57. mín
Fjölnismenn mað aukaspyrnu við hlið teigsins. Þeir lyfta boltanum inn í teiginn og úr verður smá klafs. Boltinn skoppar þá fyrir Dag Inga sem reynir skotið í fyrsta en boltinn lengst yfir markið.
54. mín
Afturelding fær aukaspyrnu við hægra horn teigsins. Elmar tekur bara skotið úr spyrnunnni, fast skot en frekar beint á Halldór.
53. mín
Georg gerir ótrúlega vel á hægri kantinum, fer framhjá sínum manni og keyrir inn á teig. Hann leggur svo boltan á Elmar sem er í dauðafæri en hann er alltof lengi að hugsa og Fjölnismenn ná að hreinsa.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Afturelding leiðir í hálfleik nokkuð verðskuldað. Þetta var samt bara frekar tíðindalítill hálfleikur, ekki mikið um færi. Vondandi fáum við meira af því í seinni.
45. mín Gult spjald: Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
Arnór er að elta langan bolta. Halldór er á undan honum í boltan og þá kemur Arnór og klessir á hann.
42. mín
Máni tekur skotið úr spyrnunni. Það er frekar beint á Jökul sem reynir að grípa boltan, hann missir hann fyrst en dettur svo ofan á boltan og reddar sér.
41. mín
Fjölnismenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Frekar ódýrt af mínu mati.
39. mín
Þetta átti mögulega að vera víti! Afturelding á horn og Aron Jóh lyftir boltanum inn í teig. Sigurpáll ætlar upp í skallaboltan en fær væna bakhrindingu frá Baldvin.

Þórður sleppti þessu í þetta skiptið.
33. mín Gult spjald: Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Fyrir dýfu, þetta finnst mér heldur illa vegið að honum. Hann er þá kominn í leikbann. Þetta leikbann mun hann þá taka út í úrlsitaleiknum ef Afturelding kemst þangað, þar sem aganefndin hittist ekki næst fyrrr en næsta þriðjudag. Svakalega blóðugt.
31. mín
Reynir tekur eina neglu fyrir utan teig sem skýst af varnarmönnum og aftur fyrir.
24. mín
Heimamenn vilja víti!! Hrannar geysist upp kantinn, kemur inn á teiginn og lendir í baráttu við Júlíus. Hrannar fellur í grasið í þeirri baráttu og biður um víti en Þórður segir honum bara að standa upp.

Rétt dæmt sýndist mér, Júlíus einfaldlega bara sterkari.
21. mín
Aron fagnar marki sínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Elvar Geir Magnússon
19. mín
Flott sókn hjá Aftureldingu! Oliver lyftir boltanum út á vinstri kantinn þar sem Aron Elí er kominn upp. Aron setur fastan, lágan bolta fyrir markið þar sem Elmar Kári er á sprettinum á eftir honum. Elmar reynir að renna sér í boltan en Júlíus verst honum vel og nær að pota í boltan á undan honum.
15. mín
Langur bolti fram hjá Fjölni sem Sigurpáll ætti að ráða við, hann misreiknar hinsvegar aðeins flugið á boltanum þannig Daníel kemst í hann og hann fer upp kantinn. Fyrirgjöfin hjá honum fer svo bara bein í Sigurpál og það er horn.

Fjölnismenn lyfta boltanum inn í teig úr horninu og ná góðum skalla á markið úr því en Jökull ver vel.
8. mín
Afturelding á hornspyrnu og það er Elmar sem tekur. Hann lyftir boltanum inn í teig og Sigurpáll nær skallanum en framhjá markinu flýgur boltinn.
7. mín
Guðmundur Karl tekur skotið fyrir utan teig, í fínni stöðu en boltinn fer vel framhjá.
5. mín
Smá hræðsla fyrir heimamenn Langur bolti fram og Máni eltir boltan inn í teig. Jökull kemur vel út úr markinu og hrifsar boltan. Þeir skella svo saman þannig að Jökull missir boltan úr höndum sér en áður en Máni getur reynt að gera eitthvað færi úr þessu þá er flaggað rangstöðu.
2. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Afturelding)
Stoðsending: Hrannar Snær Magnússon
Þetta tók ekki langan tíma!! Hrannar geysist upp vinstri kantinn á fullum hraða og það kemst enginn nálægt honum. Hann færir sig innar og á teiginn þegar hann tekur sendinguna til baka út í teig þar sem Aron lúrir og lúðrar boltanum upp í innanvert þaknetið!
1. mín
Leikur hafinn
Þórður flautar leikinn af stað!
Fyrir leik
Lesendur telja Aftureldingu sigurstranglegri
Fyrir leik
Byrjunarliðin Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar gerir eina breytingu á sínu liði sem vann ÍR 3-0 í loka umferð Lengjudeildarinnar. Það Er Bjarni Páll Linnet Runólfsson sem fær sér sæti á bekknum en Georg Bjarnason kemur inn í liðið fyrir hann.

Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis gerir einnig eina breytingu á sínu liði en Fjölnir tapaði 4-0 fyrir Keflavík sínum síðasta leik. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson fær sér sæti á bekknum en Dagur Austmann kemur inn í liðið fyrir hann.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Dómarinn Þórður Þorsteinn Þórðarson verður með flautuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Guðmundur Ingi Bjarnason og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage.

Varadómari er Guðmundur Páll Friðbertsson og eftirlitsmaður KSÍ er Einar Örn Daníelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrir leik
Keflavík vann í hinum leiknum ÍR og Keflavík áttust við í gær í hinum undanúrslitaleiknum í gær. Keflavík vann þann leik 4-1. Kári Sigfússon skoraði 2 mörk í þeim leik en hinir markaskorararnir voru Ásgeir Helgi Orrason og Mihael Mladen. Hákon Dagur Matthíasson skoraði mark ÍR-inga.

Það er því ansi líklegt að Keflavík muni mæta því liði sem vinnur einvígið milli liðanna sem mætast í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Elvar Geir skoðaði leikinn Elvar Geir ritstjóri fótbolti.net fór yfir leikinn og helstu atriðin sem tengjast honum í þessari grein.
Fyrir leik
Undanúrslit umspilsins Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og Fjölnis í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður spilaður á Malbikstöðinni að Varmá
Mynd: Raggi Óla

Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
5. Dagur Austmann ('75)
6. Sigurvin Reynisson
7. Dagur Ingi Axelsson ('66)
9. Máni Austmann Hilmarsson
11. Jónatan Guðni Arnarsson ('92)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('66)
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
8. Óliver Dagur Thorlacius
10. Axel Freyr Harðarson ('66)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('75)
20. Bjarni Þór Hafstein ('66)
21. Rafael Máni Þrastarson ('92)
27. Sölvi Sigmarsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Sigurvin Reynisson ('72)
Guðmundur Karl Guðmundsson ('85)

Rauð spjöld: