Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
KA
2
0
Víkingur R.
Ívar Örn Árnason '37 1-0
Dagur Ingi Valsson '99 2-0
21.09.2024  -  16:00
Laugardalsvöllur
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
6. Darko Bulatovic
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('93)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('81)
23. Viðar Örn Kjartansson ('85)
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Jakob Snær Árnason ('81)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason ('81)
8. Harley Willard ('81)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('85)
14. Andri Fannar Stefánsson
30. Dagur Ingi Valsson ('93)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Daníel Hafsteinsson ('42)
Jakob Snær Árnason ('64)
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('74)
Kári Gautason ('87)
Harley Willard ('89)
Bjarni Aðalsteinsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA ER MJÓLKURBIKARMEISTARI 2024!! ÞEIR LEGGJA VÍKINGA AF VELLI!!!!
99. mín MARK!
Dagur Ingi Valsson (KA)
JAHÉRNAHÉR!!! Langur bolti fram á Ingvar sem missir boltann og Dagur Ingi Valsson gulltryggir þetta fyrir KA!!!!
98. mín
Það fóru fleirri spjöld á loft en sá ekki hverjir fengu þau.
98. mín Gult spjald: Arnar Gunnlaugsson (Víkingur R.)
97. mín
Það er hiti í þessu!
95. mín
KA er einni mínútu frá þessu Er dramatík í þessu eða er bikarinn að fara norður?
95. mín
KA við það að koma sér í gegn en Ingvar vel á verði.
94. mín
STEINÞÓR MÁR!!!! ÞVÍLÍKUR MARKMAÐUR!!!

Víkingar lyfta boltanum á bakvið vörn KA og Helgi Guðjóns er búin að stinga sér á bakvið en Steinþór Már kemur út á móti og lokar þessu frábærlega!!
93. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
92. mín
Steinþór Már öruggur í marki KA og kemur út í hættulegan bolta!
92. mín Gult spjald: Bjarni Aðalsteinsson (KA)
91. mín
Sex mínútum bætt við!
90. mín
Víkingar að henda öllu fram sem þýðir að þeir eru mjög fámennir tilbaka.

Ásgeir Sigurgeirs nálægt því að skora annað mark fyrir KA en Gunnar Vatnhamar hendir sér niður á línu og skallar í horn.
90. mín
4096 áhorfendur á þessum úrslitaleik
Sölvi Haraldsson
89. mín
Víkingar eru að pirrast og tíminn vinnur með KA.
89. mín Gult spjald: Harley Willard (KA)
87. mín Gult spjald: Kári Gautason (KA)
85. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Viðar Örn Kjartansson (KA)
84. mín
Rodri með tilraun sem Ingvar ver út í teig og Hallgrímur Mar kemur á ferðinni og á skot sem fer af varnarmanni og í horn.

82. mín
Víkingar eru að banka! Gísli Gotti með skot sem fer af varnarmanni og í fangið á Steinþóri Már.
81. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Jakob Snær Árnason (KA)
81. mín
Inn:Kári Gautason (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
80. mín
Gísli Gotti reynir skot en yfir markið fór það.
77. mín
Víkingar vilja víti Fyrirgjöf fyrir markið á Matta Villa og Ívar Örn virðist brjóta á honum innan teigs en Pétur dæmir ekkert.
77. mín
Jakob Snær brotlegur.

Væri sniðugt fyrir Hallgrím að fara huga að því mögulega að kippa honum af velli en hann er á gulu spjaldi.
76. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
76. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
75. mín
Halda KA-menn þetta út? Víkingar eru að banka hressilega á dyrnar þessa stundina og bara spurning hvort að KA nær að halda þetta út.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sölvi Haraldsson
75. mín
Gísli Gott með skot sem fer beint á Steinþór Már.

Víkingar eru byrjaðir að banka á endurkomu.
74. mín Gult spjald: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
74. mín
Karl Friðleifur tekur Jakob Snær á sem virðist svo brjóta á honum en Pétur dæmir ekkert og KA fær markspyrnu.
Jakob Snær mögulega stálheppinn þarna enda á gulu.
74. mín
Jakob Snær fékk gult spjald fyrir dýfu áðan
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sölvi Haraldsson
70. mín
Aðeins farið að draga af KA finnst manni og Hallgrímur mætti fara horfa á bekkinn.

Spurning hvort það opnist eitthvað fyrir Víkinga að koma sér inn í leikinn aftur.
Spjald eða ekki? Dýfa eða ekki?
Sölvi Haraldsson
66. mín
Tarik með tilraun rétt framhjá markinu.
64. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (KA)
Dýfa Er alls ekki sannfærður og fannst vera snering þarna þegar Jakob Snær fer niður í teignum.

**Eftir VAR athugun þá var þetta alls ekki mikil snerting ef einhver.
Sölvi Haraldsson
63. mín
Tarik Ibrahimagic með tilraun framhjá markinu.
61. mín
Víkingar gera þrefalda skiptingu Vonandi fyrir þá að þetta kveiki aðeins undir þeim.
60. mín
Inn:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
60. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.)
60. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
60. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
59. mín
Hallgrímur Mar með skot fyrir utan teig sem fer beint á Ingvar.
57. mín
Danijel Dejan Djuric, Helgi Guðjónsson og Tarik Ibrahimagic eru allir kallaðir til úr upphitun svo ég reikna með skiptingu frá Víkingum fljótlega.
57. mín
Víkingar eru aðeins að ná að ýta sér upp völlinn þessa stundina.
56. mín
Hvenær ætla Víkingar að svara?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sölvi Haraldsson
54. mín
Jakob Snær öflugur og vinnur horn.
52. mín
KA byrjar þennan síðari hálfleik af svipuðum krafti og í fyrri.

Víkingar verið undir í baráttunni.
51. mín
Hrannar Björn með gott skot sem Ingvar ver í horn.
49. mín
KA að komast í hættulega stöðu.

Hallgrímur Mar reynir að búa sér til færið inn á teig en Víkignar ná að trufla hann og hann skiptir boltanum yfir á bróður sinn sem leggur hann út á Daníel Hafsteins og KA vinnur horn.

Kemur hinsvegar lítið úr þessu horni.
47. mín
Viðar? Ívar? Rodri? Ekroth?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Haraldsson
47. mín
Gísli Gotti með hörku skot sem fer framhjá markinu.
46. mín
Pétur flatuar seinni hálfleikinn í gang
Elvar Geir Magnússon
45. mín
KA-menn fögnuðu markinu vel og innilega
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sölvi Haraldsson
45. mín
Hálfleikur
Það eru KA sem leiða hérna í hálfleik og það verður bara að viðurkennast að það er fullkomnlega sanngjarnt.

KA verið mun betri aðilinn hérna í fyrri hálfleik en það bíður þeirra risa síðari hálfleikur þar sem þeir eru núna aðeins 45 mínútum frá bikarmeistaratitlinum!
45. mín
Einni mínútu bætt við
45. mín
Valdimar Þór reynir við hjólhestinn en framhjá fór hann.
43. mín
STÖNGIN! Stöngin að bjarga KA mönnum!

Valdimar Þór á skot sem fer í stöngina og KA menn henda sér svo fyrir frákastið.
42. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
41. mín
Á Viðar markið? Markaskorarinn Viðar mun alltaf segja að hann eigi þetta mark. Hann sveiflar fætinum að boltanum þegar hann fer yfir línuna en það sést engin stefnubreyting.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
37. mín MARK!
Ívar Örn Árnason (KA)
Frábær hornspyrna á fjærstöngina þar sem KA vinna baráttuna og Ívar Örn nær að pikka boltanum sem rúllar eftir marklínunni og Viðar Örn reynir við boltann en hann er kominn inn!
Oliver Ekroth á síðustu snertinguna líklega þegar hann reynir að hreinsa en boltinn var alltaf á leiðinni inn svo við gefum Ívari Erni markið!

Ívar Örn skoraði líka í bikarúrslitum í fyrra svo hann kann vel við sig hérna!

37. mín
Viðar Örn fljótur að hugsa og sparkar boltanum beint út á vinsti væng eftir innkast þar sem Hallgrímur Mar var í stóru svæði en Víkingar bjarga þessu í horn.
34. mín
Þrátt fyrir smá kafla frá Víkingum núna eru KA alveg að láta vita af sér og eru hættulegir þegar þeir komast á ferðina.
32. mín
Ari Sigurpáls og Gísli Gotti að tengja en fyrsta snertingin að svíkja Gísla Gotta sem var að komast í afbragðs færi.
31. mín
Viktor Örlygur með skot beint á Steinþór í marki KA.

Þetta lítur orðið mun betur út hjá Víkingi þessa stundina eftir algjöra yfirburði KA hérna í upphafi.
28. mín
Víkingar vakna Það er aðeins að færast smá líf í Víkingana eftir erfða byrjun.
28. mín
Hverjir brjóta ísinn?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sölvi Haraldsson
23. mín
KA menn betri innan og utan vallar Byrjar vel hjá Norðanmönnum en þeir hafa ekki náð að nýta sér góða byrjun með marki - þrátt fyrir mjög góða sénsa.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
22. mín
KA leita rosalega af Viðari Erni Kjartanssyni og það eðlilega. Víkingar í smá brasi með KA.
22. mín
KA-menn eru gjörsamlega að jarða Víkingana í stúkunni!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sölvi Haraldsson
21. mín
KA reyna fyrirgjöf úr þessari spyrnu og Ívar Örn skallar boltann fyrir en Ingvar Jóns grípur boltann.
20. mín
KA fær aukaspyrnu! Aukaspyrna á hættulegum stað rétt fyrir utan teig. Daníel Hafsteins stendur yfir boltanum.
18. mín
Alvöru kraftur í KA Alvöru kraftur í KA þessar upphafsmínútur og í raun ótrúlegt að þeir seú ekki yfir miðað við færin sem þeir hafa fengið.
17. mín
Arnar Gunnlaugs þekkir Laugardalsvöllinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sölvi Haraldsson
16. mín
KA byrjar leikinn mjög vel
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sölvi Haraldsson
15. mín
Stuðningsmennirnir fjölmenna og láta vel í sér heyra
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sölvi Haraldsson
Elvar Geir Magnússon
13. mín
VIÐAR ÖRN KJARTANSSON!!! Sleppur aaaaleinn í gegn og kemst framhjá Ingvari Jóns en Oliver Ekroth er fljótur niður á línu og bjargar lausu skoti frá Viðari Erni!

ÞESSI BYRJUN!

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
12. mín
Bjarni Aðalsteinsson fær alltof langan tíma til að reyna taka ákvörðun þegar KA eru að keyra á Víkinga og reynir að þræða Viðar Örn í gegn en Ingvar Jóns vel á verði.
11. mín
KA verjast horninu vel og fara í skyndisókn en hafa ekki hraðann til að stinga af og Víkingar bjarga þessu.
10. mín
Smá vandræðagangur í vörn KA eftir fyrirgjöf frá Erlingi Agnarssyni og sparka í horn.
7. mín
Rétt framhjá! Viðar Örn Kjartansson fær boltann í flottri stöðu en skotið rétt framhjá! Daníel Hafsteinsson gerði vel í undirbúningnum.
7. mín
Lið KA
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
5. mín
Lið Víkings
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
4. mín
Valdimar Þór í skotfæri en skotið yfir markið.
3. mín
,,Eitt lið í stúkunni" KA syngja og tralla í stúkunni og það verður bara að segjast að stemningin fyrst um sinn er KA megin í stúkunni.
2. mín
Hverjir taka bikarinn heim?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sölvi Haraldsson
1. mín
Þetta byrjar af krafti. Aron Elís fer af fullum krafti í Ívar Örn í skallabota og dæmdur brotlegur.

KA syngja um hvar spjaldið sé.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru ríkjandi bikarmeistararnir í Víking sem sparka þessu af stað!

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Markmannsbreytingar frá því í fyrra Í fyrra stóð Kristijan Jajalo í marki KA og Steinþór Már Auðunsson var á bekknum. Í dag skipta þeir um hlutverk; Stubbur (Steinþór Már) er í marki KA og Jajalo er á bekknum.

Ingvar Jónsson var á bekknum hjá Víkingi í fyrra og Þórður Ingason stóð í marki Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stubbur
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Hvorugur fyrirliðinn í byrjunarliðinu Þeir Nikolaj Hansen og Ásgeir Sigurgeirsson eru fyrirliðar liðanna. Hvorugur þeirra er inn á en líklega mun Ásgeir taka einhvern þátt í leiknum. Nikolaj er ekki í leikmannahópnum.

Viktor Örlygur Andrason og Ívar Örn Árnason eru með fyrirliðabandið í þeirra fjarveru.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Nikolaj ekki með
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Erlingur klár eftir meiðsli - Loksins fær Karl Friðleifur kallið Erlingur Agnarsson hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Hann er í miklum metum hjá Arnari Gunnlaugssyni og fékk kallið í byrjunarliðið þegar ljóst var að hann gæti tekið þátt. Karl Friðleifur Gunnarsson er í byrjunarliði Víkings í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik en þetta er í fjórða sinn sem hann er í leikmannahópnum í bikarúrslitum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
KA fagnað þegar þeir skokka út á völl Stuðningasmenn KA eru byrjaðir að týnast til í stúkunni og fögnuðu vel þegar þeirra menn hlupu út á völl í upphitun.
Fyrir leik
Óbreytt hjá KA KA-menn gera enga breytingu á sínu liði eftir 1-0 tap gegn ÍA á dögunum.

Í þeim leik spiluðu þeir öðruvísi leikkerfi sem þeir munu spila einnig í dag. Það verður fróðlegt að sjá hvernig KA byrjar þennan úrslitaleik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Djuric á bekknum og Nikolaj ekki með - Þrjár breytingar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gerir þrjár breytingar á Víkingsliðinu frá leik þeirra gegn Fylki sem vannst 6-0. Þeir Jón Guðni Fjóluson, Gunnar Vatnhamar og Erlingur Agnarsson koma inn í liðið fyrir þá Danijel Dejan Djuric, Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, og Tarik Ibrahimagic.

Það vekur helst athygli að Nikolaj Hansen og Danijel Dejan Djuric eru ekki í byrjunarliðinu. Hansen er fyrirliði Víkings en hann var tekinn útaf í fyrri hálfleik gegn Fylki á dögunum eftir að Víkingur náði þriggja marka forystu og er ekki leikfær í dag. Djuric byrjaði leikinn gegn Fylki og var gífurlega góður fram á við.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Dómarateymið er mætt til leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Haddi: Töluðum um það eftir tapið í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum hérna í fyrra og erum reynslunni ríkari," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net á Laugardalsvelli í vikunni.

„Við töluðum um það eftir að við töpuðum í fyrra að alvöru menn standa upp og reyna aftur. Við erum komnir aftur. Við erum mættir hingað til að fara með bikarinn heim."

Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur. Haddi segir að KA-menn hafi ekkert farið yfir leikinn í fyrra í undirbúningnum fyrir þennan leik, enn þó megi vissulega draga lærdóm af honum.

„Eftir að við komumst hingað í fyrra, þá ætluðu menn sér að komast aftur. Það er löngun í liðinu til að koma hingað og sækja bikar."

„Þú lærir af því að koma og spila stóra leiki. Við spiluðum stóra leiki í fyrra, bæði í Evrópukeppninni og hérna. Í fyrra var þetta gaman en núna geturðu einbeitt þér meira að því sem skiptir mestu máli: Að því sem gerist inn á vellinum."

„Við ætlum okkur að eiga góðan leik en þú þarft að eiga góðan leik til að vinna Víking. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir því hvernig þeir hafa komið sér á toppinn í íslenskum fótbolta. Það er klárt mál að þetta verður erfiður leikur en ef við eigum góðan leik - verjumst vel og nýtum okkur styrkleikana fram á við - þá eigum við góðan séns. Ég vil sjá það á KA-liðinu að við þráum þetta meira en Víkingar," segir Hallgrímur.

Það er meira undir fyrir KA þar sem liðið getur komist í Evrópukeppni með sigri. Víkingar eru nánast búnir að tryggja sig inn í Evrópu í gegnum deildina. KA getur ekki farið í Evrópukeppni í gegnum deildina, en bikarinn er þeirra síðasti séns.

„Síðast þegar við spiluðum gegn Víkingi, þá unnum við og héldum hreinu. Það gefur okkur líka sjálfstraust. Ef við mætum og gefum allt í þetta, þá eigum við mjög góðan möguleika."

Hallgrímur segir að staðan á leikmannahópnum gæti ekki verið betri. Það er enginn meiddur og allir klárir í slaginn.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Arnar Gunnlaugs: Eiginlega bara fáránlegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það var byrjaður að koma fiðringur í mann um leið og leiknum gegn Fylki lauk á mánudaginn. Núna er spennan farin að stigmagnast," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, við Fótbolta.net á Laugardalsvelli í vikunni.

Víkingsliðið hafa verið handhafar bikarsins frá 2019 og ætla ekki að sleppa takinu núna.

„Lokaundirbúningurinn er að hefjast; hann byrjar með þessum blaðamannafundi og svo æfum við á vellinum í dag þannig að strákarnir fá þetta beint í æð. Þetta er alltaf jafngaman."

Er orðið venjulegt fyrir Víkinga að mæta á Laugardalsvöll á hverju ári?

„Þetta er eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er. Við vorum svolítið stressaðir í sumar. Þegar þú nærð árangri, þá líður þér eins og þú sért að missa af einhverju og þú stressast allur upp og ferð að verja eitthvað. Við fundum það í sumar að við vorum farnir að stressast upp í öllu þessu brölti. Við ákváðum að slaka á, reyna að njóta og kýla aðeins á þetta."

„Það getur vel verið að við töpum, getur vel verið að við vinnum en við ætlum bara að kýla á þetta og sjá hvert það leiðir okkur. Við ætlum ekki að láta þessar íþyngjandi hugsanir - 'ef ég tapa, þá verð ég ekki goðsögn' og svona kjaftæði - ná til okkar. Við ætlum frekar að njóta dagsins."

Víkingar eiga möguleika á fullkomnu tímbili, vinna alla titla og fara í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Þetta er skemmtileg hugsun en hún var rosa íþyngjandi í sumar. Öll þyngslin voru á herðunum okkar. Þetta leit út eins og það væri ekki að takast og þá voru menn að kenna sjálfum sér um. 'Þú ert að bregðast allt og öllum'. Það var þungu fargi af okkur létt að komast í Sambandsdeildina. Við erum í þessu til að ná árangri en líka til að hafa gaman að þessu. Ég skynja það núna að strákarnir eru farnir að njóta sín betur inn á vellinum."

„Mér finnst vera önnur ára yfir Víkingi en fyrr í sumar," sagði Arnar.

Sama uppskrift og í fyrra
Það er sama uppskrift og í fyrra, Víkingur - KA. Í fyrra höfðu Víkingar betur en hvað gerist núna?

„Þetta hafa alltaf verið hörkuleikir í deild og bikar frá 2019. Virkilega erfiðir leikir. Þeir eru með mjög góða leikmenn og líkamlega sterka leikmenn sem eru sterkir gegn okkur. Við þurfum að vera hreyfanlegir og hugaðir á boltanum," segir Arnar.

„Við þurfum að opna þá án þess að fara út í kjánalegan fótbolta. Þeir eru fljótir að refsa með sína góðu og tæknilegu leikmenn. Við þurfum að vera með þetta flæði sem við höfum fundið í síðustu deildarleikjum."
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Álitsgjafar: Sex segja Víkingur og tveir giska á KA Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá Stöð 2
Ég spái því að Víkingar haldi áfram einokun sinni á bikarmeistaratitlinum en tæpt verður það. Viðar Örn kemur KA mönnum á bragðið í leik sem mun standa 2-1 KA í vil skömmu fyrir leikslok. Víkingar munu hins vegar ná að jafna leikinn og knýja fram framlengingu. Þar verður það Oliver Ekroth sem tryggir þeim 3-2 sigur með skalla eftir hornspyrnu. Sá fimmti í röð fer í Fossvoginn.

Baldur Sigurðsson, margfaldur bikarmeistari
Ég get ekki séð annað í kortunum en að við fáum skemmtilegasta bikarúrslitaleik þessa fyrsta aldarfjórðungs. Þó það sé erfitt að toppa leikinn 2018 þá mun þessi gera það. Það verður 2-2 eftir venjulegan leiktíma þar sem bæði lið klúðra dauðfærum til að tryggja sigurinn á lokamínútunum. Bæði lið skora síðan í framlengingunni og við fáum dramatíska vítaspyrnukeppni þar sem Stubbur verður hetja KA manna í fimmtu spyrnu Víkinga.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Pálmi Kristjánsson, leikmaður Völsungs
Frændi minn Ásgeir skorar og leggur upp geðveikt mark fyrir VÖK í fyrri hálfleik. Víkingar klóra aðeins í bakkann með skalla frá vini mínum Nikolaj Hansen en það verður því miður aðeins of seint og KA menn klára þetta.

Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV
Það er einhver hefndarlykt í loftinu — en það er ekki hægt að horfa fram hjá þessum fílabeinsturn sem Víkingar haft byggt sér í bikarnum. Sálfræðilegi þátturinn kemur þessu yfir línuna

KA kreista fram framlengingu en lengra komast þeir ekki með hefndina. Danni Hafsteins mætir í skrímslagír á Laugardalsvöll og setur öskrara. Hrannar Björn leggur upp á hann og fær gult spjald í fagnaðarlátunum þegar hann lætur einhvern Húsvískan trylling út úr sér

Djuricinn kom Víkingum áður yfir enda búinn að Secreta Laugardalsvallar mark í þrjú ár.

Helgi Guðjóns lokar þessu fyrir Víkinga í framlengingu. Norðanmenn gjamma um “ef og hefði” bikartitlana næstu árin. Enda sem einhver rugluð lína frá Saint-Pete.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristófer Konráðsson, leikmaður Grindavíkur
Því miður fyrir Akureyringa, þá aðallega Frey Jónsson sem verður áfram í fýlu í Florida, þá eru Víkingar farnir að minna á prime Manchester United (03-09). They just get the job done og safna titlum!

Þetta verður hins vegar hnífjafn leikur sem einhvern veginn endar 4-1 fyrir Víkingum. Íslenski Seedorf (Valdimar, huge læri) setur tvö, Hansen eitt og Óskar Örn setur eitt frá miðju í 2012 F50 Adizero. Elli Agnars eins og Becks á kantinum, þrjú assist, allt úr fyrirgjöfum og fær sér fastar fléttur eftir leik!

Mikael Nikulásson, Þungavigtin
Það er mikið undir fyrir nokkur lið í bestu deildinni að Víkingar fari ekki að taka uppá því allt í einu að misstíga sig í bikarúrslitaleik uppúr þurru. Reikna með Stjörnumönnum skagamönnum og FH-ingum víkingsmegin í stúkunni á þessum leik að syngja og tralla. Norðanmenn munu gera allt á 90 mínútum til að eyðileggja Evrópudraum þessara liða þetta árið og koma í leiðinni með þennan bikar í fyrsta skipti norður yfir heiðar.

En því miður verður þeim ekki að ósk sinni og Víkingar gefa okkur sem fylgjumst vel með spennandi úrslitakeppni sem verður að mér skilst ca út þetta ár.

Þeir eru með mikið betra lið og ég sé ekki minn mann Arnar Gunnlagssson fara að klúðra þessu með tækifærið fyrir framan sig að vinna tvöfalt annað árið í röð og skrá sig þar með sitt lið á blað sem besta lið sögunnar á Íslandi og komnir áfram í Evrópu líka.

Viðar Örn skorar 100% fyrir KA í þessum leik en því miður nægir það ekki að þessu sinni því Aron Elís, Gísli Gotti og Djuric skora líka í 3-1 sigri Víkinga.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Orri Fannar Þórisson, þjálfari KV
VÖK-vélin skorar á fyrstu mínútunum. Það verður þeim að falli að hafa skorað of snemma og taka Víkingar þá yfir leikinn. Djuric skorar rétt fyrir hálfleik svo mun Framarinn geðugi, Helgi Guðjónsson henda í tvö til að klára leikinn.

Valur Gunnarsson, Innkastinu
Við höfum séð þennan leik áður. KA-menn verða sprækir og eiga á köflum ágætis kafla á einhverjum kafla í leiknum. Víkingar leiða 1-0 í hálfleik. KA-menn koma fínir til leiks í seinni en Víkingur refsar og skora 2-0 úr skyndisókn. Endar í solid 3-1 sigri Íslands- og bikarmeistarana og við erum með alvöru baráttu um fjórða sætið í þeirri Bestu áfram.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Þessi lið mættust líka í fyrra KA og Víkingur mættust einnig í bikarúrslitum í fyrra og þá hafði Víkingur betur. Um var að ræða fjórða bikarmeistaratitil Víkings í röð.

Matthías Vilhjálmsson kom Víkingum á bragðið í leiknum í fyrra á 38. mínútu með skalla á nærstönginni eftir hornspyrnu Birnis Snæs Ingasonar og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Víkingar voru alltaf líklegri til að bæta við í síðari og eftir nokkur dauðafæri kom annað markið á 72. mínútu er Danijel Dejan Djuric tók aukaspyrnu inn í teiginn og á Aron Elís Þrándarson sem skoraði með góðu skoti í hægra hornið.

Ívar Örn Árnason minnkaði muninn fyrir KA á 82. mínútu er hann fékk boltann hægra megin í teignum og setti hann vinstra megin við Þórð Ingason í markinu.

Víkingar svöruðu um hæl. Þeir fóru í hraða skyndisókn og var það Ari Sigurpálsson sem komst einn á móti Kristijan Jajalo og lagði hann undir hann og í netið. Lokatölur 3-1.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Stundin er runninn upp! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá sjálfum bikarúrslitaleiknum þar sem KA fær annað tækifæri gegn Víkingum á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag.

Þessi lið mættust í bikarúrslitum á síðasta ári en þá höfðu Víkingar betur með þremur mörkum gegn einu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson ('60)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('60)
8. Viktor Örlygur Andrason ('60)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson ('76)
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('76)
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
9. Helgi Guðjónsson ('60)
19. Danijel Dejan Djuric ('60)
20. Tarik Ibrahimagic ('60)
24. Davíð Örn Atlason ('76)
27. Matthías Vilhjálmsson ('76)
30. Daði Berg Jónsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Róbert Rúnar Jack
Kári Sveinsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson

Gul spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('60)
Arnar Gunnlaugsson ('98)

Rauð spjöld: