Laugardalsvöllur
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Dómari: Pétur Guðmundsson
Víkingar lyfta boltanum á bakvið vörn KA og Helgi Guðjóns er búin að stinga sér á bakvið en Steinþór Már kemur út á móti og lokar þessu frábærlega!!
Ásgeir Sigurgeirs nálægt því að skora annað mark fyrir KA en Gunnar Vatnhamar hendir sér niður á línu og skallar í horn.
Væri sniðugt fyrir Hallgrím að fara huga að því mögulega að kippa honum af velli en hann er á gulu spjaldi.
Víkingar eru byrjaðir að banka á endurkomu.
Jakob Snær mögulega stálheppinn þarna enda á gulu.
Spurning hvort það opnist eitthvað fyrir Víkinga að koma sér inn í leikinn aftur.
Pétur er svo takmarkaður. Aldrei spjald #fotboltinet
— Bergmann Guðmundsson (@BergmannGudm) September 21, 2024
**Eftir VAR athugun þá var þetta alls ekki mikil snerting ef einhver.
Hvernig segir maður eiginlega „Ívar Örn Árnason“ í eignarfalli? Erum að spyrja fyrir @grjotze ???? pic.twitter.com/arMnP8L1Za
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 21, 2024
Víkingar verið undir í baráttunni.
Hallgrímur Mar reynir að búa sér til færið inn á teig en Víkignar ná að trufla hann og hann skiptir boltanum yfir á bróður sinn sem leggur hann út á Daníel Hafsteins og KA vinnur horn.
Kemur hinsvegar lítið úr þessu horni.
Ívar vill fá markið skráð á sig. Sérfræðingarnir í stúdíóinu segja þó að Ívar hafi fengið boltann í höndina og að markið hefði ekki átt að standa. pic.twitter.com/MHkPBJ4oLK
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 21, 2024
KA verið mun betri aðilinn hérna í fyrri hálfleik en það bíður þeirra risa síðari hálfleikur þar sem þeir eru núna aðeins 45 mínútum frá bikarmeistaratitlinum!
Valdimar Þór á skot sem fer í stöngina og KA menn henda sér svo fyrir frákastið.
Oliver Ekroth á síðustu snertinguna líklega þegar hann reynir að hreinsa en boltinn var alltaf á leiðinni inn svo við gefum Ívari Erni markið!
Ívar Örn skoraði líka í bikarúrslitum í fyrra svo hann kann vel við sig hérna!
MARK?? Ívar Örn Árnason kemur KA yfir gegn Víkingi og staðan er 1-0. pic.twitter.com/zWZqjINiNd
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 21, 2024
Þetta lítur orðið mun betur út hjá Víkingi þessa stundina eftir algjöra yfirburði KA hérna í upphafi.
Svakalegar sekúndur. Víkingar vildu fá víti en strax í framhaldinu klúðraði Viðar Örn DAUÐAFÆRI hinum megin? pic.twitter.com/XGLyBjcEb3
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 21, 2024
ÞESSI BYRJUN!
KA syngja um hvar spjaldið sé.
Góða skemmtun!
Ingvar Jónsson var á bekknum hjá Víkingi í fyrra og Þórður Ingason stóð í marki Víkinga.
Stubbur
Viktor Örlygur Andrason og Ívar Örn Árnason eru með fyrirliðabandið í þeirra fjarveru.
Nikolaj ekki með
Í þeim leik spiluðu þeir öðruvísi leikkerfi sem þeir munu spila einnig í dag. Það verður fróðlegt að sjá hvernig KA byrjar þennan úrslitaleik.
Það vekur helst athygli að Nikolaj Hansen og Danijel Dejan Djuric eru ekki í byrjunarliðinu. Hansen er fyrirliði Víkings en hann var tekinn útaf í fyrri hálfleik gegn Fylki á dögunum eftir að Víkingur náði þriggja marka forystu og er ekki leikfær í dag. Djuric byrjaði leikinn gegn Fylki og var gífurlega góður fram á við.
Myndi Arnar Gunnlaugs setja sjálfan sig í byrjunarliðið? „Já, fáránleg spurning“. Hallgrímur Jónasar og Arnar svöruðu öllu ???? pic.twitter.com/uLg2OVliy8
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 20, 2024
Svona voru bikarúrslitin í fyrra. Víkingar unnu KA. Hvernig fer í ár????? pic.twitter.com/TtftyqwkYO
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 20, 2024
„Við vorum hérna í fyrra og erum reynslunni ríkari," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net á Laugardalsvelli í vikunni.
„Við töluðum um það eftir að við töpuðum í fyrra að alvöru menn standa upp og reyna aftur. Við erum komnir aftur. Við erum mættir hingað til að fara með bikarinn heim."
Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur. Haddi segir að KA-menn hafi ekkert farið yfir leikinn í fyrra í undirbúningnum fyrir þennan leik, enn þó megi vissulega draga lærdóm af honum.
„Eftir að við komumst hingað í fyrra, þá ætluðu menn sér að komast aftur. Það er löngun í liðinu til að koma hingað og sækja bikar."
„Þú lærir af því að koma og spila stóra leiki. Við spiluðum stóra leiki í fyrra, bæði í Evrópukeppninni og hérna. Í fyrra var þetta gaman en núna geturðu einbeitt þér meira að því sem skiptir mestu máli: Að því sem gerist inn á vellinum."
„Við ætlum okkur að eiga góðan leik en þú þarft að eiga góðan leik til að vinna Víking. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir því hvernig þeir hafa komið sér á toppinn í íslenskum fótbolta. Það er klárt mál að þetta verður erfiður leikur en ef við eigum góðan leik - verjumst vel og nýtum okkur styrkleikana fram á við - þá eigum við góðan séns. Ég vil sjá það á KA-liðinu að við þráum þetta meira en Víkingar," segir Hallgrímur.
Það er meira undir fyrir KA þar sem liðið getur komist í Evrópukeppni með sigri. Víkingar eru nánast búnir að tryggja sig inn í Evrópu í gegnum deildina. KA getur ekki farið í Evrópukeppni í gegnum deildina, en bikarinn er þeirra síðasti séns.
„Síðast þegar við spiluðum gegn Víkingi, þá unnum við og héldum hreinu. Það gefur okkur líka sjálfstraust. Ef við mætum og gefum allt í þetta, þá eigum við mjög góðan möguleika."
Hallgrímur segir að staðan á leikmannahópnum gæti ekki verið betri. Það er enginn meiddur og allir klárir í slaginn.
„Það var byrjaður að koma fiðringur í mann um leið og leiknum gegn Fylki lauk á mánudaginn. Núna er spennan farin að stigmagnast," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, við Fótbolta.net á Laugardalsvelli í vikunni.
Víkingsliðið hafa verið handhafar bikarsins frá 2019 og ætla ekki að sleppa takinu núna.
„Lokaundirbúningurinn er að hefjast; hann byrjar með þessum blaðamannafundi og svo æfum við á vellinum í dag þannig að strákarnir fá þetta beint í æð. Þetta er alltaf jafngaman."
Er orðið venjulegt fyrir Víkinga að mæta á Laugardalsvöll á hverju ári?
„Þetta er eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er. Við vorum svolítið stressaðir í sumar. Þegar þú nærð árangri, þá líður þér eins og þú sért að missa af einhverju og þú stressast allur upp og ferð að verja eitthvað. Við fundum það í sumar að við vorum farnir að stressast upp í öllu þessu brölti. Við ákváðum að slaka á, reyna að njóta og kýla aðeins á þetta."
„Það getur vel verið að við töpum, getur vel verið að við vinnum en við ætlum bara að kýla á þetta og sjá hvert það leiðir okkur. Við ætlum ekki að láta þessar íþyngjandi hugsanir - 'ef ég tapa, þá verð ég ekki goðsögn' og svona kjaftæði - ná til okkar. Við ætlum frekar að njóta dagsins."
Víkingar eiga möguleika á fullkomnu tímbili, vinna alla titla og fara í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
„Þetta er skemmtileg hugsun en hún var rosa íþyngjandi í sumar. Öll þyngslin voru á herðunum okkar. Þetta leit út eins og það væri ekki að takast og þá voru menn að kenna sjálfum sér um. 'Þú ert að bregðast allt og öllum'. Það var þungu fargi af okkur létt að komast í Sambandsdeildina. Við erum í þessu til að ná árangri en líka til að hafa gaman að þessu. Ég skynja það núna að strákarnir eru farnir að njóta sín betur inn á vellinum."
„Mér finnst vera önnur ára yfir Víkingi en fyrr í sumar," sagði Arnar.
Sama uppskrift og í fyrra
Það er sama uppskrift og í fyrra, Víkingur - KA. Í fyrra höfðu Víkingar betur en hvað gerist núna?
„Þetta hafa alltaf verið hörkuleikir í deild og bikar frá 2019. Virkilega erfiðir leikir. Þeir eru með mjög góða leikmenn og líkamlega sterka leikmenn sem eru sterkir gegn okkur. Við þurfum að vera hreyfanlegir og hugaðir á boltanum," segir Arnar.
„Við þurfum að opna þá án þess að fara út í kjánalegan fótbolta. Þeir eru fljótir að refsa með sína góðu og tæknilegu leikmenn. Við þurfum að vera með þetta flæði sem við höfum fundið í síðustu deildarleikjum."
Ég spái því að Víkingar haldi áfram einokun sinni á bikarmeistaratitlinum en tæpt verður það. Viðar Örn kemur KA mönnum á bragðið í leik sem mun standa 2-1 KA í vil skömmu fyrir leikslok. Víkingar munu hins vegar ná að jafna leikinn og knýja fram framlengingu. Þar verður það Oliver Ekroth sem tryggir þeim 3-2 sigur með skalla eftir hornspyrnu. Sá fimmti í röð fer í Fossvoginn.
Baldur Sigurðsson, margfaldur bikarmeistari
Ég get ekki séð annað í kortunum en að við fáum skemmtilegasta bikarúrslitaleik þessa fyrsta aldarfjórðungs. Þó það sé erfitt að toppa leikinn 2018 þá mun þessi gera það. Það verður 2-2 eftir venjulegan leiktíma þar sem bæði lið klúðra dauðfærum til að tryggja sigurinn á lokamínútunum. Bæði lið skora síðan í framlengingunni og við fáum dramatíska vítaspyrnukeppni þar sem Stubbur verður hetja KA manna í fimmtu spyrnu Víkinga.
Arnar Pálmi Kristjánsson, leikmaður Völsungs
Frændi minn Ásgeir skorar og leggur upp geðveikt mark fyrir VÖK í fyrri hálfleik. Víkingar klóra aðeins í bakkann með skalla frá vini mínum Nikolaj Hansen en það verður því miður aðeins of seint og KA menn klára þetta.
Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV
Það er einhver hefndarlykt í loftinu — en það er ekki hægt að horfa fram hjá þessum fílabeinsturn sem Víkingar haft byggt sér í bikarnum. Sálfræðilegi þátturinn kemur þessu yfir línuna
KA kreista fram framlengingu en lengra komast þeir ekki með hefndina. Danni Hafsteins mætir í skrímslagír á Laugardalsvöll og setur öskrara. Hrannar Björn leggur upp á hann og fær gult spjald í fagnaðarlátunum þegar hann lætur einhvern Húsvískan trylling út úr sér
Djuricinn kom Víkingum áður yfir enda búinn að Secreta Laugardalsvallar mark í þrjú ár.
Helgi Guðjóns lokar þessu fyrir Víkinga í framlengingu. Norðanmenn gjamma um “ef og hefði” bikartitlana næstu árin. Enda sem einhver rugluð lína frá Saint-Pete.
Kristófer Konráðsson, leikmaður Grindavíkur
Því miður fyrir Akureyringa, þá aðallega Frey Jónsson sem verður áfram í fýlu í Florida, þá eru Víkingar farnir að minna á prime Manchester United (03-09). They just get the job done og safna titlum!
Þetta verður hins vegar hnífjafn leikur sem einhvern veginn endar 4-1 fyrir Víkingum. Íslenski Seedorf (Valdimar, huge læri) setur tvö, Hansen eitt og Óskar Örn setur eitt frá miðju í 2012 F50 Adizero. Elli Agnars eins og Becks á kantinum, þrjú assist, allt úr fyrirgjöfum og fær sér fastar fléttur eftir leik!
Mikael Nikulásson, Þungavigtin
Það er mikið undir fyrir nokkur lið í bestu deildinni að Víkingar fari ekki að taka uppá því allt í einu að misstíga sig í bikarúrslitaleik uppúr þurru. Reikna með Stjörnumönnum skagamönnum og FH-ingum víkingsmegin í stúkunni á þessum leik að syngja og tralla. Norðanmenn munu gera allt á 90 mínútum til að eyðileggja Evrópudraum þessara liða þetta árið og koma í leiðinni með þennan bikar í fyrsta skipti norður yfir heiðar.
En því miður verður þeim ekki að ósk sinni og Víkingar gefa okkur sem fylgjumst vel með spennandi úrslitakeppni sem verður að mér skilst ca út þetta ár.
Þeir eru með mikið betra lið og ég sé ekki minn mann Arnar Gunnlagssson fara að klúðra þessu með tækifærið fyrir framan sig að vinna tvöfalt annað árið í röð og skrá sig þar með sitt lið á blað sem besta lið sögunnar á Íslandi og komnir áfram í Evrópu líka.
Viðar Örn skorar 100% fyrir KA í þessum leik en því miður nægir það ekki að þessu sinni því Aron Elís, Gísli Gotti og Djuric skora líka í 3-1 sigri Víkinga.
Orri Fannar Þórisson, þjálfari KV
VÖK-vélin skorar á fyrstu mínútunum. Það verður þeim að falli að hafa skorað of snemma og taka Víkingar þá yfir leikinn. Djuric skorar rétt fyrir hálfleik svo mun Framarinn geðugi, Helgi Guðjónsson henda í tvö til að klára leikinn.
Valur Gunnarsson, Innkastinu
Við höfum séð þennan leik áður. KA-menn verða sprækir og eiga á köflum ágætis kafla á einhverjum kafla í leiknum. Víkingar leiða 1-0 í hálfleik. KA-menn koma fínir til leiks í seinni en Víkingur refsar og skora 2-0 úr skyndisókn. Endar í solid 3-1 sigri Íslands- og bikarmeistarana og við erum með alvöru baráttu um fjórða sætið í þeirri Bestu áfram.
Matthías Vilhjálmsson kom Víkingum á bragðið í leiknum í fyrra á 38. mínútu með skalla á nærstönginni eftir hornspyrnu Birnis Snæs Ingasonar og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Víkingar voru alltaf líklegri til að bæta við í síðari og eftir nokkur dauðafæri kom annað markið á 72. mínútu er Danijel Dejan Djuric tók aukaspyrnu inn í teiginn og á Aron Elís Þrándarson sem skoraði með góðu skoti í hægra hornið.
Ívar Örn Árnason minnkaði muninn fyrir KA á 82. mínútu er hann fékk boltann hægra megin í teignum og setti hann vinstra megin við Þórð Ingason í markinu.
Víkingar svöruðu um hæl. Þeir fóru í hraða skyndisókn og var það Ari Sigurpálsson sem komst einn á móti Kristijan Jajalo og lagði hann undir hann og í netið. Lokatölur 3-1.
SAINT PETE & KLEAN - BREKKAN VOL. 2 - BIKARÚRSLIT???????? #LifiFyrirKA pic.twitter.com/oG4xGIIxes
— KA (@KAakureyri) September 20, 2024
Dagskráin er sturluð. Gjörsamlega sturluð. Opnum kl 12. Let's go. Takk.
— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2024
Miðar : https://t.co/HzHToGyaYG pic.twitter.com/iOJGkk9Bs0
Hvaða lið lyftir Mjólkurbikarnum á Laugardalsvelli á morgun? ???????? pic.twitter.com/bscj5RT14r
— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) September 20, 2024
Þessi lið mættust í bikarúrslitum á síðasta ári en þá höfðu Víkingar betur með þremur mörkum gegn einu.