Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Keflavík
2
3
ÍR
0-1 Guðjón Máni Magnússon '14
0-2 Guðjón Máni Magnússon '16
0-3 Bragi Karl Bjarkason '35
Kári Sigfússon '45 1-3
Sami Kamel '69 2-3
22.09.2024  -  14:00
HS Orku völlurinn
Lengjudeildin - Umspil
Aðstæður: Bongó blíða og örlítil gola
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 500
Maður leiksins: Marc Mcausland (ÍR)
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
5. Stefán Jón Friðriksson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('45)
11. Rúnar Ingi Eysteinsson ('45)
20. Mihael Mladen ('86)
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Kári Sigfússon ('94)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Guðjón Snorri Herbertsson (m)
6. Sindri Snær Magnússon ('45)
7. Mamadou Diaw
10. Valur Þór Hákonarson ('86)
18. Ernir Bjarnason
19. Edon Osmani ('94)
23. Sami Kamel ('45)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Mihael Mladen ('1)
Ásgeir Helgi Orrason ('38)
Frans Elvarsson ('67)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('79)
Valur Þór Hákonarson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflavík er á leiðinni á Laugardalsvöll! 6-4 lokatölur í einvíginu.

Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í dag.
94. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Kári Sigfússon (Keflavík)
93. mín
ÍR á aukaspyrnu á fínum stað og Bragi ákveður að taka bara skotið. Það er fast en Ásgeir ekki í miklum vandræðum með að taka þennan.
91. mín
Einhvernvegin fór þessi ekki inn! ÍR-ingar í virkilega góðu færi. Boltinn fer á milli manna í markteig Keflvíkinga en á einhvern ótrúlegan hátt ná þeir ekki að koma boltanum yfir línuna.
91. mín
4 mínútur í uppbót.
90. mín Gult spjald: Valur Þór Hákonarson (Keflavík)
Fyrir töf. Hann fer svo fyrir aukaspyrnuna sem Kostic ætlaði að taka hratt. ÍR vill fá annað gult á hann en Twana segir honum bara að hætta þessu.
89. mín
Góð fyrirgjöf frá vinstri hjá ÍR. Arnór Gauti ræðst á þennan bolta sem kemur á nærstöngina en skotið hjá honum framhjá.
87. mín
Bragi í góðu færi! ÍR á aukaspyrnu sem þeir lyfta inn í teiginn. Úr verður smá darraðardans áður en boltinn dettur fyrir Braga. Hannt tekur fast skot en Ásgeir gerir vel og ver frá honum.
86. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Mihael Mladen (Keflavík)
83. mín
Inn:Alexander Kostic (ÍR) Út:Kristján Atli Marteinsson (ÍR)
81. mín
Sindri reynir skotið langt fyrir utan teig. Boltinn svífur hátt yfir markið.
79. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
78. mín Gult spjald: Marc Mcausland (ÍR)
Stöðvar skyndisókn. Hann var nálægt því að vera síðasti maður þarna, og þá hefði verið annar litur á spjaldinu. Heppinn.
77. mín
Dauðafæri!! Einfaldur bolti inn fyrir vörn ÍR-inga og Kári er sloppinn í gegn. Hann er einn gegn markmanni og tekur skotið en Vilhelm gerir stórkostlega í að verja þetta skot!

Heldur ÍR á lífi.
76. mín
ÍR fær aukaspyrnu nokkuð vel fyrir utan teiginn. Renato ákveður að láta bara vaða en skotið hans fer hátt yfir.
74. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (ÍR) Út:Marteinn Theodórsson (ÍR)
72. mín
Góð markvarsla! Keflavík á horn sem þeir lyfta inn í teig. Ásgeir Helgi stekkur hæst og nær góðum skalla í átt að marki. Vilhelm er hinsvegar fljótur niður og ver vel!
69. mín MARK!
Sami Kamel (Keflavík)
Stoðsending: Kári Sigfússon
Er hann að tryggja Keflavík áfram!? Kári kemur upp hægri kantinn og leggur boltan fyrir á fjær. Þar kemur Sami á fleygiferð, frekar óáreittur og klárar snyrtilega!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

69. mín
ÍR-ingar aðeins farnir að herja á heimamenn. Marteinn tekur hérna skotið fyrir utan teig, en það er laust og frekar þægilegt fyrir Ásgeir í markinu.
67. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Groddaraleg tækling
66. mín
Bragi kemur með fyrirgjöfina frá vinstri kantinum. Bergvin nær skallanum en hittir ekki á markið.
61. mín
Inn:Renato Punyed Dubon (ÍR) Út:Hákon Dagur Matthíasson (ÍR)
61. mín
Inn:Ágúst Unnar Kristinsson (ÍR) Út:Gils Gíslason (ÍR)
59. mín
Kári í góðu færi! Langur bolti fram hjá Keflavík og Ásgeir skallar boltan áfram á Kára. Kári er þá kominn í góða stöðu inn í teig en hann skýtur framhjá.
58. mín
Góð markvarsla! Kári lyftir boltanum inn á teiginn þar sem Ásgeir Helgi er kominn í pláss. Ásgeir skallar í átt að marki en Vilhelm kastar sér á eftir þessum og ver vel.
52. mín
Skalli framhjá Óliver Elís tekur aukaspyrnu fyrir ÍR. Hann lyftir boltanum inn í teiginn þar sem Hákon Dagur nær skallanum en framhjá markinu.
49. mín
Gott færi fyrir Keflvíkinga! Keflvíkingar gera vel inn í teig andstæðingana og Sami Kamel er kominn í virkilega gott færi. Hann tekur skotið en Marc nær að koma sér fyrir þetta skot.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn! 3 breytingar í hálfleik!
45. mín
Inn:Bergvin Fannar Helgason (ÍR) Út:Guðjón Máni Magnússon (ÍR)
45. mín
Inn:Sami Kamel (Keflavík) Út:Rúnar Ingi Eysteinsson (Keflavík)
45. mín
Inn:Sindri Snær Magnússon (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
45. mín
Hálfleikur
Staðan er 5-4 fyrir Keflavík í þessu einvígi og það eru 45 mínútur eftir. ÍR-ingar verið miklu betri í þessum fyrri hálfleik en þetta mark sem Keflavík skoraði í endan gríðarlega mikilvægt.
45. mín MARK!
Kári Sigfússon (Keflavík)
Stoðsending: Ásgeir Páll Magnússon
Heimamenn komnir yfir í einvíginu! Ásgeir er með boltan úti vinstra megin og leggur boltan fyrir. Kári kemur á fjærstönginni og stangar þá boltan í netið!

5-4 er staðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

41. mín
Marc fær gott knús inn í teig og kemst því ekki upp í skallabolta. Stuðningsmenn byðja um víti en Twana gerir ekkert. Það hefði alveg mögulega verið hægt að dæma þarna.
38. mín Gult spjald: Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík)
Hrindir manni frá sér. Heppinn að fá ekki að sjá annan lit á þessu spjaldi.
35. mín MARK!
Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
Það er allt orðið jafnt í envíginu!! Keflavík á horn sem ÍR-ingarnir hreinsa frá. Bragi Karl fær þá boltan á eigin vallarhelmingi og tekur af stað. Hann sprettar upp allan völlinn og þegar hann er kominn inn á teig, tekur hann eina snögga hreyfingu til vinstri og negli svo boltanum í klofið á Ásgeiri í markinu!

Það eru seeeeenur!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

29. mín
Ari Steinn með skot fyrir utan teig. Beint á Vilhelm sem er ekki í vandræðum með þetta.
22. mín
Skalli í slá! Keflvíkingar koma upp hægri kantinn og það er Mihael Mladen sem leggur boltan fyrir. Rúnar Ingi stekkur hæst í teignum og tekur skallan í slánna, svo ná ÍR-ingar að hreinsa.
16. mín MARK!
Guðjón Máni Magnússon (ÍR)
Það vantar bara eitt mark til að jafna!!! ÍR kemur upp hægri kantinn og þeir leggja boltan fyrir. Verulega góður bolti sem fer framhjá varnarmanni og markmanninum og á Guðjón sem lúrir á fjær. Guðjón klárar þá bara einfaldlega í netið!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

14. mín MARK!
Guðjón Máni Magnússon (ÍR)
Stoðsending: Róbert Elís Hlynsson
Róbert Elís tekur skotið fyrir utan teig en boltinn fer af bakinu á Guðjóni og í netið! Ásgeir gat ekkert við þessu gert þar sem hann var á leiðinni í hitt hornið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

12. mín
Kári kemur upp hægri kantinn með boltan fyrir Keflavík. Hann leggur boltan fyrir á Rúnar Inga á nærstönginni, Rúnar reynir hælspyrnuna að marki en Vilhelm ver!
11. mín
Nálægt því að vera einn fyrir opnu marki! ÍR-ingar koma upp völlinn og Gils er með boltan inn í teig. Hann reynir að leggja boltan fyrir Braga sem væri einn fyrir opnu marki en Stefán Jón kemur með frábæra tæklingu til að redda þessu útaf í horn.
10. mín
Dauðafæri!! Keflvíkingar koma upp vinstri kantinn og það er Ari Steinn sem leggur boltan fyrir markið. Ásgeir Helgi er þá í dauðafæri inn í teig þegar hann skallar að marki en Vilhelm ver vel.
7. mín
ÍR er að byrja þennan leik af krafti, eru að fá hornspyrnur og fínar stöður. Þeir þurfa bara að nýta þetta núna ef það á að vera smá spenna í þessu.
2. mín
Svakalegt skallafæri! ÍR á horn sem þeir lyfta inn í teig en Keflvíkingar skalla frá fyrsta boltan. Boltinn kemur þá aftur fyrir og Kristján nær góðum skalla á markið en Ásgeir ver.
1. mín Gult spjald: Mihael Mladen (Keflavík)
Tók ekki langan tíma. Rífur einn ÍR-inginn niður á miðjum vellinum.
1. mín
Leikur hafinn
Twana flautar leikinn af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðið Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur gerir tvær breytingar á sínu liði. Það eru Stefán Jón Friðriksson og Rúnar Ingi Eysteinsson sem koma inn í liðið. Sindri Snær Magnússon sest á bekkinn en Axel Ingi Jóhannesson er í leikbanni.

Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR gerir þrjár breytingar á sínu liði. Það eru Bergvin Fannar Helgason, Ágúst Unnar Kristinsson og Renato Punyed sem setjast á bekkinn. Inn fyrir þá koma Guðjón Máni Magnússon, Gils Gíslason og Marteinn Theodórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikirnir í sumar Leikir liðanna í deildinni þetta sumarið fóru svo að Keflavík vann ÍR-ingana í Breiðholtinu 1-0 eins og gerðist í umspilinu. Hinsvegar unnu ÍR-ingar 2-1 þegar þeir mættu til Keflavíkur. ÍR er því eina liðið sem vann Keflavík, í Keflavík í sumar. Þetta er því langt frá því að vera búið spil.
Fyrir leik
Afturelding líklegir í úrslitum Í hinu undandúrslita einvíginu mætast Afturelding og Fjölnir. Fyrri leikurinn í því einvígi fór fram síðastliðinn fimmtudag. Afturelding vann þann leik 3-1. Aron Jóhannsson kom Aftureldingu í 1-0 á annari mínút leiksins. Staðan breyttist ekkert fram að hálfleik en Daníel Ingvar Ingvarsson jafnaði metin í seinni hálfleik. Elmar Kári Enesson Cogic var fljótur að koma Aftureldingu aftur yfir og Sigurpáll Melberg Pálsson kláraði leikinn með þrumufleyg utan af teig. Elmar Kári fékk svo sitt seinna gulu á lokasekúndu leiksins.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Keflavík með góða forystu Fyrri leikurinn í þessari viðureign fór fram síðastliðinn miðvikudag. Þar vann Keflavík 4-1 í tíðinda miklum leik. Keflavík komst í 3-0 eftir mörk frá Kára Sigfússyni, Ásgeiri Helga Orrasyni og Mihael Mladen. ÍR minnkaði muninn rétt fyrir hálfleiks lok þegar Hákon Dagur Matthíasson skoraði. Í seinni hálfleik bætti Kári Sigfússon við sínu öðru marki en það átti eftir að draga til frekari tíðinda þegar Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur fékk á sig rautt spjald og víti, fyrir það að slá í Bergvin Fannar Helgason. Bergvin tók sjálfur vítið en skaut yfir markið og því enduðu leikar 4-1.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Lengjudeildin heilsar! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og ÍR í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður spilaður á HS Orku vellinum í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
6. Kristján Atli Marteinsson ('83)
11. Bragi Karl Bjarkason
13. Marc Mcausland
14. Guðjón Máni Magnússon ('45)
17. Óliver Elís Hlynsson
18. Róbert Elís Hlynsson
19. Hákon Dagur Matthíasson ('61)
25. Arnór Gauti Úlfarsson
26. Gils Gíslason ('61)
77. Marteinn Theodórsson ('74)

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
4. Jordian G S Farahani
8. Alexander Kostic ('83)
9. Bergvin Fannar Helgason ('45)
10. Stefán Þór Pálsson ('74)
23. Ágúst Unnar Kristinsson ('61)
30. Renato Punyed Dubon ('61)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Hrafn Hallgrímsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sigmann Þórðarson

Gul spjöld:
Marc Mcausland ('78)

Rauð spjöld: