Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Í BEINNI
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Víkingur R.
LL 1
1
Þróttur R.
Keflavík
0
0
ÍR
22.09.2024  -  14:00
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla - Umspil
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Leikirnir í sumar Leikir liðanna í deildinni þetta sumarið fóru svo að Keflavík vann ÍR-ingana í Breiðholtinu 1-0 eins og gerðist í umspilinu. Hinsvegar unnu ÍR-ingar 2-1 þegar þeir mættu til Keflavíkur. ÍR er því eina liðið sem vann Keflavík, í Keflavík í sumar. Þetta er því langt frá því að vera búið spil.
Fyrir leik
Afturelding líklegir í úrslitum Í hinu undandúrslita einvíginu mætast Afturelding og Fjölnir. Fyrri leikurinn í því einvígi fór fram síðastliðinn fimmtudag. Afturelding vann þann leik 3-1. Aron Jóhannsson kom Aftureldingu í 1-0 á annari mínút leiksins. Staðan breyttist ekkert fram að hálfleik en Daníel Ingvar Ingvarsson jafnaði metin í seinni hálfleik. Elmar Kári Enesson Cogic var fljótur að koma Aftureldingu aftur yfir og Sigurpáll Melberg Pálsson kláraði leikinn með þrumufleyg utan af teig. Elmar Kári fékk svo sitt seinna gulu á lokasekúndu leiksins.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Keflavík með góða forystu Fyrri leikurinn í þessari viðureign fór fram síðastliðinn miðvikudag. Þar vann Keflavík 4-1 í tíðinda miklum leik. Keflavík komst í 3-0 eftir mörk frá Kára Sigfússyni, Ásgeiri Helga Orrasyni og Mihael Mladen. ÍR minnkaði muninn rétt fyrir hálfleiks lok þegar Hákon Dagur Matthíasson skoraði. Í seinni hálfleik bætti Kári Sigfússon við sínu öðru marki en það átti eftir að draga til frekari tíðinda þegar Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur fékk á sig rautt spjald og víti, fyrir það að slá í Bergvin Fannar Helgason. Bergvin tók sjálfur vítið en skaut yfir markið og því enduðu leikar 4-1.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Lengjudeildin heilsar! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og ÍR í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður spilaður á HS Orku vellinum í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: