Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
Fram
2
0
Fylkir
Alex Freyr Elísson '23 1-0
Magnús Þórðarson '43 2-0
22.09.2024  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 857.
Maður leiksins: Fred (Fram)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson ('92)
14. Djenairo Daniels
17. Adam Örn Arnarson
28. Tiago Fernandes ('92)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
4. Orri Sigurjónsson ('92)
19. Markús Páll Ellertsson
20. Hlynur Örn Andrason
26. Jannik Pohl
27. Sigfús Árni Guðmundsson ('92)
32. Gustav Bonde Dahl

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('16)
Þorri Stefán Þorbjörnsson ('26)
Fred Saraiva ('35)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gunnar flautar þetta af!

Framrar vinna 2-0 sigur á Fylkismönnum.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Fyrsta hornspyrna Fram! Já, á 93 mínútu fær Fram sína fyrstu hornspyrnu, þeir taka hana bara stutt og fara að tefja sem endar með því að þeir fá innkast.
92. mín
Inn:Sigfús Árni Guðmundsson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
92. mín
Inn:Orri Sigurjónsson (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
90. mín
Fjórum mínútum bætt við og Fylkir fær aukaspyrnu úti hægra megin.

Arnór Breki lyftir inn á teiginn og boltinn í þvögu sem endar með skoti í varnarmann og í horn sme ekkert verður úr.
86. mín
Fylkir fær sína tólftu hornspyrnu, Framarar hreinsa og Arnar Númi tekur skotið fyrir utan teig en framhjá.
85. mín
Inn:Arnar Númi Gíslason (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
84. mín Gult spjald: Rúnar Páll Sigmundsson (Fylkir)
Rúnar Páll er búinn að tuða, blóta og bölva yfir sig hérna, þetta var bara tímaspursmál.

Missti sig þegar brotið var á Alex Frey fyrir framan hann.
82. mín
Birkir Eyþórs með boltann úti hægra megin og fullan teig af Fylkismönnum en setur fyrirgjöfina bara í markspyrnu, það þarf meiri gæði í þessi moment ef Fylkir ætlar hreinlega ekki að falla.
80. mín
Benedikt Daríus í fínni stöðu vinstra megin tapar boltanum sem hrekkur til Emils, Emils stillir boltanum upp á hægri og lætur vaða en framhjá markinu.
77. mín
Gummi Magg fer niður í baráttunni við Ásgeir Eyþórs og það er kallað eftir aðhlynningu við gríðarlega lítinn fögnuð Rúnars Páls og Fylkismanna, þetta er eiginlega algjör snilld ef að út í það er farið.
76. mín
Emil fær boltann inná teignum og lætur vaða en Óli ver vel.

Fylkismenn aðgangsharðir en eru bara ekki að skora.
74. mín
Emil fær boltann á fjær, finnur Benedikt fyrir framan markið sem snýr og lætur vaða í varnarmann og í enn eina hornspyrnuna, sem ekkert verður úr.
73. mín
Fred, á gulu spjaldi tekur sér gríðarlegan tíma í að taka aukaspyrnu, sem berst svo loksins á Alex Frey úti vinstra megin sem á fyrirgjöf eða skot sem fer rétt framhjá markinu.
72. mín
Framarar með listsýningu í því hvernig skal hægja á leikjum og drepa þá síðustu mínúturnar, Fylkismenn gjörsamlega að tryllast á þessu.
69. mín
Benedikt Daríus með flottan sprett í átt að marki Framara og fær aukaspyrnu í frábæru skotfæri.

Emil Ásmunds fær ekki annað tækifæri, núna er það Præst sem tekur skotið en boltinn yfir markið, þó talsvert nær markinu en hjá Emil áðan.
67. mín
Inn:Theodór Ingi Óskarsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
67. mín
Inn:Matthias Præst (Fylkir) Út:Sigurbergur Áki Jörundsson (Fylkir)
65. mín
Og þá kemur tíunda hornspyrna Fylkis.

Arnór Breki setur boltann á ennið á Orra Segatta sem skallar boltann í handabakið á Alex Frey og Fylkismenn heimta víti en Gunnar hristir hausinn.
63. mín
Fylkismenn fá enn eina hornspyrnuna.

Arnór Breki sendir fyrir og boltinn yfir allan pakkann og í markspyrnu.
58. mín Gult spjald: Arnór Breki Ásþórsson (Fylkir)
Tekur Djenairo niður á miðjum vellinum sem er við það að sleppa í gegn.
57. mín
Fylkismenn bruna upp hægra megin og koma sér í frábæra stöðu, Þóroddur fær skotfærið en setur boltann í varnarmann í góðu færi.
56. mín
Inn:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
54. mín
Fylkir fær hornspyrnu, boltinn í þvöguna og Fram hreinsar.
53. mín
Mikil stöðubarátta og lítið um færi í byrjun seinni, liðin að reyna að fóta sig.
46. mín
Framarar setja seinni hálfleikinn í gang.
45. mín
Hálfleikur
Gunnar flautar til hálfleiks, Fylkismenn ekkert verið galnir hérna en eru samt tveimur mörkum undir sem er hrikalega dýrt.
45. mín
Framrar bruna upp í skyndisókn og Djenairo sendur einn í gegn en er flaggaður rangstæður og skýtur hvorteðer framhjá.
43. mín MARK!
Magnús Þórðarson (Fram)
Stoðsending: Guðmundur Magnússon
Þorri með langan bolta fram sem Gummi Magg flikkar, Birkir Eyþórs er kominn með boltann en hendir í gott heilafrost og hreinlega gefur Magnúsi boltann í gegn, Ólafur Kristófer furðulega staðsettur í markinu og Magnús klárar einfalt á nær.

Dýrt klúður hjá Birki þarna.
41. mín
Fylkismenn með allskonar trix og takta í og við vítateig Framara en ekkert verður úr þessari listasýningu.
38. mín
Ragnar Bragi með ''Yorke og Cole'' trixið, boltinn berst á Þórodd sem sækir aukaspyrnu í góðu skotfæri fyrir framan D bogann.

Emil Ásmunds tók aukaspyrnuna og smellti henni út í sundlaug.
35. mín Gult spjald: Fred Saraiva (Fram)
Fred tapar boltanum klaufalega á miðjunni og bjargar sér með því að strauja Ragnar Braga og taka á sig spjaldið.
32. mín
Alex Freyr liggur eftir einhverja baráttu inná teignum og þarf aðhlynningu, það er ómögulegt að sjá hvað gerist í þessari þvögu.
30. mín
Fylkismenn fá hornspyrnu sem Arnór Breki röltir til að taka.

Djenairo tekur fyrsta boltann og skallar í aðra hornspyrnu.

Fylkismenn eru að þétta pakkann inn á markteiginn og reyna að búa til þvögu og vandræði uppvið markið.
26. mín Gult spjald: Þorri Stefán Þorbjörnsson (Fram)
Þorri Stefán þurfti að fara útaf í smá aðhlynningu og kom svo aftur inn á völlinn án leyfis, regluverkið segir að það sé gult spjald og hann fær fyrir það gult spjald. Klaufalegt.
25. mín
Fylkismenn fá hornspyrnu og setja hana inn á teiginn, þá er dæmt brot á Fylki við litla hrifingu Rúnars Páls. Ég get ekki haft það eftir honum hér hvað hann öskraði.
23. mín MARK!
Alex Freyr Elísson (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
OG NÚ ER ÞAÐ STÖNGIN INN! Fred færir boltann út til hægri á Alex Frey sem tekur á móti boltanum og sýnir Fylkismönnum hvernig maður á að setja boltann í stöngina, gjörsamlega hamrar þessum í stöngina fjær og inn, geggjað mark!
21. mín
INNANVERÐ STÖNGIN! Sigurbergur Áki fær boltann einhverja 25 metra frá markinu, stillir boltanum upp á hægri og lætur vaða, boltinn fer í innanverða nærstöngina og rétt framhjá hinni stönginni.
20. mín
Þóroddur kemur sér inn á teiginn og sendir boltann fyrir þar sem Þórður Gunnar kemur á ferðinni en er skóstærð frá því að ná til boltans!
16. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Alex Freyr og Ragnari Braga lendir aðeins saman sem endar með því að Alex hrindir Ragnari Braga og uppsker gult.
15. mín
Djenario gerir svakalega vel á miðjum vellinum og snýr af sér Fylkismenn, sendir boltann í hlaupaleiðina hjá Magnúsi sem sendir fyrir en boltinn í hendurnar á Ólafi í markinu.
12. mín
Þórður Gunnar fær boltann í 1v1 stöðu á Þorra úti hægra megin, Þorri er við það að missa Þórð innfyrir sig en hendir sér í tæklingu og boltinn afturfyrir, Gunnar dæmir horn við litla hrifningu Rúnars Páls sem vildi aukaspyrnu.

Fylkismenn taka hornið sem fer í annað horn sem fer svo í annað horn og þá losa Framarar pressuna.
10. mín
STÖNGIN! Arnór Breki sendir spyrnuna inn á teiginn og þar er Orri Segatta grimmastur og nær skallanum en hann í stöngina, í þvöguna og þar grípur Óli Íshólm boltann.
9. mín
Djenairo dæmdur brotlegur úti vinstra megin í flotti fyrirgjafastöðu fyrir Fylkismenn, mjög soft brot að mínu mati.
7. mín
Magnús Ingi með fyrirgjöf frá vinstri og Djenairo í baráttunni en boltinn framhjá markinu.
5. mín
Fred tekur gott hlaup á bakvið vörn Fylkis sem Tiago sér, Tiago lyftir boltanum í gegn og Fred ákveður að flikka boltann til hliðar á Djenairo sem tekur skotið í fyrsta en hittir boltann illa og hann hátt yfir.
4. mín
Framarar pressa stíft og Ásgeir Eyþórs sendir boltann hreinlega bara beint útaf.

Góð orka í Framliðinu í byrjun.
2. mín
Fyrstu hættu leiksins skapa Framarar. Haraldur Einar krullar boltann inn á teiginn með hægri, á fjær þar sem Alex Freyr mætir en aðeins of seint og nær ekki til boltans.
1. mín
Leikur hafinn
Fylkismenn setja leikinn í gang!
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völlinn.

Gummi Magg og Ragnar Bragi taka hlutkestið sem Ragnar Bragi vinnur og velur sér að sækja í átt að sundlauginni.
Fyrir leik
Rúnar Kristins kom í útvarpsþáttinn Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var gestur útvarpsþáttarins Fótbolti.net í gær. Hér er hægt að hlusta á spjallið við hann. Rætt var ítarlega um Framliðið og íslenska boltann.

   21.09.2024 14:18
Útvarpsþátturinn - Umspilið, Rúnar Kristins og Besta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Staðan í deildinni um þessar mundir.
Mynd: Af vef KSÍ

KR og Vestri gerðu jafntefli fyrr í dag.
Fyrir leik
Tölfræðimolinn: Á þessu tímabili hafa liðin auðvitað mæst tvisvar í hefðbundinni deildarkeppni, hér á Lambhagavellinum sigruðu heimamenn 2-1 í fyrri leik liðanna í sumar. Í Árbænum endaði leikurinn svo 0-0 í líklega leiðinlegasta leik ársins, í öllum deildum, í öllum keppnum, í öllum heiminum.

Ef við gröfum upp tölfræði alla leið aftur til aldamóta þá kemur hún betur út fyrir Fylkismenn, eða:
62 leikir í öllum keppnum.
Fram sigrar: 16 (26%)
Jafntefli: 17 (27%)
Fylkir sigrar: 29 (47%)
Fyrir leik
Teymið! Gunnar Freyr Róbertsson, sem hefur verið að stíga sín fyrstu skref með flautuna í Bestu deildinni, fær það verkefni að stjórna umferðinni í dag. Honum til halds og trausts verða Þórður Arnar og Bergur Daði með flöggin og Jóhann Ingi með skiltið.

Eftirlitmaðurinn er svo Halldór Breiðfjörð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Öskjuslagurinn! Ég myndi helst vilja blása upp smá nágrannaríg milli þessara félaga þó svo að það hafi aldrei verið neinn slagur á milli liðanna í sögulegu samhengi, þá eru Fram-arar þó fluttir í næsta úthverfi við Árbæinn og er bílaumboðið Askja staðsett mitt á milli hverfanna.
Fyrir leik
Góða kvöldið! Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og Fylkis í neðri hluta Bestu deildar karla sem fram fer hér á Lambhagavellinum, eða Estadio El Salat eins og sumir kjósa að kalla hann.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('67)
16. Emil Ásmundsson ('85)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('56)
20. Sigurbergur Áki Jörundsson ('67)
25. Þóroddur Víkingsson
27. Arnór Breki Ásþórsson

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
4. Stefán Gísli Stefánsson
9. Matthias Præst ('67)
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('56)
14. Theodór Ingi Óskarsson ('67)
19. Arnar Númi Gíslason ('85)
21. Guðmar Gauti Sævarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Smári Hrafnsson
Brynjar Björn Gunnarsson

Gul spjöld:
Arnór Breki Ásþórsson ('58)
Rúnar Páll Sigmundsson ('84)

Rauð spjöld: