Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
Breiðablik
2
0
ÍA
1-0 Johannes Vall '55 , sjálfsmark
Ísak Snær Þorvaldsson '96 2-0
23.09.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Léttskýjað og smá gola 8°
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Daniel Obbekjær
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('83)
11. Aron Bjarnason ('97)
18. Davíð Ingvarsson ('83)
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('97)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('83)
9. Patrik Johannesen
10. Kristinn Steindórsson ('97)
20. Benjamin Stokke ('97)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('83)
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Blikar á toppinum eins og er
Hvað réði úrslitum?
Leikurinn var svakalega lokaður fram að marki Blika. Eftir það áttu Blikarnir bara að klára þennan leik miðað við færin sem þeir fengu en það tók sinn tíma. Ísak Snær skoraði svo frábært mark alveg í blálokin til að innsigla þetta fyrir þá.
Bestu leikmenn
1. Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Davíð var virkilega flottur í dag á kantinum. Var almennt að skapa mikinn usla og Skagamönnum gekk illa að eiga við hraðan í honum. Átti fyrirgjöfina sem varð að sjálfsmarkinu.
2. Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Fyrirliðinn með fyrirliða frammistöðu eins og vanalega. Gríðarlega öflugur á miðjunni, á stoðsendinguna á Ísak í markinu hans.
Atvikið
Markið hjá Ísak í lokin var virkilega flott. Frábært skot, sláin og inn. Þetta var líka gott fyrir Blikana að fá þetta mark til þess að gera alveg út um leikinn.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik fer á toppinn í deildinni en Víkingur á þó eftir að spila sinn leik í þessari umferð. ÍA dettur niður í 5. sæti og eru 5 stigum á eftir 3. sætinu sem gefur Evrópusæti.
Vondur dagur
Sóknarmenn ÍA í dag. Þeir komust nokkuð oft í mjög álitlegar stöður en það var þessi síðasti bolti sem var alltaf að klikka hjá þeim. Þeir eiga í öllum leiknum bara eitt almennilegt færi sem ég man eftir. Annars bara góðar stöður sem þeir klúðra.
Dómarinn - 7
Erfiður leikur fyrir Sigurð Hjört og hans teymi. Það var harka í leiknum en Sigurður var að leyfa mönnum að takast á sem mér finnst jákvætt. Það er spurning með víti sem Breiðablik vildi fá, en ég held að það hafi verið rétt að sleppa því. Svo heyri ég að það hafi verið einhver rangstaða dæmd sem átti ekki að vera, en ég er ekki búinn að sjá það.
Byrjunarlið:
Rúnar Már S Sigurjónsson ('62)
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('90)
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
23. Hilmar Elís Hilmarsson ('90)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson ('56)

Varamenn:
25. Marvin Darri Steinarsson (m)
5. Arnleifur Hjörleifsson
17. Ingi Þór Sigurðsson ('62)
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic ('56)
22. Árni Salvar Heimisson ('90)
88. Arnór Smárason ('90)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Steinar Þorsteinsson ('71)

Rauð spjöld: