Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
Víkingur R.
1
2
Valur
0-1 Fanndís Friðriksdóttir '21
0-2 Anna Rakel Pétursdóttir '41
Shaina Faiena Ashouri '47 1-2
28.09.2024  -  14:00
Víkingsvöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Anna Rakel Péturdóttir
Byrjunarlið:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
9. Freyja Stefánsdóttir
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir (f)
13. Linda Líf Boama
16. Rachel Diodati
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('77)
20. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
21. Shaina Faiena Ashouri

Varamenn:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
8. Birta Birgisdóttir
22. Birgitta Rún Yngvadóttir
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('77)
28. Rakel Sigurðardóttir
33. Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir
35. Arna Ísold Stefánsdóttir

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Dagbjört Ingvarsdóttir
Lisbeth Borg
Lára Hafliðadóttir
Ingólfur Orri Gústafsson

Gul spjöld:
Linda Líf Boama ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur sigrar í Fossvoginum! 2-1 sigur Vals staðreynd. Við munum fá hreinan úsrlitarleik um Íslandsmeistaratitilinn um næstu helgi!

Takk fyrir samfylgdina. Skýrsla og viðtöl koma seinna í dag!
90. mín
Uppgefinn uppbótartími er 3 mínútur.
88. mín
Valur að fá aukaspyrnu á svipuðum stað og Anna skoraði frá áðan.

Anna tekur spyrnuna og á gott skot sem hafnar í stönginni.
87. mín Gult spjald: Linda Líf Boama (Víkingur R.)
82. mín
Valur fær hornspyrnu.

Hættulegur bolti inn á teiginn. Natasha tekur skot sem fer af varnarmanni og afturfyrir. Gestirnir fá annað horn

Aftur kemur boltinn inn á teiginn en Víkingar bægja hættunni frá.
81. mín
Tíu mínútur eftir. Gestirnir verða að halda þetta út til að knýja fram úrslitaleik gegn Blikunum í næstu umferð. Fáum við dramatík?
79. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
77. mín
Inn:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.) Út:Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.)
68. mín
Dauðafæri! Hailey með geggjaða sendingu inn fyrir vörn Víkings á Berglindi. Berglind komin ein á móti Sigurborgu en setur boltann framhjá markinu.
64. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Valur) Út:Nadía Atladóttir (Valur)
61. mín
Hörkufæri Góð fyrirgjöf inn á teig Víkings. Ragnheiður nær til boltanns og kemur honum í átt að marki. Boltinn hins vegar af varnarmanni Víkings og afturfyrir endamörk.
56. mín
lítið gerst eftir markið. Valur verið meira með boltann og mikil barátta frá báðum liðum.
47. mín MARK!
Shaina Faiena Ashouri (Víkingur R.)
MAARK! Þær minnka munin! Heimakonur koma orkumiklar út í seinni hálfleikinn! Shaina fær boltann inn á teig gestanna, kemur sér í skotfæri og klárar færið með glæsibrag.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Gestirnir rúlla seinni hálfleiknum í gang.
45. mín
Inn:Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur) Út:Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
Valskonur gera eina skiptingu í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Fossvoginum! Valskonur leiða 2-0 er liðin ganga til búningsherbergja.

Tökum okkur korterspásu og komum svo með seinni hálfleikinn!
45. mín
Svanhildur Ylfa með gott hlaup. Kemur sér í skotfæri en skotið laust og varið af Fanneyju.
45. mín
Uppgefinn uppbótartími fyrri hálfleiks er ein mínúta.
44. mín
Fanndís kemur með fyrirgjöf inn á teig heimakvenna. Sigurborg gerir vel og grípur boltann
41. mín MARK!
Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
MAARK! BEINT ÚR AUKASPYRNU Valskonur tvöfalda forystuna. Anna tekur spyrnuna. Gott skot upp í vinstri vínkilinn. Mjög gott mark og Valur komið í 2-0!

40. mín
Valskonur að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Rétt fyri utan D-bogann. Kjörið tækifæri til að skjóta á markið.
35. mín
Lítið að frétta héðan úr Fossvoginum. Valskonur haldið vel í botlann en Víkingar reynt að sækja hratt. Heimakonur í erfiðleikum að brjóta niður varnarmúr Vals.
29. mín
Blikarnir komnir yfir Breiðablik er komið yfir gegn FH á Kópavogsvelli og staðan orðin 2-1.

Blikar að setja annað mark rétt í þessu og staðan orðin 3-1
24. mín
Natasha á hörkuskot sem fer framhjá markinu.
21. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
MAAARK! Valskonur taka forystuna!

Vel gert hjá Fanndísi! Fær boltann úti hægra megin, kemur sér framhjá varnarmanni og lúðrar boltanum í átt að marki. Boltinn fer af Gígju, breytir um stefnu og inn.
Gestirnir komnir yfir!
15. mín
Lítið gerst síðustu mínútur. Boltinn flakkar milli liða en bæði lið í erfiðleikum að skapa sér færi.
8. mín
Færi! Kemur góður bolti inn á teig Víkings. Boltinn á fjær og þar er Natasha sem skallar hann rétt framhjá.
6. mín
Fyrsta horn leiksins er gestanna.
4. mín
Svanhildur Ylfa á skot á mark. Hittir hann vel en Fanney gerir vel í markinu.
2. mín
Færi! Bolinn kemur inn á teig Víkings. Anna Rakel á skot yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang! Heimakonur byrja með boltann.
Fyrir leik
Þetta fer að byrja! Leikmenn ganga nú inn á völlinn. Styttist óðfluga í upphafsflautið!
Fyrir leik
Styttist í þetta! Korter í leik! Fínustu aðstæður í Fossvoginum. 7°C og skýjað.
Fyrir leik
Dómarateymið Gunnar Oddur Hafliðason er dómari hér í dag og verða þeir Ronnarong Wongmahadthai og Arnþór Helgi Gíslason honum til aðstoðar. Varadómari er Hallgrímur Viðar Arnarson og eftirlitsmaður KSÍ er Ingvar Örn Gíslason

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Efri hlutinn! Það er gríðarleg spenna í deildinni!

Svona lítur taflan út fyri leikina í dag

Breiðablik - 57 stig
Valur - 56 stig
Þór/KA - 33 stig
Víkingur - 33 stig
Þróttur R. - 25 stig
FH - 25 stig

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Valur Valskonur eru í bullandi toppbaráttu. Tveir leikir eftir, eitt stig sem skilur efstu liðin af og spennan í hámarki. Valur er einu stig fyrir neðan Breiðablik fyrir daginn í dag. Ef Valur tapar í dag og Breiðablik vinnur sinn leik yrðu Blikarnir Íslandsmeistarar. Valskonur þurfa því sigur í dag eða treysta á að Blikarnir vinni ekki til þess að knýja fram hreinan úrslitaleik á Hlíðarenda í næstu umferð. Valur tók á móti FH í síðustu umferð. Valur sigraði 2-0 eftir tvö mörk frá Nadíu Atladóttur

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Víkingur Víkingur er fyrir leikinn með 33 stig og sitja í fjórða sæti deildarinnar. Víkingur er jafnt Þór/KA að stigum og geta því komið sér upp í þriðja sætið með jafntefli eða sigri hér í dag. Víkingur tók á móti Þrótti í seinustu umferð. Víkingskonur komust yfir á 63. mínútu en Þróttarar jöfnuðu er fimm mínútur voru til leiksloka og endaði leikurinn 1-1.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Hamingjan heilsar! Góðan dag og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu á viðureign Víkings og Vals í efri hluta Bestu deild kvenna! Mikil spenna ríkir í deildinni fyrir síðustu tvær umferðirnar þar sem einungis eitt stig skilur efstu liðin af. Leikurinn fer fram á Víkingsvellinum í Fossvoginum og hefst klukkan 14:00!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
6. Natasha Anasi
7. Elísa Viðarsdóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Nadía Atladóttir ('64)
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir ('45)
23. Fanndís Friðriksdóttir
29. Jasmín Erla Ingadóttir ('79)

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
8. Kate Cousins
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('79)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('45)
92. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('64)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: