Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Keflavík
0
1
Afturelding
0-1 Sigurpáll Melberg Pálsson '78
28.09.2024  -  14:00
Laugardalsvöllur
Lengjudeild karla - Umspil
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 2419
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
6. Sindri Snær Magnússon
20. Mihael Mladen
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel ('38)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f) ('82)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Kári Sigfússon ('82)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Guðjón Snorri Herbertsson (m)
5. Stefán Jón Friðriksson
7. Mamadou Diaw ('82)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('38)
10. Valur Þór Hákonarson ('82)
11. Rúnar Ingi Eysteinsson
19. Edon Osmani

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Mihael Mladen ('52)
Ásgeir Páll Magnússon ('65)
Oleksii Kovtun ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
TIL HAMINGJU MOSFELLINGAR Afturelding mun leika í Bestu-deildinni árið 2025 (Staðfest).
92. mín
Keflvíkingar fá horn En Afturelding koma boltanum frá að lokum.
90. mín
Þremur mínútum bætt við Fáum við jöfnunarmark?
90. mín Gult spjald: Oleksii Kovtun (Keflavík)
89. mín
Aru Steinn með skot fyrir utan teig sem fer framhjá marki Mosfellinga.
88. mín Gult spjald: Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
86. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
85. mín
Keflvíkingar reyna finna glufur í vörn Aftureldingar.
82. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
82. mín
Inn:Mamadou Diaw (Keflavík) Út:Kári Sigfússon (Keflavík)
78. mín MARK!
Sigurpáll Melberg Pálsson (Afturelding)
SIGURPÁLL BRÝTUR ÍSINN! Arnór Gauti með fast skot úr teignum, Ásgeir Orri ver boltann út í teiginn og á Sigurpál sem stýrir boltanum í netið!
Stúkan gjörsamlega tryllist.

Arnór Gauti nýkominn inná og á stóran þátt í markinu.
78. mín
Mosfellingar fá hornspyrnu en Keflvíkingar skalla frá.
77. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding) Út:Sævar Atli Hugason (Afturelding)
75. mín
Elmar Kári með hættulega fyrirgjöf en Kovtun kemur boltanum frá.
71. mín
Þessi seinni hálfleikur hefur ekki verið mikil skemmtun hingað til.
Vonum að það breytist sem fyrst.
67. mín
Keflvíkingar fá hornspyrnu en ekkert kemur úr henni.
65. mín Gult spjald: Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík)
Stöðvar skyndisókn og fær réttilega gult.
65. mín
Ásgeir Helgi með skot af löngu færi sem fer yfir mark Aftureldingar.
55. mín Gult spjald: Oliver Bjerrum Jensen (Afturelding)
Rétt yfir Keflvíkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað, rétt fyrir utan teig.
Mladen tekur spyrnuna sem fer rétt yfir mark Mosfellinga.
53. mín
Heyrist meira í Mosfellingum Afturelding er að vinna bardagann í stúkunni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

52. mín Gult spjald: Mihael Mladen (Keflavík)
Fær réttilega gult fyrir tæklingu sína.
52. mín
Afturelding halda betur í boltann hér í upphafi seinni hálfleiks.
46. mín
Nokkrar myndir úr fyrri hálfleik Hafliði Breiðfjörð er með myndavélina á lofti.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Keflvíkingar byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik Sigurður Hjörtur flautar til hálfleiks.
Mikill baráttuleikur hér í Laugardalnum. Keflvíkingar búnir að fá hættulegri færi en búnir að missa einn af sínum bestu mönnum af velli vegna meiðsla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
+3
Keflvíkingar fá hornspyrnu, boltinn berst á Mladen utarlega í teignum sem á lúmskt skot en Jökull ver vel.
45. mín
Þremur mínútum bætt við
43. mín
Illa farið með góða stöðu Afturelding fær hornspyrnu, Keflvíkingar vinna boltann og bruna í skyndisókn. Kári Sigfússon einn gegn Gunnari sem sýnir góða varnartilburði og vinnur boltann.
Kári eflaust svekktur með sjálfan sig.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
41. mín
Frans Elvarsson fyrirliði Keflavíkur að kveinka sér, yrði vont fyrir Keflvíkinga ef hann færi einnig af velli vegna meiðsla.
38. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Út:Sami Kamel (Keflavík)
Högg fyrir Keflvíkinga Sami Kamel lykilleikmaður Keflavíkur neyðist til að fara af velli vegna meiðsla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
37. mín
Dauðafæri! Ásgeir Helgi í dauðafæri í teig Aftureldingar en Jökull Andrésson með frábæra vörslu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
28. mín
Keflvíkingar vilja víti Kári Sigfússon með skot úr teignum sem fer í varnarmann Aftureldingar.
Boltinn fer greinilega í hendina á Gunnari Bergmann en ekkert dæmir Sigurður Hjörtur.
23. mín
Hrannar Snær með fast skot úr þröngri stöðu sem Ásgeir Orri ver vel í marki Keflvíkinga.
22. mín
Oleksii Kovtun fer í harkalega tæklingu en sleppur með tiltal.
17. mín
RÉTT FRAMHJÁ! Keflavík fær aukaspyrnu í góðri stöðu rúmum 20 metrum frá marki.
Sami Kamel lætur vaða, boltinn fer í vegginn og þaðan rétt framhjá marki Aftureldingar.
Þarna munaði litlu.
14. mín
Afturelding fær aukaspyrnu 30 metrum frá marki, Aron Jóhannson tekur skot en Ásgeir ver örugglega.
10. mín
Sami Kamel tekur skot fyrir utan teig sem Jökull ver örugglega.
5. mín
Afturelding byrja þetta betur, einoka boltann hér fyrstu 5 mínúturnar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Aron Jóhannson á upphafsspark leiksins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heiðursgestir Guðmundur Steinarsson er heiðursgestur Keflvíkinga. Guðmundur er bæði leikja- og markahæsti leikmaður Keflavíkur í efstu deild.

Hanna Símonardóttir heiðursgestur Aftureldingar. Hanna hefur starfað sem sjálboðaliði í þágu Aftureldingar í 26 ár.
Fyrir leik
Styttist í þetta! Liðin ganga til vallar, gríðarleg stemning í stúkunni. Stefnir allt í frábæran fótboltaleik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur í beinni dagskrá á Stöð 2 sport 5. Útsending hefst 13:45.
Fyrir leik
Tæpur hálftími í leik og stuðningsmenn beggja liða byrjaðir að láta heyra í sér.

Fínasta fótboltaveður, skýjað og sjö gráður.
Fyrir leik
Keflavík gerir 3 breytingar - Arnór Gauti byrjar á bekknum Haraldur Freyr þjálfari Kelfvíkinga gerir þrjár breytingar frá seinni undanúrslitaleik liðsins. Inn í byrjunarliðið koma þeir Sami Kamel, Sindri Snær og Axel Ingi sem var í leikbanni í síðasta leik.

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar gerir eina breytingu á liði sínu frá síðasta leik.
Arnór Gauti tekur sér sæti á bekknum, í hans stað kemur Elmar Kári Enesson Cogic en Elmar var í leikbanni í síðasta leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Rýnt í leikinn Fótbolti.net fékk Baldvin Má Borgarsson, sérfræðing um Lengjudeildina til að rýna í liðin.

Spáin:
Það verður hart barist, hvorugt lið þorir að gera mistök líkt og í leiknum í fyrra, en hvorugt liðið er þó jafn massívt varnarlega og Vestraliðið var í fyrra.
Eldingin kemst yfir í leiknum í fyrri, Keflvíkingar jafna um miðjan seinni og svo skorar Eldingin á 90+ sem verður sigurmark leiksins, ég er hinsvegar ekki alveg búinn að átta mig á hvort það mark komi í venjulegum leiktíma eða framlengingu!

Lykilmenn leiksins:
Ég hlakka mikið til þess að sjá stöðubaráttur og einvígi Elmars Kára og Ásgeirs Páls, Arons Jó og Sindra Snæs, Kára Sigfússonar og Arons Elís.
Að lokum verða báðir markmenn algjörir lykilmenn í þessum leik.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Elmar Kári snýr aftur Lykilleikmaður Aftureldingu, Elmar Kári Cogic snýr til baka úr leikbanni hjá Aftureldingu og verður með liðinu í dag.

Hann krækti sér í rautt spjald í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Fjölni og var því í leikbanni í seinni undanúrslitaleiknum.

Ef hann hefði ekki fengið annað gult spjald í leiknum þá hefði hann verið í banni í úrslitaleiknum, eins skringilega og það hljómar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leiðin á Laugardalsvöll Keflavík 6-4 ÍR

Keflavík lagði ÍR í undanúrslitum. Fyrri leikur liðanna endaði með 4-1 sigri Keflvíkinga. Síðari leikur liðanna endaði með 3-2 sigri ÍR en staðan í hálfleik 3-0 ÍR, það kom ekki að sök og Keflavík áfram.

Afturelding 3-1 Fjölnir

Afturelding vann Fjölni 3-1 í fyrri leiknum í dramatískum leik. Afturelding múraði fyrir í seinna einvíginu 0-0 lokatölur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Sigurður Hjörtur verður með flautuna Sigurður Hjörtur Þrastarson fær það verkefni að dæma leikinn á eftir.

Hér fyrir neðan má sjá dómarateymið í heild sinni.

Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Aðstoðardómari 1: Ragnar Þór Bender
Aðstoðardómari 2: Eysteinn Hrafnkelsson
Fjórði dómari: Elías Ingi Árnason

Eftirlitsmaður: Hjalti Þór Halldórsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
50 milljón króna leikurinn Heilir og sælir lesendur góðir og veriði velkomin í beina textalýsingu frá úrslitaleik Keflavíkur og Aftureldingar um sæti í Bestu-deild karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
24. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic ('86)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
19. Sævar Atli Hugason ('77)
22. Oliver Bjerrum Jensen
23. Sigurpáll Melberg Pálsson
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('86)
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('77)
26. Enes Þór Enesson Cogic
34. Patrekur Orri Guðjónsson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Oliver Bjerrum Jensen ('55)
Bjartur Bjarmi Barkarson ('88)

Rauð spjöld: