Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
4
2
FH
0-1 Elísa Lana Sigurjónsdóttir '5
Samantha Rose Smith '20 1-1
Andrea Rut Bjarnadóttir '31 2-1
Samantha Rose Smith '33 3-1
3-2 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir '36
Katrín Ásbjörnsdóttir '63 4-2
28.09.2024  -  14:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: Dropar inn á milli en annars ágætt
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 507. Betra en seinast.
Maður leiksins: Samantha Rose Smith
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Samantha Rose Smith
7. Agla María Albertsdóttir ('73)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('81)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('81)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('55)
18. Kristín Dís Árnadóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
2. Jakobína Hjörvarsdóttir
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('73)
17. Karitas Tómasdóttir ('55)
28. Birta Georgsdóttir ('81)
33. Margrét Lea Gísladóttir ('81)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Agla María Albertsdóttir ('16)
Samantha Rose Smith ('50)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikakonur vinna Blikar fara með 4-2 sigur af hólmi og halda í toppsætið fyrir næstu helgi.
90. mín
Skot í stöng! +2
Selma Sól gerir vel í að koma sér í færi en skot hennar fer í stöngina á marki Blika.
90. mín
Þrjár í uppbót
90. mín
Birta og Margrét Lea Halló halló.

Skjóta á markið! Birta fer framhjá fullt af varnarmönnum og hefði getað skotið miklu fyrr. Kemur sér í vesen og nær skoti sem berst á Margréti Leu en hún hefði þurft að taka boltann í fyrsta. Blikar hættulegri.
89. mín
Skot framhjá Birta Georgs keyrir í átt að teig FH. Nær skoti í gegnum klof varnarmanns en framhjá er það.
85. mín
Skot í stöng! Hrafnhildur Ása keyrir upp að teig FH og tekur þrumuskot í utanverða stöngina. Boltinn berst á Margréti Leu sem á skot yfir.
84. mín
Ásta mikið meidd? Það væri högg fyrir Blikakonur ef fyrirliðinn Ásta Eir er meidd næstu helgi þegar þær grænklæddu mæta í heimsókn á Hlíðarenda.
82. mín
Inn:Selma Sól Sigurjónsdóttir (FH) Út:Berglind Freyja Hlynsdóttir (FH)
FH búnar með skiptingarnar
81. mín
Inn:Margrét Lea Gísladóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Fyrirliðinn og framherjinn af velli Ásta meidd og Katrín búin að gefa allt í þetta.
81. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Fyrirliðinn og framherjinn af velli Ásta meidd og Katrín búin að gefa allt í þetta.
78. mín
Ásta líklega meidd Liggur hér eftir og þetta lítur ekki vel út fyrir Blika. FH hefja leik aftur og missa síðan boltann í markspyrnu fyrir Blika.
76. mín
Inn:Erla Sól Vigfúsdóttir (FH) Út:Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
75. mín
Andrea með stæla Andrea Rut kemst ein í gegn en reynir að sóla Aldísi í stað þess að skjóta og Aldís étur Andreu einfaldlega.
73. mín
Þetta var dauðafæri Sammy með glæsilega fyrirgjöf inn á teig FH þar sem Katrín stendur ein og óvölduð en á einhvern ævintýralegan hátt tekst henni að skalla boltann yfir markið.
73. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Agla leikið býsna vel Þrátt fyrir að hún hafi ekki komið með beinum hætti að neinu marki þá hefur Agla verið góð.
72. mín
Jááájáaaa Þetta er bara svona já, smá staðnað. Heiða Ragney var að reyna hérna áhættusækna sendingu inn í teig FH en boltinn fer yfir.
67. mín
Lítið að frétta Ekki mikið í gangi eftir fjórða mark Blikakvenna.
63. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Samantha Rose Smith
Glæsimark Samantha keyrir upp hægri kantinn og hvorki Hanna Kallmaier né Jónína Linnet ná að stöðva för hennar. Hún nær svo góðri sendingu út í teiginn þar sem Katrín gerir mjög vel í að skora þar sem það voru leikmenn FH í kringum hana. 4-2 Blikar!
63. mín
Hörkufæri Agla María fær boltann í gegn frá Andreu að mér sýndist, tekur snertingu inn á teig en skotið hennar er yfir.
60. mín
Inn:Hanna Kallmaier (FH) Út:Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH)
Guðni hristir upp í þessu
60. mín
Inn:Thelma Karen Pálmadóttir (FH) Út:Snædís María Jörundsdóttir (FH)
Guðni hristir upp í þessu
60. mín
Inn:Hildur Katrín Snorradóttir (FH) Út:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
Guðni hristir upp í þessu
59. mín
Hornspyrna eftir hornspyrnu Blikar með tvær hornspyrnur í röð og er sú síðari mun hættumeiri. Mikið klafs.
55. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Vigdís leikið vel Vigdís hefur átt mjög góðan leik. Sammy fer þá upp á kantinn og Karitas inn á miðjuna.
54. mín
Horn Agla fær boltann frá Vigdísi sem gerði vel í undirbúningnum og Agla keyrir upp að endalínu og vinnur horn. Agla María tekur það sjálf. Hornið er mjög gott inn á mitt mark FH. Barbára Sól með lélegan skalla yfir markið.
50. mín Gult spjald: Samantha Rose Smith (Breiðablik)
50/50 Sammy og Vigdís Edda lenda saman en mér sýndist þetta bara vera barátta. Vigdís liggur eftir og fær aðhlynningu á meðan að Sammy stendur upp og fær gult spjald. Veit ekki með þetta.
48. mín
ANDREA RUT Leikur sér að fjórum varnarmönnum FH og á held ég þrjú skot þar sem það síðasta glymur í stönginni. FH geysast beint í sókn en ekkert verður úr því.
47. mín
Engin mætt Katrín með góða sendingu út í teig FH en enginn leikmaður BLika á stóru svæði í teignum. Verða að fylla teiginn betur í svona stöðum.
46. mín
Aftur í gang FH konur sparka seinni hálfleik af stað.
45. mín
Hálfleikur
+2
Hörku fyrri hálfleikur að baki. 3-2 fyrir heimakonum í Breiðablik.
45. mín
Skot frá Andreu +1
Blikakonur spila sig inn á teiginn og Andrea tekur fast skot sem fer beint á Aldísi.
45. mín
2 í uppbót Ekki miklar tafir í fyrri hálfleik
45. mín
FH geysast beint í sókn FH konur náðu að spila sig beint upp völlinn og að lokum á Hildigunnur fínt skot en Telma vel á verði og grípur boltann.
44. mín
Blikakonur betri sem áður Sammy með fyrirgjöf frá vinstri eftir gott samspil við Katrínu. Agla María rétt missir af boltanum.
41. mín
Margrét Brynja með skot Fær alla Heiðmörk til að hlaupa í fyrir framan teig Blika og tekur svo skot af svona 28 metrum og Telma skutlar sér þægilega í það.
39. mín
Rangstaða Sammy brýst inn á teiginn og nær þessari líka þrumufyrirgjöf á Vigdísi sem þarf ekki nema að setja löppina í boltann og inn fer hann. En hún er dæmd rangstæð. Ekki seldur á að þetta sé réttur dómur en hvað um það.
39. mín
Trylltur leikur Það eru komin 5 mörk í þetta nú þegar og leikurinn hefur haft yfirbragð borðtennisleiks undanfarnar mínútur. Stórskemmtilegt áhorfs.
36. mín MARK!
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (FH)
Stoðsending: Margrét Brynja Kristinsdóttir
Þvílíkt mark! Margrét Brynja geysist upp hægri kantinn eins og oft áður. Hún sendir boltann á Hildigunni sem er rétt um 5 metrum frá vítateig Blika. Hún leggur boltann fyrir sig og á þetta þrumuskot með vinstri í bláhornið niðri. 3-2 Blikar!
33. mín MARK!
Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Stoðsending: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
Blikakonur komnar í gang! Þarna kom það þriðja strax. Vigdís nær að snúa með mann í bakinu og setja boltann vel inn á Sammy. Sammy tekur erfiða snertingu en nær samt að setja boltann framhjá Aldísi. Blikar eru miklu betri þessa stundina og leika í raun á alls oddi. Fá annað færi á meðan undirritaður ritar þetta hér að ofan. 3-1 Blikar!
31. mín MARK!
Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Þetta var fyndið Andrea fékk að hlaupa með boltann frá miðjuhringnum alla leið inn í teig FH-inga þar sem hún fór yfir á vinstri og setti boltann glæsilega framhjá Aldísi. 2-1 Blikar!
30. mín
Uuuuuuu ha? Agla María vinnur boltann hátt á vellinum, nær glæsilegri fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Katrín Ásbjörns er ein og óvölduð en hún dúndrar boltanum yfir markið. Hún er ekki sátt við sjálfa sig.
29. mín
Vigdís í færi! Vigdís Lilja fær boltann eftir klafs og nær að pota boltanum framhjá Aldísi sem teygir sig í boltann fyrir aftan sig og kemur í veg fyrir mark.
27. mín
Andrea með skot Andrea Rut og Katrín leika á milli sín fyrir utan teig FH. Andrea tekur flott snúningsskot sem fer rétt út fyrir stöngina.
24. mín
Rangstaða - Valur yfir Þær fréttir voru að berast frá Víkingsvelli að Valskonur væru komnar yfir með marki frá Fanndísi Friðriks. Rangstaða dæmd á Blika sem eru betri eftir markið.
20. mín MARK!
Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Stoðsending: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
Sammy stoppar ekki Kristín Dís á frábæra sendingu upp á teig FH frá miðjunni. Boltinn berst á Vigdísi Lilju sem á líka þessa laglegu sendingu inn á Sammy sem setur hann með vinstri í fjær. 1-1!
16. mín Gult spjald: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Alveg jafn augljóst Fór aftan í leikmann FH. Augljóst.
15. mín
Sammy og Agla Sammy brunar frá miðjunni í átt að teig Blika, sendir út á Öglu sem nær skoti á markið. Aldís grípur það.
14. mín
Hildigunnur með skot Hildigunnur Ýr geysist upp hægri kantinn í skyndisókn hjá FH. Keyrir inn á völlinn og tekur skot með vinstri sem fer yfir Telmu og markið.
12. mín Gult spjald: Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH)
Augljósara verður það ekki Rífur í Sammy Smith sem er komin framhjá henni og stöðvar einfaldlega för hennar.
10. mín
Alvöru atlaga Andrea með frábært hlaup af miðjunni upp að teig FH. Sendir boltann á Vigdísi Lilju sem á skot sem Aldís ver og FH hreinsa lengra. Agla María tekur skot í fyrsta úr hreinsuninni sem fer rétt yfir markið.
8. mín
Rangstaða á FH Margrét Brynja hótar hlaupi í gegn en hún er dæmd rangstæð. Held að þetta hafi verið hárréttur dómur.
7. mín
Fyrirgjöf á fyrsta mann Blikar spila Sammy Smith vel í gegnum hægri kantinn áður en hún tekur fyrirgjöfina fyrir, en á fyrsta mann og FH hreinsa í burtu.
5. mín MARK!
Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
Þetta var auðvelt FH stelpur fengu að valsa um í og við teig Blika áður en Elísa fékk einfaldlega að stilla upp í skot sem Telma átti aldrei mögulega á að verja. Þéttingsfast og út við stöng. 0-1 FH!
3. mín
Yfir allt Spyrnan hjá Öglu Maríu alltof löng og í innkast hinu megin. Blikar vinna boltann aftur og liðin skiptast síðan á að halda í hann.
2. mín
Fyrsta horn leiksins Blikar fá hornspyrnu. Agla María tekur hana.
1. mín
Leikur hafinn
Af stað með þetta Breiðablik byrja með boltann en missa hann jafn harðan. Þær sækja í átt að Sporthúsinu á meðan að FH sækja í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Stutt í þetta Final Countdown ómar í græjunum hérna á Kópavogsvelli og bæði lið hafa haldið til búningsherbergja. Það styttist í þetta dömur mínar og herrar.
Fyrir leik
Hvar voru allir? Á síðasta leik hérna á Kópavogsvelli, sem var síðustu helgi, mættu einungis 127 áhorfendur. Það verður að teljast vandræðalega fáir áhorfendur miðað hvað er í húfi.
Fyrir leik
Langt á milli Á meðan að Breiðablik tróna á toppi Bestu deildarinnar þá situr FH í 6. sæti deildarinnar, eða á botni efri hlutans. FH tapaði 2-0 síðustu helgi gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á meðan að Breiðablik gjörsamlega rústaði Þór/KA 6-1.
Fyrir leik
Nýjir Íslandsmeistarar? Breiðablik gæti orðið Íslandsmeistari í dag ef þær vinna FH og Valur tapar fyrir Víking Reykjavík, en þau lið etja kappi á sama tíma og leikurinn hérna fer fram.
Fyrir leik
Hjartanlega velkomin Komiði sæl og blessuð og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem FH heimsækir Breiðablik í 4. umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
2. Birna Kristín Björnsdóttir ('76)
5. Arna Eiríksdóttir (f)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('60)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('60)
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('60)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
32. Berglind Freyja Hlynsdóttir ('82)
37. Jónína Linnet
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir

Varamenn:
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('76)
6. Hanna Kallmaier ('60)
11. Anna Nurmi
33. Hildur Katrín Snorradóttir ('60)
35. Thelma Karen Pálmadóttir ('60)
36. Selma Sól Sigurjónsdóttir ('82)
42. Bryndís Halla Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Karen Tinna Demian
Brynjar Sigþórsson

Gul spjöld:
Margrét Brynja Kristinsdóttir ('12)

Rauð spjöld: