Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
FH
0
1
Breiðablik
0-1 Kristinn Jónsson '52
29.09.2024  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1137
Maður leiksins: Kristinn Jónsson
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
2. Ingimar Torbjörnsson Stöle
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('53)
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('93)
10. Björn Daníel Sverrisson ('53)
21. Böðvar Böðvarsson ('72)
23. Ísak Óli Ólafsson
33. Kristján Flóki Finnbogason ('72)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
5. Robby Kumenda Wakaka
8. Finnur Orri Margeirsson ('72)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('72)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('53)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('93)
37. Baldur Kári Helgason ('53)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Grétar Snær Gunnarsson ('27)
Baldur Kári Helgason ('60)
Sigurður Bjartur Hallsson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Meistarasigur hjá Blikum! Þá hefur Erlendur Eiríksson flautað til leiks loka og það eru Kópavogsbúar sem fara heim með þrjú stig í Smárann.

Sanngjörn úrslit miðað hvernig leikurinn spilaðist en Daði, sem var búinn að eiga góðan leik í markinu, gerði sig sekan um rándýr mistök í sigurmarki Blika.

Skýrsla og viðtöl koma inn á síðuna innan skamms.

Þangað til næst, verið þið sæl!
93. mín
Davíð í góðu færi Davíð Ingvar kemst í gegn í mjög góða stöðu inn á teig FH og tekur skotið sem fer framhjá.

Alls ekki nógu gott skot.
93. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
90. mín
+4 í uppbót
90. mín
Sigurður Bjartur fær langan bolta upp völlinn og skallar hann aftur fyrir sig og skyndilega er Ísak Óli, sem er kominn upp á topp, kominn í góða stöðu. Hann tekur skotið en missir jafnvægi í skotinu og skotið fer í hliðarnetið.
87. mín Gult spjald: Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
Rétt spjald Brot á miðjum velli og klárt spjald.
84. mín
Ísak Snær fær boltann í D-boganum og er einn og óvaldaður. Hann tekur skotið í fyrsta sem fer yfir markið.
82. mín
Kiddi Jóns tekur spyrnuna. Hann lætur vaða en skotið fer hátt hátt yfir markið. Næstum því út á bílaplan þar sem ég lagði til dæmis bílnum mínum. Vonandi er allt í lagi með hann.
80. mín
Blikar að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað Rétt fyrir utan teig í kjörstöðu fyrir góðan spyrnumann að láta vaða á markið.

Spurning samt hvort þeir reyni ekki fyrirgjöf, sjáum til.
77. mín
Kiddi Jóns tekur spyrnuna sem Arnór Borg skallar frá.
76. mín
Blikar að fá hornspyrnu! Aron Bjarna keyrir inn á teiginn og kemur boltanum til hliðar á Davíð Ingvars. Hann tekur skotið á markið sem Daði ver í horn.
73. mín
Aron Bjarna kemst í gott færi og tekur skotið sem Böddi hendir sér fyrir. Boltinn er á leið í horn en Daði bjargar því líka!
72. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (FH) Út:Böðvar Böðvarsson (FH)
72. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (FH) Út:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
71. mín
Blikar verjast spyrnunni mjög vel.
70. mín
FH að fá hornspyrnu!
67. mín
1137 áhorfendur í Kaplakrika í dag
62. mín
Horn! Viktor Karl með skot fyrir utan teig í varnarmann og aftur fyrir. Hans fyrsta snerting í leiknum, þetta hefði verið alvöru innkoma!
60. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
60. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
60. mín Gult spjald: Baldur Kári Helgason (FH)
58. mín
Böddi tekur spyrnuna inn á teiginn sem Ólafur nær til og skallar boltann framhjá í erfiðri stöðu.
58. mín
FH að fá horn!
53. mín
Inn:Baldur Kári Helgason (FH) Út:Grétar Snær Gunnarsson (FH)
53. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (FH) Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
52. mín MARK!
Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Daði Freyr.... Kiddi Jóns kemur boltanum inn á teiginn úr hornspyrnu sem fer á markið og endar í netinu. Ég hélt fyrst að þetta væri sjálfsmark á Daða en hann bara missir boltan inn.

Daði var búinn að eiga mjög flottan leik í dag en gæti verið að tapa leiknum fyrir FH með þessum mistökum.
48. mín
Rétt yfir! Boltinn fer aftur einhvernveginn út á Kidda hinum meginn sem tekur aftur sendingu inn á teiginn en núna er það Viktor Örn sem nær til boltans og skallar rétt yfir markið!
47. mín
Daði ver! Höskuldur kemur með spyrnu inn á teiginn sem fer yfir allan pakkann og á Kidda Jóns hinum meginn við pakkann. Hann kemur með annan bolta fyrir sem fer aftur á Höskuld en hann er í frábæru færi og tekur skotið sem Daði ver í annað hrorn!
47. mín
Blikar fá hornspyrnu!
46. mín
Seinni hálfleikurinn hafinn! Það eru Blikar sem hefja seinni hálfleikinn fyrir okkur á ný en Ísak Snær á upphafssparkið.

Vonandi fara mörkin að detta inn í þeim seinni!
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks (af Stöð 2 Sport) Með boltann: 54%-46%
Marktilraunir: 3-6
Á mark: 0-4
Horn: 1-3
Rangstöður: 2-0
Heppnaðar sendingar: 154-139
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Allt jafnt í hálfleik Frekar líflegur fyrri hálfleikur að baki en það eina sem vantar í hann eru mörk. Þau koma í seinni, ég er handviss um það.

Tökum okkur korter og mætum svo til baka að vörmu spori.
45. mín
+1 mínútua í uppbót
43. mín
Ísak í dauðafæri! Ísak fær boltann einn og óvaldaður inni á teig FH. Hann snýr og tekur skotið sem Daði ver í horn.

Daði búinn að verja nokkrum sinnum mjög vel í þessum fyrri hálfleik en það er eins og það er ekki alveg kveikt á Ísaki.
42. mín
Blikar í hættulegri skyndisókn! Höskuldur vinnur boltann á miðjum vellinum og keyrir upp í sókn. Hann leggur hann til hliðar á Aron Bjarna sem ætlar að senda boltann fyrir markið á Kristófer Inga en Daði gerir vel í markinu og kemst fyrir sendinguna.
37. mín
Spyrnan er tekin stutt og Andri Rafn fær að lokum boltann fyrir utan teig FH. Hann kemur með bolta inn á teiginn sem fer í yfir allan pakkann og í markspyrnu.
36. mín
Blikar að fá hornspyrnu!
35. mín
Aukaspyrna en ekki víti! Aron Bjarna tekur fyrirgjöf inn á teiginn sem fer í hendina á Bödda. Blikar vilja víti en Elli segir nei.

Nokkrum sekúndum síðar fer flaggið hjá aðstoðardómaranum á loft og allir halda að Elli sé að hafa að benda á punktinn en Blikar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
35. mín
Eru Blikar að fá víti?
29. mín
Aron Bjarna tekur hornið sem Logi Hrafn skallar frá áður en Kiddi Steindórs tekur skotið í fyrsta í loftinu hátt yfir markið.
28. mín
Blikar að fá hornspyrnu!
27. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (FH)
Brýtur á Arnóri Gauta úti á miðjum velli og fær verðskuldað gult spjald.
23. mín
Dæmt brot á Anton Ara í markinu sem liggur niðri sárþjáður en er að mér sýnist að ná að hrista þetta af sér.
22. mín
FH að fá hornspyrnu!
19. mín
Daði bjargar sjálfum sér Daði kemur með slaka sendingu upp völlinn sem Logi missir af og Arnór Gauti er fljótur að vinna boltann og koma honum til hliðar á Aron Bjarna. Aron keyrir í átt að teignum og kemur með fínt skot sem Daði er hins vegar í engum vandræðum með.
16. mín
Rangur! Kristófer kemur með góða sendingu í gegn á Ísak Snæ sem setur boltann rétt framhjá en hann var einnig rétt fyrir innan svo þetta hefði aldrei talið ef hann hefði skorað.
15. mín
Hitinn heldur áfram! Núna eru Kristján Flóki og Viktor Örn í baráttu við hliðarlínuna og Kristján er dæmmdur brotlegur. Blikar vilja fá spjald á Kristján líkt og þeir fengu skömmu áður en fá það ekki. Við það myndast smá æsingur en það er kominn ágætur hiti í þennan leik!
14. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Tvö gul með skömmu millibili Rétt spjald þar sem hann stoppar skyndisókn en Blikar mótmæla þessu.
12. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Hiti! Blikar vilja brot á Ísak Óla sem er í baráttunni við nafna sinn Ísak Snæ. Eftir nokkrar sekúndur virðist Ísak Snær hafa slegið eða eitthvað til Ísaks Óla og fær verðskuldað spjald.

Margir vildu sjá rautt þarna.
11. mín
FH í færi Sigurður Bjartur fær boltann fyrir utan vítateig Blika og kemur honum inn á teiginn yfir varnarlínuna þar sem Björn Daníel er mættur. Hann setur boltann í hliðarnetið af stuttu færiþ
5. mín
Svona sé ég þetta FH (4-2-3-1)
Daði
Ingimar - Ísak - Ólafur - Böðvar
Logi - Grétar
Sigurður - Björn - Kjartan
Kristján

Í uppspilinu fer Ingimar hátt upp og Sigurður fer í senterinn með Kristjáni Flóka. Böðvar er lítið að fara hátt upp völlinn til að byrja með.

Breiðablik (4-3-3)
Anton
Andri - Damir - Viktor - Kristinn J.
Höskuldur - Arnór - Kristinn S.
Aron - Ísak - Kristófer
1. mín
Leikur hafinn
Það eru FH-ingarnir sem koma okkur í gang.

Heimamenn í FH leika í gulu Píeta treyjunum sínum en Blikar leika í svörtum treyjum, svörtum stuttbuxum og svörtum sokkum.
Fyrir leik
20 ár síðan FH varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Íslandsmeistaralið FH árið 2004 gengur til vallar til að fagna 20 ára afmæli fyrsta Íslandsmeistaratitli FH en þetta lið fékk gullmerki FH á dögunum.

Margir ágætir leikmenn þarna.
Fyrir leik
Bæði lið með þrjár breytingar Damir Muminovic, Kristinn Steindórsson og Kristófer Ingi Kristinsson koma inn í Breiðabliksliðið fyrir Daniel Obbekjær, Viktor Karl Einarsson og Davíð Ingvarsson sem allir eru á bekknum.

Kjartan Kári Halldórsson, Logi Hrafn Róbertsson og Böðvar Böðvarsson koma inn hjá FH fyrir Finn Orra Margeirsson, Arnór Borg Guðjohnsen og Bjarna Guðjón Brynjólfsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Spáð í spilin Í dag hefst 2. umferðin í Bestu deildinni eftir tvískiptingu - fjórða síðasta umferð mótsins. Til þess að spá í umferðina fengum við Jóhann Skúla Jónsson sem heldur úti Svona var sumarið hlaðvarpinu og gerði upp ævintýri U21 landsliðsins sem fór í lokakeppni EM árið 2011 í nýjasta þættinum.

FH 1 - 2 Breiðablik (sunnudagur 14:00)
Eftir að Valsmenn misstu af titlinum er mér alveg sama hvað Blikar gera. Væri geðveikt ef þeir myndu gera mér greiða og þagga niður í vini mínum sem líkist Sebastían Hedlund. Klára leikinn í fyrri hálfleik með tveimur mörkum. FH-ingar samt fá sér Yl og Frost frá Birtu CBD í hálfleik, róa sig aðeins og minnka muninn.
Heiðursgestur: Guðmann Þórisson

Mynd: Aðsend

Fyrir leik
Teymið Erlendur Eiríksson dæmir þennan stórleik í Hafnarfirðinu en honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Bergur Daði Ágústsson. Gunnar Oddur Hafliðason er skiltadómari en eftirlitsmaður KSÍ er Viðar Helgason.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Blikar mega ekki misstiga sig Breiðablik er í þeirri stöðu að þeir mega bara ekki misstiga sig. Blikar eru í 2. sæti deildarinnar á markatölu með 52 stig á eftir Víking Reykjavík.

Blikar þekkja það að misstiga sig á Kaplakrikavelli en þeir gerðu það árið 2021 þegar þeir voru í toppbaráttu við Víking Reykjavík. Þá töpuðu þeri í næst seinustu umferð þegar þeim dugði einnig jafntefli en Blikar klikkuðu einnig á vítaspyrnu.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
FH-ingar leka inn mörkum - Ekki haldið hreinu síðan í júlí FH-liðið hefur verið að leka inn mörkum í seinustu leikjum í seinustu þremur leikjum hefur liðið fengið á sig 9 mörk, þ.e.a.s. þeir hafa fengið á sig þrjú mörk í hverjum leik í seinustu þremur leikjum. Í seinustu tveimur leikjum FH hefur Daði Freyr spilað í marki FH stað Sindra Kristins sem er aðalmarkmaður FH. Daði hefur nú spilað tvo leiki og fengið á sig 6 mörk gegn Fram og Víking Reykjavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fjörðurinn heilsar! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik FH og Breiðablik í úrslitakeppni Bestu deildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson ('60)
11. Aron Bjarnason
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('60)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
3. Oliver Sigurjónsson
8. Viktor Karl Einarsson ('60)
9. Patrik Johannesen
18. Davíð Ingvarsson ('60)
20. Benjamin Stokke

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Ísak Snær Þorvaldsson ('12)
Damir Muminovic ('14)

Rauð spjöld: