Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
Besta-deild karla - Efri hluti
Valur
19:15 0
0
Víkingur R.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fylkir
67' 1
2
KA
Besta-deild karla - Neðri hluti
KR
LL 7
1
Fram
Besta-deild karla - Efri hluti
FH
LL 0
1
Breiðablik
Besta-deild karla - Neðri hluti
Vestri
LL 2
1
HK
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Þróttur R.
LL 0
0
Þór/KA
Vestri
2
1
HK
0-1 Birnir Breki Burknason '54
Jeppe Pedersen '71 1-1
Andri Rúnar Bjarnason '84 2-1
29.09.2024  -  14:00
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: 3°C, N 3 m/sek. Hvít föl niður í fjöru
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: ca 200
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde ('82)
9. Andri Rúnar Bjarnason ('92)
11. Benedikt V. Warén
17. Gunnar Jónas Hauksson
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen

Varamenn:
33. Vladan Dogatovic (m)
3. Elvar Baldvinsson
7. Vladimir Tufegdzic ('92)
19. Pétur Bjarnason
20. Jeppe Gertsen
26. Friðrik Þórir Hjaltason
77. Sergine Fall ('82)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Benedikt Jóhann Þ. Snædal
Þorsteinn Goði Einarsson
Vladimir Vuckovic

Gul spjöld:
Andri Rúnar Bjarnason ('88)
Sergine Fall ('90)

Rauð spjöld:
@ Hákon Dagur Guðjónsson
Skýrslan: Vestri með risastór þrjú stig gegn HK á Ísafirði
Hvað réði úrslitum?
Það er einfalt mál, sigurmark Andra Rúnars í lokin. Leikurinn hefði getað farið á alla vegu en Vestramenn fundu mark sem HK fann ekki. Töfrar Pedersen fjölskyldunnar svifu yfir landinu í dag og göldruðu fram mark úr efstu hillu frá Jeppe til að jafna leikinn.
Bestu leikmenn
1. Jeppe Pedersen
Frábær í dag og kórónaði frammistöðuna með glæsilegu marki. Hljóp eins og vitleysingur, vann tæklingar og sýndi gæði með boltann.
2. Eiður Aron Sigurbjörnsson
Þyrfti að vera oftar í þessum dálkum. Er að öðrum ólöstuðum búinn að vera besti maður Vestra í sumar. Ívar Örn dældi boltum á turninn í teignum í dag og Eiður sá um að ekkert varð úr því. Varnarmaður af gamla skólanum og frábær sem slíkur.
Atvikið
Það er þetta mark Jeppe Pedersen. Það var kominn smá óværð í lið Vestra þegar hann dregur þetta mark úr hattinum. Þá kom trú í heimamenn og þeir sigla sigrinum heim að lokum.
Hvað þýða úrslitin?
Þetta var klassískur 6 stiga leikur. HK eru komnir í fallsæti einu stigi á eftir Vestra. Þetta er langt frá því að vera búið en nú getur Vestri sagt að þetta sé í þeirra höndum.
Vondur dagur
Ibrahima Balde. Ég veit hvað hann getur og frammistaðan í dag var langt frá því. Virtist latur, vældi í dómaranum og það kom lítið sem ekkert út úr honum fram á við. HK sem heild verður líka að taka þetta á sig. Mættu hálfslappir til leiks og virtust ekki spila eins og líf þeirra í deildinni væri undir. Komast yfir og að gera ekki betur í að verja stigin þrjú verður að teljast vont.
Dómarinn - 8
Bara flottur, ekkert við hann að athuga. Þurfti ekki að taka neinar stórar ákvarðanir og leyfði mönnum að berjast, hélt sér úr sviðsljósinu sem er það sem við viljum sjá frá dómara.
Byrjunarlið:
1. Christoffer Petersen (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
18. Atli Arnarson
19. Birnir Breki Burknason ('92)
21. Ívar Örn Jónsson
22. Dagur Örn Fjeldsted ('75)
30. Atli Þór Jónasson

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
7. George Nunn
14. Brynjar Snær Pálsson ('75)
20. Ísak Aron Ómarsson
28. Tumi Þorvarsson ('92)
33. Hákon Ingi Jónsson

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Birnir Breki Burknason ('66)

Rauð spjöld: