Stjarnan
3
0
ÍA
Emil Atlason
'18
1-0
2-0
Johannes Vall
'54
, sjálfsmark
Jón Hrafn Barkarson
'94
3-0
30.09.2024 - 19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Mjög kalt
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 627
Maður leiksins: Hilmar Árni Halldórsson
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Mjög kalt
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 627
Maður leiksins: Hilmar Árni Halldórsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Óli Valur Ómarsson
('76)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson
('76)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
('64)
22. Emil Atlason
24. Sigurður Gunnar Jónsson
30. Kjartan Már Kjartansson
('95)
32. Örvar Logi Örvarsson
Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
7. Örvar Eggertsson
('76)
9. Daníel Laxdal
('95)
14. Jón Hrafn Barkarson
('76)
19. Daníel Finns Matthíasson
47. Þorlákur Breki Þ. Baxter
80. Róbert Frosti Þorkelsson
('64)
Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Gul spjöld:
Sigurður Gunnar Jónsson ('31)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjörnumenn eru skrefi nær Evrópu!
Risasigur fyrir Stjörnuna í dag!
Skýrsla og viðtöl koma inn á síðuna innan skamms.
Þangað til næst, takk fyrir mig!
Skýrsla og viðtöl koma inn á síðuna innan skamms.
Þangað til næst, takk fyrir mig!
94. mín
MARK!
Jón Hrafn Barkarson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Jón er að klára þetta!
Hilmar fær boltann og kemur honum í gegn á Jón Hrafn sem klárar frábærlega framhjá Árna Marinó í markinu. Klobbar hann og klárar þetta fyrir Stjörnuna.
Jón búinn að vera sífellt ógnandi síðan hann kom inn á.
Jón búinn að vera sífellt ógnandi síðan hann kom inn á.
90. mín
Aleinn en skýtur framhjá
Viktor Jóns leggur boltann út í teiginn á Árna Salvar sem er aleinn en hann tekur skotið í fyrsta sem fer langt framhjá.
89. mín
Góð fyrirgjöf
Jón Gísli kemur með góðan bolta inn á teiginn sem Hlynur Sævar skallar beint á Árna Snæ.
88. mín
Stjörnumenn að fá horn!
Jón Hrafn og Örvar Eggerts leika skemmtilega á milli sín sem endar með skoti frá Jóni sem Árni Marinó ver í horn.
86. mín
Viktor Jóns liggur niðri eftir að hafa fengið boltann í hausinn af stuttu færi. Hann er staðinn á fætur og heldur hér leik áfram sýnist mér.
78. mín
Hugguleg hælsending!
Örvar Logi kemur með bolta inn á Hilmar Árna sem kemur með ekkert eðlilega huggulega hælsendingu á Jón Hrafn inni á teignum og skilur varnarmenn ÍA eftir í rykinu. Jón Hrafn er þá kominn í dauðafæri einn á móti Árna Marinó en skotið hans Jóns fer rétt framhjá.
75. mín
Hinrik í færi!
Róbert Frosti á slaka sendingu niður á varnarlínu Stjörnunnar sem Viktor Jóns les og kemur boltanum til hliðar á Hinrik Harðar. Hann keyrir inn á teiginn og tekur skotið sem Árni Snær ver með löppunum.
Þetta verður að vera betra hjá Hinriki!
Þetta verður að vera betra hjá Hinriki!
70. mín
Hörkuskot sem Árni Snær ver í horn
Haukur Andri fær boltann við D-bogann og lætur vaða á markið. Skotið var mjög gott en Árni Snær ver í horn.
69. mín
Adolf Daði í færi
Johannes Vall tekur spyrnuna inn á teiginn sem Oliver Stefánsson skallar út í teiginn en þar er enginn.
Stjörnumenn bruna þá sjálfir upp í skyndisókn og skyndilega er Adolf Daði kominn einn á móti Árna Marinó en skotið var ekki gott og auðvelt fyrir Árna Marinó.
Stjörnumenn bruna þá sjálfir upp í skyndisókn og skyndilega er Adolf Daði kominn einn á móti Árna Marinó en skotið var ekki gott og auðvelt fyrir Árna Marinó.
68. mín
Skagamenn að fá horn!
Skagamenn hreinsa, bruna upp í skyndisókn og sækja hornspyrnu sjálfir.
65. mín
627 áhorfendur á Samsung vellinum í Garðarbænum
Monday night football, enginn annar leikur í gangi og Evrópu undir, ég hefði viljað sjá fleiri hér í dag.
64. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
Út:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
57. mín
Klaufalegt - Stjörnumenn mikið betri!
Óli Valur keyrir upp hægri kantinn og kemur með boltann á fjærstöngina þar sem Adolf Daði er mættur og er með markið fyrir framan sig en hann hittir ekki boltann og missir hann aftur fyrir sig.
Stjörnumenn mikið betri í seinni hálfleiknum til þessa!
Stjörnumenn mikið betri í seinni hálfleiknum til þessa!
54. mín
SJÁLFSMARK!
Johannes Vall (ÍA)
Tæpt var það!
Óli Valur keyrir upp hægri kantinn og kemur með bolta fyrir markið sem fer í Skagamann en endar á Adolf Daða. Adolf kemur boltanum á Hilmar Árna, hann tekur á móti boltanum og tekur skot í stöngina og aftur í hina stöngina.
Johannes Vall er mættur niður á marklínu til að hreinsa boltann en fær hann í sig og boltinn fór yfir línuna áður en hann náði að hreinsa frá.
Ekkert smá mikilvægt og tæpt mark hjá Stjörnunni!
Johannes Vall er mættur niður á marklínu til að hreinsa boltann en fær hann í sig og boltinn fór yfir línuna áður en hann náði að hreinsa frá.
Ekkert smá mikilvægt og tæpt mark hjá Stjörnunni!
47. mín
Litla snertingin!
Árni Snær kemur með langan bolta fram upp völlinn á Emil Atla sem tekur ekkert smá snyrtilega á móti boltanum og tekur svo skotið en Erik Tobias gerir líka vel og kemst fyrir skotið. En þetta touch hjá Emil Atla!
45. mín
Hálfleikur
Þá er Elías Ingi búinn að flauta til hálfleiks og það eru Stjörnumenn sem leiða sanngjarnt 1-0.
Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori.
Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori.
31. mín
Gult spjald: Sigurður Gunnar Jónsson (Stjarnan)
Klárt gult spjald, stoppar hraða skyndisókn. Sýndist hann brjóta á Hinriki Harðar.
31. mín
Óli Valur með lúmska tilraun eftir fínan sprett rétt fyrir utan teig en Árni Marinó er í engum vandræðum með það skot.
26. mín
Ingi Þór tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer út á Jón Gísla hann kemur með fyrirgjöf inn á teiginn sem Óli Valur skallar út á Inga Þór. Hann fær boltann og skokkar í átt að teignum áður en hann tekur skotið yfir markið.
26. mín
Enn eitt hornið
Ingi Þór tekur sprnuna inn á teiginn sem Emil Atla skallar frá áður en Jón Gísli tekur skotið í varnarmann og aftur fyrir.
23. mín
Johannes Vall tekur spyrnuna inn á teiginn og Gummi Kriskallar frá.
Skagamenn halda í boltann.
Skagamenn halda í boltann.
22. mín
Fjórða hornið í röð!
Aftur fá Skagamenn horn, Stjörnumenn hreinsa í enn eitt hornið.
22. mín
Annað horn - Góð varsla
Ingi Þór tekur spyrnuna aftur inn á teiginn og aftur skallar Vardic á markið en Árni Snær sér við honum að þessu sinni.
21. mín
Bjargað á línu!
Ingi Þór tekur spyrnuna inn á teiginn sem Marko Vardic skallar á markið en Stjörnumenn bjarga á línu áður en Árni Snær kemur boltanum í annað horn!
20. mín
Viktor Jóns fær boltann inni á teignum, snýr og tekur skotið sem fer rétt framhjá markinu.
18. mín
MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Stjörnumenn taka forystuna!
Hilmar Árni tekur aftur spyrnuna sem fer beint á Emi Atla og hann skallar boltann í netið. Mér fannst varnarleikurinn hjá Skagamönnum í þessu marki ekkert sérstakur.
Stjörnumenn búnir að brjóta ísinn og nú taka við áhugaverðar mínútur.
Stjörnumenn búnir að brjóta ísinn og nú taka við áhugaverðar mínútur.
17. mín
Önnur hornspyrna!
Hilmar Árni tekur spyrnuna inn á teiginn sem Skagamenn hreinsa frá en skömmu síðar fá Stjörnumenn aðra hornspyrnu hinum meginn.
12. mín
Fyrsta alvöru færið
Erik Tobias gerir glæsilega og vinnur boltann með frábærri tæklingu. Hann kemur boltanum svo upp á Hinrik Harðar sem keyrir í átt að teignum og tekur skotið sem fer í hliðarnetið.
Loksins fer eitthvað að draga til tíðinda!
Loksins fer eitthvað að draga til tíðinda!
6. mín
Leikurinn fer afar rólega af stað. Bæði lið eru að koma sér í fínar stöður en eru að fá ekkert út úr þeim.
Gæti alveg verið lokaður leikur í dag.
Gæti alveg verið lokaður leikur í dag.
Fyrir leik
Mínútu klapp fyrir leik
Á dögunum lést einn af dáðustu sonum Stjörnunnar, hann Benedikt Sveinsson, og fyrir leik klappa leikmenn, þjálfarar, dómarar og áhorfendur í mínútu til minningar um Benedikt. Leikmenn Stjörnunnar leika þá einnig með sorgarbönd í dag.
Fyrir leik
Geggjuð kjötsúpa í Garðarbænum
Þá er maður búinn að koma sér fyrir hérna á Samsung vellinum með geggjaða kjötsúpu sem hlýjar manni aðeins, sérstaklega á þessum árstíma þegar það er byrjað að kólna á kvöldin.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi!
Jökull Elísabetarson gerir engar breytingar á Stjörnuliðinu frá 2-2 jafnteflinu gegn Breiðablik á dögunum. Hann heldur sig alfarið við sama hóp.
Skagamenn töpuðu 2-0 gegn Blikum í seinustu umferð en Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, gerir allt að þrjár breytingar á Skagaliðinu frá þeim leik. Þeir Oliver Stefánsson, Ingi Þór Sigurðsson og Marko Vardic koma inn í liðið fyrir þá Hlyn Sævar Jónsson, Rúnar Má Sigurjónsson og Steinar Þorsteinsson.Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason
24. Sigurður Gunnar Jónsson
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson
19. Marko Vardic
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson
Skagamenn töpuðu 2-0 gegn Blikum í seinustu umferð en Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, gerir allt að þrjár breytingar á Skagaliðinu frá þeim leik. Þeir Oliver Stefánsson, Ingi Þór Sigurðsson og Marko Vardic koma inn í liðið fyrir þá Hlyn Sævar Jónsson, Rúnar Má Sigurjónsson og Steinar Þorsteinsson.Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason
24. Sigurður Gunnar Jónsson
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson
19. Marko Vardic
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson
Fyrir leik
Spáð í spilin
Jóhann Skúli Jónsson sem heldur úti Svona var sumarið hlaðvarpinu og gerði upp ævintýri U21 landsliðsins sem fór í lokakeppni EM árið 2011 í nýjasta þættinum, spáði í 2. umferð Bestu deildarinnar eftir tvískiptinguna.
Stjarnan 2 - 2 ÍA (mánudagur 19:15)
Andri Adolphs er með SB5 grenjandi ofan í hálsmálið á sér alla daga og mætir óvænt illa reiður og fullur af orku til leiks og kemur Stjörnunni í 2-0 í fyrri hálfleik. Skaginn jafnar þetta svo einhvern veginn.
Heiðursgestur: Árni Gautur Arason eða King Bjarni Sig ég get ekki gert upp á milli.
Stjarnan 2 - 2 ÍA (mánudagur 19:15)
Andri Adolphs er með SB5 grenjandi ofan í hálsmálið á sér alla daga og mætir óvænt illa reiður og fullur af orku til leiks og kemur Stjörnunni í 2-0 í fyrri hálfleik. Skaginn jafnar þetta svo einhvern veginn.
Heiðursgestur: Árni Gautur Arason eða King Bjarni Sig ég get ekki gert upp á milli.
Fyrir leik
Þriðja liðið
Einn af betri dómurum sumarsins, Elías Ingi Árnason, dæmir þennan stórleik í Garðarbænum í kvöld en honum til aðstoðar verða þeir Kristján Már Ólafs og Ragnar Þór Bender. Vilhjálur Alvar Þórarinsson er skiltadómari en Skúli Freyr Brynjólfsson er eftirlitsmaður KSÍ í dag.
Fyrir leik
Stórleikur - Úrslitaleikur um Evrópu?
Í ljósi þess að Valur töpuðu í gærkvöldi gegn Víkingum er þessi leikur enn stærri. Ef Stjarnan vinnur í dag eru Garðbæingar einu stigi frá Val í 3. sætinu en ef Skagamenn vinna eru þeir tveimur stigum frá 3. sætinu. Jafntefli myndi því gera lítið fyrir bæði lið en ef annað liðið vinnur er þessi barátta um 3. sætið orðin miklu meira spennandi.
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
11. Hinrik Harðarson
('76)
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson
('76)
19. Marko Vardic
('64)
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson
('87)
Varamenn:
25. Marvin Darri Steinarsson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson
('87)
5. Arnleifur Hjörleifsson
14. Breki Þór Hermannsson
15. Gabríel Snær Gunnarsson
('76)
18. Guðfinnur Þór Leósson
('64)
22. Árni Salvar Heimisson
('76)
88. Arnór Smárason
Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Gul spjöld:
Rauð spjöld: