PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
FH
0
0
Þróttur R.
05.10.2024  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Dómarateymið Ásmundur Þór Sveinsson verður á flautunni í dag og verða þeir Tomasz Piotr Zietal og Arnþór Helgi Gíslason honum til aðstoðar. Varadómari er Hreinn Magnússon.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Efri hlutinn! Svona lítur taflan út fyrir leikina í dag. Mikil spenna ríkir í deildinni!

Breiðablik - 60 stig
Valur - 59 stig
Þór/KA - 34 stig
Víkingur - 33 stig
Þróttur R. - 26 stig
FH - 25 stig

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þróttur R. Þróttur er í 5. sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag. Þróttur getur tryggt sér fimmta sætið með jafntefli eða sigri hér í dag. Þróttarar tóku á móti Þór/KA í síðustu umferð. Sá leikur endaði með markalausu jafntefli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
FH FH-ingar eru fyrir leikinn í 6. sæti deildarinnar, neðsta sæti efri hlutans. FH er einu stigi fyrir neðan Þróttarana og geta því ,með sigri hér í dag, endað tímabilið í 5.sæti. FH tók á móti Breiðablik í algjörri markaveislu í síðustu umferð. Fimm mörk höfðu litið dagsins ljós er liðin gengu til búningsherbergja en Blikar leiddu 3-2 í hálfleik. Minna var um að vera í seinni hálfleiknum og enduðu leikar 4-2 Breiðablik í vil.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
Heil og sæl! Góðan dag og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu á viðureign FH og Þróttar R. í efri hluta Bestu deild kvenna! Lokaumferð deildarinnar er öll spiluð í dag og er þetta því síðasti leikur liðanna á tímabilinu. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli í Hafnafirðinum og hefst klukkan 14:00!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: