Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Fram
2
4
Vestri
0-1 Andri Rúnar Bjarnason '21
Alex Freyr Elísson '33 1-1
1-2 Benedikt V. Warén '44
1-3 Andri Rúnar Bjarnason '45
1-4 Andri Rúnar Bjarnason '54
Kennie Chopart '67 2-4
Ibrahima Balde '73
05.10.2024  -  14:00
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Áhorfendur: 379
Maður leiksins: Andri Rúnar Bjarnason
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
6. Tryggvi Snær Geirsson ('63)
7. Guðmundur Magnússon (f) ('63)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
17. Adam Örn Arnarson
28. Tiago Fernandes ('46)
33. Markús Páll Ellertsson ('76)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
11. Magnús Þórðarson ('63)
14. Djenairo Daniels ('76)
20. Hlynur Örn Andrason
25. Freyr Sigurðsson ('46)
27. Sigfús Árni Guðmundsson
32. Gustav Bonde Dahl ('63)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
4-2 sigur Vestra er niðurstaðan hér í dag eftir afar skemmtilegan leik.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í dag!
96. mín
Vestri fær hornspyrnu og stuðningsmenn Vestra fagna því vel.
95. mín Gult spjald: Jeppe Gertsen (Vestri)
94. mín
Framarar ógna mikið en Vestri verst vel.
90. mín
+5 í uppbótartíma
90. mín Gult spjald: William Eskelinen (Vestri)
Tekur sinn tíma í útsparkið.
88. mín
Fram fær aukaspyrnu en Vestramenn verjast vel.
87. mín Gult spjald: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
84. mín
Fred með langskot sem fer framhjá markinu.
84. mín
Fram fær hornspyrnu Búnir að vera ógna mikið síðustu mínúturnar.
81. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Vestri) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
78. mín
Gustav Dahl með flotta sendingu inn í teiginn á Daniels sem skallar hann í átt að markinu en Eskelinen ver vel.
76. mín
Inn:Djenairo Daniels (Fram) Út:Markús Páll Ellertsson (Fram)
75. mín
Fram á hornspyrnu en ekkert kemur úr henni.
75. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Vestri) Út:Benedikt V. Warén (Vestri)
74. mín
Ibrahima slær eitthvað til Magnúsar þegar aukaspyrnan er tekin. Framarar eru látnir endurtaka aukaspyrnuna. Veit ekki af hverju það er ekki bara hreinlega dæmd vítaspyrna á þetta.
73. mín Rautt spjald: Ibrahima Balde (Vestri)
72. mín Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (Vestri)
Fram fær aukaspyrnu í góðri fyrirgjafarstöðu.
71. mín
Ekkert kemur úr henni.
71. mín
Fram fær hornspyrnu
70. mín
20 mín eftir Var markið hans Kennie líflínan sem Fram þurfti til þess að fá eitthvað út úr þessum leik?
69. mín
Fram fær hornspyrnu Þorri með flotta ristarspyrnu á markið sem Eskelinen ver vel. Fred tekur hornspyrnuna en ekkert kemur úr henni.
67. mín MARK!
Kennie Chopart (Fram)
Kennie tekur spyrnuna og setur hann alveg við samskeytin vinstra megin. Það voru svona 7 leikmenn Vestra í veggnum og nokkrir leikmenn Fram einnig með sinn eigin vegg.
66. mín
Fram fékk aukaspyrnu alveg við vítateiginn hægra megin. Í stað þess að gefa boltann fyrir markið sendir hann boltann á Magnús við D-bogann en það er brotið á honum svo þeir fá aukaspyrnu þar.
63. mín
Inn:Gustav Bonde Dahl (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
63. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
62. mín
Kennie brýtur á Andra í miðjuhringnum.
60. mín Gult spjald: Fatai Gbadamosi (Vestri)
Tryggvi er að hlaupa upp í hraðasókn og Fatai með taktískt brot á honum.
59. mín
Sláin Hár bolti inn fyrir vörn Vestra sem Fred tíar niður fyrir Markús. Hann á skot rétt fyrir utan teiginn sem endar í slánni.
56. mín
Varið á línu Eftir smá darraðadans í teignum á Gummi Magg skot á markið en Eiður Aron ver boltann á línunni og fagnar ákaft.
54. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
ÞRENNA Benedikt á góða fyrirgjöf af hægri kantinum á fjærstöngina á Andra Rúnar sem skýtur á markið. Óli nær hendinni í boltann og ég hélt í fyrstu að hann hefði varið þetta gríðarlega vel en boltinn lak svo í netið, hefði mátt vera sterkari í úlnliðunum.
51. mín
Haraldur Einar á arfaslakt skot fyrir utan teig sem Eskelinen á ekki í miklum vandræðum með.
49. mín
Alex Freyr liggur hér í jörðinni og fær aðhlynningu. Við í blaðamannastúkunni sáum ekkert hvað gerðist.
48. mín
Smá darraðadans í teig Vestra en þeir ná að hreinsa boltann á endanum.
47. mín
Benedikt Warén tekur spyrnuna en ekkert kemur upp úr henni.
47. mín
Gustav á skalla í átt að markinu en Framarar hreinsa boltann í hornspyrnu.
46. mín
Inn:Freyr Sigurðsson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Vestri byrjar með boltann og það er Benedikt Warén sem sparkar okkur af stað.
45. mín
Hálfleikur
Ótrúlega skemmtilegur fyrri hálfleikur að baki. Færi á báða bóga en aðeins eitt lið með Andra Rúnar Bjarnason í sínu liði.
45. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
HVERNIG ER ÞETTA HÆGT Andri Rúnar fær sendingu inn fyrir vörnina úr vinstra hálfsvæðinu. Hann rétt svo nær boltanum áður en hann fer út fyrir endamörkin og stendur við vítateiginn. Hann ákveður síðan bara að lyfta boltanum yfir Óla.

Vægast sagt sturlað mark.
44. mín MARK!
Benedikt V. Warén (Vestri)
Stoðsending: Andri Rúnar Bjarnason
Vestri kemst aftur yfir Andri Rúnar gerir vel í að skýla boltanum miðsvæðis. Hann á síðan mjög góða sendingu inn fyrir vörnina á Benedikt Warén sem er í í baráttunni um boltann við Adam. Benedikt er aðeins fljótari og nær síðan að setja boltann framhjá Óla.
33. mín MARK!
Alex Freyr Elísson (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
ALLT JAFNT Haraldur tók spyrnuna sem fór á nærstöngina á Gumma Magg sem skallaði boltann en Eskelinen ver boltann mjög vel og Vestri hreinsar síðan boltann út úr teignum. Stuttu seinna er Fred með boltann fyrir utan teiginn og sem á hættulega sendingu fyrir markið og Alex Freyr kemur boltanum yfir línuna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

33. mín
Fram fær hornspyrnu
31. mín
Markús er í skallabaráttu við Elmar í teignum og boltinn dettur fyrir Tryggva eftir sem er í frábærri skotstöðu. Hann hamrar boltanum í átt að markinu en skotið fer nokkuð beint á Eskelinen sem ver þó þennan fasta bolta vel.

21. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
Andri kemur Vestra yfir Benedikt Warén með frábæra sendingu inn fyrir vörnina á Andra sem rekur boltann aðeins áfram og lyftir honum svo yfir Óla í markinu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

20. mín
Fram hársbreidd frá því að komast yfir Fred er við vítateiginn vinstra megin og lyftir boltanum inn í teiginn á Tryggva sem á lausan skalla í átt að markinu þar sem Alex bíður og nær að pota eitthvað í boltann en svo virtist sem Eskelinen hafi bara varið þetta á línunni af stuttu færi!
16. mín
MAAARR...RANGSTÆÐUR Benedikt tekur spyrnuna sem virðist vera stefna út fyrir endamörkin þannig Óli ætlar að láta hann fara. Morten er mættur á endalínuna og potar boltanum út í markteiginn þar sem Jeppe setur hann í netið.
16. mín
Þorri brýtur á Jeppe í hægra hálfsvæðinu, góð fyrirgjafarstaða fyrir Vestra.
14. mín
Andri Rúnar sækir aukaspyrnu í miðjuhringnum eftir bakhrindingu frá Þorra.
9. mín
Adam aftur að missa boltann Adam missir aftur boltann þegar Ibrahima nær boltanum af honum. Sókn Vestra endar með skoti frá Jeppe sem fer beint á Óla.
6. mín
Adam Örn með slæm mistök sem hefðu getað endað illa Varnarlína Fram er miðsvæðis að spila boltanum á milli sín og Adam missir boltann aðeins of langt frá sér. Benedikt kemst þar af leiðandi í boltann og ætlar í hraðaupphlaup en Kennie er vel vakandi og nær boltanum á undan honum.
5. mín
Haraldur Einar með hættulega fyrirgjöf af vinstri kantinum en varnarmenn Vestra vel á verði og ná að hreinsa boltann.
3. mín
Haraldur Einar og Benedikt Warén skella höfðunum saman. Þeir fá smá aðhlynningu.
2. mín
Vestri fær aukaspyrnu hægra megin. Benedikt spyrnir boltanum í átt að teignum en ekkert kemur upp úr þessu.
1. mín
Leikur hafinn
Fram byrjar með boltann og það er Fred sem sparkar okkur af stað
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl Fram í bláum treyjum og hvítum stuttbuxum og Vestri í hvítum treyjum og hvítum stuttbuxum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn KR í síðustu umferð. Þorri Stefán Þorbjörnsson, Tryggvi Snær Geirsson, Guðmundur Magnússon, Markús Páll Ellertsson og Alex Freyr Elísson koma allir inn í byrjunarliðið. Þeir koma í stað Brynjars Gauta Guðjónssonar, Magnúsar Þórðarsonar, Djenairo Daniels, Freys Sigurðssonar og Sigfúsar Árna Guðmundssonar.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn HK í síðustu umferð. Gunnar Jónas Hauksson tekur sér sæti á bekknum og í hans stað kemur Jeppe Gertsen inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Þorri Stefán skrifar undir 3 ára samning Þorri Stefán Þorbjörnsson er genginn alfarið í raðir Fram frá Lyngby og skrifar hann undir þriggja ára samning í Úlfarsárdal. Þessi 18 ára gamli miðvörður hefur spilað 23 leiki fyrir Fram í sumar.

Hann er uppalinn hjá Fram en hélt í FH fyrir tímabilið 2022 og var þar í eitt og hálft ár áður en hann samdi í Danmörku. Þorri hefur leikið á láni með Fram á tímabilinu og sagði frá því fyrr á þessu ári að hans vilji væri að yfirgefa Lyngby.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð




Fyrir leik
Slæm útreið í Vesturbænum og mikilvægur sigur í Djúpinu Framarar lágu kylliflatir gegn KR í síðustu umferð þegar þeir töpuðu 7-1 þar sem Benóny Breki skoraði meðal annars fjögur mörk.

Vestri spilaði á móti HK í algjörum 6 stiga leik og var það enginn annar en Andri Rúnar Bjarnason sem skoraði sigurmarkið á 84. mínútu til þess að tryggja Vestra 2-1 sigri.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Viðureignin í dag Það er ennþá tölfræðilegur möguleiki á því að Fram falli en sá möguleiki er pínkuponsulítill. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hvernig Fram svarar fyrir niðurlæginguna gegn KR í síðustu umferð. Vestri er hins vegar í bullandi baráttu um að halda sér í deildinni. Þetta verður því afar áhugaverð viðureign í dag.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Velkomin! Verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Fram og Vestra á Lambhagavellinum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde
9. Andri Rúnar Bjarnason ('81)
11. Benedikt V. Warén ('75)
20. Jeppe Gertsen
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen

Varamenn:
3. Elvar Baldvinsson
7. Vladimir Tufegdzic
10. Gunnar Jónas Hauksson ('75)
13. Albert Ingi Jóhannsson
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
19. Pétur Bjarnason ('81)
23. Silas Songani

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Vladan Dogatovic
Vladimir Vuckovic
Daníel Smári Davíðsson

Gul spjöld:
Fatai Gbadamosi ('60)
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('72)
Elmar Atli Garðarsson ('87)
William Eskelinen ('90)
Jeppe Gertsen ('95)

Rauð spjöld:
Ibrahima Balde ('73)