Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
HK
2
2
Fylkir
1-0 Birkir Eyþórsson '45 , sjálfsmark
1-1 Þóroddur Víkingsson '47
1-2 Benedikt Daríus Garðarsson '59
Brynjar Snær Pálsson '98 2-2
Rúnar Páll Sigmundsson '99
06.10.2024  -  17:00
Kórinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Eðlilegar og hefðbundnar
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Arnór Breki Ásþórsson
Byrjunarlið:
1. Christoffer Petersen (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson ('65)
18. Atli Arnarson ('65)
19. Birnir Breki Burknason ('88)
21. Ívar Örn Jónsson ('88)
22. Dagur Örn Fjeldsted ('74)
30. Atli Þór Jónasson

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
7. George Nunn ('74)
14. Brynjar Snær Pálsson ('88)
20. Ísak Aron Ómarsson
23. Tareq Shihab ('65)
28. Tumi Þorvarsson ('88)
33. Hákon Ingi Jónsson ('65)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Atli Arnarson ('44)
Þorsteinn Aron Antonsson ('76)
Tareq Shihab ('85)
Birkir Valur Jónsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fylkismenn fallnir! Rosalegar lokamínútur!

Ég ætla að hlapa niður og ná mönnum í viðtal.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
99. mín Rautt spjald: Rúnar Páll Sigmundsson (Fylkir)
RÚNAR TRYLLIST! Rúnar sparkar í allt sem hann getur sparkað í og getur ekki róað sig niður.

Lætur allt og alla heyra það!
98. mín MARK!
Brynjar Snær Pálsson (HK)
ÉG TRÚI ÞESSU EKKI! Boltinn fer inn á teiginn og þeir jafna!
98. mín
HK fær horn! Uppbótartíminn löngu búinn!
96. mín
WOW! Tumi kemur með fyrirgjöf í fyrsta inn á teiginn sem fer beint á Atla. Hann skallar boltann í stöngina og út.

Var þetta seinasta færi HK í leiknum?
95. mín Gult spjald: Orri Sveinn Segatta (Fylkir)
Fær hann í hendina, Pétur beitir hagnaði og hann brýtur svo aftur.
92. mín Gult spjald: Birkir Valur Jónsson (HK)
Brýtur út við hliðarlínu.
90. mín
+6 mínútur í uppbót Nægur tími til stefnu!
89. mín
Lak framhjá stönginni Arnar Númi fær boltann við hliðarlínunua og keyri inn á völlinn. Hann lætur þá vaða en skotið fór rétt framhjá markinu.
88. mín
Er þetta að fjara út fyrir HK? Næsta mark skiptir allavegana gífurlega miklu máli.
88. mín
Inn:Tumi Þorvarsson (HK) Út:Birnir Breki Burknason (HK)
88. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (HK) Út:Ívar Örn Jónsson (HK)
87. mín
Nunn tekur spyrnuna sjálfur sem fer beint á Ásgeir Eyþórs sem hreinsar frá.
87. mín
HK-ingar fá hornspyrnu! Nunn með tilraun fyrir utan teig sem fer í varnarmann og aftur fyrir.
85. mín Gult spjald: Tareq Shihab (HK)
Fylkismenn komnir í ágætisstöðu þegar hann brýtur. Hans annað eða þriðja brot eftir að hann kom inn á.

Emil tekur spyrnuna sem fer hátt yfir.
85. mín
HK-ingar halda áfram að sækja Fyrirgjöf inn á teig Fylkis sem berst út á Birki Val, hann reynir skotið í fyrsta sem fer framhjá.

Er þetta að fjara út fyrir HK?
83. mín
Inn:Arnar Númi Gíslason (Fylkir) Út:Sigurbergur Áki Jörundsson (Fylkir)
78. mín
Arnór Breki tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer yfir allan pakkann og aftur fyrir í markspyrnu.
78. mín
Fylkismenn fá hornspyrnu! Næsta mark í þessum leik er mjög mikilvægt!
77. mín
Inn:Stefán Gísli Stefánsson (Fylkir) Út:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Markaskorarinn tekinn af velli.
76. mín Gult spjald: Þorsteinn Aron Antonsson (HK)
Rétt spjald Stoppar skyndisókn og klárt spjald.
74. mín
Spyrnan var góð hjá Ívari Erni en enginn HK-ingur náði að gera sér mat úr henni.
74. mín
Inn:George Nunn (HK) Út:Dagur Örn Fjeldsted (HK)
Nunnarinn mættur til leiks.
74. mín
HK-ingar sækja hornspyrnu! Þeir hætta ekki að sækja!
73. mín
Dagur Örn tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer á fjærstöngina og Atli Þór skallar fyrir markið en boltinn fer beint í lúkurnar á Ólafi Kristófer í markinu.
73. mín
HK-ingar að fá hornspyrnu! Dagur Örn gerir vel og sækir hornspyrnu.
72. mín
HK-ingar liggja á vítateig Fylkis þessar seinustu mínútur og eru að kýla boltum inn á teiginn.

Hákon Ingi kemur með meiri físík í fremstu línu HK-inga.
71. mín
Inn:Emil Ásmundsson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
68. mín
Ívar Örn tekur spyrnuna inn á teiginn í þetta sinn en HK-ingar brjóta á sér.
67. mín
Bjargað á línu - Annað horn! Ívar Örn tekur spyrnuna inn á teiginn sem endar með miklum darraðardans, Þorsteinn Aron tekur skotið sem Fylkismenn bjarga á línu.
66. mín
HK-ingar að fá hornspyrnu!
65. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (HK) Út:Atli Arnarson (HK)
65. mín
Inn:Tareq Shihab (HK) Út:Eiður Gauti Sæbjörnsson (HK)
63. mín
Arnór Breki tekur spyrnuna inn á teiginn sem HK-ingar hreinsa frá en Fylkismenn halda í boltann.
63. mín
Fylkismenn að fá hornpsyrnu! Darraðardans í teignum sem endar með skoti frá Præst fyrir utan teig í varnarmenn HK og aftur fyrir.
59. mín MARK!
Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Fylkismenn taka foyrstuna - Þetta er stórt! Arnór Breki fær boltann inni á teignum og tekur skotið sem Ólafur ver út í teig. Boltinn fer beint á Benedikt Daríus sem getur ekki annað gert en að klára þetta.

Skyndilega eru Fylkismenn bara komnir yfir og eru á lífi eins og staðan er í deildinni.
58. mín
Rangur! Birnir Breki er skyndilega sloppinn einn í gegn á móti Ólafi en flaggið fór þá á loft.

Leikurinn hefur aðeins róast ef maður fer að telja færin en það er hiti í þessum leik og maður sér hvað það er mikið undir fyrir bæði lið hérna.
53. mín
Einn og óvaldaður! Arnór Breki tekur spyrnuna inn á teiginn, Orri Sveinn er mættur í boltann einn og óvaldaður en skallar boltann einhvernveginn framhjá.

Dauðafæri þarna fyrir gestina að taka forystuna!
52. mín
Fylkismenn að fá hornspyrnu!
52. mín
Sama sagan Aftur fær Eiður Gauti langan bolta fram og aftur skallar hann boltann niður á Atla sem tekur aftur skotið ekki á markið úr ágætis færi.

Eiður Gauti var pirraður að Atli hafi ekki sent fyrir markið á Atla en flaggið fór svo að lokum á loft.
50. mín
Atli í dauðafæri! Eiður Gauti fær langan bolta til sín inn á teiginn, hann skallar hann þá niður fyrir Atla Þór sem er einn og óvaldaður inni á teignum. Atli gerir glæsilega og tekur skotið sem fer yfir.

Dauðafæri fyrir Atla en þetta er bráðskemmtilegur leikur!
47. mín MARK!
Þóroddur Víkingsson (Fylkir)
Stoðsending: Arnór Breki Ásþórsson
Stórkostlegt svar hjá Fylkismönnum! Arnór Breki fær boltann á hægri kantinum og lyftir boltanum fyrir. Boltinn fer beint á Þórodd sem skallar boltann á markið og inn fór hann. Boltinn var frekar lengi á leiðinni á markið en dat svo í netið.

Fylkismenn mega ekkert vera að því að fagna og taka boltann með sér, þeir þurfa nauðsynlega á sigri að halda.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn! Það eru heimamennirnir í HK sem hefja þennan síðari hálfleik fyrir okkur.
45. mín
Hálfleikur
HK-ingar leiða í hálfleik! Besti tíminn til að skora er rétt fyrir hálfleik sagði einhver.

HK-ingar leiða í hálfleik, tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori.
45. mín SJÁLFSMARK!
Birkir Eyþórsson (Fylkir)
Skelfilegur varnarleikur! Birnir Breki kemur með bolta inn á teiginn sem fer í gegnum teiginn og fjærstöngina. Þar eru Atli Þór og Birkir Eyþórs í baráttunni. Birkir tekur móttöku í átt að markinu og er bókstaflega pressaður inn í markið af Atla.

Hræðilegur varnarleikur hjá Fylki og ég set líka spurningarmerki við Ólaf í markinu.
44. mín Gult spjald: Atli Arnarson (HK)
Klárt spjald Sýnist það vera Nikulás Val sem Atli brýtur á.

Hárrét hjá lögregluvarðstjóranum.
43. mín
Fylkismenn í færi! Þórður Gunnar gerir vel úti hægra meginn og kemur boltanum fyrir markið á Præst sem tekur skotið tvisvar í varnarmenn HK sem verjast skotunum hetjulega áður en Christoffer ver stórglæsilega í marki HK.
41. mín
VAR! Eftir VAR tékk er þetta bara allatf hendi á Ásgeir Eyþórs og vítaspyrna.

Hvernig sér Pétur þetta ekki?

Mér fannst þetta vera ekkert smá augljóst hérna uppi í stúku.
40. mín
Ekki hendi?! Það er Ívar Örn sem tekur spyrnuna enn eina ferðina inn á teiginn sem fer klárlega í hendina á Ásgeiri Eyþórssyni en Pétur dæmir ekkert.

Mér fannst þetta vera svo mikið pjúra hendi frá því sem ég sá við fyrstu sýn en það verður áhugavert að sjá þetta aftur.
39. mín
HK að fá hornspyrnu! Aftur er það Birnir sem sækir spyrnuna fyrir heimamenn.
38. mín
Ívar Örn tekur spyrnuna inn á teiginn sem Atli Þór skallar beint á Ólaf Kristófer í markinu.
37. mín
HK-ingar að fá horn! Birnir Breki gerir vel og sækir í hornspyrnu fyrir HK.
36. mín
Birkir Valur! Tekur rosalegan sprett upp völlinn og fer illa með nokkra varnarmenn Fylkis áður en boltinn fer af Fylkismanni og í innkast.

Munaði litlu að hann hefði hent í stoðsendingu aldarinnar þarna!
34. mín
Frábær varsla! Birnir Breki gerir stórkostlega úti hægra meginn og kemur boltanum á fjærstöngina þar er Atli Þór mættur og stangar boltann á markið en Ólafur Kristófer hendir sér í mjög góða markvörslu og ver skallar meistaralega.
30. mín
Fylkismenn að vakna! Præst gerir vel á vinstri kantinum og kemur boltanum á fjærstöngina þar sem Þóroddur er mættur og skallar í átt að markinu en boltinn fer rétt framhjá.
28. mín
Aftur vilja Fylkismenn fá víti! Benedikt Daríus fellur niður í teignum í baráttunni við Leif Andra en fær ekkert fyrir sinn snúð.

Tvö vítaköll á skömmum tíma.
25. mín Gult spjald: Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Víti? Nei! Dýfa! Fylkismenn bruna upp í sókn og Þórður Gunnar fær boltann inni á teignum og köttar inn á völlinn. Hann fellur niður í teignum og biður um vítaspyrnu. Pétur hristir hausinn, bíður smá, flautar og spjaldar síðan Þórð.

Klár dýfa frá því sem ég sá í fyrstu sýn.
24. mín
Dauðafæri! Ívar Örn fær boltann stutt frá Degi Erni. Ívar kemur boltanum inn á teiginn á Atla Þór sem skallar fyrir markið en þar er enginn mættur. Boltinn fer þá aftur út á Ívar Örn sem kemur boltanum fyrir markið á Arnþór Ara en hann skallar boltann rétt framhjá úr dauðafæri!
18. mín
Birkir Valur kemur með góða fyrirgjöf inn á teiginn sem Atli Þór skallar framhjá.

HK-ingar líklegri finnst mér að taka forystuna.
12. mín
Ívar Örn tekur spyrnuna inn á teiginn sem Ásgeir Eyþórs skallar frá.
12. mín
HK-ingar að fá horn!
12. mín
Aftur Benedikt Daríus! Benedikt Daríus er allt í öllu í sóknarleik Fylkis. Aftur kemst hann í góða stöðu með boltann inni á teignum en skotin verða bara verri og verri. Núna fer það beint á Christoffer í marki HK.
11. mín
Benedikt Daríus aftur að komast í álitlega stöðu inni á teig HK nema núna fer skotið lengra framhjá.
10. mín
Skemmtilegur leikur Bæði lið skiptast á að halda í boltann og að koma sér í hættulegar stöður.

Lofar góðu þessar upphafsmínútur.
4. mín
Dagur Örn tekur spyrnuna aftur inn á teiginn en núna kýlir Ólafur Kristófer boltann frá. Ívar Örn er mættur fyrir utan teig að hirða frákastið og tekur skotið í fyrsta sem fer langt framhjá.
4. mín
Annað horn Dagur Örn tekur spyrnuna inn á teiginn sem Ásgeir Eyþórs skallar aftur fyrir í annað horn.
4. mín
HK-ingar að fá hornspyrnu!
3. mín
Byrjar skemmtilega Birnir Breki gerir vel á hægri kantinum og kemur boltanum inn á teiginn. Þar er Eiður Gauti mættur og skallar boltann yfir markið.

Bæði lið ætla sér sigurinn greinilega!
2. mín
Rétt framhjá! Benedikt Daríus fær boltann vinstra meginn í teignum og tekur skotið sem fer rétt framhjá markinu.

Flott byrjun hjá Fylki en þarna munaði svo sannarlega litlu!
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Fylkismenn sem byrja þetta.

HK-ingar leika í hvítum og rauðum treyjum, rauðum stuttbuxum og hvítum sokkum.

Gestirnir úr Árbænum leika í appelsínugulum treyjum, svörtum stuttbuxum og appelsínugulum sokkum.
Fyrir leik
Bleikir sokkar Þá ganga liðin og dómararnir til vallar, það styttist óðum í þennan fallbaráttuslag.

Dómararnir eru í bleikum sokkum þar sem það er bleikur október eins og vonandi allir vita.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, gerir engar breytingar á HK-liðinu eftir 2-1 tapið gegn Vestra á Ísafirði í seinasta leik liðsins. George Nunn er áfram á bekknum en Ómar sér enga ástæðu til að breyta liðinu.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, gerir þá tvær breytingar á sínu liði frá 3-1 tapinu í Árbænum gegn KA á dögunum. Ásgeir Eyþórsson og Nikulás Val Gunnarsson koma inn í liði fyrir þá Ragnar Braga Sveinsson og Emil Ásmundsson. Ragnar Bragi, fyrirliði Fylkis, er í leikbanni í dag. Emil er á bekknum hjá Fylki.
Fyrir leik
Spáin góða Hilmar Jökull, stuðningsmaður Breiðabliks og formaður Tólfunnar, er spámaður umferðarinnar í Bestu deildinni.HK 0 - 7 Fylkir (sunnudagur 17:00)
11. á móti 12. sæll, þetta er leikur. Fylkir mætir í Kórinn og vinnur 0-7 úti sigur. Þetta HK lið er á leið niður í Lengjuna, það er bara svoleiðis.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þriðja liðið Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson mun sjá um að dæma þennan stórleik. Honum til halds og trausts verða þeir Bryngeir Valdimarsson og Antoníus Bjarki Halldórsson. Erlendur Eiríksson er skiltadómar á meðan Björn Guðbjörnsson er eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
HK þarf á sigri að halda Sigur Vestra gegn Fram í gær gerði það að verkum að HK er núna fjórum stigum á eftir Vestra en HK er í fallsæti og Vestri ekki. Með sigri HK mun aðeins muna einu stigi á liðunum en Vestri var í fallsæti en HK ekki fyrir tvískiptinguna, Vestramenn eru að gera mun betur í neðri helmingnum á meðan HK gerði 3-3 jafntefli við KA á Akureyri og töpuðu núna síðast einmitt gegn Vestra.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fylkismenn í Lengjudeildina? Þegar flautað verður til leiksloka í Kórnum í kvöld gæti verið komið (staðfest) á fall Fylkis í Lengjudeildina.

Sigur Vestra gegn Fram í Bestu deildinni í gær gerði það að verkum að Fylkir getur fallið úr deildinni í dag þegar liðið heimsækir HK í Kórinn.

Fylkir þarf á sigri að halda til að eiga von á að halda sæti sínu, annars er staðfest að liðið mun spila í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Fyrir leik
Við heilsum úr Kórnum! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik HK og Fylkis. Gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem eru í fallbaráttunni en Fylkir getur fallið í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Segatta
9. Matthias Præst
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('77)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('71)
20. Sigurbergur Áki Jörundsson ('83)
25. Þóroddur Víkingsson
27. Arnór Breki Ásþórsson

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
4. Stefán Gísli Stefánsson ('77)
13. Guðmar Gauti Sævarsson
14. Theodór Ingi Óskarsson
16. Emil Ásmundsson ('71)
19. Arnar Númi Gíslason ('83)
70. Guðmundur Tyrfingsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Þórður Gunnar Hafþórsson ('25)
Orri Sveinn Segatta ('95)

Rauð spjöld:
Rúnar Páll Sigmundsson ('99)