Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Breiðablik
2
2
Valur
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson '21
Davíð Ingvarsson '56 1-1
1-2 Patrick Pedersen '67
Davíð Ingvarsson '77 2-2
06.10.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Kalt en logn á Kópavogsvelli
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Davíð Ingvarsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('74)
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson ('74)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
24. Arnór Gauti Jónsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
3. Oliver Sigurjónsson
9. Patrik Johannesen
20. Benjamin Stokke ('74)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('74)
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Eyjólfur Héðinsson ('40)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skilja jöfn að Frábær fótboltaleikur hér á Kópavogsvelli, viðtöl og skýrsla innan skams.
95. mín
Blikar fá horn Viktor Örn á skalla rétt yfir mark gestanna!
94. mín Gult spjald: Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
93. mín
Darraðadans í teig Valsmanna sem koma hættunni frá fyrir rest, það liggur mark í loftinu!
92. mín
ÞRUSA! Höskuldur með þrumuskot langt fyrir utan teig. Frederik Schram ver boltann í stöngina og þaðan fer boltinn í horn.
Sturlað skot.
91. mín
Valsarar fá hornspyrnu, Blikar skalla spyrnuna frá.
90. mín
5 mínútum bætt við!
90. mín
Valsmenn fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu en Blikar koma hættunni frá.
88. mín
Breiðablik fær horn, Benjamin Stokke rís manna hæst og nær skalla á markið en Frederik Schram handsamar boltann auðveldlega.
87. mín
Kristinn Steindórs með skot framhjá.
85. mín
Kristófer Ingi með skot af löngu færi sem fer yfir mark gestanna.
83. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Valur) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (Valur)
78. mín
Birkir Már með skot úr teignum en Benjamin Stokke kemst fyrir boltann.
77. mín MARK!
Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
OG VÁÁ DAVÍÐ! Davíð fær boltann utarlega við vítateig Vals og tekur viðstöðulaust skot í samskeytin nær.
Hrottalegt mark!
76. mín
VÁÁ FREDERIK! Ísak Snær með frábæran skalla í hornið en Frederik með stórbrotna vörslu.
74. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Sóknarsinnaðar skiptingar hjá Blikum!
74. mín
Inn:Benjamin Stokke (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
73. mín
Frábær varsla! Höskuldur með skot úr teignum sem Frederik Schram ver frábærlega.
69. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Tryggvi búinn að vera frábær í dag þrátt fyrir að spila meiddur.
67. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
VALSMENN LEIÐA! Tryggvi með fyrirgjöf á nær sem Patrick stýrir í fjærhornið, frábærlega klárað.
Aron Jó fagnar svo beint í andlitið á Arnóri Gauta sem ýtir við honum og úr verður minniháttar rifrildi.
64. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Brýtur á Davíð Ingvars og fær réttilega gult spjald.
63. mín
Blikar halda vel í boltann þessa stundina.
57. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
56. mín MARK!
Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Steindórsson
DAVÍÐ JAFNAR! Laust skot með vinstri við vítateig sem endar í markinu.
Þetta á Frederik Schram að verja!
54. mín
Kristinn Freyr við endalínu og gefur háann bolta fyrir á Skoglund sem nær ekki til knattarins. Tryggvi Hrafn var í afbragðsstöðu en virðist sem svo að Kristinn hafi ekki séð hann.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað! Gestirnir byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikstölfræði Breiðablik - Valur

66% - Með bolta - 34%
10 - Skot - 4
2 - Skot á mark - 2
7 - Hornspyrnur - 1
45. mín
Klappað fyrir nýkrýndum Íslandsmeisturum Kvennalið Breiðabliks urðu Íslandsmeistarar í gærdag eftir jafntefli gegn Val.
Liðið er heiðrað hér í hálfleik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Hálfleikur
Baulað á dómaratríóið +2

Stuðningsmenn Breiðabliks baula á Elías Inga og aðstoðarmenn hans.
Stórskemmtilegum fyrri hálfleik lokið, mikið af vafaatriðum. Breiðablik meira með boltann en Valsarar refsa með skyndisóknum.
45. mín
+1

Ísak Snær með fast skot úr teignum sem fer í varnarmann Vals og í horn.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við
45. mín
Skemmtileg tilraun Albin Skoglund fær boltann á lofti á fjær og tekur skotið í fyrsta, boltinn fer framhjá marki heimamanna.
43. mín
Höskuldur með skot á mark gestanna en Frederik Schram ver örugglega.
42. mín
Afrnór Gauti með skot langt framhjá marki Valsmanna.
40. mín Gult spjald: Eyjólfur Héðinsson (Breiðablik)
Eyjólfur fær gult fyrir mótmæli á bekknum.
39. mín
Tryggvi í frábæru færi! Blikar með lélega sendingu til baka Tryggvi Hrafn búinn að fara framhjá Antoni Ara sem mætti honum hátt en Viktor Örn Margeirs lokar vel á hann og Tryggvi nær ekki skotinu í autt markið.
33. mín
Blikar vilja vítaspyrnu Frábær útfærsla á hornspyrnu Blika, boltinn berst á Kidda Steindórs sem tekur skotið úr miðjum teignum en boltinn fer í hendina á Herði Inga.

Hörður er með hendurnar upp við líkamann og eina sem Blikar fá er önnur hornspyrna.

Stuðningsmenn Blika vægast sagt ósáttir.
32. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað Höskuldur tekur en spyrnan fer beint í vegginn og Blikar fá horn.
31. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (Valur)
Davíð Ingvars fellur við á vítateigslínu og Blikar vilja vítaspyrnu, Elías Ingi dæmir aukaspyrnu.

Eftir að hafa séð atvikið aftur var Davíð fyrir utan teig þegar brotið átti sér stað, Elías dómari með allt í teskeið.
29. mín
Tryggvi með skot fyrir utan teig sem fer rétt yfir mark heimamanna.
28. mín
Breiðablik fá tvær hornspyrnur sem ekkert kemur úr.
24. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Fær réttilega gult fyrir brot á Viktori.
21. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
TRYGGVI BRÝTUR ÍSINN! Viktor Örn með lélegan skalla sem Tryggvi kemst í. Tryggvi kemst svo framhjá Arnóri Gauta og sleppur einn í gegn og vippar boltanum snyrtilega framhjá Antoni Ara og í netið, frábærlega gert hjá Tryggva!

Algjörlega gegn gangi leiksins en skelfilegur varnarleikur Breiðabliks.
17. mín
Davíð Ingvars í góðu færi utarlega í teignum og tekur gott skot en Frederik Schram ver vel!
17. mín
Skemmtileg byrjun á leiknum. Breiðablik halda betur í boltann en Valsmenn ógna í skyndisóknum.
16. mín
Albin Skoglund með skot við vítateig sem Anton Ari ver örugglega.
15. mín
Blikar í færi! Aron Bjarna í góðu færi í teig Valsmanna en hittir ekki markið!
8. mín
Nú fá Valsmenn horn, góð útfærsla og Sigurður Egill fær boltann óvaldaður fyrir utan teig og tekur skotið í fyrsta en hittir boltann illa og hann fer aftur fyrir hann, stuðningsmenn Breiðabliks hlægja að skottilrauninni.
Góð staða sem mátti nýta betur.
4. mín
Hörkuskot! Breiðablik fær fyrstu hornspyrnu leiksins, Frederik Schram kýlir boltann út á Kidda Jóns sem tekur viðstöðulaust skot en boltinn rétt yfir mark gestanna.
4. mín
Davíð Ingvarsson með skot úr teignum en Hörður Ingi kemur sér fyrir boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Kristinn Steindórsson á upphafsspark leiksins.
Valsmenn leika í sínum hefðbundnu rauðu treyjum en Breiðablik klæðast svörtum treyjum, ekki veit ég hvers vegna.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar, nú styttist í að þessi stórleikur fari af stað.
Fyrir leik
Víkingar og Stjarnan gerðu jafntefli Stjarnan og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli rétt í þessu. Með sigri í kvöld geta Blikar komið sér í toppsætið.

Stjarnan er búið að jafna Val á stigum en Valur er með sterkari markatölu og halda því þriðja sætinu.

Staðan eftir leiki dagsins

Víkingur R. -25 - 56 - 37
Breiðablik -24 - 55 - 28
Valur --------24 - 39 - 19

Stjarnan ----25 - 39 - 8
ÍA ------------25 - 37 - 8
FH ---------- 25 - 33 - -6
Fyrir leik
Byrjunarliðsfréttir - Gylfi utan hóps Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá tapinu dramtíska gegn Víkingum.
Tryggvi Hrafn Haraldsson, Gísli Laxdal Unnarsson og Sigurður Egill Lárusson koma inn í liðið fyrir Lúkas Loga Heimisson, Jónatan Inga Jónsson og Orra Sigurð Ómarsson.
Gylfi Þór Sigurðsson er áfram fjarri góðu gamni sökum meiðsla.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum í Kaplakrika um seinustu helgi.
Viktor Karl Einarsson og Davíð Ingvarsson koma inn í liðið í stað Kristófers Inga Kristinssonar og Andra Rafns Yeoman.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kjartan Leifur Sigurðsson
Fyrir leik
Hilmar Jökull spáir í spilin Hilmar Jökull, stuðningsmaður Breiðabliks og formaður Tólfunnar, er spámaður umferðarinnar. Hilmar spáir óvænt Breiðablik sigri í leiknum á eftir.

Breiðablik 4 - 1 Valur

Líkurnar á að Gylfi Sig vakni með ái í bakinu á sunnudaginn næsta eru 0%. Hann verður jafn góður og hann var snemma sumars þegar Valur vann 2-3 sigur á Kópavogsvelli. Málið er að Blikaliðið í dag er miklu betra en það Blikalið sem Gylfi bossaði fyrr í sumar.

4-1 heimasigur þar sem Höskuldur og Ísak sjá um markaskorun og King Gylfi Sig setur eitt. Adam Páls kemur svo með 2-3 sniðug tweet, en þessi leikur er jú þekktur sem Adam Páls slagurinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gylfi kláraði Blika fyrr í sumar Fyrri viðureign liðana á tímabilinu endaði með 2-3 sigri Valsmanna á Kópavogsvelli. Gylfi Þór átti stórleik þar sem hann skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í hinu marki Valsara.

Spurning er þó hvort að Gylfi verði með í dag en hann missti af síðasta leik Vals vegna meiðsla í baki.

Seinni leikur liðanna endaði með 0-2 sigri Breiðabliks á Hlíðarenda.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mikið undir Viðureign Víkings og Stjörnunnar hefst klukkan 17:00. Leikurinn skiptir miklu máli fyrir bæði lið hér í dag. Breiðablik eru í harðri toppbaráttu við Víkinga en Valur í baráttu um Evrópusæti við Stjörnunna.
Haraldur Örn textalýsir leiknum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Evrópubaráttan hörð Valur leiðir baráttuna um þriðja sætið sem gefur sæti í Evrópukeppni. Stjarnan getur þó komist fyrir ofan Val með sigri á Víkingum í dag.

Hér er staðan í deildinni fyrir leik Stjörnunnar og Víkings.

---------- Leikir - Stig - Markatala
Víkingur R. -24 - 55 - 37
Breiðablik --24 - 55 - 28
Valur --------24 - 39 - 19
Stjarnan ----24 - 38 - 5
ÍA ------------25 - 37 - 8
FH ---------- 25 - 33 - -6

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ósigraðir í 99 daga Breiðablik og Víkingur eru jöfn á stigum á toppi deildarinnar. Víkingar eru þó með betri markatölu. Liðin mætast innbyrðis í lokaumferð deildarinnar. Miðað við siglingu beggja liða í deildinni stefnir allt í að við fáum úrslitaleik á Víkingsvelli.

Breiðablik eru búnir að gleyma hvernig það að tapa er, líkt og Herra Hnetusmjör söng í laginu góða. Síðasti tapleikur Blika í Bestu-deildinni kom gegn FH þann 28. júní.

Staðan fyrir leiki dagsins

---------- Leikir - Stig - Markatala
Víkingur R. -24 - 55 - 37
Breiðablik --24 - 55 - 28

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stórleikur! Heilir og sælir lesendur góðir og veriði velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Kópavogsvelli. Hér í kvöld mun Breiðablik taka á móti Val í 25. umferð Bestu-deildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
7. Aron Jóhannsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('69)
14. Albin Skoglund
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('83)
21. Jakob Franz Pálsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
5. Emil Nönnu Sigurbjörnsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
19. Orri Hrafn Kjartansson ('69)
27. Adrían Nana Boateng
33. Helber Josua Catano Catano
71. Ólafur Karl Finsen ('83)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Sigurður Egill Lárusson ('24)
Hörður Ingi Gunnarsson ('31)
Aron Jóhannsson ('57)
Birkir Már Sævarsson ('64)
Orri Hrafn Kjartansson ('94)

Rauð spjöld: