Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Ísland
2
2
Wales
0-1 Brennan Johnson '11
0-2 Harry Wilson '29
Logi Tómasson '69 1-2
2-2 Danny Ward '72 , sjálfsmark
11.10.2024  -  18:45
Laugardalsvöllur
Landslið karla - Þjóðadeild
Aðstæður: Logn og kalt under the lights
Dómari: Antoni Bandic (Bosnía)
Byrjunarlið:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
3. Valgeir Lunddal Friðriksson
5. Sverrir Ingi Ingason
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('82)
9. Orri Steinn Óskarsson
11. Jón Dagur Þorsteinsson
14. Kolbeinn Finnsson ('46)
15. Willum Þór Willumsson ('46)
16. Stefán Teitur Þórðarson
20. Daníel Leó Grétarsson
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('84)

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
13. Patrik Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
4. Guðlaugur Victor Pálsson
6. Hjörtur Hermannsson
6. Logi Tómasson ('46)
8. Brynjólfur Willumsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson ('84)
10. Ísak Bergmann Jóhannesson
18. Mikael Neville Anderson
21. Arnór Ingvi Traustason ('82)
23. Mikael Egill Ellertsson ('46)

Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)
Davíð Snorri Jónasson

Gul spjöld:
Stefán Teitur Þórðarson ('28)
Jón Dagur Þorsteinsson ('32)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta endar með jafntefli hér á Laugardalsvelli.

Svekkjandi jafntefli miðað við yfirburði í seinni.
93. mín Gult spjald: Danny Ward (Wales)
Tafir.
92. mín
Manni finnst við vera svo nálægt því að stela þessu en vantar bara örlítið uppá.
91. mín
Fáum við sigurmark í lokin?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sölvi Haraldsson
91. mín
Þrjár mínútur í uppbót
90. mín
STÖNGIN! Ísland sækir hratt og kemur boltanum út á Jón Dag sem er einn á einn við varnarmann Wales og nær að komast í skotið en það smellur í stönginni!
87. mín
Íslenska liðið er líklegra til að stela þessu ef eitthvað er.
84. mín
Inn:Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland) Út:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
82. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
81. mín
Orri Steinn óvænt í hörku færi en skotið framhjá!

Smá misskilningur hjá Wales sem við því miður náðum ekki að nýta okkur.
80. mín
Leiðinlegt því það stefnir allt í þrennu hjá honum
Haraldur Örn Haraldsson
78. mín
Íslenska liðið í flottu færi Jón Dagur gerir virkilega vel og keyrir inn á teig, sendir boltann út á Mikael Egil sem er í skotfæri en framlengir á Orra Stein sem á skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.
76. mín
Inn: Ben Cabango (Wales) Út: Sorba Thomas (Wales)
76. mín
Inn: Liam Cullen (Wales) Út:Connor Roberts (Wales)
76. mín
Sölvi Haraldsson
75. mín
Haraldur Örn Haraldsson
73. mín
Haraldur Örn Haraldsson
72. mín SJÁLFSMARK!
Danny Ward (Wales)
Stoðsending: Logi Tómasson
LUUUIGI SHOW!!!!!! ÞVÍLIKUR LEIKMAÐUR!!!!

Jón Dagur hælar boltann á Loga Tómasson úti vinstra meginn og hann veður bara inn á teig alveg við endalínina og klárar þetta!!

JAAAHÉRNAHÉÉR!!!!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
69. mín MARK!
Logi Tómasson (Ísland)
Stoðsending: Jón Dagur Þorsteinsson
JÁÁÁÁÁ!!!!!!! Stutt horn á Andra Lucas sem gefur hann aftur á Jón Dag og hann finnur Loga Tómasson rétt fyrir utan teig sem tekur hann utanfótar í fjærhornið niðri!

ÞARNA!!!!!!!!!!!!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
68. mín
VARSLA!! Jói Berg með hörku skot í D-boganum sem Danny Ward ver fáránlega vel!
67. mín
Jói Berg með aukaspyrnu fyrir markið og Orri Steinn fellur við í baráttunni á fjærstöng. Við viljum fá eitthvað á þetta en hefði sennilega verið harður dómur.
64. mín
Andri Lucas í færi en skotið framhjá.
64. mín
Logi Tómasson með fyrirgjöf og Andri Lucas fellur við í teignum.
62. mín
Nóg að gera há þeim bosníska
Sölvi Haraldsson
62. mín
Ollie Cooper með fínt skot fyrir utan teig sem Hákon Rafn slær í horn.
60. mín
Þetta er mun betra frá Íslandi í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrri.

Þurfum að koma inn marki.
58. mín Gult spjald: Jordan James (Wales)
Tekur Jóa Berg full hraustlega niður.
56. mín
Orri Steinn með flottan snúning og skot sem Danny Ward tekur!

Erum að nálgast fyrsta markið!
55. mín
Við erum að fá færi en við erum að fara hrikalega illa með þau.
53. mín
MIKAEL EGILL!! Frábærlega gert hjá Orra Stein sem á frábæra snertingu og kemur Mikael Egil aftur í frábært færi en hann skóflar boltanum yfir úr frábæru færi!

Mikael Egill fengið tvö frábær færi á stuttum kafla sem hann hefur farið herfilega með.
52. mín
Jón Dagur með aukaspyrnu fyrir markið sem Íslenska liðið nær ekki að gera sér mat úr og boltinn fer aftur fyrir.
51. mín Gult spjald: Kieffer Moore (Wales)
50. mín
Sláin! Orri Steinn gerði þetta frábærlega að hrista af sér varnarmenn Wales og lætur svo vaða og boltinn smellur í slánni!

Þetta er betra frá Íslandi!
49. mín
MIKAEL EGILL!! Frábært spil hjá Íslenska liðinu sem opnar vörn Wales og Mikael Egill í frábæru færi en skotið er framhjá!
46. mín
Haraldur Örn Haraldsson
46. mín
Wales sparka þessu af stað aftur.
46. mín
Inn:Wes Burns (Wales) Út: Brennan Johnson (Wales)
46. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Ísland) Út:Willum Þór Willumsson (Ísland)
46. mín
Inn:Logi Tómasson (Ísland) Út:Kolbeinn Finnsson (Ísland)
45. mín
Haraldur Örn Haraldsson
45. mín
Menn ekki sáttir við þennan hálfleik, skiljanlega
Haraldur Örn Haraldsson
45. mín
Hálfleikur
Það eru gestirnir sem leiða hérna í hálfleik.

Hefur ekki verið sannfærandi frammistaða hjá Íslenska liðinu og við vonumst eftir að fá gott svar frá Íslenska liðinu í síðari hálfleik.
45. mín
1 mínúta í uppbót.
Haraldur Örn Haraldsson
43. mín
Orri Steinn með skot af smá færi sem fer framhjá.
43. mín
Frábær stungusending frá Wales á Sorba Thomas en Hákon Rafn lokar vel á hann.

Við erum í vereni með þessa bolta frá þeim.
41. mín Gult spjald: Connor Roberts (Wales)
37. mín
Jói Berg tekur spyrnuna en hún dettur ofan á markið.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
36. mín
Ísland fær aukaspyrnu á frábærum stað rétt fyrir utan teig.
32. mín Gult spjald: Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Fær gult fyrir sinn þátt í þessu.
32. mín Gult spjald: Brennan Johnson (Wales)
Tekur botlann af Jóni Degi sem sem að snýr sér að honum og segir eitthvað og Brennan Johnson hrindir honum.
31. mín
BJARGAÐ Á LÍNU! Frábær sókn hjá Íslandi sem kemur boltanum á Jón Dag og hann finnur Kolbein Finnson sem kemur boltanum út á Andra Lucas og hann nær skoti sem Wales bjarga á línu!

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
29. mín MARK!
Harry Wilson (Wales)
Stoðsending: Neco Williams
Mjög keimlíkt eða í raun bara sama uppskrift og í fyrra marki Wales þar sem boltanum er lyft yfir vörn Íslands í svæði sem Harry Wilson er að hlaupa í. Ólíkt markinu áðan klárar Harry Wilson færið núna framhjá Hákoni Rafn.

Wales tvöfaldar forystuna.
28. mín Gult spjald: Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
Stöðvar skyndisókn hjá Wales og lætur svo Willum Þór heyra það eftir að flautið kom.
27. mín
Íslenska liðið fer upp í skyndisókn og vinnur horn.
26. mín
Wales að ógna en Sverrir Ingi skallar þetta burt.
24. mín
Stöngin! Harry Wilson með skot sem fer af varnarmanni og í stöngina! Hákon Rafn var lagður af stað í hitt hornið en blessunarlega fór þessi bara í stöngina!
20. mín
Jón Dagur með flotta rispu og er svo rifinn niður af Harry Wilson. Dómarinn ætlar ekkert að dæma en stöðvar leikinn svo útaf höfuðáverkum.

Droppar svo bara boltanum hjá Íslenska liðinu... Þetta var stórfurðuleg ákvörðun að í fyrsta lagi ekki dæma neitt á þetta.
19. mín
Byrjunarliðið okkar í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sölvi Haraldsson
17. mín
Stefán Teitur reynir fyrirgjöf en hún fer yfir allan pakkann.
16. mín
Aðeins hægst á þessu eftir að Wales komst yfir.
11. mín MARK!
Brennan Johnson (Wales)
Hann hættir bara ekki að skora! Wales sprengja upp og Neco Williams lyftir boltanum yfir Íslensku varnarlínuna í hlaup hjá Harry Wilson sem setur boltann með framhjá Hákon Rafn í marki Íslands sem nær þó að snúa og slá boltann af marklínunni, en boltinn fer beint í fætur Brennan Johnson sem skorar auðveldlega í opið markið!

Wales leiða!
8. mín
Andri Lucas með frábæra fyrstu snertingu og er að komast í frábæra stöðu en nær ekki að finna samherja inn á teig!

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
6. mín
Stuðningsmenn Wales skemmtilegir hérna í stúkunni. Mikið líf og fjör hjá þeim.
3. mín
Jón Dagur reynir fyrigjöf en Wales kemur þessu í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland byrjar með boltann! Þetta er okkar staður, þetta er okkar stund!

ÁFRAM ÍSLAND!
Fyrir leik
Alfreð búinn að leggja landsliðsskónna á hilluna og fær viðurkenningu fyrir leik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Haraldur Örn Haraldsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Svona lítur Laugardalsvöllurinn út
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Andri Lucas og Orri Steinn byrja saman frammi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Landsliðsfyrirliði Íslands og landsliðsþjálfari Wales Þeir þekkjast vel, Jóhann Berg og Craig Bellamy. Þeir voru saman hjá Burnley en Bellamy var þar aðstoðarstjóri Vincent Kompany áður en hann tók við Wales.

„Hann er frábær þjálfari og stórkostleg manneskja. Við áttum góðar stundir saman," sagði Jóhann Berg á fréttamannafundi í gær.

„Það er erfitt í landsleikjaboltanum því þú færð ekki mikinn tíma með liðinu til að koma leikstíl þínum inn. Ég veit alveg hvernig hann vill spila. Við höfum skoðað klippur af því sem hann vill gera. Á morgun snýst þetta um okkur, hvernig við getum lokað á þá. Hann vill spila góðan fótbolta og það sást hjá Burnley, sérstaklega á fyrra tímabilinu."

„Bellamy er mjög ástríðufullur. Hann var náinn okkur leikmönnunum. Hann er mögnuð manneskja og hjálpaði okkur mikið. Hann reyndi alltaf að hjálpa okkur. Hann var líka sterkur á æfingasvæðinu og sérstaklega góður með framherjana þar sem hann var frábær sóknarmaður. Ég get sagt margt jákvætt um hann. Það var frábært að vinna með honum í tvö ár," sagði Jói Berg.


Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Markið sem Bale skoraði gegn Íslandi 2014
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Áður var það Bale en nú er það Johnson
Mynd: EPA

Þetta er fyrsti leikur liðanna í tíu ár en síðasti leikurinn var æfingaleikur í mars 2014. Sá leikur endaði 3-1 en Gareth Bale fór á kostum.

Bale var lengi vel stjarnan í liði Wales og var um tíma einn besti fótboltamaður í heimi.

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði Íslands, spilaði leikinn fyrir tíu árum en hann var spurður út í hann á fréttamannafundi í dag.

„Gareth Bale var ótrúlegur. Ég held að varnarmaðurinn hjá okkur hafi reynt að tækla hann og hann hafi hlaupið út af vellinum, en samt náð boltanum. Við töpuðum þeim leik en á morgun bætum við upp fyrir það," sagði Jói Berg.

Nú þegar Bale er hættur, þá er Brennan Johnson líklega stærsta stjarna liðsins. Johnson leikur með Tottenham á Englandi en hann hefur verið að spila mjög vel upp á síðkastið.

„Hann fékk mikið að heyra það áður en hann fór á skrið. Hann er sterkur karakter. Það er erfitt að spila fyrir stóru liðin og hann fékk mikinn skít, en kom til baka. Það er gott fyrir hann en á morgun reynum við að halda honum mjög rólegum," sagði landsliðsfyrirliðinn íslenski.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Þéttsetið Það má búast við að það verði nokkuð þéttsetið á Laugardalsvelli í kvöld, þótt kalt verði. Í gær voru meira en 5000 miðar seldir en Walesverjar munu mæta með læti. Það verða um 1000 manns frá Wales á leiknum og þurfa íslensku áhorfendurnir því að láta vel í sér heyra.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Allir klárir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sagði á fréttamannafundi í gær að það væru allir klárir í slaginn. Þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson sem hefur verið að glíma við bakmeiðsli.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Myndir frá æfingum í vikunni Það hefur verið stuð og stemning á æfingum liðsins í vikunni. Liðið hefur æft á hybrid-grasinu í Kaplakrika til að hlífa Laugardalsvellinum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Góðan daginn! Það er komið að leik Íslands og Wales í Þjóðadeildinni. Flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 18:45 en hér verður bein textalýsing frá leiknum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
12. Danny Ward (m)
3. Neco Williams
4. Ben Davies
6. Joe Rodon
8. Harry Wilson
10. Ollie Cooper
11. Brennan Johnson ('46)
13. Kieffer Moore
14. Connor Roberts ('76)
17. Jordan James
19. Sorba Thomas ('76)

Varamenn:
1. Karl Darlow (m)
21. Adam Davies (m)
2. Chris Mepham
5. Rhys Norrington-Davies
9. Lewis Koumas
10. David Brooks
15. Liam Cullen ('76)
16. Ben Cabango ('76)
18. Mark Harris
20. Wes Burns ('46)
22. Joshua Sheehan
23. Nathan Broadhead

Liðsstjórn:
Craig Bellamy (Þ)

Gul spjöld:
Brennan Johnson ('32)
Connor Roberts ('41)
Kieffer Moore ('51)
Jordan James ('58)
Danny Ward ('93)

Rauð spjöld: