Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
FH
1
1
Valur
0-1 Bjarni Mark Antonsson '45
1-1 Orri Sigurður Ómarsson '99 , sjálfsmark
1-1 Gylfi Þór Sigurðsson '101 , misnotað víti
19.10.2024  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Grátt yfir, smá væta og blástur
Áhorfendur: 257
Maður leiksins: Sindri Kristinn Ólafsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('83)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('69)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Ísak Óli Ólafsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
45. Kristján Flóki Finnbogason

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Robby Kumenda Wakaka
8. Finnur Orri Margeirsson
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('69)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('83)
36. Óttar Uni Steinbjörnsson
37. Baldur Kári Helgason

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Kjartan Kári Halldórsson ('67)
Logi Hrafn Róbertsson ('71)
Kristján Flóki Finnbogason ('86)
Böðvar Böðvarsson ('97)
Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('103)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli er niðurstaðan hérna í Kaplakrika!

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
103. mín Gult spjald: Bjarni Guðjón Brynjólfsson (FH)
101. mín Misnotað víti!
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
SINDRI KRISTINN VER!! Gylfi tekur spyrnuna beint á markið og Sindri Kristinn ver þetta með fótunum!

Jaaaahérnahér!!!
100. mín
VALUR FÆR VÍTI!! Ísak Óli dæmdur brotlegur í baráttu við Patrick Pedersen!!

Gylfi fer á punktinn!
99. mín SJÁLFSMARK!
Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Jaahérna!!! Hornspyrna hjá FH sem endar í netinu og þeir jafna!!

Sýndist það vera Orri Sigurður sem verður fyrir því óláni að skora í eigið net.
97. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
97. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
95. mín
Sex mínútur koma á skiltið Spurning hvort það sé með þessum meiðslum Ögmundar eða ekki.
94. mín
Inn:Stefán Þór Ágústsson (Valur) Út:Ögmundur Kristinsson (Valur)
93. mín
Það verður einhverju bætt við þetta hérna. Ekki enn fengið skiltið upp svo ég muni en það hefur verið svolítið um tafir.
92. mín
Stefán Þór er að gera sig kláran svo Ögmundur er að fara af velli held ég.
90. mín
Ögmundur liggur eftir samstuð við Sigurð Bjart.

Sýnist vera búið að ræsa út börurnar svo það boðar aldrei gott.
89. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
86. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Fer í Bjarna Mark.
85. mín
Opnaðist allt vinsta meginn fyrir Lúkas Loga og hann lætur vaða en Sindri Kristinn ver frá honum.
84. mín
Fyrrigjöf fyrir markið frá FH og Sigurður Bjartur með lúmskan hæl í átt að marki en Ögmundur ver það.
83. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Ingimar Torbjörnsson Stöle (FH)
83. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
81. mín
Kristján Flóki með heldur slaka sendingu fyrir sem Jakob Franz missir undir sólann en blessunarlega fyrir hann þá er Orri Sigurður fyrir aftan og hann kemur boltanum frá.
78. mín
Ögmundur og Orri Sigurður liggja eftir hornspyrnu í teignum hjá Val og leikurinn stopp.
77. mín
Rosalegt hnoð þessa stundina.
72. mín
Kristinn Freyr með skemmtilega rispu inni á teig FH og heimamenn í smá brasi koma þessu frá.
71. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Brýtur á Aroni Jó og hraunar svo yfir hann á meðan Sigurður Hjörtur lyftir spjaldinu.
69. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (FH) Út:Arnór Borg Guðjohnsen (FH)
67. mín Gult spjald: Kjartan Kári Halldórsson (FH)
Stígur aftan í Jónatan Inga eftir hann hafi losað boltann.
65. mín
Vel spilað hjá FH og Böddi löpp kemur með flottan bolta fyrir markið en skallinn frá Arnóri Borg heldur of laus og beint á Ögmund í marki Vals.
62. mín
Ágætlega spilað hjá Val og þeir leggja boltann svo út á Kristinn Freyr sem hleður í skot en rennur og skóflar boltanum hátt yfir.
57. mín
Valsmenn grimmir og Kristinn Freyr tekur boltann af Grétari Snær og keyrir í átt að marki. Finnur Gylfa Þór vinstra meginn við sig en skotið hans blokkað af varnarmanni.
51. mín
Valsmenn líflegir þessa stundina. Sækja sitt annað horn á stuttum tíma.
46. mín
Valur sparkar okkur af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Valsmenn taka forystuna og fljótlega eftir er flautað til hálfleiks.

Skora á frábærum tíma og fara inn í hálfleikinn yfir.
45. mín MARK!
Bjarni Mark Antonsson (Valur)
Valsmenn taka forystu! Hornspyrna frá Gylfa Þór sem dettur í teignum og Sindri Kristinn ver fyrstu tilraunina en hann dettur svo út í þvöguna og svon endar boltinn í þaknetinu og Bjarni Mark kemur fagnandi út úr þessu svo ég áætla að hann hafi átt skotið.

Valsmenn taka forystu í blálok fyrri hálfleiks.
44. mín
Gylfi Þór með fast skot niðri en framhjá markinu.
43. mín
Arnór Borg missir boltann klaufalega í horn en hann skoppar af honum og aftur fyrir. Valsmenn vilja meina að þetta hafi farið í hendina á honum og vilja víti en Sigurður Hjörtur er ekki sammála því.
39. mín
Orrahríð að marki Vals. FH stórhættulegir með hornspyrnum sínum og virðast vinna alla seinni bolta.
34. mín
Kristinn Freyr étur Arnór Borg á miðjunni og keyrir í átt að teignum og þræðir boltann skemmtilega til Jónatans Inga í teignum en Sindri Kristinn las þetta vel og var kominn út á móti og gerði færið full þröngt fyrir Val.
31. mín
Fín hornspyrna sem SIndri Kristinn kýlir út úr teignum til Arons Jó sem lúrir fyrir utan og hann neglir boltanum á markið sem Sindri Kristinn ver virkilega vel og hann fellur svo fyrir Patrick Pedersen en varnarmenn FH ná að henda sér fyrir og Valur fær annað horn.

Seinna hornið ekki jafn hættulegt og FH fær markspyrnu.
29. mín
Albin Skoglund með flotta rispu og kemur sér inn á teig og á fastan bolta fyrir sem fer af Gylfa Þór í Sindra Kristinn og aftur fyrir.
27. mín
Logi Hrafn reynir skot fyrir utan teig en það fer yfir.
26. mín Gult spjald: Bjarni Mark Antonsson (Valur)
Búin að fá tiltal stuttu áður.
24. mín
Albin Skoglund finnur Jónatan Inga alveg frían úti hægri og hann keyrir inn á teig en fer illa með góða stöðu og FH kemur boltanum burt.
21. mín
Arnór Borg kemur boltanum í netið en flaggið á loft.
19. mín
FH með frábæran bolta fyrir markið og Sigurður Bjartur nær að stinga sér á milli varnarmanna Vals og koma tánni í boltann en Ögmundur náði að koma vel út og gera sig breiðan og loka á þetta.
17. mín
Gylfi Þór með skot sem Sindri Kristinn er í smá vandræðum með en heldur þó boltanum.
13. mín
Kjartan Kári verið hættulegur þessar fyrstu mínútur fyrir FH.
8. mín
Valur að sækja hratt upp vinstri og Sindri Kristinn er mættur langt út úr markinu og Albin Skoglund sýnist mér það vera sem pikkar boltanum framhjá honum þó ekki fast og Ólafur Guðmunds er mættur niður á línu og bjargar þessu.
7. mín
Kjartan Kári með fyrirgjöf fyrir markið sem dettur á fjærstöngina til Loga Hrafns sem að einhverjum ástæðum skýtur ekki og leitar að Ingimar Stöle sem kom með fyrirgjöf aftur fyrir markið og færið rennur út í sandinn.
5. mín
Kjartan Kári með fínasta skot rétt fyrir utan teig sem Ögmundur ver frábærlega.
2. mín
Kjartan Kári fær sendingu inn á teig en varnarmenn Vals ná að henda sér fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimamenn í FH sem byrja með boltann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár FH gera þrjár breytingar á sínu líði frá leiknum gegn ÍA en inn koma Sindri Kristinn Ólafsson, Grétar Snær Gunnarsson og Kristján Flóki Finnbogason.

Valur gera þá fimm breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Breiðablik. Inn koma Ögmundur Kristinsson, Bjarni Mark Antonsson, Jónatan Ingi Jónsson, Orri Sigurður Ómarsson og Gylfi Þór Sigurðsson.


Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spáir í leikina sem eru framundan í næst síðustu umferð deildarinnar.

FH 2 - 1 Valur
Liðin tvö sem eru án sigurs í efri hlutanum. FH sem hefur að engu að keppa á móti Val sem hefur að öllu að keppa. Pressan hefur ekki verið besti vinur Valsmanna á tímabilinu og það er ekki að fara breytast á laugardaginn. Fullkomið tækifæri fyrir Heimi Guðjóns að klekkja á Val og hann lætur það ekki úr greipum sér renna. 2-1 sigur FH. Barist um gullkistuna sem að fylgir síðasta Evrópusætinu í lokaumferðinni. Kjartan Kári með sigurmarkið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir í efstu deild Þessi félög hafa mæst 76 sinnum í efstu deild samkv. vef KSÍ.

FH hefur 27 sinnum (36%) hrósað sigri.
Valur hefur 34 sinnum (45%) haft betur
Liðin hafa þá skilið jöfn 15 sinnum (20%).

FH hafa skorað 99 mörk í þessum einvígjum gegn 131 marki frá Val.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
FH FH eru ekki í mikilli baráttu um neitt annað en stoltið og reyna enda eins ofarlega og þeir geta.
FH getur mest farið í 39 stig og eiga því ekki möguleika á því að ná evrópusæti.

FH eru í 6.sætinu með 33 stig og hafa tapað öllum leikjum sínum eftir skiptingu. Þeir vonast til þess að komast á blað í dag.

FH hafa skorað 40 mörk í sumar en fengið á sig 46 sem gera mínus 6 í markatölu.

Markahæstu menn FH eru:

Björn Daníel Sverrisson - 8 mörk
Sigurður Bjartur Hallsson - 7 mörk
Kjartan Kári Halldórsson - 7 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Valur Valsmenn eru í hörku baráttu um sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar að ári við Stjörnunna og ÍA. Valur mun stíga risa skref í átt að því markmiði með sigri hér í dag og geta tölfræðilega tryggt þriðja sætið ef úrslit annara leikja falla þeim í hag.

Valur eru í 3.sætinu fyrir leikinn í dag með 40 stig. Stjarnan og ÍA koma þar á eftir með 39 og 37 stig.

Valur hafa skorað 59 mörk í sumar og fengið á sig 40 sem gera plús 19 í markatölu.

Markahæstu menn Vals eru:

Patrick Pedersen - 16 mörk
Jónatan Ingi Jónsson - 11 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson - 10 mörk
Tryggvi Hrafn Haraldsson - 9 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Sigurður Hjörtur Þrastarson fær það verkefni að halda utan um flautuna hér í dag og honum til aðstoðar verða Patrik Freyr Guðmundsson og Antoníus Bjarki Halldórsson.
Arnar Ingi Ingvarsson er sérlegur tæknimaður á skilti og til taks ef eitthvað útaf bregður meðal dómara.
Kristinn Jakobsson er svo eftirlitsmaður KSÍ hér í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik FH og Vals í næst síðustu umferð efri hluta Bestu deild karla frá Kaplakrikavelli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
31. Ögmundur Kristinsson (m) ('94)
6. Bjarni Mark Antonsson
7. Aron Jóhannsson ('83)
8. Jónatan Ingi Jónsson ('89)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
14. Albin Skoglund
16. Gísli Laxdal Unnarsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m) ('94)
5. Emil Nönnu Sigurbjörnsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('89)
17. Lúkas Logi Heimisson ('83)
19. Orri Hrafn Kjartansson
33. Helber Josua Catano Catano
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Bjarni Mark Antonsson ('26)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('97)

Rauð spjöld: