Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
HK
2
1
Fram
0-1 Alex Freyr Elísson '20
Birnir Breki Burknason '22 1-1
Þorsteinn Aron Antonsson '98 2-1
20.10.2024  -  19:15
Kórinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Gamla góða inniveran
Áhorfendur: 674
Maður leiksins: Þorsteinn Aron Antonsson
Byrjunarlið:
1. Christoffer Petersen
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
14. Brynjar Snær Pálsson ('78)
19. Birnir Breki Burknason ('87)
21. Ívar Örn Jónsson
22. Dagur Örn Fjeldsted ('67)
30. Atli Þór Jónasson ('67)

Varamenn:
2. Kristján Snær Frostason
7. George Nunn ('67)
10. Atli Hrafn Andrason ('67)
12. Stefán Stefánsson
20. Ísak Aron Ómarsson
28. Tumi Þorvarsson ('87)
33. Hákon Ingi Jónsson ('78)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Eiður Gauti Sæbjörnsson ('62)
Ívar Örn Jónsson ('64)

Rauð spjöld:
@Stefanmarteinn7 Stefán Marteinn Ólafsson
Skýrslan: HK skoraði á síðustu stundu og getur enn bjargað sér
Hvað réði úrslitum?
Fram byrjaði leikinn af krafti og komust sanngjarnt yfir. Eftir markið hinsvegar þá fóru hjólin svolítið að snúa hjá HK sem gerðu vel að jafna leikinn stuttu seinna. Leikurinn var í járnum framan af og leit lengi vel út fyrir að ætla enda með jafntefli eða allt þar til sigurmarkið kom alveg í restina.
Bestu leikmenn
1. Þorsteinn Aron Antonsson
Bara þetta sigurmark færir honum þessa nafnbót hér í kvöld. Gríðarlega mikilvægt sigurmark fyrir HK en að því sögðu átti hann einnig flottan leik varnarlega.
2. Ólafur Íshólm Ólafsson
Hefði verið maður leiksins hefði þetta endað jafnt. Átti tvær stórkostlegar vörslur í leiknum sem héldu Fram inni í þessu.
Atvikið
Stuttu fyrir sigurmark HK fer Guðmundur Magnússon í grasið með krampa og Fram sparkar boltanum útaf svo hægt sé að huga að honum. HK taka innkast út við hornfána og láta Fram ekki fá boltann aftur við litla hrifningu Frammara. HK skorar svo sigurmarkið eftir aukaspyrnu sem Fram vildi meina að ætti ekki að hafa verið aukaspyrna svo eftir loka flautið urðu einhver læti.
Hvað þýða úrslitin?
HK jafnar Vestra að stigum fyrir lokaumferðina en er með verri markatölu. HK heimsækir KR í lokaumferðinni á laugardag en Vestri fær Fylki í heimsókn. Fram getur ekki lengur náð KA í 7. sætinu og sitja í 9. sæti stigi á eftir KR.
Vondur dagur
Það er enginn sem kemur strax upp í hugan hérna fyrir þennan dálk. Atli Þór Jónasson fékk færi til að gera eitthvað í þessum leik sem hann nýtti ekki og hefði geta verið dýrt.
Dómarinn - 7
Mér fannst þessi leikur bara vera solid sjöa. Alltaf hægt að pikka út einhver atriði hér og þar en heilt yfir þá man ég ekki eftir neinni ákvörðun sem var augljóslega röng eða eitthvað því um líkt. Ekki dómarans að ákveða hvernig þessu 'fair play' atviki er háttað sem hleypti smá hita í þetta undir restina.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
6. Tryggvi Snær Geirsson ('90)
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva ('78)
17. Adam Örn Arnarson
19. Markús Páll Ellertsson ('58)
28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
4. Orri Sigurjónsson
11. Magnús Þórðarson
14. Djenairo Daniels ('58)
25. Freyr Sigurðsson ('78)
27. Sigfús Árni Guðmundsson
32. Gustav Bonde Dahl ('90)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('25)
Djenairo Daniels ('75)
Haraldur Einar Ásgrímsson ('80)

Rauð spjöld: