Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Breiðablik
2
1
Stjarnan
Viktor Örn Margeirsson '64 1-0
1-1 Heiðar Ægisson '76
Höskuldur Gunnlaugsson '87 2-1
19.10.2024  -  17:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('73)
11. Aron Bjarnason ('84)
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('91)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
3. Oliver Sigurjónsson
9. Patrik Johannesen
10. Kristinn Steindórsson ('73)
20. Benjamin Stokke ('91)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('84)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar vinna þennan leik og það er ljóst að við fáum úrslitaleik í loka umferðinni sem mun skera úr um Íslandsmeistaratitilinn.
95. mín
Hár bolti á fjær úr horninu sem Stjörnumenn skalla aftur inn í teig. Kjartan tekur fyrst skot í varnarmann og svo fær Daníel Finns boltan og tekur skotið en aftur í varnarmann.
95. mín
Lítið eftir og Stjarnan fær horn.
92. mín
6 mínútum bætt við.
91. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Út:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
91. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Út:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
91. mín
Inn:Benjamin Stokke (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
87. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
EN EKKI HVER!?!?!? Kiddi Jóns brunar upp vinstri kantinn, fer framhjá einum og fer alla leið upp að endalínu. Hann leggur svo boltan út í teiginn þar sem Höskuldur kemur á fleygiferð og neglir boltanum í varnarmann og inn.

Lampard esque þetta mark hjá Högga.
84. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
84. mín
Stjarnan með hornspyrnu og þeir setja boltan inn í teig. Gummi Kri nær skotinu en það fer yfir markið.
79. mín
Dauðafæri! Stjörnumenn koma upp völlinn og finna Emil inn í teig. Emil tekur skotið í fyrsta en boltinn fer rétt framhjá markinu!
76. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Stjarnan) Út:Sigurður Gunnar Jónsson (Stjarnan)
76. mín MARK!
Heiðar Ægisson (Stjarnan)
ÞETTA ER ORÐIÐ JAFNT!!! Jón Hrafn geysist upp vinstri kantinn og kemst alla leið inn í teig. Hann reynir að leggja boltan á Emil sem nær ekki skotinu. Stjörnumenn verða æfir í stúkunni og biðja um víti þar sem það var keyrt inn í Emil. Dómarinn leyfir hinsvegar leiknum að halda áfram sem betur fer og Heiðar nær boltanum á jaðri teigsins og neglir boltanum í netið. Frábært skot!
73. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
72. mín
Blikar koma upp vinstra megin og Kiddi setur boltan fyrir. Davíð nær skallanum en boltinn fer rétt framhjá.
70. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
69. mín
Stjörnumenn spila virkilega vel á milli sín og ná að búa til risa pláss úti vinstra megin. Óli Valur fær boltan í þetta pláss inn á teignum og tekur skotið en Anton ver vel frá honum.
66. mín
Ísak hleypur reyndar aftur inn á.
64. mín MARK!
Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
BLIKAR KOMAST YFIR!!!! Blikar eiga hornspyrnu sem þeir lyfta inn í teig og Ísak Snær nær skallanum. Boltinn fer í slánna og fast aftur niður í jörðina. Viktor er þá aðeins fljótari að hugsa en Árni í markinu og nær að pota boltanum í netið.

Ísak lenti síðan á stönginni og virðist hafa meitt sig nóg til þess að spila ekki meira í þessum leik.
63. mín Gult spjald: Sigurður Gunnar Jónsson (Stjarnan)
Það var bara glíman niður í gólf á Ísak Snæ
61. mín
Arnór Gauti reynir skot af mjög löngu færi og boltinn fer framhjá.
59. mín
Höskuldur fær boltan fyrir utan teig og tekur skotið en boltinn framhjá.
57. mín
Stjörnumenn með hornspyrnu og Heiðar Ægis nær skallanum en beint á Anton.
56. mín
Blikar koma upp hinumegin og Ísak fær boltan fyrir utan teig. Hann reynir skotið og boltinn fer rétt framhjá markinu.
55. mín
Anton heldur Blikum á lífi! Langur bolti fram og Emil tekur boltan niður á bringuna. Hann er þá bara kominn inn í teiginn og tekur skotið úr frábæru færi en Anton ver virkilega vel!
49. mín
Frábær varsla! Stjarnan tekur hornspyrnuna og Gummi Kri nær skallanum inn í teig. Skallinn er góður og á markið en Anton gerir vel og ver þetta frá honum.
48. mín
Guðmundur Baldvin með þrumuskot fyrir utan teig í varnarmann og boltinn fer aftur fyrir.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik og þetta hefur verið nokkuð rólegt svona almennt. Stjörnumenn kannski verið aðeins betri og fengið betri færi en við vonumst eftir opnari leik í seinni.
45. mín
Leikurinn er búinn að vera stopp í dágóðan tíma vegna þess að Ísak Snær lá eitthvað meiddur. Leikurinn kominn af stað aftur núna og Ísak röltir aftur inná en hann virkar ekkert rosalega þægilegur.
45. mín
Ein mínúta í uppbót
44. mín Gult spjald: Emil Atlason (Stjarnan)
40. mín
Stjarnan aftur í færi! Í þetta sinn er Guðmundur Baldvin með boltan úti vinstra megin og hann lyftir boltanum inn í teig. Aftur stekkur Emil hæst og nær skallanum en aftur framhjá.
38. mín
Frábært færi! Óli Valur með boltan úti á hægri og hann setur frábæran bolta fyrir markið. Emil kemur þá á fleygiferð og nær skallanum en setur boltan framhjá markinu.
26. mín
GUÐMUNDUR BALDVIN SKORAR En það er dæmt rangstaða. Lúmskur bolti inn fyrir vörn Blika og Guðmundur klárar vel en hann hefur verið rétt fyrir innan.
25. mín
Langur bolti fram og Emil er svo nálægt því að búa til dauðafæri! Hann snýr Damir inn og út, þannig eina sem er eftir er að fara framhjá honum. Hann þvælist hinsvegar aðeins í boltanum og Blika vörnin nær á endanum að stoppa hann.
22. mín
Svakaleg móttaka hjá Óla Val og hann lyftir boltanum yfir varnarmanninn sem er að pressa hann. Hann keyrir svo í átt að marki og tekur skotið en það hefði mátt vera betra. Rúllar nokkuð langt framhjá markinu.
19. mín
Stöngin!!! Stjarnan í stökustu vandræðum aftast og Höskuldur vinnur boltan af þeim rétt fyrir utan teiginn. Hann tekur eitt skref í átt að marki og tekur skotið en boltinn skellur af stönginni og út.
16. mín
Það hlaut að koma að því Loksins færi í þessum leik. Ísak fær boltan inn í teig í hættulegri stöðu en Árni er fljótur út og hrifsar boltan af honum.
7. mín
Við förum nokkuð rólega af stað. Það hafa verið mistök báðu megin í vörninni sem hefðu getað leitt til einhvers en gerði það ekki.

Greinilegt að spennustigið er hátt.
1. mín
Leikur hafinn
Jóhann flautar og leikurinn er kominn af stað!
Fyrir leik
Dramatík á Akranesi Víkingar unnu sinn leik á Akranesi áðan og því er ljóst að Breiðablik dugir ekkert annað en að vinna þennan leik til þess að eiga séns á Íslandsmeistaratitlinum í loka umferðinni. Það verður einnig áhugavert að sjá hvort einhver fari í bann fyrir loka leikinn þar sem það eru nokkrir á hættusvæði fyrir uppsöfnuð spjöld. Þar helst má nefna Höskuld Gunnlaugsson en það má sjá alla sem eru á hættusvæði í fréttinni hér fyrir neðan.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks gerir eina breytingu á sínu liði. Það er Kristinn Steindórsson sem fær sér sæti á bekknum en inn í liðið kemur Andri Rafn Yeoman.

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar gerir einnig eina breytingu á sínu liði. Daníel Laxdal fær sér sæti á bekknum en fyrir hann kemur Sigurður Gunnar Jónsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Spámaðurinn Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spáir í leikina sem eru framundan í næst síðustu umferð deildarinnar.

Breiðablik 2 - 3 Stjarnan
Leikur umferðarinnar. Fimm marka leikur. Fyrir ekki svo löngu síðan var því haldið staðfastlega fram við mig að Stjarnan myndi vinna þennan leik. Sá maður er reyndar eins langt frá því að vera hlutlaus og hægt er að vera. Ég ætla hins vegar að taka hann á orðinu. 3-2 útisigur Stjörnunnar. Emil Atla klippir boltann í netið og tryggri Stjörnunni stigin þrjú. Öll mörkin í seinni hálfleik. Stjarnan í bílstjórasætinu í Evrópubaráttunni komandi inn í lokaumferðina. Tapið breytir því hins vegar ekki að Breiðablik getur með sigri í úrslitaleiknum gegn Víkingum í lokaumferðinni tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómari leiksins Jóhann Ingi Jónsson verður með flautuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Andri Vigfússon og Þórður Arnar Árnason.

Eftirlitsmaður KSÍ er Frosti Viðar Gunnarsson og varadómari er Gunnar Freyr Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stjörnumenn í evrópu baráttu Stjarnan er í harðri baráttu um að ná í síðasta Evrópu sætið sem er í boði. Þeir eru í 4. sæti deildarinnar sem stendur, stigi á eftir Val sem er í 3. sæti sem gefur Evrópu. Valur mætir FH í dag klukkan 14:00 og ef þeir vinna þann leik þá er ljóst að það er ekkert annað en sigur sem dugir fyrir Stjörnuna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Titilbarátta Blika Breiðablik er í harðri titilbaráttu við Víkinga þar sem liðin eru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum deildarinnar. Eins og frægt er þá mætast liðin í síðustu umferð deildarinnar sem er um næstu helgi. Ef Breiðablik vinnur í dag þá verður það úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn sama hvað gerist hjá Víkingum, þar sem Breiðablik liggur undir í markatölu. Leikurinn um næstu helgi var færður þar til um sunnudagskvöldið og það er mikil eftirvænting fyrir þeim leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta deildin heilsar! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar í 26. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður spilaður á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson ('70)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('91)
22. Emil Atlason
24. Sigurður Gunnar Jónsson ('76)
30. Kjartan Már Kjartansson ('91)
32. Örvar Logi Örvarsson

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
7. Örvar Eggertsson ('76)
9. Daníel Laxdal
14. Jón Hrafn Barkarson ('70)
19. Daníel Finns Matthíasson ('91)
28. Baldur Logi Guðlaugsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('91)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Emil Atlason ('44)
Sigurður Gunnar Jónsson ('63)

Rauð spjöld: