Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
Víkingur R.
0
0
Cercle Brugge
24.10.2024  -  14:30
Kópavogsvöllur
Sambandsdeild UEFA - deildarkeppni
Dómari: Vitalijs Spasjonnikovs (Lettland)
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Lettneskt dómarateymi Dómari leiksins er Vitalijs Spasjonnikovs en hann og allt dómarateymið kemur frá Lettlandi.

Vitalijs dæmdi fyrri viðureign Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni í fyrra. Leiknum lauk með 3-2 sigri Maccabi Tel Aviv.

Mynd: EPA
Fyrir leik
Tveir risastórir leikir framundan Líkt og eflaust flestir vita eigum við von á úrslitaleik í Bestu deildinni næstkomandi sunnudag. Þar mæta Víkingar erkifjendunum í Breiðablik. Víkingar fá einungis tveggja daga hvíld fyrir úrslitaleikinn.

„Það er okkar að minna menn á að það er svaka leikur á undan. Leikurinn gegn Cercle Brugge verður okkar erfiðasti leikur í sumar."

,,Með fullri virðingu fyrir Blikaleiknum þá verður Cercle Brugge töluvert sterkari andstæðingur. Það verður gríðarlega erfitt verkefni. Við þurfum að einbeita okkur að því fyrst áður en hausinn fyrir Breiðablik," segir Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Andstæðingarnir án lykilmanna Cercle Brugge vann 6-2 sigur á svissneska liðinu St. Gallen í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar.

Cercle er í brasi í deildinni heima fyrir, liðið er í næstneðsta sæti með níu stig eftir ellefu leiki. Þeir eru án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum eftir að hafa endað í 4. sæti deildarinnar í fyrra.

Félagið tilkynnti í gærmorgun hvaða leikmenn færu í ferðina til Íslands. Þar sést að sjö leikmenn sem byrjuðu í sigurleiknum gegn St. Gallen voru skildir eftir heima, bæði vegna meiðsla en einnig eru lykilleikmenn hvíldir.

Þar á meðal er Gary Magnee sem skoraði tvö mörk gegn St. Gallen.

Cercle verður einnig án Warleson sem er aðalmarkvörður liðsins, hann meiddist gegn St. Gallen og hefur verið frá síðan.

Fyrir leik
Fyrsti ,,heimaleikur" Víkinga Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli en heimavöllur Víkinga er ekki löglegur í Sambandsdeildinni.

Leikurinn hefst klukkan 14:30 en ástæðan fyrir þessum óhefðbundna leiktíma er að á Kópavogsvelli eru ekki nægilega sterk fljóðljós. Því er nýtt dagsbirtuna og spilað snemma dags.

Ekki var hægt að spila leikinn á Laugardalsvelli vegna
framkvæmda.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur! Heilir og sælir lesendur góðir og veriði velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Víkings og Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: