Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
Víkingur R.
2
0
FK Borac
Nikolaj Hansen (f) '17 1-0
Karl Friðleifur Gunnarsson '23 2-0
07.11.2024  -  14:30
Kópavogsvöllur
Sambandsdeildin
Aðstæður: Það hefur aðeins lægt en þetta eru engar toppaðstæður
Dómari: Jan Petrik (Tékkland)
Áhorfendur: 902
Maður leiksins: Karl Friðleifur Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('86)
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson ('86)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('71)
23. Nikolaj Hansen (f) ('58)
24. Davíð Örn Atlason ('86)

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
3. Davíð Helgi Aronsson
5. Jón Guðni Fjóluson ('86)
9. Helgi Guðjónsson ('86)
17. Ari Sigurpálsson ('58)
18. Óskar Örn Hauksson
20. Tarik Ibrahimagic ('71)
27. Matthías Vilhjálmsson ('86)
30. Daði Berg Jónsson
41. Ívar Björgvinsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)

Gul spjöld:
Oliver Ekroth ('81)
Ari Sigurpálsson ('92)

Rauð spjöld:
@karisnorra Kári Snorrason
Skýrslan: Víkingar komnir í draumastöðu í Sambandsdeildinni
Hvað réði úrslitum?
Víkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu tvívegis með skömmu millibili. Borac liðið leit virkilega illa út, íslensku aðstæðurnar voru þeim ekki að skapi. Þeir vöknuðu þó aðeins það sem leið á leikinn en ógnuðu lítið marki Víkinga. Ingvar varði eitt sinn meistaralega en færi Borac manna voru af skornum skammti. Víkingar hefðu getað aukið forystu sína en færin fóru forgörðum. Yfir heildina litið frábær frammistaða Víkinga og sanngjarn sigur. Víkingar voru þéttir baka til og nýttu sér lágvaxið hafsentapar gestanna til hins ýtrasta.
Bestu leikmenn
1. Karl Friðleifur Gunnarsson
Karl frábær í vinstri bakverðinum í dag. Víkingar sóttu mikið upp vinstri vænginn. Mark og stoðsending úr vinstri bakverði er ágætis dagsverk.
2. Viktor Örlygur Andrason
Hægt að velja marga en Viktor var frábær djúpur á miðjunni, þvílík vinnusemi frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Leikmenn sem vert er að minnast á eru Gísli Gotti, Danijel Djuric, Ingvar Jónsson og Nikolaj Hansen.
Atvikið
Markið hjá Karli Friðleifi sem kemur Víkingum í 2-0, gríðarlega mikilvægt að nýta meðbyrinn sem Víkingar höfðu í byrjun leiks og skora skömmu eftir fyrsta markið.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar eru komnir með sex stig í Sambandsdeildinni eftir aðeins þrjá leiki. Víkingar í kjörstöðu að ná að komast í umspil, 24 efstu liðin komast í umspil.
Vondur dagur
Allir Víkingar frábærir í dag, hann Jurich Carolina heillaði okkur ekki í blaðamannastúkunni. Einnig á Boban Nikolov frábæra stoðsendingu á Karl Friðleif. Danijel Djuric reynir þó eflaust að stela stoðsendingunni af Boban.
Dómarinn - 4
Ég er ekki mikill Jan Petrik maður eftir daginn í dag. Mér fannst Víkingar eiga að fá vítaspyrnu er Danijel Djuric var rifinn niður í teignum. Svo var gomma af skrýtnum minniháttar ákvörðunum teknar af Tékkanum, fall á Petrik!
Byrjunarlið:
13. Filip Manojlovic (m)
2. Bart Meijers
5. Boban Nikolov ('68)
16. Sebastián Herera
20. Zoran Kvrzic ('78)
24. Jurich Carolina
27. Enver Kulasin ('46)
77. Stefan Savic
88. Dino Skorup ('58)
98. Sandi Ogrinec ('68)
99. Djordje Despotovic

Varamenn:
1. Damjan Shiskovski (m)
7. Nikola Sreckovic ('46)
8. Aleks Pihler
11. Damir Hrelja
14. Pavle Dajic ('78)
15. Srdjan Grahovac ('58)
18. Aleksandar Subic
22. David Cavic ('68)
23. Stojan Vranjes ('68)
31. Savo Susic
49. Stefan Marcetic
93. Marko Vukcevic

Liðsstjórn:
Mladen Zizovic (Þ)

Gul spjöld:
Enver Kulasin ('43)

Rauð spjöld: