Kópavogsvöllur
Sambandsdeild UEFA - deildarkeppni
Dómari: Luka Bilbija (Bosnía)
Liðið gerði jafntefli við LASK í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar, lið sem Víkingur mætir í síðustu umferð. Í þriðju umferð unnu þeir sterkan 2-1 sigur á Sverri Inga og félögum í Panathinaikos. Þeir fylgdu þeim sigri eftir með 0-1 útisigri á TNS.
Djurgården enduðu í fjórða sæti í Allsvenskan, deildarkeppninni í Svíþjóð.
Ari skoraði átta mörk og lagði upp tíu í Bestu deildinni í sumar. Hann er búinn að skora eitt mark í þremur leikjum í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
????Djurgården har scoutat den kommande ECL-motståndaren Vikingur och fastnat för den 21-årige yttern Ari Sigurpálsson. Man kommer enligt våra uppgifter göra ett värvningsförsök i vinter. Islänningen har den här säsongen stått för 10 mål och 10 assist i alla turneringar. pic.twitter.com/lwJz3I31sh
— Djurgården - Silly (@diffensilly) November 23, 2024
Pablo Punyed verður sömuleiðis ekki með Víkingum en hann sleit krossband fyrr í sumar. Víkingar endurheimta þó tvo lykilleikmenn, þá Matthías Vilhjálmsson og Valdimar Þór Ingimundarson sem eru báðir að koma til baka eftir meiðsli.
Stuðningsmenn Djurgården eru blóðheitir, í viðureign Djurgården og AIK í sumar, köstuðu stuðningsmenn fyrrnefnda liðsins um 80 blysum á völlinn en uppátæki stuðningsmanna Djurgården olli miklum skemmdum. Málið vakti svo mikla athygli að það var tekið fyrir á sænska þinginu.
Í síðasta Evrópuleik Djurgården mættu tvö þúsund stuðningsmenn þeirra til Shrewsbury til að styðja lið sitt til dáða gegn TNS.
Never thought I’d ever see the day 2,000 Djurgarden fans turned up to Shrewsbury, to play TNS fc ????????????????????????????????????????#groundhopping pic.twitter.com/qI2M05Ydnl
— fc_travel_ (@fc_travel_) November 28, 2024
Liðin sem enda í átta efstu sætunum fara beint í 16-liða úrslitin en liðin í sætum 9-24 fara í umspil um að komast í 16-liða úrslit.
Sigur eða jafntefli gegn Djurgården í dag ætti að tryggja Víkingum umspilssæti.
,,Við elskum tölfræði í Víkinni. Gulrótin er það stór núna að við erum farnir að leyfa okkar að dreyma þó án þess að missa okkur. Með því að vinna á morgun þá erum við að fara upp í flugvél til Austurríkis og erum að fara að spila um að komast í topp átta. Þetta er ekkert flóknara en það. Við stefnum samt fyrst á að reyna að verja stigið okkar til að gulltryggja okkur úr og fara úr 88% í 100% og eiga þægilega ferð til Austurríkis,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, á blaðamannafundi Víkings í gærdag.
???? Conference League - Final Projections.
— Football Rankings (@FootRankings) December 6, 2024
? To secure the Top 8:
???????????????????????????? Chelsea
???????? Legia Warszawa
???????? Fiorentina
???????? Jagiellonia Bia?ystok
???????? Heidenheim
???????? Rapid Wien
???????? Vitória S.C.
???????? Gent
???? To secure the Knockouts:
???????? Lugano
???????? Olimpija Ljubljana
???????? Cercle Brugge
???????? APOEL… pic.twitter.com/NK3uX9NWt6
Leikurinn hefst klukkan 13:00, leikið er svona snemma þar sem flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki UEFA kröfur.