Góðan og gleðilegan daginn og velkomin í slúðurpakkann í boði Powerade. BBC tekur saman allt helsta slúðrið dag hvern, úr ensku götublöðunum og víðar.
Manchester United er opið fyrir því að selja enska framherjann Marcus Rashford (27) í janúar og mun hlusta á tilboð. (Telegraph)
United gæti einnig freistast til að selja varnarmanninn Lisandro Martínez (26) ef Real Madrid gerir tilboð í Argentínumanninn. (TalkSport)
Arsenal er að íhuga að kaupa serbneska framherjann Dusan Vlahovic (24) frá Juventus í janúar. (TeamTalk)
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur gefið til kynna að félagið gætu reynt að styrkja sig í janúarglugganum ef meiðslavandamálin lagast ekki. (Times)
Arteta hefur útilokað að brasilíski framherjinn Gabriel Jesus (27) fari frá félaginu í janúar. (Standard)
Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk (33) er tilbúinn að skrifa undir nýjan samning við Liverpool þrátt fyrir að hafa hafnað upphaflegu tilboði. (Football Insider)
Newcastle United er að fylgjast með belgíska kantmanninum Johan Bakayoko (21) hjá PSV Eindhoven og gæti gert janúartilboð. (Telegraph)
Vegna fjárhagserfiðleika hefur Barcelona bara skráð Dani Olmo (26) til 31. desember. Spánverjinn verður falur á frjálsri sölu ef Barca skráir hann ekki aftur í janúar. (Mundo Deportivo)
Arsenal hefur áhuga á að ráða Dan Ashworth sem yfirmann fótboltamála hjá sér eftir að hann hætti hjá Manchester United. (ESPN)
Viðræður Liverpool um nýjan samning við egypska framherjann Mohamed Salah (32) eru að þróast í rétta átt. Aðilarnir nálgast samkomulag um greiðslufyrirkomulag. (Sky Sports)
Marseille er að íhuga að fá franska miðjumanninn Paul Pogba (31) en hefur enn ekki rætt við miðjumanninn. Banni hans eftir lyfjamisferli lýkur í mars. (RMC Sport)
AC Milan er opið fyrir því að láta Theo Hernande (27) fara frá félaginu en mun krefjast um 41 milljón punda fyrir þennan franska vinstri bakvörð. (Calciomercato)
Chelsea mun ekki íhuga að láta enska miðvörðinn Tosin Adarabioyo (27) fara á láni í janúar en West Ham hefur áhuga. (Football Insider)
Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen (32) mun væntanlega yfirgefa Manchester United eftir tímabilið. (Fabrizio Romano)
Aston Villa íhugar að kalla Louie Barry (21) heim úr láni hjá C-deildarliði Stockport County til að senda markaskorarann í sterkari deild. (Team Talk)
Athugasemdir