LASK
1
1
Víkingur R.
0-1
Ari Sigurpálsson
'23
, víti
Marin Ljubicic
'26
1-1
Karl Friðleifur Gunnarsson
'90
19.12.2024 - 20:00
Raiffeisen Arena
Sambandsdeildin
Aðstæður: 4 gráður og skýjað. Völlurinn frábær.
Dómari: Mohammed Al-emara (Finnland)
Maður leiksins: Oliver Ekroth - Víkingur
Raiffeisen Arena
Sambandsdeildin
Aðstæður: 4 gráður og skýjað. Völlurinn frábær.
Dómari: Mohammed Al-emara (Finnland)
Maður leiksins: Oliver Ekroth - Víkingur
Byrjunarlið:
36. Lukas Jungwirth (m)
2. George Bello
6. Melayro Bogarde
('60)
9. Marin Ljubicic
10. Robert Zulj (f)
('77)
11. Maximilian Entrup
18. Branko Jovicic
26. Hrvoje Smolcic
29. Florian Flecker
30. Sascha Horvath
46. Armin Midzic
Varamenn:
1. Tobias Lawal (m)
28. Jörg Siebenhandl (m)
3. Tomas Galvez
22. Filip Stojkovic
('60)
44. Adil Taoui
('77)
Liðsstjórn:
Markus Schopp (Þ)
Gul spjöld:
Melayro Bogarde ('32)
Rauð spjöld:
Skýrslan: Sagnaritarinn í yfirvinnu
Hvað réði úrslitum?
Víkingar byrjuðu leikinn betur og náðu verðskuldað forystunni þegar þeir fengu Vítaspyrnu. Ari Sigurpálsson skoraði af öryggi af punktinum. Heimamenn svöruðu vel en eftir það var leikurinn í fullkomnu jafnvægi og fátt um opin marktækifæri í seinni hálfleiknum. Jafntefli niðurstaðan og Víkingur endaði í 19. sæti Sambandsdeildarinnar með átta stig.
Bestu leikmenn
1. Oliver Ekroth - Víkingur
Sænski kletturinn var hrikalega öflugur. Fékk gult spjald snemma en með reynslu sinni og klókindum truflaði hann það ekkert frekar. Setti tóninn í baráttu og vilja.
2. Gísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur
Enn ein þroskaða frammistaða hans á miðsvæðinu. Mögulega hans síðasti leikur fyrir Víking... hann gæti verið seldur í atvinnumennskuna í janúarglugganum.
Atvikið
Þegar varnarmaður LASK fékk boltann í hendina í kjölfarið á löngu innkasti Davíðs Arnar Atlasonar. Dómarinn benti á punktinn.
|
Hvað þýða úrslitin?
Víkingur heldur áfram að skrifa söguna með Evrópuárangri sínum og langmesta leikjafjölda á einu tímabili í Íslandssögunni. Peningarnir hrannast inn á bankabókina og umspil bíður Víkings í febrúar. Þar verður mótherjinn Olimpija Ljúbljana frá Slóveníu eða Panathinaikos frá Grikklandi og sigurvegarinn fer í 16-liða úrslitin. Rosalegur árangur hjá Víkingum.
Vondur dagur
Það var leiðinlegt að sjá Jón Guðna Fjóluson fara af velli á börum í lok fyrri hálfleiksins. Skyndilega fékk hann sér sæti á grasinu og hélt um nárann. Vonandi verður hann kominn til baka fyrir umspilið.
Dómarinn - 9,5
Gríðarlega vel dæmdur leikur. Þegar ég efaðist eitthvað um ákvarðanir finnska dómarans þá sýndu endursýningar að hann hafði alltaf hárrétt fyrir sér. Með góð tök á leiknum.
|
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
('45)
7. Erlingur Agnarsson
('73)
8. Viktor Örlygur Andrason
('58)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
('73)
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
('58)
Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
3. Davíð Helgi Aronsson
9. Helgi Guðjónsson
('73)
12. Halldór Smári Sigurðsson
('45)
19. Danijel Dejan Djuric
('58)
20. Tarik Ibrahimagic
('58)
27. Matthías Vilhjálmsson
('73)
30. Daði Berg Jónsson
Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen
Gul spjöld:
Oliver Ekroth ('6)
Tarik Ibrahimagic ('65)
Nikolaj Hansen (f) ('70)
Karl Friðleifur Gunnarsson ('71)
Matthías Vilhjálmsson ('88)
Rauð spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('90)