Í BEINNI
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
Stjarnan
LL
2
4
Breiðablik
4
Stjarnan
2
4
Breiðablik
0-1
Óli Valur Ómarsson
'46
0-2
Höskuldur Gunnlaugsson
'52
, víti
Benedikt V. Warén
'66
1-2
Emil Atlason
'77
2-2
2-3
Höskuldur Gunnlaugsson
'87
2-4
Ágúst Orri Þorsteinsson
'93
31.01.2025 - 20:00
Miðgarður
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
Dómari: Róbert Þór
Miðgarður
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
Dómari: Róbert Þór
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
('58)
7. Örvar Eggertsson
('58)
10. Samúel Kári Friðjónsson
('36)
19. Daníel Finns Matthíasson
('58)
22. Emil Atlason
('83)
23. Benedikt V. Warén
('83)
27. Dagur Orri Garðarsson
('45)
29. Alex Þór Hauksson (f)
('58)
32. Örvar Logi Örvarsson
Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
14. Jón Hrafn Barkarson
('45)
17. Andri Adolphsson
('83)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
('58)
24. Sigurður Gunnar Jónsson
('58)
28. Baldur Logi Guðlaugsson
('36)
30. Kjartan Már Kjartansson
37. Haukur Örn Brink
('58)
47. Þorlákur Breki Þ. Baxter
('83)
99. Andri Rúnar Bjarnason
('58)
Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Gul spjöld:
Guðmundur Kristjánsson ('51)
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('63)
Rauð spjöld:
90. mín
Inn:Gunnleifur Orri Gunnleifsson (Breiðablik)
Út:Óli Valur Ómarsson (Breiðablik)
87. mín
MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Stoðsending: Aron Bjarnason
Hugguleg afgreiðsla!
Blikar vinna boltann og eru fljótir að koma boltanum í spil. Aron fær boltann á miðjum vellinum og rennir honum í gegn á Höskuld. Árni er enn að skila sér í markið þegar Höskuldur ákveður að tjippa yfir hann og í netið fer boltinn.
Fyrirliðinn kominn með tvö og líklega að tryggja Þungavigtabikarinn fyrir Breiðablik!
Fyrirliðinn kominn með tvö og líklega að tryggja Þungavigtabikarinn fyrir Breiðablik!
81. mín
Stjörnumenn hársbreidd frá því að taka forystuna!
Jón Hrafn gerir vel úti vinstrameginn og kemur boltanum fyrir á Hauk Brink sem er litlu tánni frá því að koma boltanum inn fyrir línuna.
77. mín
MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Guðmundur Baldvin Nökkvason
Stoðsending: Guðmundur Baldvin Nökkvason
Stjarnan jafnar þetta!
Árni Snær kastar boltanum upp völlinn á Guðmund Baldvin. Hann potar boltanum í gegnum varnarlínu Blika. Emil Atla nær að vera fyrstur á boltann og klárar framhjá Antoni með glæsibrag.
Það er allt orðið jafnt en fáum við einhverja meiri dramatík í þetta?
Það er allt orðið jafnt en fáum við einhverja meiri dramatík í þetta?
73. mín
Baldur Logi tekur spyrnuna inn á teiginn sem Ágúst Orri skallar frá. Hann kemur svo aftur með boltann inn á teiginn sem fer á Emil Atla. Emil skallar í slána áður en flaggið fór á loft.
72. mín
DAUÐAFÆRI!
Haukur Brink sleppur einn í gegn á móti Antoni sem ver glæsilega aftur fyrir. Anton búinn að eiga nokkrar stórvörslur og með hreinum ólíkindum að Stjarnan hefur ekki skorað fleiri mörk!
68. mín
Sama sagan
Stjörnumenn hafa verið lengi að koma sér í gang báða hálfleikana en þeir virðast vera að hrökkva í gang núna.
Næsta mark er stórt!
Næsta mark er stórt!
66. mín
MARK!
Benedikt V. Warén (Stjarnan)
Stoðsending: Baldur Logi Guðlaugsson
Stoðsending: Baldur Logi Guðlaugsson
Stjarnan minnkar muninn!
Góð sókn hjá Stjörnunni sem endar í marki.
Baldur Logi kemur boltanum inn fyrir á Benedikt sem er komin einn á einn gegn Antoni og klárar mjög vel.
Þetta er orðinn leikur!
Baldur Logi kemur boltanum inn fyrir á Benedikt sem er komin einn á einn gegn Antoni og klárar mjög vel.
Þetta er orðinn leikur!
58. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Stjarnan)
Út:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan)
Jökull að hrófla
58. mín
Inn:Haukur Örn Brink (Stjarnan)
Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Jökull að hrófla
58. mín
Inn:Sigurður Gunnar Jónsson (Stjarnan)
Út:Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan)
Jökull að hrófla
58. mín
Inn:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Út:Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Jökull að hrófla
57. mín
Emil Atla fær langan bolta upp völlin. Hann gerir vel einn á einn gegn Viktori Erni en skotið fer rétt framhjá.
53. mín
Eitt lið á vellinum
Óli Valur fær boltann inn á teignum og gerir vel áður en hann tekur skotið í hliðarnetið.
52. mín
Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Öruggt hjá fyrirliðanum
Árni fer í sama horn og Höskuldur en spyrnan var góð og föst.
Blikar búnir að tvöfalda forystu sína þegar seinni hálfleikurinn er nýbyrjaður!
Blikar búnir að tvöfalda forystu sína þegar seinni hálfleikurinn er nýbyrjaður!
51. mín
Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
Sýndist Gummi fá spjald fyrir tuð.
46. mín
MARK!
Óli Valur Ómarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Blikar skora strax!
Þetta var ekki lengi gert!
Andri Rafn fær boltann sýndist mér sem kemur boltanum upp á Óla Val, Óli Valur kemst einn í gegn á Árna og klárar framhjá honum. Ég taldi 12 sekúndur frá því miðjan var tekin og Óli skoraði gegn sínum gömlu félögum.
Miðja -> Andri Rafn -> Óli Valur -> Mark
Andri Rafn fær boltann sýndist mér sem kemur boltanum upp á Óla Val, Óli Valur kemst einn í gegn á Árna og klárar framhjá honum. Ég taldi 12 sekúndur frá því miðjan var tekin og Óli skoraði gegn sínum gömlu félögum.
Miðja -> Andri Rafn -> Óli Valur -> Mark
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik
Frekar rólegum fyrri hálfleik lokið í úrslitaleik Þungavigtabikarsins þrátt fyrir nokkur fín færi hjá báðum liðum. Blikar byrjuðu þetta betur en Stjörnumenn hafa unnið sig hægt og rólega inn í leikinn. Stjarnan líklega með hærra XG.
33. mín
DAUÐAFÆRI!
Dagur Orri vinnur boltann ofarlega inni í markteig Blika og kemur boltanum fyrir á Emil Atlason en Anton Ari ver frá honum. Anton með tvær risavörslur frá Emil fyrsta hálftíman!
27. mín
Samúel Kári liggur niðri
Leikurinn stopp og sjúkraþjálfari Stjörnunnar kallaður inn á þar sem Samúel Kári liggur niðri eftir sprettinn til baka.
27. mín
Blikar að fá hornspyrnu!
Aron Bjarna keyrir inn á teigin og köttar inn á völlinn. Þegar hann er við það að fara í skotið mætir að mér sýnist Samúel Kári til leiks og dúndrar boltanum aftur fyrir.
26. mín
Óli Valur gerir vel inni á teig Stjörnumanna og kemur boltanum fyrir en þar er enginn mættur. Óli var ekki sáttur með Davíð Ingvars sem var einu til tveimur skrefum frá boltanum.
22. mín
Blikar vilja rautt á Örvar
Það kemur langur bolti fram upp á Höskuld sem er við það að komast einn í gegn á Árna en þá mætir Örvar Logi og nær að stoppa hann. Blikar ekki sáttu til að byrja með en ég held að þetta hafi verið rétt metið hjá Róberti dómara að ekki dæma neitt.
Blikar ívið betri fyrstu tuttugu.
Blikar ívið betri fyrstu tuttugu.
19. mín
Danni Finns tekur hornið sem Anton Ari kýlir frá áður en hann handsamar boltann síðan eftir skot fyrir utan teiginn. Anton og Blikaliðið ekki glaðir með Róbert dómara, vildu fá brot á Anton í aðdragandanum sýndist mér.
18. mín
Stjarnan í dauðafæri!
Gummi Kristján vinnur boltann fyrir Stjörnuna og keyrir upp völlinn. Hann kemur boltanum fyrir sem fer á Emil Atla og Dag Orra. Emil var aðeins frekari og nær skotinu sem Anton ver í horn.
17. mín
Óli Valur í færi!
Ég sá ekki hvað gerðist en þegar ég leit upp var Óli Valur kominn einn á móti Árna. Skotið var frekar beint á Árna sem varði boltann út í innkast frekar auðveldlega.
15. mín
Óli Valur gekk í raðir Breiðabliks frá Stjörnunni eftir seinasta tímabil en hann er að spila í treyju númer 9 sem fremsti maður vallarins.
10. mín
Aron tekur spyrnuna stutt á Davíð aftur. Davíð kemur boltanum núna fyrir en sendingin var slök og Garðbæingar í engum vandræðum með þennan bolta.
Sóknin fýkur svo út í sandinn og Stjörnumenn vinna boltann.
Sóknin fýkur svo út í sandinn og Stjörnumenn vinna boltann.
7. mín
Aron Bjarna tekur spyrnuna stutt á Davíð Ingvars sem kemur honum aftur í fyrsta á Aron. Aron keyrir inn á teiginn og tekur skotið sem fer í varnarmann. Boltinn dettur þá fyrir Andra Rafn sem er fyrir utan teiginn en skotið hans fer langt yfir.
7. mín
Nú fær Breiðablik hornspyrnu!
Gummi Kri ekki sáttur og vildi fá aukaspyrnu í aðdragandanum.
5. mín
Blikar byrja betur
Mér finnst meiri kraftur í Blikum þessar upphafsmínútur. Talsvert meiri ógn frá þeim svörtklæddu úr Kópavoginum.
2. mín
Blikar byrja á hættulegu færi!
Aron Bjarna fær góðan bolta á sig og kemst í góða stöðu. Hann tekur skotið sem fer rétt framhjá.
2. mín
Fer beint í vító
Átti spjall við Róbert Þór dómara leiksins fyrir leik. Ég spáði 2-2 jafntefli sem myndi þýða að við færum beint í vítaspyrnukeppni.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang!
Það eru Stjörnumenn sem hefja hér leik og sækja í átt að Akranesi.
Góða skemmtun!
Góða skemmtun!
Fyrir leik
Toppaðstæður
Það eru frábærar aðstæður í Miðgarði þó úti blási vindar. Ég veit um einn körfuboltaleik í Hafnarfirðinum sem hefur verið frestað vegna þakleka. Sé engan leka hérna inni enn sem komið er en hins vegar er búið að vökva gervigrasið vel.
Fyrir leik
Róbert Þór með flautuna
Róbert Þór sér um að dæma þennan úrslitaleik en varadómari leiksins er lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin í hús!
Þá eru byrjunarliðin komin í hús hjá báðum liðum inn í kerfið okkar. Bæði lið stilla upp sterkum liðum og ætla sér greinilega þann stóra. Mitt gisk er að liðin stilla þessu svona upp:
Stjarnan (4-3-3 en gæti verið 4-2-3-1)
Árni Snær
Dagu Orri - Sindri - Gummi - Örvar Logi
Samúel Kári - Alex Þór - Danni Finns
Örvar Eggerts - Emil Atla - Benedikt
Breiðablik (4-3-3)
Anton
Höskuldur - Ásgeir Helgi - Viktor Örn - Davíð Ingvars
Arnór Gauti - Andri Rafn - Kristinn Steindórs
Óli Valur - Gabríel Snær - Aron Bjarna
Stjarnan (4-3-3 en gæti verið 4-2-3-1)
Árni Snær
Dagu Orri - Sindri - Gummi - Örvar Logi
Samúel Kári - Alex Þór - Danni Finns
Örvar Eggerts - Emil Atla - Benedikt
Breiðablik (4-3-3)
Anton
Höskuldur - Ásgeir Helgi - Viktor Örn - Davíð Ingvars
Arnór Gauti - Andri Rafn - Kristinn Steindórs
Óli Valur - Gabríel Snær - Aron Bjarna
Fyrir leik
Miðgarður er staðurinn!
Leikurinn átti að fara fram á Kópavogsvelli en vegna veðurs var leiknum fært inn í Miðgarð í vikunni.
Fyrir leik
Breiðablik hafði oftar betur í fyrra
Stjarnan og Breiðablik mættust þrisvar sinnum í fyrra, tvisvar í hefðbundni deildarkeppni og einu sinni í úrslitakeppninni. Breiðablik hafði betur tvisvar en einum leik lauk með jafntefli. Tveir leikir fóru 2-1 fyrir Blikum en jafnteflisleikurinn fór 2-2 á Samsung vellinum í Garðarbænum.
Breiðablik 2-1 Stjarnan, 21. maí 2024
Stjarnan 2-2 Breiðablik, 11. ágúst 2024
Breiðablik 2-1 Stjarnan, 19. október 2024
Breiðablik 2-1 Stjarnan, 21. maí 2024
Stjarnan 2-2 Breiðablik, 11. ágúst 2024
Breiðablik 2-1 Stjarnan, 19. október 2024
Fyrir leik
Komnir/farnir
Það er vel við hæfi að kanna hvað þessi félög hafa gert á markaðnum til þessa og því ætlum við að fara yfir komnir/farnir listann góða.
Breiðablik
Komnir
Óli Valur Ómarsson frá Sirius (var á láni hjá Stjörnunni)
Valgeir Valgeirsson frá Örebro
Ágúst Orri Þorsteinsson frá Genoa
Dagur Örn Fjeldsted frá HK (var á láni)
Ásgeir Helgi Orrason frá Keflavík (var á láni)
Farnir
Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg (var á láni)
Damir Muminovic til Asíu
Patrik Johannesen til KÍ/Klaksvík
Alexander Helgi Sigurðarson í KR
Oliver Sigurjónsson í Aftureldingu
Benjamin Stokke
Arnór Sveinn Aðalsteinsson hættur og tekinn við sem aðstoðarþjálfari
Stjarnan
Komnir
Samúel Kári Friðjónsson frá Grikklandi
Benedikt V. Warén frá Vestra
Alex Þór Hauksson frá KR
Andri Rúnar Bjarnason frá Vestra
Hrafn Guðmundsson frá KR
Aron Dagur Birnuson frá Grindavík
Henrik Máni B. Hilmarsson frá ÍBV (var á láni)
Guðmundur Rafn Ingason frá Fylki
Farnir
Róbert Frosti Þorkelsson til GAIS
Daníel Laxdal hættur
Hilmar Árni Halldórsson hættur
Þórarinn Ingi Valdimarsson hættur
Mathias Rosenörn
Óli Valur Ómarsson til Breiðabliks (var á láni frá Sirius)
Breiðablik
Komnir
Óli Valur Ómarsson frá Sirius (var á láni hjá Stjörnunni)
Valgeir Valgeirsson frá Örebro
Ágúst Orri Þorsteinsson frá Genoa
Dagur Örn Fjeldsted frá HK (var á láni)
Ásgeir Helgi Orrason frá Keflavík (var á láni)
Farnir
Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg (var á láni)
Damir Muminovic til Asíu
Patrik Johannesen til KÍ/Klaksvík
Alexander Helgi Sigurðarson í KR
Oliver Sigurjónsson í Aftureldingu
Benjamin Stokke
Arnór Sveinn Aðalsteinsson hættur og tekinn við sem aðstoðarþjálfari
Stjarnan
Komnir
Samúel Kári Friðjónsson frá Grikklandi
Benedikt V. Warén frá Vestra
Alex Þór Hauksson frá KR
Andri Rúnar Bjarnason frá Vestra
Hrafn Guðmundsson frá KR
Aron Dagur Birnuson frá Grindavík
Henrik Máni B. Hilmarsson frá ÍBV (var á láni)
Guðmundur Rafn Ingason frá Fylki
Farnir
Róbert Frosti Þorkelsson til GAIS
Daníel Laxdal hættur
Hilmar Árni Halldórsson hættur
Þórarinn Ingi Valdimarsson hættur
Mathias Rosenörn
Óli Valur Ómarsson til Breiðabliks (var á láni frá Sirius)
Fyrir leik
Málmur í boði!
Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Breiðabliks í úrslitaleik Þungavigtabikarsins.
Þungavigtabikarinn er ný og skemmtileg keppni á undirbúningstímabilinu sem er að fara fram þriðja árið í röð. FH vann fyrstu tvær keppnirnar en náðu ekki að komast í úrslitaleikinn í ár.
Stjarnan og Breiðablik mætast og það verður áhugavert að sjá hver nær að taka þann stóra.
Þungavigtabikarinn er ný og skemmtileg keppni á undirbúningstímabilinu sem er að fara fram þriðja árið í röð. FH vann fyrstu tvær keppnirnar en náðu ekki að komast í úrslitaleikinn í ár.
Stjarnan og Breiðablik mætast og það verður áhugavert að sjá hver nær að taka þann stóra.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Óli Valur Ómarsson
('90)
10. Kristinn Steindórsson
('64)
11. Aron Bjarnason
('90)
18. Davíð Ingvarsson
('83)
21. Viktor Örn Margeirsson
('65)
22. Ásgeir Helgi Orrason
('78)
23. Gabríel Snær Hallsson
('65)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman
('71)
Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
('78)
5. Alekss Kotlevs
('83)
8. Ágúst Orri Þorsteinsson
('64)
16. Dagur Örn Fjeldsted
('65)
19. Breki Freyr Ágústsson
('90)
20. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
('90)
25. Tumi Fannar Gunnarsson
('65)
28. Valgeir Valgeirsson
('71)
Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Gul spjöld:
Gabríel Snær Hallsson ('35)
Rauð spjöld: