Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
Sviss
0
0
Ísland
21.02.2025  -  18:00
Stadion Letzigrund
Þjóðadeild kvenna
Dómari: Jana Adámková (Tékkland)
Byrjunarlið:
21. Elvira Herzog (m)
2. Julia Stierli
4. Noemi Ivelj
5. Noelle Maritz
7. Sydney Schertenleib
9. Ana-Maria Crnogorcevic ('84)
13. Lia Wälti
14. Smilla Vallotto ('84)
15. Luana Buehler
16. Iman Beney ('61)
18. Viola Calligaris

Varamenn:
1. Nadine Böhi (m)
12. Livia Peng (m)
3. Lara Marti
8. Nadine Riesen ('84)
10. Ramona Bachmann
11. Naina Inauen
17. Seraina Piubel
19. Eseosa Aigbogun
20. Alayah Pilgrim ('61)
22. Meriame Terchoun
23. Alena Bienz ('84)

Liðsstjórn:
Pia Sundhage (Þ)

Gul spjöld:
Julia Stierli ('25)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Markalaust jafntefli niðurstaðan í kvöld.

Heldur bragðdaufur leikur sem einkenndist af miklum barningi og baráttu. Minna um gæði á síðasta þriðjung. Sækjum stig í fyrsta leik Þjóðardeildarinnar.
94. mín
Sveindís Jane fær ekki að taka innkastið og þarf að bíða úti við hliðarlínu. Spes í ljósi þess að hún fékk enga aðhlýningu þegar hún og Luana Buehler skullu saman.
92. mín
Inn:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
92. mín
Inn:Berglind Rós Ágústsdóttir (Ísland) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
91. mín
Við fáum +4 í uppbót.

Íslenska liðið hefur fjórar mínútur til að finna sigurmark.
90. mín
Sydney Schertenleib verið hættulegust í liði Sviss. Vinnur horn fyrir Sviss.
87. mín
Mynd sem súmmerar svolítið leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

86. mín
Það er ekki margt sem bendir til þess að við munum fá mark í þetta hér í kvöld.

Vonandi er Íslenskt mark í kortunum þó svo útitið sé ekki endilega bjartsýnt.
84. mín
Inn:Alena Bienz (Sviss) Út:Smilla Vallotto (Sviss)
84. mín
Inn:Nadine Riesen (Sviss) Út:Ana-Maria Crnogorcevic (Sviss)
84. mín
Sydney Schertenleib með skemmtilega takta og vinnur horn.
82. mín
Inn: () Út:Dagný Brynjarsdóttir ()
Engir sénsar teknir og Dagný hefur lokið leik. Skilaði fínu dagsverki í dag.

Röltir útaf með íspoka hjá eyranu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

79. mín
Noemi Ivelj reynir fast skot sem fer í höfuðið á Dagný Brynjarsdóttur og hún liggur eftir.
78. mín
Langt innkast frá Sveindísi Jane skapar ursla í vítateig Sviss en Íslenska liðið nær ekki að koma boltanum á markið í gegnum þéttan Svissneskan pakka.
76. mín Gult spjald: Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Professional foul myndu einhverjir kalla þetta.
74. mín
Íslenska liðið reynir að hrista upp í þessu með tvöfaldri skiptingu.
74. mín
Inn:Guðný Árnadóttir (Ísland) Út:Guðrún Arnardóttir (Ísland)
74. mín
Inn:Sandra María Jessen (Ísland) Út:Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (Ísland)
72. mín
Sviss að komast í flotta stöðu og sending út í teig ætluð Alayah Pilgrim en hún missir sem betur fer af boltanum.
71. mín Gult spjald: Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
Full áræðin þarna og uppsker spjald.
69. mín
Mikil barátta og barningur sem einkennir þenann leik.

Vantar aðeins upp á hjá báðum liðum á síðasta þriðjung og enn ekki neitt alvöru færi í þennan leik. Verið mjög lokaður til þessa.
68. mín
Viola Calligaris með skalla yfir markið eftir hornspyrnu.
64. mín
Sviss að reyna ógna en þéttur varnarmúr Íslands dílar vel við það.
63. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

61. mín
Inn:Alayah Pilgrim (Sviss) Út:Iman Beney (Sviss)
Fyrsta skipting leiksins.
59. mín
Langt innkast frá Sveindísi Jane og honum er flikkað á fjær en Sviss nær að koma boltanum frá.
57. mín
Iman Beney með boltann inni á teig Íslands en nær ekki að finna samherja og Íslenska liðið gríðarlega þétt.
54. mín
Luana Buehler brýtur á Sveindísi Jane úti hægri.

Karólína Lea tekur aukaspyrnuna og á flottan bolta fyrir en skallinn frá Glódísi Perlu fer framhjá.
50. mín
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir lyftir boltanum yfir mark Sviss í fínu skotfæri.

Hefði viljað sjá þennan fara á markið.
48. mín
Sydney Schertenleib fer illa með Ingibjörgu en blessunarlega nær ekki að gera neitt meira en það. Var í hörku færi til að skjóta bara sjálf en reyndi að leggja boltann í teiginn en Íslenska liðið kemur þessu frá.
46. mín
Íslenska liðið sparkar þessu af stað aftur.
45. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Hálfleikur
Verið heldur lokaður leikur hér í fyrri hálfleik. Hvorugt liðið gefið nein færi á sér.

Vonandi fáum við aðeins meiri skemmtun í seinni hálfleiknum
45. mín
Einni mínútu bætt við
43. mín
Sviss reynir fyrirgjöf sem fer í gegnum allan pakkan og Íslenska liðið leggur af stað fram.
40. mín
Íslenska liðið að reyna spila sig í gegnum vörn Sviss en vantar bara herslumun upp á að komast í gott færi.
37. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

34. mín
Karólína Lea í flottri stöðu og fær hlaup frá Sveindís Jane en hikar og endar svo á að skjóta sjálf beint á Elvira Herzog í marki Sviss.

Spurning hvort hún hafi ekki komið með boltann á Sveindísi Jane því hún hafi verið smeik um rangstöðu eða hvað en þarna var illa farið með góða stöðu.
32. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

30. mín
Fínasta hornspyrna en skallinn frá Hlín framhjá markinu.
29. mín
Karólína Lea með gott skot út við stöng en Elvira Herzog gerir vel og ver það í horn.
28. mín
Myndir af vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

26. mín
Dagný mætt aftur í landsliðstreyjuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

25. mín Gult spjald: Julia Stierli (Sviss)
Fékk gult spjald að launum
25. mín
Julia Stierli steinhissa að vera dæmd brotleg þegar hún brýtur á Sveindís Jane við miðlínu. Ef Sveindís Jane hefði náð að snúa væri hún að sleppa ein í gegn.
20. mín
Sviss í færi en lítil ógn.
19. mín
Sveindís Jane með fyrirgjöf fyrir markið en skallin frá Glódísi Perlu hittir ekki á markið.

Erum að stilla miðið.
18. mín
Íslenska liðið vinnur hornspyrnu. Karólína Lea tekur það stutt og fyrirgjöf fyrir markið sem Sviss kemur frá.
16. mín
Emilía Kiær kemur á blindu hliðina á Viola Calligaris og nær svo skoti sem fer yfir.

Hefði mögulega getað farið örlítið nær en þetta er allt að mjakast í rétta átt.
14. mín
Langt innkast frá Sveindísi Jane en Sviss kemur þessu burt. Karólína Lea eltir og það er hangið í henni en ekkert dæmt.
11. mín
Alexandra Jóhannsdóttir með fyrstu tilraun Íslands í kvöld en hittir ekki á rammann, óheppin þarna.
10. mín
Langt innkast frá Sveindísi Jane drífur alla leið að vítapunkti en Lia Wälti sparkar þessu frá.
5. mín
Sydney Schertenleib að gera sig líklega en er stöðvuð í teignum.
4. mín
Gengur aðeins brösulega að halda í boltann og Sviss fljótar að vinna hann til baka.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það er Sviss sem byrjar með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl og það styttist í að þetta fari allt af stað.
Fyrir leik
Hannes Sigurðsson mættur með fríðum hóp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fleiri Íslendingar mætt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Cecelia í upphitun. Hún byrjar í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dagný snýr aftur í dag hér er hún í upphitun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrsti Íslendingurinn til að mæta í stúkuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Upphitun hafin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
114. landsleikur Dagnýjar og annar í röð gegn Sviss Þetta er 114. landsleikur Dagnýjar en 113. leikurinn hennar, hennar seinasti landsleikur, kom einmitt gegn Sviss líka fyrir tveimur árum síðan.

Þá er þetta einnig 50. landsleikur Alexöndru Jóhansdóttur.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Byrjunarliðið er komið í hús Þorsteinn Halldórsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Sviss í kvöld.

Cecilía Rán stendur milli stanganna en fyrir framan hana eru þær Guðrún Árnadóttir, Glódís Perla, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sædís Heiðarsdóttir í varnarlínunni. Á miðsvæðinu verða þær Alexandra Jóhansdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Karólína Vilhjálmsdóttir.

Hlín Eiríksdóttir byrjar úti hægra meginn en Emilía Ásgeirsdóttir á vinstri vængnum og þá byrjar Sveindís Jane upp á topp fyrir íslenska landsliðið í dag. Glódís Perla er að sjálfsögðu fyrirliði liðsins.
Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Leikdagur í Zurich Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Sviss og Íslands í Þjóðadeild kvenna.

Leikurinn fer fram á Stadion Letzigrund í Zurich í Sviss og hefst klukkan 18:00.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir ('74)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Dagný Brynjarsdóttir ('82)
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('92)
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('92)
18. Guðrún Arnardóttir ('74)
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
13. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir ('92)
3. Sandra María Jessen ('74)
9. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
11. Natasha Anasi
15. Katla Tryggvadóttir
16. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
17. Bryndís Arna Níelsdóttir
20. Guðný Árnadóttir ('74)
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('92)
22. Ásdís Karen Halldórsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Alexandra Jóhannsdóttir ('71)
Dagný Brynjarsdóttir ('76)

Rauð spjöld: