Leik lokið!
Tap í Frakklandi
Frakkland ná að halda þetta út eftir mjög pirrandi uppbótartíma.
Ég þakka fyrir samfylgdina í dag og minni á viðtölin sem detta inn á síðuna innan skamms eftir leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
94. mín
Gult spjald: Elisa De Almeida (Frakkland)
Sparkar boltanum í burtu eftir að dómarinn flautaði aukaspyrnu
93. mín
Frakkar að tefja vel og innilega. Nánast ekkert gerst til þessa í þessum uppbótartíma.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við í uppbótartíma!
89. mín
Inn:Oriane Jean-Francois (Frakkland)
Út:Sandy Baltimore (Frakkland)
88. mín
Gult spjald: Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
88. mín
Inn:Katla Tryggvadóttir (Ísland)
Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
84. mín
Íslenska liðið sækir og sækir
Við liggjum á franska liðinu þessa stundina. Mikill kraftur í íslenska liðinu með tilkomu varamannanna.
Er einhver dramtík í þessu fyrir okkur?
79. mín
Leikjahæst í kvöld
Eugenie Le Sommmer leikjahæsti leikmaður í sögu franska kvennalandsliðsins. Leikur númer 199 hjá henni.
79. mín
Inn:Eugenie Le Sommmer (Frakkland)
Út:Thiniba Samoura (Frakkland)
79. mín
Inn:Elisa De Almeida (Frakkland)
Út:Wendie Renard (Frakkland)
78. mín
Karólína Lea hefur verið stórhættuleg í föstum leikatriðum í kvöld

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
75. mín
Inn:Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (Ísland)
Út:Sandra María Jessen (Ísland)
70. mín
20 mínútur til stefnu fyrir Ísland

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
68. mín
Mark Ingibjargar
Elvar Geir Magnússon
68. mín
MARK!Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland)
Aftur erum við heppin með föstu leikatriðin!
Karólína Lea kemur með frábæran bolta inn á teiginn sem Peyraud-Magnin er í vandræðum með og nær ekki að kýla burt. Ingibjörg mætir þá á svæðið og potar boltanum í netið.
Aftur er munurinn bara eitt mark en franska liðið er allt annað en sátt. Þær hópast saman í kringum Alinu Pesu dómara leiksins. Vildu fá brot á Peyraud-Magnin.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
68. mín
Ísland að fá hornspyrnu!
65. mín
MARK!Sandy Baltimore (Frakkland)
Baltimore að tvöfalda forystuna
Baltimore keyrir í átt að teig Íslands og tekur skotið á vítateigslínunni sem syngur í netinu. Frábær leikur hjá Sandy Baltimore í dag sem er að koma Frakklandi tveimur mörkum yfir.
62. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Ísland)
62. mín
Inn:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland)
61. mín
Sláin!
Diani fær boltann rétt fyrir utan teiginn og tekur skotið í fyrsta sem fer í þverslána. Þvílíkt skot hjá Diani, þarna vorum við heppin!
60. mín
Bacha tekur spyrnuna inn á teiginn en það er brotið á Andreu og Ísland á boltann.
59. mín
Frakkar að fá hornspyrnu!
58. mín
Vesen í uppspili Íslands
Aftur erum við að tapa boltanum rétt fyrir utan okkar vítateig. Geyoro tekur skotið af löngu færi sem Cecilía ver.
52. mín
Boltinn fer í gegnum allan pakkann á Baltimore sem kemur honum aftur fyrir. Diani nær að skalla boltanum en hann fór framhjá sem betur fer.
51. mín
Frakkar að fá hornspyrnu!
51. mín
Róleg byrjun
Seinni hálfleikurinn byrjar afar rólega. Ísland að ná að halda aðeins betur í boltann en annars lítið að frétta.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
Frakkar byrja með boltann í þeim síðari.
ÁFRAM ÍSLAND!
45. mín
Inn:Guðrún Arnardóttir (Ísland)
Út:Sædís Rún Heiðarsdóttir (Ísland)
Sædís fer útaf fyrir Guðrúnu
45. mín
Guðrún að fara yfir málin með Steina - Skipting í kortunum

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Hálfleikur
Frakkar leiða í hálfleik
Klaufalegar fjórar mínútur hjá Íslandi gerir það að verkum að Frakkland fer inn í hálfleikinn með eins marks forskot.
45 mínútur eftir en íslenska liðið hefur verið að stíga upp þegar það leið á hálfleikinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Íslenska liðið spilar með sorgarbönd
Ellert B. Schram lést á dögunum og Ísland spilar með sorgarbönd í kvöld til að votta honum og aðstandendum virðingu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
44. mín
11. landsliðsmark Karólínu fyrir landsliðið - Jafnar Glódísi Perlu

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
41. mín
Vonandi gefur mark Karólínu Íslandi byr undir báða vængi. Verður erfitt að snúa þessu við, ljóst að við megum ekki fá á okkur annað mark.
36. mín
MARK!Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
OG INN FÓR BOLTINN!
Karólína lætur vaða á markið. Boltinn á viðkomu í Selma Bacha á leiðinni og fer framhjá Peyraud-Magnin í markinu.
Frábær tímapunktur og mjög mikilvægt mark!
35. mín
Brotið á Sveindísi fyrir utan teiginn og Ísland fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
28. mín
MARK!Marie-Antoinette Katoto (Frakkland)
Stoðsending: Sakina Karchaoui
Skelfilegar mínútur fyrir íslenska liðið
Frábær sókn hjá Frökkum sem endar með huggulegri hælsendingu Karchaoi á Katoto. Katoto klárar frábærlega rétt fyrir utan teiginn með glæsilegri afgreiðslu.
Ekki byrjunin sem við vildum.
24. mín
MARK!Kadidiatou Diani (Frakkland)
Klaufalegt mark...
Cecilía reynir að spila út frá marki en Geyoro kemst fyrir sendinguna og tekur skotið sem Glódís kemst fyrir. Þá fær Diani boltann og lætur vaða á markið og skorar.
Alls ekki nógu vel gert hjá Cecilíu þarna í uppspilinu.
20. mín
Hafliði Breiðfjörð er vopnaður myndavél í Frakklandi

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
12. mín
Ísland í dauðafæri!
Sveindis Jane fær sendingu upp völlinn frá ingibjörgu og reykspólar varnarmann frakka gjörsamlega. Hún keyrir niður við endalínu inn á teignum og kemur með boltann út í teiginn á Karólínu sem nær ekki að stýra boltanum á markið.
Markið var autt og eina sem Karólína þurfti að gera var að koma boltanum á markið. Lang hættulegasta færi leiksins til þessa.
9. mín
Leikurinn byrjar eins og menn voru búnir að sjá hann fyrir sér. Frakkar halda meira í boltann og frekar lítið að frétta varðandi færasköpun. Íslenska liðið liggur niðri og íslenska vörnin stendur þétt.
6. mín
Formaðurinn er að sjálfsögðu viðstaddur

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
4. mín
Byrjunarlið Íslands í kvöld

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
2. mín
Frakkar komast í færi
Ingibjörg með slaka sendingu úr varnarlínu Íslands sem Sakina kemst fyrir en skotið var sem betur fer laust og Cecilía í engum vandræðum.
1. mín
Leikur hafinn
Okkar konur eiga upphafssparkið í kvöld.
ÁFRAM ÍSLAND!
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir
Liðin eru komin út á völl ásamt dómurunum. Íslenski þjóðsöngurinn er búinn og nú fáum við þann franska.
Fyrir leik
Upphitun hafin

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár
Þorsteinn Halldórsson gerir fjórar breytingar frá markalausa jafnteflinu gegn Sviss.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Guðný Árnadóttir, Andra Rán Snæfeld Hauksdóttir og Sandra María Jessen koma allar inn í liðið á meðan Dagný Brynjarsdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Guðrún Arnardóttir og Emilia Kiær Ásgeirsdóttir taka sér sæti á bekknum.
Lið Íslands:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
16. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
20. Guðný Árnadóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
Lið Frakklands:
16. Pauline Peyraud-Magning (m)
4. Thiniba Samoura
2. Maelle Lakrar
3. Wendie Renard (f)
13. Selma Bacha
8. Grace Geyoro
6. Sandie Toletti
7. Sakina Karchaoui
11. Kadidiatou Diani
12. Marie-Antoinette Katoto
17. Sandy Baltimore
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Helstu fréttir Fótbolta.net tengdar leiknum
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarinn í kvöld dæmdi hjá Sveindísi, Sædísi og Glódísi í vetur
Það er hin 35 ára gamla Alina Pesu sem dæmir leik Frakka og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld.
Hún hefur verið alþjóðlegur dómari síðan árið 2019 og dæmt Evrópuleiki bæði hjá landsliðum og félagsliðum.
Fyrir tveimur árum síðan hóf hún að dæma í karladeildinni í rúmensku deildinni.
Hennar síðasti Evrópuleikur var einmitt hér í Frakklandi 17. desember síðastliðinn þegar hún dæmdi Meistaradeildarleik Lyon og Wolfsburg en Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði með síðarnefnda liðinu í leiknum.
Hún dæmdi einnig 3-0 sigur Bayern á Valerenga í nóvember en Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði spilaði með Bayern í þeim leik og Sædís Rún Heiðarsdóttir með norska liðinu.
Dómari:
Alina Pesu
Aðstoðardómarar:
Daniela Constantinescu
Catalina Nan
Fjórði dómari:
Ana Maria Terteleac

Mynd: EPA
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Auglýsingar um borgina
Leikurinn er vel auglýstur á skiltum um Le Mans og búist er við 8-9000 áhorfendum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í Le Mans
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Le Mans í Frakklandi.
Hér mætast Frakkland og Ísland í Þjóðadeild kvenna klukkan 20:10 að íslenskum tíma og allt það helsta kemur hér í textalýsinguna.

Leikvangurinn glæsilegi í Le Mans. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð