Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
Í BEINNI
Kjarnafæðimót - úrslit
KA
LL 5
6
Þór
Ísland U19
0
1
Ungverjaland U19
Tómas Johannessen '5 , misnotað víti 0-0
0-1 Kevin Mondovics '62
25.03.2025  -  14:00
Balmazújváros Varosi Stadion
Milliriðill U19
Dómari: Pavle Ilic (SRB)
Byrjunarlið:
1. Ívar Arnbro Þórhallsson (m)
2. Stefán Gísli Stefánsson
3. Davíð Helgi Aronsson
4. Þorri Stefán Þorbjörnsson
6. Breki Baldursson
7. Stígur Diljan Þórðarson ('89)
10. Tómas Johannessen ('77)
11. Galdur Guðmundsson
14. Gabríel Snær Hallsson ('72)
18. Daði Berg Jónsson ('72)
20. Markús Páll Ellertsson ('72)

Varamenn:
12. Jón Sölvi Símonarson (m)
5. Sölvi Stefánsson ('89)
8. Kjartan Már Kjartansson
9. Daníel Tristan Guðjohnsen
13. Bjarki Hauksson ('72)
15. Róbert Elís Hlynsson ('77)
16. Viktor Nói Viðarsson
17. Daníel Ingi Jóhannesson ('72)
19. Birnir Breki Burknason ('72)

Liðsstjórn:
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Hlynur Helgi Arngrímsson
Sandor Matus
Grímur Andri Magnússon
Ómar Ingi Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiðinlegt tap hjá Íslandi hér í dag, þar sem þeir voru svo sannarlega betri aðilinn hér í dag en eftir þessa frammistöðu hjá Áron Yaakobishvili markmanni Ungverjum skilur maður alveg að hann spilar með Barcelona.
94. mín
Róbert Elís finnur Sölva inn á teignum sem skýtur í varnarmann og Ísland fær annað horn...

Boltinn endar hjá Galdur sem neglir honum yfir.
94. mín
Stebbi reynir skot af 30 metrunum hátt yfir.
93. mín
Annað horn, nær Ísland að jafna?

Geggjuð spyrna beint á Birni Breka sem er aleinn í heiminum en skallar yfir.
91. mín
Ísland fær horn...

Ungverjar hreinsa aftur til Daníels sem tók spyrnuna og hann á hörkuskot í stöngina!
90. mín
+5
89. mín
Inn:Sölvi Stefánsson (Ísland U19) Út:Stígur Diljan Þórðarson (Ísland U19)
87. mín
Geðveikur bolti frá Daníel og ennþá betra touch frá Galdur en vantaði bara skotið.
83. mín
Inn: Patrik Farkas (Ungverjaland U19) Út: Martin Kern (Ungverjaland U19)
83. mín
Inn: Milán Attila Almeida (Ungverjaland U19) Út: Csaba Hornyák (Ungverjaland U19)
79. mín
Bjarki með geðveika tæklingu inn í sínum eigin teig á Molnár, frábær varnarleikur.
77. mín
Inn:Róbert Elís Hlynsson (Ísland U19) Út:Tómas Johannessen (Ísland U19)
77. mín
Frábært spil milli Galdur, Daníel Inga og Tomma sem endar með skoti frá Tomma en Yaakobishvili ver það aftur fyrir og ísland fær horn...

Tekið stutt en þeir missa boltann bara aftur fyrir, markspyrna sem Ungverjar eiga.
74. mín
Ísland fær horn...

Daníel Ingi tekur það, góð spyrna á Davíð sem skallar beint á markið.
73. mín
Inn: Csaba Molnár (Ungverjaland U19) Út: Noel Kenesei (Ungverjaland U19)
72. mín
Inn:Birnir Breki Burknason (Ísland U19) Út:Markús Páll Ellertsson (Ísland U19)
72. mín
Inn:Daníel Ingi Jóhannesson (Ísland U19) Út:Daði Berg Jónsson (Ísland U19)
72. mín
Inn:Bjarki Hauksson (Ísland U19) Út:Gabríel Snær Hallsson (Ísland U19)
71. mín
Daði vinnur boltan og finnur síðan Tomma í lappir sem missir hann en aftur til Daða sem á skot rétt framhjá.
70. mín Gult spjald: Csaba Hornyák (Ungverjaland U19)
Stígur labbar framhjá honum og hann bara heldur í hann þangað til það er flautað.
62. mín MARK!
Kevin Mondovics (Ungverjaland U19)
Þetta eiga þeir ekki skilið Kenesei reynir að sitja Mondovics í gegn en Stebbi nær til boltans en er óheppinn og fær hann einhvern veginn aftur í sig og bara beint í gegn á Mondovics sem klárar vel framhjá Ívari.
60. mín
Inn:Hunor Kuzma (Ungverjaland U19) Út: Dominik Kaczvinszki (Ungverjaland U19)
59. mín
Stöngin!!! Geggjuð sókn hjá Íslandi sem endar með að Tommi skýtur í varnarmann Ungverja og í stöngina!
57. mín
BJARGAR Á LÍNU! Geðveikur sprettur frá Galdur sem finnur síðan Stíg sem setur hann framhjá Yaakobishvili en Strumpf ver á línu!

Mark í loftinu hjá Íslandi.
55. mín
Gabríel Snær með góðan bolta sem Yaakobishvili heldur hann sé með en allt í einu stelst Daði og nær að kassa hann framhjá honum en boltinn út fyrir.

Allt annað sem við erum að sjá hérna af Íslandi.
53. mín
Þessi bolti vá! Daði með sturlaðan bolta í gegn á Galdur sem á lélegt fyrsta touch en hamrar honum síðan bara en Yaakobishvili ver enn og aftur vel!

Ísland að vakna takk.
51. mín
Sláin!!!! Þorri með sturlaðan bolta í gegn á Stíg sem á ennþá betra touch fyrir sig og setur Kaczvinszki á rassinn en Yaakobishvili ver virkilega vel frá honum en boltinn dettur síðan til Tomma sem tekur erfitt skot í slánna!
50. mín
Ísland fær horn...

Stebbi tekur það, góður bolti á Daða sem tekur erfitt skot framhjá.
46. mín
Inn:Levente Bösze (Ungverjaland U19) Út: Attila Girsik (Ungverjaland U19)
46. mín
Seinni hafinn
45. mín
Hálfleikur
44. mín
Ungverjar fá horn...

Davíð hreinsar.
43. mín
Ívar með double save! Kern er svoldið allt í öllu þessa stundina en hann kemur sér í skotfæri og neglir á Ívar sem ver aftur til hans en Ívar ver aftur.
40. mín
Kern finnur Mondovics inn fyrir sem hendir í cut back á Kenesei sem hittir boltann ekki nægilega vel og langt framhjá.
38. mín
SKEITIN! Kenesei með skot í skeitina og út, virkilega heppnir þarna.

Ungverjar eru að sækja að krafti þessa stundina.
37. mín
Frábær bolti frá Kern beint á kollinn á Somogyi en beint á Ívar.
36. mín
Gott spil hjá Ungverjum sem endar með að Szabó er dottinn í gegn, 1 á 1 gegn Davíð sem beinir honum útaf en hann á skot í Ívar og þeir fá horn...
34. mín
Stígur brýtur af sér á teigshorninu og Ungverjar undirbúa fyrirgjöf...

Markús hreinsar.
33. mín
Somogyi með góða sendingu í gegn á Kenesei en dæmt rangstæða.
30. mín
Lítið gerst eftir þessa spengju þar sem Ísland fengu að taka 2 vítaspyrnur á 5 mínútu virkilega rólegt yfir þessu þessa stundina.

Bæði lið mjög þétt og bras að brjóta þau upp en vonandi fer þetta að opnast einhvað.
24. mín
Gabríel Snær að spila svo kallaðan inverted left back þar sem hann kemur inná miðjuna þegar ísland er með boltann en síðan í vinstri bak þegar þeir verjast.
22. mín
Galdur tapar boltanum og Ungverjar keyra í skyndisókn, Szabó gerir vel og finnur Mondovics í gegn sem skýtur langt framhjá.
19. mín
U21 leikur á sama tíma Elvar Geir er að textalýsa U21 leiknum þar sem þeir eru að valta yfir Skota, skemmtilegt að sjá U21 liðið gera vel: 13:00 Ísland - Skotland

17. mín
Ungverjar að undirbúa aukaspyrnu á hættulegum stað...

Szabó ákveður bara að skjóta hátt yfir.
15. mín
Geggjaður bolti frá Yaakobishvili í gegn á Girisk sem er bara sloppinn í gegn en Þorri gerir svakalega vel og vinnur boltann.
12. mín
Dómarinn svoldið mikið á flautunni hérna fyrsta korterið, leikurinn mikið stopp.
8. mín
Þorri reynir að sitja Daða í gegn en sendingin aðeins of föst.
5. mín Misnotað víti!
Tómas Johannessen (Ísland U19)
Hann reynir bara að hamra á markið en beint á Áron í markinu sem ver hann yfir.

4. mín
Tommi lætur verja frá sér en markmaðurinn var kominn af línunni þannig hann fær að taka aftur...
3. mín
VÍTI!! Markús gerir mjög vel og situr Stíg í gegn og Kern hreinlega fellur hann bara, klárt víti.

Tommi undirbýr sig að taka...
1. mín
Leikur hafinn
Tommi sparkar þetta í gang.
Fyrir leik
Völlurinn Allt annað sjá þennan völl heldur völlinn sem þeir spiluðu á gegn Danmörku sem hreinlega var það lélegur að það var ekki hægt að spila fótbolta á honum.

Vonandi enda strákarnir með sterkum sigri hér í dag á heimamönnum.
Fyrir leik
Riðillinn Ísland hafa leikið 2 leiki til þessa gegn Danmörku og Austurríki þar sem þeir hafa báðir tapast og sitja þeir á botni riðilsins með 0 stig og með -4 í markatölu. Vonandi vinnur Ísland sterkan sigur á morgun til að ljúka mótinu vel þó þeir geti ekki komist á EM.

Danmörk U19 2-0 Ísland U19
1-0 Oscar Schwartau ('35)
2-0 Jón Sölvi Símonarson ('45 , sjálfsmark)

Austurríki U19 3-1 Ísland U19
1-0 Jovan Zivkovic ('12)
2-0 Jakob Brandtner ('16)
2-1 Daði Berg Jónsson ('45)
3-1 Fabian Feiner ('45+1)
3-1 Daníel Ingi Jóhannesson ('58 , Misnotað víti)

Læt fylgja markið hans Daða Berg gegn Austurríki sem var sett á twitter:

Fyrir leik
Hópurinn Þórhallur Siggeirsson valdi 20 manna landsliðshóp U19 landsliðs karla fyrir milliriðil EM 2025, breytingar á síðasta hóp með 2 nýliðum.

*Róbert Elís Hlynsson (KR) kallaður inn fyrir Nóel Atla (Aab) sem meiddist á dögunum gegn Fc Midtjylland í Superligaen. Síðan hefur Gabríel Snær Hallsson (Breiðablik) einnig fengið kallið í fyrsta sinn en hann hefur farið á kostum á þessu undirbúningstímabili fyrir Blika.

Hópurinn:
Markmenn:
Ívar Arnbro Þórhallsson - Völsungur - 4 leikir
Jón Sölvi Símonarson - ÍA - 7 leikir

Útileikmenn:
Bjarki Hauksson - Stjarnan - 7 leikir
Birnir Breki Burknason - HK - 2 leikir
Breki Baldursson - Esbjerg fB - 13 leikir
Daði Berg Jónsson - Vestri - 8 leikir, 3 mörk
Daníel Ingi Jóhannesson - Nordsjælland - 8 leikir, 1 mark
Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö - 10 leikir, 2 mörk
Davíð Helgi Aronsson - Víkingur R. - 5 leikir, 1 mark
Gabríel Snær Hallsson - Breiðablik - 2 leikir
Galdur Guðmundsson - AC Horsens - 9 leikir
Kjartan Már Kjartansson - Stjarnan - 7 leikir
Markús Páll Ellertsson - US Triestina - 2 leikir
*Róbert Elís Hlynsson - KR - 1 leikur
Sölvi Stefánsson - AGF - 7 leikir, 1 mark
Stefán Gísli Stefánsson - Fylkir - 6 leikir
Stígur Diljan Þórðarson - Víkingur R. - 8 leikir, 1 mark
Tómas Johannessen - AZ Alkmaar - 8 leikir, 4 mörk
Viktor Nói Viðarsson - KAA Gent - 2 leikur
Þorri Stefán Þorbjörnsson - Fram - 11 leikir
Fyrir leik
Leiknum verður textalýst í gegnum sjónvarp Verið velkomin á Balmazújváros Varosi Stadion (já ég skrifaði þetta rétt) í Ungverjalandi þar sem síðasti leikur í milliriðil EM u19 karla fer fram milli Íslands og heimamannana í Ungverjalandi og verður honum lýst hér í beinni textalýsingu.

Mynd: Marteinn Ægisson

Byrjunarlið:
1. Áron Yaakobishvili (m)
3. Csaba Hornyák ('83)
5. Gábor Stumpf
6. Noah Fenyö
8. Martin Kern ('83)
9. Noel Kenesei ('73)
10. Szilárd Szabó
14. Ádám Somogyi
15. Dominik Kaczvinszki ('60)
17. Attila Girsik ('46)
21. Kevin Mondovics

Varamenn:
12. Bendegúz Lehoczki (m)
2. Milán Attila Almeida ('83)
7. Zétény Varga
13. Levente Bösze ('46)
16. Hunor Németh
18. Patrik Farkas ('83)
19. Csaba Molnár ('73)
20. Sámuel Bakó
23. Hunor Kuzma ('60)

Liðsstjórn:
Gergö Jeremiás (Þ)

Gul spjöld:
Csaba Hornyák ('70)

Rauð spjöld: