Í BEINNI
Kjarnafæðimót - úrslit
KA

LL
5
6
6


Ísland U21
6
1
Skotland U21

Benoný Breki Andrésson
'25
1-0
Eggert Aron Guðmundsson
'40
2-0
Benoný Breki Andrésson
'45
3-0
3-1
Ryan One
'50
Haukur Andri Haraldsson
'58
4-1
Finlay Pollock
'74

Hilmir Rafn Mikaelsson
'78
5-1
Jóhannes Kristinn Bjarnason
'83
6-1
25.03.2025 - 13:00
Pinatar Arena
Vináttulandsleikur U21
Pinatar Arena
Vináttulandsleikur U21
Byrjunarlið:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
('60)

4. Logi Hrafn Róbertsson
6. Jóhannes Kristinn Bjarnason
('84)


7. Róbert Frosti Þorkelsson
8. Haukur Andri Haraldsson
('71)


9. Benoný Breki Andrésson
('71)



10. Eggert Aron Guðmundsson
('60)


11. Hinrik Harðarson
('71)

15. Ásgeir Helgi Orrason
('60)

20. Adolf Daði Birgisson
('60)

22. Daníel Freyr Kristjánsson
('60)

Varamenn:
13. Arnar Daði Jóhannesson (m)
('60)

2. Baldvin Þór Berndsen
('60)

3. Baldur Kári Helgason
('60)

5. Dagur Örn Fjeldsted
('60)

14. Hlynur Freyr Karlsson
('84)

17. Hilmir Rafn Mikaelsson
('71)


18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
('60)

21. Helgi Fróði Ingason
('71)

23. Ágúst Orri Þorsteinsson
('71)

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Skúlason (Þ)
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Strákunum halda engin bönd!
6-1 sigur í þessum seinni vináttuleik á Spáni. Samtals því 9-1 sigur í leikjunum tveimur. Ekki hægt að biðja um það mikið betra.

84. mín

Inn:Hlynur Freyr Karlsson (Ísland U21)
Út:Jóhannes Kristinn Bjarnason (Ísland U21)
83. mín
MARK!

Jóhannes Kristinn Bjarnason (Ísland U21)
Stoðsending: Helgi Fróði Ingason
Stoðsending: Helgi Fróði Ingason
MARKAREGN!
Jói Bjarna setur boltann milli fóta Jeremiah Mullen frá D-boganum og hann endar í netinu!
78. mín
MARK!

Hilmir Rafn Mikaelsson (Ísland U21)
Stoðsending: Dagur Örn Fjeldsted
Stoðsending: Dagur Örn Fjeldsted
Hann skoraði gegn Ungverjum og skorar aftur í dag!
Dagur með hárnákvæma fyrirgjöf frá hægri, Hilmir er við fjærstöngina, leggur boltann fyrir sig og stýrir honum í netið! Fimmta mark Íslands takk fyrir!
74. mín
Rautt spjald: Finlay Pollock (Skotland U21)

LEIKARASKAPUR! Seinna gula fyrir leikaraskap!
Pollock kastar sér niður í teignum í baráttu við Baldvin og fær gult fyrir leikaraskap. Hans annað gula spjald og þar með sendur í sturtu!
69. mín
Guðmundur Baldvin var meðal leikmanna sem komu inná í fjórföldu skiptingunni á 60. mínútu.

Guðmundur Baldvin var meðal leikmanna sem komu inná í fjórföldu skiptingunni á 60. mínútu.
68. mín
Skotar í hættulegri sókn en Logi Hrafn gerir virkilega vel í vörninni og kemur boltanum í horn.
66. mín
Hinrik Harðarson með skalla á markið eftir horn en boltinn beint í fangið á McFarlane.
60. mín

Inn:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Ísland U21)
Út:Eggert Aron Guðmundsson (Ísland U21)
58. mín
MARK!

Haukur Andri Haraldsson (Ísland U21)
Stoðsending: Benoný Breki Andrésson
Stoðsending: Benoný Breki Andrésson
Tvær stoðsendingar og nú mark
Adolf Daði á Benoný sem kom boltanum á Hauk Andra sem kláraði alveg út við stöng!
Haukur Andri með tvær stoðsendingar og mark. - Benoný með tvö mörk og eina stoðsendingu.
Haukur Andri með tvær stoðsendingar og mark. - Benoný með tvö mörk og eina stoðsendingu.
50. mín
MARK!

Ryan One (Skotland U21)
Skotar minnka muninn, Oné skallar boltann í markið eftir fyrirgjöf frá hægri.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
Skotarnir sækja í átt að félagsheimilinu í seinni hálfleik, fyrir þau ykkar sem eruð kunnug staðháttum á Pinatar!
45. mín
Hálfleikstölfræði (Sofascore):
Með boltann: 43% - 57%
Marktilraunir: 8-2
Skot á markið: 4-1
Hornspyrnur: 3-4
Gul Spjöld: 0-1
Marktilraunir: 8-2
Skot á markið: 4-1
Hornspyrnur: 3-4
Gul Spjöld: 0-1
45. mín
MARK!

Benoný Breki Andrésson (Ísland U21)
Stoðsending: Jóhannes Kristinn Bjarnason
Stoðsending: Jóhannes Kristinn Bjarnason
BENONÝ SKORAR EFTIR HORNSPYRNUNA!
Flott spyrna frá Jóa Bjarna og Benoný er ákveðnastur í teignum og stýrir boltanum inn.
44. mín
FRÁBÆRLEGA VARIÐ!
Róbert Frosti rekur boltann upp völlinn og rennir honum á Benoný sem er í dauðafæri en markvörður Skota nær að verja frábærlega frá honum. Ísland fær hornspyrnu!
40. mín
MARK!

Eggert Aron Guðmundsson (Ísland U21)
Stoðsending: Haukur Andri Haraldsson
Stoðsending: Haukur Andri Haraldsson
Frábær sókn hjá Íslandi!
Adolf Daði með öfluga sendingu á Hauk Andra sem átti sendingu fyrir þar sem Eggert tók boltann upp, skaut í loftinu og kláraði virkilega vel. Fallegt mark!
38. mín
Úrslitaþjónusta frá U19 leiknum
Það verður ekki hefðbundin textalýsing frá U19 leiknum en við ætlum að vera með úrslitaþjónustu: 14:00 Ísland - Ungverjaland
36. mín
Hinrik Harðarson vann hornspyrnu fyrir Ísland. Adolf Daði í þröngu færi við fjærstöngina eftir hornið en skotið beint á McFarlane í marki Skotlands.
33. mín
Smá darraðadans í teignum eftir hornspyrnu Skotlands en íslenska liðið kemur hættunni frá.
29. mín
U19 leikurinn því miður ekki í lýsingu
Ætlunin var að vera með U19 landsliðið líka í beinni textalýsingu en U19 mætir Ungverjalandi núna klukkan 14. Því miður höfum við ekki náð að finna útsendingu frá leiknum og því verður ekkert af þeirri lýsingu.
25. mín
MARK!

Benoný Breki Andrésson (Ísland U21)
Stoðsending: Haukur Andri Haraldsson
Stoðsending: Haukur Andri Haraldsson
ÍSLAND TEKUR FORYSTUNA
Haukur Andri með frábærlega tímasetta sendingu á Benoný sem klárar í fyrsta með innanfótar spyrnu í hornið. Afskaplega faglega gert!
Verðskuldað miðað við þróun leiksins.
Verðskuldað miðað við þróun leiksins.

24. mín
BENONÝ BREKI MEÐ HÖRKUSKOT!
Flott skot hjá Benoný! Liam McFarlane varði boltann upp í þverslána og hann datt svo niður á línuna. Ísland hefur tekið völdin í þessum leik eftir að Skotland byrjaði aðeins betur.
19. mín
Aftur fékk Adolf færi
Benoný með sendingu á Adolf sem tekur skotið en boltinn fer framhjá fjærstönginni.
11. mín
Adolf Daði í hörkufæri!
Ísland vinnur boltann með pressu og Róbert Frosti Þorkelsson rennir knettinum á Adolf Daða sem er í hörkufæri í teignum en nær ekki að stilla miðið nægilega vel og skýtur vel yfir.
Fyrsta marktilraun Íslands.
Fyrsta marktilraun Íslands.
10. mín
Skotarnir talsvert meira með boltann í upphafi leiks, bæði lið fengið horn á upphafskaflanum en hvorugt liðið átt skot á rammann enn sem komið er.
Fyrir leik
Allt morandi í umboðsmönnum
Þjóðsöngvarnir að baki, Logi Hrafn Róbertsson er fyrirliði íslenska liðsins. Í stúkunni er allt morandi í umboðsmönnum svo þetta er góður auglýsingagluggi fyrir íslensku leikmennina!
Fyrir leik
Fyrir leik
Ungverjar fengu að kenna á því
Eins og áður segir þá vann U21 landsliðið öflugan 3-0 sigur gegn Ungverjum á Pinatar svæðinu á föstudaginn. Liðið hefur æft og spilað við toppaðstæður á Spáni að undanförnu.
21.03.2025 15:08
U21: Öruggur sigur gegn Ungverjum - Hinrik opnaði markareikninginn
23.03.2025 06:30
Myndaveisla: U21 vann Ungverjaland
Fyrir leik
Vináttulandsleikur hjá U21
Klukkan 13:00 mætir íslenska U21 landsliðið því skoska í æfingaleik á Pinatar Arena. Þetta er seinni æfingaleikurinn í þessum glugga en íslenska liðið vann 3-0 sigur á Ungverjum í fyrri leiknum á föstudag.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari liðsins, gerir fjórar breytingar frá fyrri leiknum. Ásgeir Helgi, Róbert Frosti, Hinrik Harðarson og Adolf Daði koma inn í liðið fyrir þá Hlyn Frey Karlsson, Hilmi Rafn Mikaelsson, Helga Fróða Ingason og Ágúst Orra Þorsteinsson sem taka sér sæti á bekknum.
Leikurinn er í beinni útsendingu á KSÍ síðu Sjónvarps Símans.
Byrjunarliðið:
Halldór Snær Georgsson (KR)
Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
Logi Hrafn Róbertsson (Istra)
Ásgeir Helgi Orrason (Breiðablik)
Daníel Freyr Kristjánsson (Fredericia)
Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
Eggert Aron Guðmundsson (Brann)
Róbert Frosti Þorkelsson (GAIS)
Hinrik Harðarson (Odd)
Benoný Breki Andrésson (Stockport)
Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)

Klukkan 13:00 mætir íslenska U21 landsliðið því skoska í æfingaleik á Pinatar Arena. Þetta er seinni æfingaleikurinn í þessum glugga en íslenska liðið vann 3-0 sigur á Ungverjum í fyrri leiknum á föstudag.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari liðsins, gerir fjórar breytingar frá fyrri leiknum. Ásgeir Helgi, Róbert Frosti, Hinrik Harðarson og Adolf Daði koma inn í liðið fyrir þá Hlyn Frey Karlsson, Hilmi Rafn Mikaelsson, Helga Fróða Ingason og Ágúst Orra Þorsteinsson sem taka sér sæti á bekknum.
Leikurinn er í beinni útsendingu á KSÍ síðu Sjónvarps Símans.
Byrjunarliðið:
Halldór Snær Georgsson (KR)
Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
Logi Hrafn Róbertsson (Istra)
Ásgeir Helgi Orrason (Breiðablik)
Daníel Freyr Kristjánsson (Fredericia)
Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
Eggert Aron Guðmundsson (Brann)
Róbert Frosti Þorkelsson (GAIS)
Hinrik Harðarson (Odd)
Benoný Breki Andrésson (Stockport)
Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
Byrjunarlið:
1. Liam McFarlane (m)
4. Sam Cleall-Harding
5. Lenny Agbaire
6. Cameron Bragg
7. Finlay Pollock


8. Jude Bonnar
('46)

16. Bailey Rice
17. Miller Thomson
19. Ryan One
('60)


22. Charlie McArthur
('46)

23. Ewan Wilson
Varamenn:
12. Rory Mahadi (m)
2. Adam Forrester
3. Matthew Anderson
('46)

9. Bobby Wales
('60)

14. David Watson
15. Dylan Smith
('46)

18. Colby Donovan

20. Jeremiah Mullen

Liðsstjórn:
Scott Gemmill (Þ)
Gul spjöld:
Finlay Pollock ('33)
Jeremiah Mullen ('55)
Colby Donovan ('65)
Rauð spjöld:
Finlay Pollock ('74)