Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Víkingur R.
5
1
KR
Helgi Guðjónsson '9 1-0
Erlingur Agnarsson '25 2-0
2-1 Eiður Gauti Sæbjörnsson '45
Valdimar Þór Ingimundarson '54 3-1
Helgi Guðjónsson '70 4-1
Atli Þór Jónasson '77 5-1
Sveinn Gísli Þorkelsson '86
28.03.2025  -  19:00
Víkingsvöllur
Bosemótið - Úrslit
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson ('74)
8. Viktor Örlygur Andrason ('74)
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson ('69)
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
99. Jochum Magnússon (m)
3. Davíð Helgi Aronsson
6. Gunnar Vatnhamar
15. Rafik Zekhnini ('74)
17. Atli Þór Jónasson ('74)
21. Aron Elís Þrándarson (f) ('69)
27. Matthías Vilhjálmsson
77. Stígur Diljan Þórðarson
99. Þorri Ingólfsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('28)

Rauð spjöld:
Sveinn Gísli Þorkelsson ('86)
Leik lokið!
Öruggur sigur Víkinga staðreynd. Þeir voru heilt yfir talsvert betri aðilinn í kvöld og fara inn í Bestu deildinni á flugi.
90. mín
Hætta í teig Víkinga eftir horn en KRingar finna ekki markið.

Uppbótartími er tvær mínútur.
86. mín Rautt spjald: Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.)

Ég hef líklega misst af spjaldi á Svein Gísla því hann fær að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir þessi viðskipti.
86. mín Gult spjald: Guðmundur Andri Tryggvason (KR)
85. mín
Hér gerist eitthvað á milli Guðmundar Andra og Sveins Gísla.
Sveinn Gísli fer niður og kveinkar sér en er fljótur upp og rýkur í Guðmund Andra.
81. mín
Víkingar hóta fleiri
Aron Elís vinnur boltann í teig KR og kemur honum á markið. Gestirnir ná þó að bægja hættunni frá með herkjum.
78. mín
Heill haugur af skiptingum að eiga sér stað hér. Næ engan veginn að fylgja því öllu eftir en reyni að færa inn eins og tími gefst til.
77. mín MARK!
Atli Þór Jónasson (Víkingur R.)
Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
Víkingar bruna upp og skora Valdimar með boltann úti til vinstri og leikur inn á teiginn. Fær mann í sig og Halldór af línunni. Valdimar finnur þá bara Atli sem er aleinn inn á miðjum teignum og skilar boltanum í tómt markið.
76. mín
Komið að KR að fá horn.

Fengu annað til í þokkabót. Smá hætta eftir það seinna en Ingvar með allt á hreinu í rammanum.
75. mín
Aftur vinna Víkingar boltann hátt á vellinum. Gylfi reynir skot en Halldór slær boltann yfir í horn.

Víkingar brotlegir eftir hornið.
74. mín
Inn:Rafik Zekhnini (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Rafik þessi er á reynslu hjá Víkingum
74. mín
Inn:Atli Þór Jónasson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
73. mín
Helgi reynir að launa Valdimar greiðann með því að þræða boltann innfyrir á hann. Örlítið of framarlega fyrir Valdimar sem nær ekki að teygja sig í boltann.
72. mín
Barátta Ástbjörns Þórðarsonar og Sveins Gísla á öðrum væng vallarinns í kvöld hefur verið skemmtileg.

Ég myndi borga mig inn á boxbardaga þeirra á milli.
70. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
Víkingar refsa fyrir klaufagang
KRingar rosalega klaufalegir aftast á vellinum og tapa boltanum við eigin teig. Valdimar bíður eftir Helga í hlaupið sem klárar vel á nærstöng fram hjá Halldóri.
69. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (f) (Víkingur R.) Út:Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)

Aron er þó ekki með bandið þrátt fyrir stafinn.
68. mín
Kæruleysi í öftustu línu Víkinga og Eiður Gauti hársbreidd frá því að komast í dauðafæri en Ingvar vel á verði og bjargar.
65. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:Kristófer Orri Pétursson (KR)

Guðmundur Andri á þau nokkur á þessum velli sælla minninga.
62. mín
Gestirnir að ýta liði sínu ofar á völlinn.
Freista þess að þrýsta Víkingum niur og herja á þá. Ekki skapað sér færi úr því enn.
58. mín
Ingvar með Ingvarsvörslu
KRingar tæta vörn Víkinga í sig. Ástbjörn leggur boltann út í teiginn frá hægri þar sem Eiður Gauti er aleinn og óvaldaður en Ingvar ver gott skot hans með tilþrifum.

KRingar dæmdir brotlegir í kjölfarið.
57. mín
Rangstaða dæmd á og það ein aulaleg. Uppúr aukaspyrnu er Helgi Guðjóns gripinn í landhelgi úti á kanti. Með alla línuna fyrir framan sig. Á að gera betur.
54. mín MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Maaark!
Víkingar færa boltann vel frá hægri til vinstri. Þar kemur Helgi Guðjónsson boltanum inná teiginn þar sem hann skoppar á milli manna en endar að lokum á tánum á Valdimar sem skilar honum í netið af stuttu færi.
50. mín
Gyrðir Hrafn fórnar hér höndum eftir að hafa verið dæmdur brotlegur gegn Valdimar Þór.

Ég held hann hafi ýmislegt til síns máls. Fannst Valdimar hreinlega stíga á boltann.
47. mín
Fyrsta skot síðari hálfleiks lítur dagsins ljós.
Ekki var það merkilegt þó. Tarik af löngu færi fyrir Víkinga setur boltann hátt hátt yfir.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Víkingar sparka okkur af stað á ný.

Óbreytt frá lokum fyrri hálfleiks hjá báðum liðum að mér sýnist.
45. mín
Hálfleikur

Því miður setja meiðsli Stefáns Árna nokkuð dökkan blett á þennan annars ágæta leik sem nú hefur verið flautað til hálfleiks í. Víkingar heilt yfir sterkari aðilinn á vellinum en staðan er myndi ég segja nokkuð sanngjörn. Gestirnir úr KR verið að finna sér fínar stöður á vellinum en ekki tekist að gera sér mat úr því fyrr en í blálok hálfleiksins.

Við komum aftur að vörmu spori með síðari hálfleikinn.
45. mín
+6
Gylfi reynir skot af 20 metrum en boltinn talsvert framhjá markinu.
45. mín MARK!
Eiður Gauti Sæbjörnsson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
+5 Af harðfylgi var það.

Atli Sigurjóns með boltamnn inn á teiginn þar sem Eiður nær að taka boltann niður og troða sér í gegnum Oliver Ekroth og skila boltanum í netið.

Frábær tímasetning til að skora mark.
45. mín Gult spjald: Kristófer Orri Pétursson (KR)
+3 Kristófer nælir sér í spjald i þokkabót.
45. mín
+3 KR vinnur hornspyrnu.

Víkingar skalla frá og KRingar brjóta af sér.
45. mín
+1
Erlingur reynir hælspyrnu í teig KR eftir fyrirgjöf frá Helga en hittir boltann afleitlega.
45. mín
Eflaust góðar 3-4 mínútur í uppbótartíma hér eftir þennan fyrri hálfleik.
43. mín
Boltinn í slánna á marki Víkinga
Fyrirgjöf úr djúpinu frá hægri smellur í markslánni á marki Víkinga. Ingvar var alls ekki með þennan á hreinu.
41. mín
Sveinn Gísli liggur á vellinum og þarfnast aðhlynningar. Vonum að það séu ekki fleiri að víkja vegna meiðsla.

Hann er fljótur á fætur og virðist í lagi.
40. mín
Hætta í teig KR
Víkingar spila sig í gegnum vörn KR og komast í færi. Gylfi með boltann fyrir markið en varnarmenn komast fyrir á síðustu stundu.
38. mín
Update af Stefáni Árna
Hann virðist hafa farið illa á ökkla og er að öllum líkindum brotinn miðað við hvernig atvikið á sér stað. Blá blikkandi ljós renna í hlað og verið er að flytja hann á sjúkrahús.
36. mín
Kristófer Orri með skot að marki eftir fína sókn KR en nær engum krafti í skotið sem Ingvar handsamar örugglega.
34. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
33. mín
Stefán Árni er borinn af velli og mér sýnist að menn séu að kalla til sjúkrabíl til þess að flytja hann á Slysavarðstofuna.

Óskum Stefáni skjóts bata og vonumst til að hann snúi aftur sem allra fyrst.
32. mín
Það er enn verið að huga að Stefáni á vellinum og koma honum á börur. Vona innilega að þetta sé ekki of alvarlegt en miðað við áhyggjur manna af honum er ég ansi hræddur um að svo sé.
29. mín
Nei nei þetta má ekki. Aftur er Stefán Árni í atinu og fer niður eftir viðskipti við Daníel Hafsteinsson. Þetta lítur alls ekki vel út og sjúkraþjálfarar beggja liða og börur eru kallaðar til.
28. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Karl Friðleifur stöðvar skyndisókn með því að taka Stefán Árna í innilegt faðmlag. Gunnar Oddur veifar gulu fyrir.
25. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Viktor Örlygur Andrason
Skyndisókn ber ávöxt
Virkilega vel útfærð skyndisókn hjá Víkingum.

Boltinn á Viktor Örlyg inn á vallarhelmingi KR sem snýr strax að marki og rýkur af stað. Erlingur mætir í krosshlaup og er rosalega tæpur aá að vera fyrir innan en flaggið er niðri og Erlingur potar boltanum framhjá Halldóri og rúllar í rólegheitum í netið.
22. mín
Gylfi!
Fær boltann hægra megin í D-boganum og leggur hann fyrir sig á vinstri. Nær góðu skoti sem smellur í stönginni og rúllar eftir marklínunni en KR sleppur.
20. mín
Skemmtileg útfærlsla á aukaspyrnu
Frá miðjum vallarhelmingi Víkinga lyfta KRingar boltanum innfyrir á Finn Tómas sem nær ekki valdi á boltanum þó sem endar hjá Ingvari. Með herkjum þó.
18. mín
KR í færi Eftir þunga sókn dansar Stefán Árni Geirsson sig ínn á teig Víkinga og nær skoti. Nær ekki að halda boltanum niðri sem svífur yfir markið.
16. mín
Víkingar ógna á ný
Viktor Örlygur í baráttu á miðsvæðinu vinnur boltann og keyrir af stað. Kemst að vítateig KR þar sem hann leikur á varnarmann og á skot á markið sem Halldór gerir virkilega vel í að verja.
11. mín
KR freistar þess að svara.
Sækja hratt, Ástbjörn með boltann úti til hægri og kemur honum inn á teiginn. Örlítið of framarlega fyrir Atla sem nær þó fæti í boltann en Ingvar ekki í vandræðum með að handsama boltann.
10. mín
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
9. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
Víkingar brjóta ísinn
Gylfi færir boltann vel út í breiddina til hægri þar sem Karl Friðleifur er með tíma og pláss til að athafna sig. Hann leikur upp að endamörkum og setur boltann inn á teigin þar sem Helgi Guðjónsson er mættur á fjærstöng og skilar boltanum af öryggi í netið.
8. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (KR)
Er tvivegis búinn að vera alltof seinn í Ingvar þegar hann er að spyrna frá marki. Ingvar er vægast sagt ósáttur og Ástbjörn fær spjald.
6. mín
Fyrsta marktilraunin.
Atli Sigurjóns með lúmskt skot eftir að hafa leikið inn á völlinn en Ingvar ver.
6. mín
Víkingar eru í svipaðri uppstillingu og í umspilsleikjunum í Sambandsdeildinni. Tarik,Oliver og Sveinn Gísli í miðvörðum með Karl Friðleif og Helga í bakvörðunum. Gylfi og Daníel Hafsteinsson eru á miðjunni með Viktor og Erling á vængjunum og Valdimar á toppnum.
3. mín
Valdimar Þór að sleppa í gegn eftir ágæta sókn Víkinga en flaggið fer á loft.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru KR-ingar sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Dómari
Gunnar Oddur Hafliðason flautar leikinn hér í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Kristján Már Ólafs og Eysteinn Hrafnkelsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Pt.2 af Ofar brá á leik
Fyrir leik
Ofar brá á leik með leikmönnum liðanna
Fyrir leik
Engar afsakanir! Mæta á völlinn! Þetta er í 13 skiptið sem Bose mótið er haldið og hefur það fest sig í sessi sem afar mikilvægur hluti af undirbúningstímabili liðanna.

Riðlakeppnin spilaðist í nóvember/desember 2024 en ekki gafst tími til að spila úrslitaleikinn þar sem Evrópuævintýri Víkinga hélt áfram og það fram í febrúar,
KR-ingar kláruðu sinn riðill með fullt hús stiga. Ákveðið var að spila leikinn í mars sem generalprufu beggja liða fyrir
Bestu deildina.

Allur aðgangseyrir rennur til góðgerðarmála í boði Bose, Víkings og KR

Píeta samtökin (pieta.is) og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (skb.is) fá allan aðgangseyrinn óskiptan
afhentan í hálfleik.

Verðlaun verða veitt fyrir sigurvegara mótsins, mann leiksins og 3 áhorfendaverðlaun, allt í boði Bose og Ofar.

Veðurspáin er góð, klæða sig í úlpu og setja á sig húfu og mæta á völlinn. Miðinn er á 1000 kr. og rennur miðaverð óskipt í góð málefni.

Náðu þér í miða hér

Fyrir þá sem ekki komast er vert að benda á að leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net
Fyrir leik
Komnir/Farnir Víkingur Það hafa verið hreyfingar líka á leikmannahópi Víkinga á milli tímabila og þó nokkrar stórar fréttir borist úr herbúðum þeirra þennan veturinn.

Víkingar sóttu tvo Bikarmeistara norður yfir heiðar frá KA í vetur er þeir Daníel Hafsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson gengu til liðs við félagið. Miðvörðurinn Róbert Orri Þorkelsson sneri heim úr atvinnumennsku sömuleiðis og kom í Víkina. Þá fengu Víkingar uppalinn leikmann til baka frá Triestina á Ítalíu þegar Stígur Diljan Þórðarson sneri heim á ný. Stærstu fréttir vetrarins voru þó án efa þegar Víkingar keyptu Gylfa Þór Sigurðsson af Val.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir


Víkingar hafa líka misst stóra bita. Gísli Gottskálk Þórðarson var seldur til Lech Poznan í janúarglugganum. Þá fór Danijel Dejan Djuric til Króatíu og nú á dögunum var Ari Sigurpálsson seldur til Elfsborg í Svíþjóð. Allt leikmenn sem voru í stóru hlutverki hjá liðinu og skörð sem ekki er einfalt að fylla í.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Komn­ir:
Gylfi Þór Sig­urðsson frá Val
Ró­bert Orri Þorkels­son frá Kongs­vin­ger (Nor­egi)
Stíg­ur Dilj­an Þórðar­son frá Triest­ina (Ítal­íu)
Atli Þór Jónas­son frá HK
Daní­el Haf­steins­son frá KA
Sveinn Mar­geir Hauks­son frá KA
Kári Vil­berg Atla­son frá Njarðvík (úr láni)
Sig­urður Stein­ar Björns­son frá Þrótti R. (úr láni)

Farn­ir:
Daði Berg Jóns­son í Vestra (lán)
Ari Sig­urpáls­son í Elfs­borg (Svíþjóð)
Ísak Daði Ívars­son í ÍR (var í láni hjá Gróttu)
Danij­el Dej­an Djuric í Istra (Króa­tíu)
Hrann­ar Ingi Magnús­son í Gróttu
Gísli Gott­skálk Þórðar­son í Lech Pozn­an (Póllandi)
Fyrir leik
Komnir/farnir KR Það er óhætt að segja að talsverðar breytingar hafi átt sér stað á leikmannahópi KR frá því í fyrra. 11 leikmenn hafa yfirgefið félagið frá síðasta ári og þar er sennilega stærsta blóðtakan brottför Benóný Breka Andréssonar sem hélt til Stockport á Englandi. Aðrir sem voru í stóru hlutverki í fyrra eru t.a.m Alex Þór Hauksson og Axel Óskar Andrésson sem fóru í Stjörnuna og Aftureldingu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Óskar Hrafn kveikti þó á öllum vitum í Vesturbæ sem leiddu margan manninn vestur í bæ en alls hafa 13 leikmenn gengið til liðs við KR á þessum tímapunkti. Þemað er ungir og upprennandi leikmenn en nöfn eins og Júlíus Mar Júlíusson, Hall­dór Snær Georgs­son og Ró­bert Elís Hlyns­son eru mætt í KR. Þá gekk markakóngurinn Jakob Gunn­ar Sigurðsson til liðs við KR en hefur reyndar verið lánaður til Þróttar síðan.

Mynd: KR


Komn­ir:
Kristó­fer Orri Pét­urs­son frá Gróttu
Al­ex­and­er Helgi Sig­urðar­son frá Breiðabliki
Atli Hrafn Andra­son frá HK
Eiður Gauti Sæ­björns­son frá HK
Gabrí­el Hrann­ar Eyj­ólfs­son frá Gróttu
Hall­dór Snær Georgs­son frá Fjölni
Hjalti Sig­urðsson frá Leikni R.
Jakob Gunn­ar Sig­urðsson frá Völsungi
Július Mar Júlí­us­son frá Fjölni
Matt­hi­as Præst frá Fylki
Óli­ver Dag­ur Thorlacius frá Fjölni
Ró­bert Elís Hlyns­son frá ÍR
Vicente Val­or frá ÍBV

Farn­ir:
Jón Arn­ar Sig­urðsson Leikni R. (lán)
Hrafn Guðmunds­son Stjörn­una
Björg­vin Brimi Andrés­son Gróttu
Dag­ur Bjarka­son Gróttu
Óðinn Bjarka­son ÍR (lán)
Theó­dór Elm­ar Bjarna­son KV
Jakob Gunn­ar Sig­urðsson Þrótt R. (lán)
Guy Smit í Vestra
Alex Þór Hauks­son Stjörn­una
Axel Óskar Andrés­son Aft­ur­eld­ingu
Eyþór Aron Wöhler Fylki
Rúrik Gunn­ars­son HK
Beno­ný Breki Andrés­son Stockport
Fyrir leik
General prufa fyrir mót
Líkt og áður segir er þetta síðasti leikur beggja liða áður en út í alvöruna í Bestu deildina er komið. Biðin eftir nýju tímabili og alvöru keppnisleikjum hefur þó verið mislöng hjá liðunum.

KR hefur verið í þessum hefðbundna undirbúningsfasa síðan að Bestu deildinni lauk 2024. Bosemótið, Reykjavíkurmót og Lengjubikar eru öll næstum því að baki og alvaran hefst eftir rétt rúma viku.

Víkingar hafa á sama tíma tekið þátt í Bose og Reykjavíkurmóti en hættu þáttöku í Lengjubikarnum um miðjan febrúar eftir að hafa leikið einn leik í mótinu vegna anna. Liðið fór alla leið í umspil um sæti í 16.liða úrslitum í Sambandsdeild Evrópu og má segja að tímabilinu 2024 hafi ekki formlega lokið hjá þeim fyrir en 20.febrúar síðastliðinn þegar liðið féll út í Sambandsdeildinni gegn Panathinaikos.
Mynd: EPA

Fyrir leik
Liðin hafa "beðið" frá því í desember!
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá Víkingsvelli þar sem Víkingar og KR munu leiða saman hesta sína.

Tilefnið er úrslitaleikur Bosemótsins sem alla jafna er fyrsta undirbúningsmót ársins hjá nokkrum liðum. Þannig var það líka í ár en Víkingar og KR sammældust um að bíða með úrslitaleik mótsins þar til nú og getum við vart annað en fagnað því.

Bæði lið eru að leika sinn síðasta leik fyrir upphaf Bestu deildarinnar og megum við eiga von á hörkuleik. Víkingar blása til veislu og ætla sér að hafa umgjörð leikins eins og um leik í Bestu deildinni væri að ræða. Kveikt verður upp í grillinu og Hjaltested borgarar í boði, Sverrir Geirdal verður á mæknum og tónlistin mun óma fyrir leik. Vilji fólk svo gullnar guðaveigar með verður Frikkabar eflaust opinn líka.

Mynd: Bose

Byrjunarlið:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Stefán Árni Geirsson ('34)
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Atli Sigurjónsson
24. Kristófer Orri Pétursson ('65)
27. Róbert Elís Hlynsson
28. Hjalti Sigurðsson

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
10. Guðmundur Andri Tryggvason ('65)
14. Alexander Rafn Pálmason
17. Sigurður Breki Kárason
18. Óliver Dagur Thorlacius ('34)
20. Atli Hrafn Andrason
29. Aron Þórður Albertsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)

Gul spjöld:
Ástbjörn Þórðarson ('8)
Kristófer Orri Pétursson ('45)
Guðmundur Andri Tryggvason ('86)

Rauð spjöld: