
Það er heldur betur áhugaverður úrslitaleikur í Evrópudeildinni í kvöld þegar Tottenham mætir Manchester United. Tímabilið er hreinlega undir! En skoðum slúðrið...
Newcastle United er eitt af félögunum sem ætla að ræða við Liam Delap (22), framherja Ipswich Town, í þessari viku. (Talksport)
Manchester United er í forystu í baráttunni um Delap en tap í úrslitaleik Evrópudeildarinnar myndi gefa Chelsea forskot því þá getur United ekki boðið honum Evrópukeppni (ESPN)
Manchester City mun berjast við Liverpool um Milos Kerkez (21), vinstri bakvörð Bournemouth og ungverska landsliðsins. (i paper)
Brighton hefur komist að samkomulagi um að fá franska varnarmanninn Olivier Boscagli (27) á frjálsri sölu frá PSV Eindhoven. (Sky Sports)
Liverpool hefur fengið fyrirspurnir frá Sádi-Arabíu varðandi úrúgvæska framherjann Darwin Nunez (25), portúgalska framherjann Diogo Jota (28) og kólumbíska vængmanninn Luis Díaz (28). (Sky Þýskalandi)
Manchester United hyggst greiða Wolves 62,5 milljóna punda riftunarákvæði Matheus Cunha (25) í afborgunum. (Fabrizio Romano)
Manchester United hyggst einnig freista þess að fá Viktor Gyökeres (26), framherja Sporting Lissabon og Svíþjóðar, til félagsins í sumar. (L'Equipe)
Aston Villa ætlar ekki að standa í vegi fyrir argentínska markverðinum Emiliano Martínez (32) ef hann vill yfirgefa Villa Park. (Givemesport)
Chelsea er sagt hafa hafið viðræður við Ajax um hollenska varnarmanninn Jorrel Hato (19) sem er einnig á óskalista Liverpool og Arsenal. (Caughtoffside)
Barcelona hefur náð samkomulagi við brasilíska framherjann Raphinha (28) um nýjan samning til júní 2028. (Fabrizio Romano)
Nuno Espirito Santo, stjóri Nottingham Forest, gæti yfirgefið félagið í lok tímabilsins vegna ólgu bak við tjöldin. (Footmercato)
Leicester City er í þann mund að reka Ruud van Nistelrooy og er langt komið í viðræðum um að ráða fyrrverandi stjóra Southampton, Russell Martin. Leicester er fallið úr ensku úrvalsdeildinni. (Football Insider)
Athugasemdir