
Breiðablik
3
1
KA

1-0
Hans Viktor Guðmundsson
'32
, sjálfsmark
Höskuldur Gunnlaugsson
'34
, víti
2-0

Tobias Thomsen
'40
3-0
3-1
Ásgeir Sigurgeirsson
'83
30.03.2025 - 16:15
Kópavogsvöllur
Meistarar meistaranna
Aðstæður: Gul viðvörun, rigning, rok og vesen
Dómari: Vilhjálmur Alvar
Maður leiksins: Tobias Thomsen (Breiðablik)
Kópavogsvöllur
Meistarar meistaranna
Aðstæður: Gul viðvörun, rigning, rok og vesen
Dómari: Vilhjálmur Alvar
Maður leiksins: Tobias Thomsen (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)

8. Viktor Karl Einarsson
('46)

9. Óli Valur Ómarsson
11. Aron Bjarnason
('46)

13. Anton Logi Lúðvíksson
('46)

17. Valgeir Valgeirsson

21. Viktor Örn Margeirsson
29. Gabríel Snær Hallsson
('62)

77. Tobias Thomsen
('71)



Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
4. Ásgeir Helgi Orrason
('46)

10. Kristinn Steindórsson
('46)

15. Ágúst Orri Þorsteinsson
('46)

16. Dagur Örn Fjeldsted
('71)

30. Andri Rafn Yeoman
('62)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Gul spjöld:
Valgeir Valgeirsson ('43)
Tobias Thomsen ('67)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik eru meistarar meistaranna 2025. Sannfærandi sigur hjá þeim í dag.
Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í dag.
Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í dag.
90. mín
KA með aukaspyrnu á mjög hættulegum stað. Auðvitað stígur þá Hallgrímur Mar upp og tekur þetta. Hann tekur skotið og spyrnan er góð en fer bara rétt framhjá markinu.
85. mín
Veðrið er orðið ógeðslegt
Einhverjum örfáum sekúndum áður en KA minnkaði muninn þá opnaðist himininn og það er hrikaleg rigning inn á vellinum núna.
83. mín
MARK!

Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Stoðsending: Jakob Snær Árnason
Stoðsending: Jakob Snær Árnason
KA minnkar muninn!
KA menn keyra hratt upp í sókn en þeim tekst ekki að ná skoti á markið. Þeir eru samt fljótir á alla lausa bolta og Jakob fær boltann hægra meginn, lyftir boltanum inn í teig þar sem Ásgeir skallar fyrst í Anton, en hann nær frákastinu og klárar í opið markið.
82. mín
Bjargað á línu!
Allt galopið hjá KA og Blikar keyra í sókn. Óli Valur er þá einn gegn markmanni og lyftir boltanum yfir Stubb. Þá er það Jakob Snær mættur á línuna og hreinsar frá.
80. mín
Alvöru harðflygni hjá Jakobi upp hægri kantinn. Hann nær einhvernveginn að troða sér inn í teiginn með menn í sér og taka skotið, en það er varið hjá Anton.
77. mín
KA fær aukaspyrnu þónokkrum metrum fyrir utan teiginn. Hallgrímur Mar tekur spyrnuna og hann skýtur bara á markið. Fín spyrna en Anton vel á verði og ver þetta.
73. mín
Flott spil hjá Blikum upp hægri kantinn og Ágúst leggur boltan inn í teig þar sem Valgeir tekur skotið úr teignum. Hann ákveður að nota kraftinn og því er skotið fast en líka hátt yfir.
69. mín
KA skorar!
En rangstæða. Hans Viktor potar boltanum inn fyrir á Dag sem var alveg greinilega rangstæður. Dagur klárar þetta engu að síður vel.
68. mín
Áhugaverð aukaspyrna sem Hallgrímur tekur. Hann reynir fasta sendingu meðfram jörðinni sem fer af varnarmanni og upp í loft. Ásgeir nær þá skallanum inn í teing en beint á Anton í markinu.
65. mín
Dauðafæri!!
Blikar senda boltan inn fyrir og Hans Viktor rétt missir af boltanum. Óli Valur er þá sloppinn í gegn og tekur skotið sem Stubbur ver. Frákastinu nær svo Tobias og hann tekur skotið í varnarmann. Blikar fá svo horn sem ekkert kemur upp úr.
64. mín
Ágúst setur mjög góðan bolta inn fyrir á Valgeir sem er sloppinn í gegn. Hann fer hinsvegar mjög illa með þetta, hefði bara átt að taka skotið sjálfur en reynir að gefa boltann og KA nær þá að hreinsa.
52. mín
Valgeir fær boltann fyrir utan teig og tekur fast skot en í varnarmann og Breiðablik fær horn.
50. mín
Blikar vaða í færum!
Enn og aftur eru KA menn að fara illa með boltann aftarlega á vellinum og þegar þeir missa boltann eru þeir bara í nauðvörn.
Óli Valur fær boltann inn í teig í góðu færi en Stubbur stendur vaktina og ver skotir frá honum.
Óli Valur fær boltann inn í teig í góðu færi en Stubbur stendur vaktina og ver skotir frá honum.
47. mín
Blikar í færi!
Gott spil hjá heimamönnum þar sem þeir fara auðveldlega í gegnum vörn KA. Boltinn endar svo hjá Kidda Steindórs sem er í fínu færi en skotið hans fer beint á Stubb í markinu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Þreföld breyting í hálfleik hjá Breiðablik, KA gerir engar breytingar.
45. mín
Hálfleikur
Öruggt forskot hjá Breiðablik í hálfleik. Þetta var frekar jafnt fram að fyrsta markinu en það er eins og KA menn hafi bara misst hausinn og Blikar hafa bara keyrt yfir þá síðan þá.
40. mín
MARK!

Tobias Thomsen (Breiðablik)
Stoðsending: Óli Valur Ómarsson
Stoðsending: Óli Valur Ómarsson
Blikar eru að skrúfa upp hitann!
KA menn missa boltann verulega klaufalega í öftustu línu og Óli Valur fær boltan vinstra meginn.
Hann kemur með mjög góða sendingu inn á teig þar sem Tobias Thomsen skallar boltann í markið. Stubbur var í boltanum en náði ekki nógu miklu á honum.
KA menn ekki búnir að líta vel út síðustu mínúturnar.
Hann kemur með mjög góða sendingu inn á teig þar sem Tobias Thomsen skallar boltann í markið. Stubbur var í boltanum en náði ekki nógu miklu á honum.
KA menn ekki búnir að líta vel út síðustu mínúturnar.
34. mín
Mark úr víti!

Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Þetta er hratt að breytast!
Fyrir örfáum mínútum var þetta mjög jafn leikur en núna eru Blikar komnir með tveggja marka forskot.
Gott víti hjá Högga, sendir Stubb í vitlaust horn.
Gott víti hjá Högga, sendir Stubb í vitlaust horn.
32. mín
SJÁLFSMARK!

Hans Viktor Guðmundsson (KA)
Mjööööög pínlegt sjálfsmark
Hornspyrnan er tekin af Breiðablik inn í teiginn og Hans skallar boltann undir mjög lítilli pressu og beint í markið.
Í raun frábært finish.
Í raun frábært finish.
31. mín
Tobias í góðu færi!
Höskuldur setur frábæran bolta inn fyrir vörnina og Tobias tekur gott hlaup. Hann er þá kominn í mjög gott færi en skotið varið.
27. mín
Tobias aftur í færi
Óli Valur gerir vel upp vinstri kantinn og finnur pláss til að gefa boltan fyrir. Þar nær Tobias skotinu en skotið framhjá markinu.
21. mín
Íslenska veðrið heldur áfram að vera óútreiknanlegt
Það var alveg hrillilegt veður hérna áðan en núna er sólin bara farin að skína, það er hætt að rigna og mér sýnist vindurinn vera að minnka líka.
12. mín
Fínn spilakafli hjá Blikum sem endar í skoti frá Tobias Thomsen fyrir utan teig. Boltinn fer hinsvegar framhjá marki.
10. mín
Fínn skalli!
Ingimar tekur hornspyrnu fyrir KA og lyftir boltanum inn á teiginn. Þar rís Hans Viktor hæst og nær skallanum í átt að marki en Anton tekur þennan bolta.
4. mín
Dauðafæri fyrir KA!
Langur bolti fram og allt í einu er Viðar sloppinn einn gegn markmanni. Hann er hinsvegar of lengi að athafna sig og Anton kemur vel út úr markinu og lokar á hann. Skotið hjá Viðari því beint í Anton.
Þarna hefði Viðar átt að gera betur.
Þarna hefði Viðar átt að gera betur.
4. mín
Fyrsta færið!
Viktor Karl fær boltann upp á vinstri kantinum og leggur boltan fyrir þar sem Tobias kemst í skotið en beint á Stubb.
Fyrir leik
Þrumur og eldingar
Við erum komnir upp næsta skref í óveðri! Það eru fimm mínútur í leik og við erum byrjuð að sjá eldingar og heyra þrumur.
Fyrir leik
Gul viðvörun
Það er ekki beint hægt að segja að það séu kjöraðstæður fyrir fótbolta í dag. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun og það má sjá á vellinum þegar leikmenn eru að hita upp, að keilur og aðrir léttari hlutir fjúka bara út um allan völl.

Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks
Uppstilling Breiðabliks verður líklega eitthvað í þessa áttina.

Fyrir leik
Spáin fyrir deildina
Spá sérfræðinga fótbolta.net er hafin hér á síðunni en helmingur liðanna hefur verið birtur. KA er spáð 8. sæti en það hefur ekki enn verið birt hvar Breiðablik er spáð. Það er ljóst að það er í efri helmingnum.
Fyrir leik
Hvorugt liðið komst upp úr riðli Lengjubikarsins
Breiðablik og KA voru saman riðli 2 í Lengjubikarnum en Breiðablik tók 2. sætið í riðlinum og KA 4. sætið.
Breiðablik tapaði fyrsta leik riðilsins 3-1 gegn Fram, gerði svo jafntefli 1-1 gegn Fylki en vann hina leikina og endaði því með 10 stig.
KA vann aðeins einn leik í riðlinum en það var 1-0 sigur gegn Njarðvík. Þeir gerðu einnig tvö jafntefli og enduðu því með 5 stig.
Þegar liðin mættust í Boganum um miðjan Febrúar síðastliðinn vann Breiðablik 5-0. Sannfærandi sigur hjá þeim grænklæddu.
Breiðablik tapaði fyrsta leik riðilsins 3-1 gegn Fram, gerði svo jafntefli 1-1 gegn Fylki en vann hina leikina og endaði því með 10 stig.
KA vann aðeins einn leik í riðlinum en það var 1-0 sigur gegn Njarðvík. Þeir gerðu einnig tvö jafntefli og enduðu því með 5 stig.
Þegar liðin mættust í Boganum um miðjan Febrúar síðastliðinn vann Breiðablik 5-0. Sannfærandi sigur hjá þeim grænklæddu.

Fyrir leik
Félagsskipti KA manna
Þetta hefur verið erfiður vetur hjá KA mönnum á markaðnum, þar sem þeir hafa misst marga menn í meiðsli. Þar á meðal Jonathan Rasheed markmann, sem er frá út tímabilið.
Komnir
Jóan Símun Edmundsson frá N-Makedóníu
Jonathan Rasheed frá Svíþjóð (frá út tímabilið)
William Tönning frá Svíþjóð
Guðjón Ernir Hrafnkelsson frá ÍBV
Ingimar Torbjörnsson Stöle frá FH (var á láni)
Bjarki Fannar Helgason keyptur frá Hetti/Hugin (lánaður til baka)
Farnir
Daníel Hafsteinsson í Víking
Sveinn Margeir Hauksson í Víking
Elfar Árni Aðalsteinsson í Völsung
Harley Willard á Selfoss
Kristijan Jajalo til Austurríkis
Darko Bulatovic til Svartfjallalands
Komnir
Jóan Símun Edmundsson frá N-Makedóníu
Jonathan Rasheed frá Svíþjóð (frá út tímabilið)
William Tönning frá Svíþjóð
Guðjón Ernir Hrafnkelsson frá ÍBV
Ingimar Torbjörnsson Stöle frá FH (var á láni)
Bjarki Fannar Helgason keyptur frá Hetti/Hugin (lánaður til baka)
Farnir
Daníel Hafsteinsson í Víking
Sveinn Margeir Hauksson í Víking
Elfar Árni Aðalsteinsson í Völsung
Harley Willard á Selfoss
Kristijan Jajalo til Austurríkis
Darko Bulatovic til Svartfjallalands

Fyrir leik
Félagskipti Blika
Breiðablik hefur verið aktívt á félagsskiptamarkaðinum þennan vetur þar sem töluverð breyting hefur verið á hópi Íslandsmeistaranna.
Komnir
Tobias Thomsen frá Portúgal
Óli Valur Ómarsson frá Sirius (var á láni hjá Stjörnunni)
Anton Logi Lúðvíksson frá Haugesund
Valgeir Valgeirsson frá Örebro
Ágúst Orri Þorsteinsson frá Genoa
Dagur Örn Fjeldsted frá HK (var á láni)
Ásgeir Helgi Orrason frá Keflavík (var á láni)
Farnir
Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg (var á láni)
Damir Muminovic til Asíu
Patrik Johannesen til KÍ/Klaksvík
Alexander Helgi Sigurðarson í KR
Oliver Sigurjónsson í Aftureldingu
Benjamin Stokke til Noregs
Arnór Sveinn Aðalsteinsson hættur og tekinn við sem aðstoðarþjálfari
Komnir
Tobias Thomsen frá Portúgal
Óli Valur Ómarsson frá Sirius (var á láni hjá Stjörnunni)
Anton Logi Lúðvíksson frá Haugesund
Valgeir Valgeirsson frá Örebro
Ágúst Orri Þorsteinsson frá Genoa
Dagur Örn Fjeldsted frá HK (var á láni)
Ásgeir Helgi Orrason frá Keflavík (var á láni)
Farnir
Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg (var á láni)
Damir Muminovic til Asíu
Patrik Johannesen til KÍ/Klaksvík
Alexander Helgi Sigurðarson í KR
Oliver Sigurjónsson í Aftureldingu
Benjamin Stokke til Noregs
Arnór Sveinn Aðalsteinsson hættur og tekinn við sem aðstoðarþjálfari

Fyrir leik
Dómarateymið
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður með flautuna í dag en honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.
Eftirlitsmaður KSÍ er Jón Magnús Guðjónsson og varadómari er Gunnar Oddur Hafliðason.
Eftirlitsmaður KSÍ er Jón Magnús Guðjónsson og varadómari er Gunnar Oddur Hafliðason.

Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
('74)

5. Ívar Örn Árnason (f)

9. Viðar Örn Kjartansson
('66)

11. Ásgeir Sigurgeirsson

22. Hrannar Björn Steingrímsson
('74)

23. Markús Máni Pétursson
25. Dagur Ingi Valsson
('83)

26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
28. Hans Viktor Guðmundsson

77. Bjarni Aðalsteinsson
Varamenn:
99. Jóhann Mikael Ingólfsson (m)
3. Kári Gautason
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
('66)

14. Andri Fannar Stefánsson
('74)

29. Jakob Snær Árnason
('74)

80. Gabriel Lukas Freitas Meira
88. Snorri Kristinsson
('83)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen
Thomas Danielsen
Tryggvi Björnsson
Gul spjöld:
Ívar Örn Árnason ('34)
Rauð spjöld: