Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
Breiðablik
2
0
Afturelding
Höskuldur Gunnlaugsson '7 , víti 1-0
Tobias Thomsen '33 2-0
05.04.2025  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Létt gola, grár himinn og örugglega eitthvað af rigningu
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 2180
Maður leiksins: Óli Valur Ómarsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('63)
9. Óli Valur Ómarsson
11. Aron Bjarnason ('63)
13. Anton Logi Lúðvíksson ('78)
17. Valgeir Valgeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
29. Gabríel Snær Hallsson ('63)
77. Tobias Thomsen ('89)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
4. Ásgeir Helgi Orrason ('78)
10. Kristinn Steindórsson ('63)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('63)
24. Viktor Elmar Gautason ('89)
30. Andri Rafn Yeoman ('63)
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
39. Breki Freyr Ágústsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Höskuldur Gunnlaugsson ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik með öruggan sigur hér í opnunarleiknum! Titilvörnin byrjar vel hjá þeim.

Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.
94. mín
Svakaleg varsla! Afturelding fær hornspyrnu sem þeir lyfta inn í teiginn. Það var einn sem reyndi við hjólhestinn, það gekk ekki alveg en boltinn endaði hjá Aron Elí einhverjum örfáum metrum frá marki. Hann tekur skotið en Anton ver frábærlega!
93. mín
Blikar fá hérna einhver þrjú skot í röð inn í teig, hættuleg sókn sem endar í skoti Ásgeirs Helga sem fer yfir markið.
91. mín
Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbót.
89. mín
Inn:Viktor Elmar Gautason (Breiðablik) Út:Tobias Thomsen (Breiðablik)
81. mín
Hrannar Snær nær að búa sér til smá pláss á vinstri kantinum og tekur svo skotið. Ekki gott færi en skotið er virkilega gott og Anton þarf að hafa svolítið fyrir því að verja þetta.
78. mín
Inn:Ásgeir Helgi Orrason (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Fékk högg á höfuðið. Hann vildi greinilega fara aftur inn á en mér sýnist það vera sjúkraþjálfarinn sem bannar honum það.
72. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Oliver Sigurjónsson (Afturelding)
72. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding) Út:Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
70. mín
Blikar skora! En Ívar er búinn að flauta. Höskuldur átti skot sem Jökull varði, Óli Valur náði svo frákastinu og kláraði vel. Ívar dæmir hinsvegar á Tobias Thomsen sem flækist eitthvað í Oliver. Mér sýnist þetta vera rétt.
63. mín
Inn:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Afturelding)
63. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Gabríel Snær Hallsson (Breiðablik)
63. mín
Inn:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
63. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
62. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Afturelding)
58. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Brýtur á Bjarti sem er á leiðinni í álitlega sókn.
57. mín
Aftur er Valgeir að komast í góða stöðu hægra meginn í teignum, skotið hinsvegar ekki nógu gott og framhjá markinu.
55. mín
Skemmtilegt spil milli Valgeirs og Aron Bjarna á hægri kantinum Valgeir reynir þá fyrirgjöfina sem fer í varnarmann og Blikar fá horn. Það kom svo ekkert úr þessu horni.
51. mín
Óli Valur dansar upp vinstri kantinn, færir svo inn völlinn og tekur skotið fyrir utan teig. Þessi fer svo rétt framhjá stönginni.
50. mín
Viktor Karl með fast skot í átt að marki en beint í varnarmann.
47. mín
Viktor Karl í góðu færi Axel Óskar í smá vandræðum aftast þegar Aron Bjarna er að keyra á vörnina. Aron kemur svo með lúmska sendingu inn fyrir á Viktor sem tekur skotið úr fínu færi en framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Steinke með alvöru stat
45. mín
Alvöru kræsingar í boði fyrir vallargesti
45. mín
Hálfleikur
Breiðablik með fulla stjórn á þessum leik og eru mögulega bara fúlir að vera ekki búnir að skora fleiri mörk. Afturelding hafði ekki fengið færi fyrr en hér rétt í lok hálfleiksins. Þeir þurfa að koma sterkari inn í seinni hálfleikinn ef þeir ætla sér eitthvað úr þessum leik.
45. mín
2 mínútur í uppbót.
45. mín
Fyrsta alvör ógn Aftureldingar Þeir taka langt innkast inn á teig og úr verður alvöru darraðardans inn í teig. Aftureldingar menn ná hinsvegar aldrei skoti að marki og Blikar sleppa með skrekkinn.
43. mín
Gestirnir heppnir að fá ekki dæmt víti á sig Óli Valur er sloppinn í gegn inn í teig og fær alveg greinilegt tog í treyjuna sína frá Georgi. Ívar segir mönnum bara að standa upp.

Georg heppinn þarna.
36. mín
Allt galopið! Afturelding keyrir upp í sókn en missa boltann. Það er þá allt galopið varnarlega hjá þeim þegar Breiðablik fer í skyndisókn. Jökull nær að verja fyrsta skotið sem kemur að marki en hann ýtir boltanum beint á Tobias sem hefur í raun galopið mark fyrir framan sig. Hann skýtur hinsvegar yfir markið, hefði átt að gera betur þarna.
33. mín MARK!
Tobias Thomsen (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
Þessi sending var gullfalleg! Viktor Karl fær boltann vinstra meginn við teiginn og kemur með þessa stórkostlegu sendingu inn í teig, beint á kollinn á Tobias. Skallinn er svo virkilega góður líka, hnitmiðaður niður í hornið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

28. mín
Anton skokkar aftur inn á, góðar fréttir fyrir Blika.
26. mín
Anton Logi er mögulega að ljúka leik Leikurinn er stöðvaður og kallað á sjúkraþjálfarann. Lítur út eins og Anton hafi mögulega farið úr lið.
22. mín Gult spjald: Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
Sverrir Örn Einarsson
22. mín
Var þetta ekki mögulega víti!? Bjartur Bjarmi brýtur á Óla Val sem er að keyra inn í teiginn og Ívar dæmir brot. Hann metur það þannig að þetta hafi verið rétt fyrir utan, sem er eitthvað sem þarf að skoða vel í endursýningum.

Höskuldur tekur aukaspyrnuna, fínt skot en Jökull varði.
20. mín
Hrikaleg sending! Jökull með skelfilega sendingu út úr marki beint á Blika. Þeir ná þá að búa til stórhættulegt færi þar sem Tobias Thomsen skýtur í stöngina.

Blikar líklegir til að bæta við öðru marki á næstunni.
18. mín
Hætta inn í teig Aftureldingar Aron Bjarna reynir sendinguna inn í teiginn og boltinn endar hjá Óla Val sem reynir aftur að gefa boltann fyrir. Jökull nær þá að krafsa aðeins í boltann út í teig og það er aðeins bras á vörninni áður en þeir ná loksins að hreinsa.
15. mín
Óli í góðu færi Breiðablik spilar sig virkilega vel í gegnum vörn Aftureldingar og Óli fær boltann inn á teig. Hann tekur nokkrar fintur fram og til baka áður en hann nær fínu skoti á markið en Jökull ver vel.
13. mín
Hefði geta orðið sjálfsmark! Góður bolti í gegn á Aron Bjarna sem er kominn í mjög góða stöðu. Hann reynir að leggja boltann fyrir en Georg kemst fyrir og hreinsar en bara rétt framhjá stönginni. Heppinn að setja boltann ekki í eigið net.
7. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Öruggt! Höskuldur setur hann í vinstra hornið en Jökull skutlar sér í vitlaust horn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


6. mín
Breiðablik fær víti!! Valgeir fær boltann inn í teig og Bjartur Bjarmi rekst í hælana á honum.

Réttur dómur sýnist mér, afar klaufalegt.
5. mín
Gestirnir í stúkunni púa hressilega á Arnór Gauta þegar hann fær boltann. Arnór er fyrrum leikmaður Aftureldingar
1. mín
Næstum mark eftir 30 sek! Langur bolti upp á kantinn þar sem Aron Bjarna er í miklu plássi. Hann leggur þá fastan bolta fyrir á Óla Val sem kemur á fjærstöngina. Óli nær skoti að marki en Georg gerir frábærlega í að renna sér fyrir skotið!
1. mín
Leikur hafinn
Besta deildin 2025 er hafin! Afturelding sækir í átt að Fífunni í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Alvöru mæting! Það er allt að fyllast í aðalstúkunni og gamla stúkan er opnuð. Það virðist ætla verða alvöru stemning á þessum leik.
Nýjasta nýtt
Fyrir leik
Uppstilling Aftureldingar
Mynd: Haraldur Örn Haraldsson

Fyrir leik
Uppstilling Blika
Mynd: Haraldur Örn Haraldsson

Fyrir leik
Byrjunarliðin Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks stillir upp sama liði sem vann KA 3-1 í Meistarar meistaranna. Þar eru leikmenn í liðinu sem hafa komið inn á þessum vetri á borð við Tobias Thomsen, Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson og Anton Logi Lúðvíksson. Einnig verður spennandi að fylgjast með Gabríel Snæ Hallsyni sem fær tækifærið í byrjunarliðinu. Það er strákur fæddur 2007, sem hefur verið mjög góður á undirbúningstímabilinu.

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar stillir upp öllum sínum þremur nýliðum í byrjunarliðinu. Axel Óskar Andrésson, Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson. Áhugaverðast er þó að Elmar Kári Enesson Cogic byrji á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Ívar Orri Kristjánsson verður með flautuna í þessum leik, honum til aðstoðar verða Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson.

Eftirlitsmaður KSÍ er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og varadómari er Gunnar Freyr Róbertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fyrir leik
Afturelding heldur sér uppi Í spá Fótbolta.net fyrir deildina er Afturelding í 10. sæti og ef það rætist þá munu nýliðarnir halda sér uppi.
Fyrir leik
Breiðablik spáð fyrsta sæti Fréttaritarar Fótbolta.net spáðu fyrir hvernig mótið mun enda en þar er Breiðablik spáð Íslandsmeistaratitlinum.
Fyrir leik
Glugginn hjá Aftureldingu Komnir
Axel Óskar Andrésson frá KR
Oliver Sigurjónsson frá Breiðabliki
Þórður Gunnar Hafþórsson frá Fylki

Farnir
Oliver Bjerrum Jensen til Danmerkur
Patrekur Orri Guðjónsson í Álafoss
Ásgeir Frank Ásgeirsson hættur og orðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis
Valgeir Árni Svansson í Álafoss

Samningslausir
Birkir Haraldsson (2004)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Glugginn hjá Breiðablik Komnir
Tobias Thomsen frá Portúgal
Óli Valur Ómarsson frá Sirius (var á láni hjá Stjörnunni)
Anton Logi Lúðvíksson frá Haugesund
Valgeir Valgeirsson frá Örebro
Ágúst Orri Þorsteinsson frá Genoa
Dagur Örn Fjeldsted frá HK (var á láni)
Ásgeir Helgi Orrason frá Keflavík (var á láni)

Farnir
Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg (var á láni)
Damir Muminovic til Asíu
Patrik Johannesen til KÍ/Klaksvík
Alexander Helgi Sigurðarson í KR
Oliver Sigurjónsson í Aftureldingu
Benjamin Stokke til Noregs
Arnór Sveinn Aðalsteinsson hættur og tekinn við sem aðstoðarþjálfari
Mynd: Breiðablik
Fyrir leik
Opnunarleikur Bestu deildarinnar Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá opnunarleik Bestu deildarinnar milli Breiðabliks og Aftureldingar.

Leikurinn verður spilaður á Kópavogsvelli og hefst klukkan 19:15.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Jökull Andrésson (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
9. Andri Freyr Jónasson ('72)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
21. Þórður Gunnar Hafþórsson ('63)
23. Sigurpáll Melberg Pálsson
25. Georg Bjarnason
30. Oliver Sigurjónsson ('72)
77. Hrannar Snær Magnússon

Varamenn:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
8. Aron Jónsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic ('63)
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('72)
19. Sævar Atli Hugason ('72)
22. Rikharður Smári Gröndal
27. Enes Þór Enesson Cogic

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason
Þórður Ingason

Gul spjöld:
Bjartur Bjarmi Barkarson ('22)
Oliver Sigurjónsson ('62)

Rauð spjöld: