Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
   lau 05. apríl 2025 11:14
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal ætlar ekki að reyna við Isak - Sancho til Wolves?
Powerade
Fer Sancho óvænt til Wolves?
Fer Sancho óvænt til Wolves?
Mynd: EPA
Arsenal hefur dregið sig úr baráttunni um Isak
Arsenal hefur dregið sig úr baráttunni um Isak
Mynd: EPA
Er Garnacho á förum frá Man Utd?
Er Garnacho á förum frá Man Utd?
Mynd: EPA
Arsenal er hætt við Alexander Isak, Jadon Sancho gæti endað hjá óvæntu félagi og þá gæti Alejandro Garnaco verið á förum frá Manchester United. Þetta og margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Wolves er óvænt komið í baráttuna um Jadon Sancho (25), vængmann Manchester United og enska landsliðsins. Hann er á láni hjá Chelsea fram að sumri. (Football Transfers)

Alejandro Garnacho (20), leikmaður Manchester United og argentínska landsliðsins, hefur gefið sterka vísbendingu um að hann sé á förum frá United í sumar, en hann hefur sett 3,85 milljóna punda höll sína á sölu aðeins tólf mánuðum eftir að hafa fest kaup á eigninni. (Sun)

Rayan Cherki (21), sóknartengiliður Lyon, er með 25 milljóna punda kaupákvæði í samningi sínum en Manchester United og Tottenham eru meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á að fá hann. (GiveMeSport)

Manchester United er einnig með auga á Ademola Lookman (27), framherja Atalanta á Ítalíu. (CaughtOffside)

Sporting er sagt reiðubúið að lækka verðmiðann á sænska framherjanum Viktor Gyökeres úr 85 milljónum punda og niður í 59 milljónir punda. Arsenal og Manchester United eru enn áhugasöm um framherjann öfluga. (Athletic)

Juventus ætlar að gera atlögu að Victor Osimhen (26), framherja Napoli og nígeríska landsliðsins, en Manchester United mun veita þeim samkeppni um Osimhen sem er þessa stundina á láni hjá Galatasaray í Tyrklandi. (Teamtalk)

Arsenal hefur ekki lengur áhuga á að kaupa Alexander Isak (25) frá Newcastle United. Samkvæmt enskum miðlum ætlar Newcastle að bjóða Isak nýjan samning. (Chronicle)

Bayer Leverkusen hefur mikinn áhuga á að fá Joan Garcia (23), markvörð Espanyol. Arsenal er einnig að skoða Garcia. (Bild)

Inter hefur ekki áhuga á því að fá Kevin de Bruyne (33) þegar samningur hans við Manchester City rennur út í sumar vegna aldurs leikmannsins. (Calciomercato)

Real Madrid er opið fyrir því að framlengja samning Antonio Rüdiger (32) til næstu ára, þrátt fyrir áhuga frá Sádi-Arabíu. (Florian Plettenberg)

Chelsea er ekki að íhuga það að selja argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez (24) í sumar. Hann er sagður mjög mikilvægur hluti af framtíðarplönum félagsins. (Fabrizio Romano)

Xabi Alonso ætlar að vera áfram með Bayer Leverkusen hann er sagður meira en tilbúinn til þess að bíða eftir tækifærinu til að taka við Real Madrid. (Relevo)
Athugasemdir
banner